Lögrétta - 26.06.1918, Síða 4
tið
LÖGRJETTA
Kennaraskólinn
starfar næsta vetur, nema óvænt forföll banni. Umsóknir um i. og 2. bekk
komi til skólastjóra fyrir i. sept. Enginn umsækandi skyldi koma án
þess, ab hafa fengib svar frá skólastjóra. Eldri nemendur skólans eru
beðnir aS skýra einnig skólastjóra frá því fyrir i. sept. hvort þeir ætla
sjer aS sækja skólann næsta vetur eSa ekki, og hverjir þeirra hafa næstl.
vetur lesiS undir 3. bekk og. ætla aS ganga undir próf til 3. bekkjar i
haust. Kensla til frekari undirbúnings undir það byrjar í skólanum 23.
sept.
ur og fór aS taka saman viS aSra
stúlku. Þegar hún var lögst á barns-
sæng þá var hann sóttur. Fæöingin
gekk svo illa, að lækni þurfti að
sækja, og barnsfaSirinn, sent var efn-
aður, íleygði í hana peningunum fyr-
ir læknishjálpina og fór svo. —
Læknirinn, sem var langt í burtu,
kom að lokum, og var hinn allra
mannúðlegasti í alla staði, en — barn-
ið dó í fæðingunni, —
En a8 því gat enginn gert. En svo
þurfti að jarSa barniS. Prestinum var
tilkjmt látiö, en hann vildi ekki koma
til að jarða þaö þar vi8 sóknarkirkj-
una, heldur láta flytja líkiS í aSra
kirkju — 5 tíma ferö í burtu. Ann-
ars yrðu foreldrarnir að borga fylgd-
armannslaunin.
En þegar til móðurinnar kasta kom,
þá var hún mjög veik. En hún setti
þó þvert nei fyrir, aö með litla barnið
yrði farið út úr sókninni. Það skyldi
jarðað þar við sóknarkirkjuna.
Og svo varö að vera. En prestur-
inn var ekki ánægður með það. Plann
kom að kvöldi dags á bæinn og gisti
þar um nóttina áður. En hann var
stórreiður, og skammaði húsbónda
hennar fyrir að vera að ómaka sig
þetta. Móðurina sá hann ekki. —
ÞaS var þetta, sem hún gat ekki
þolað. Að sjálfur presturinn yrði til
að bæta á hjartasorg hennar. Hún
hafði átt barnið með manni, sem hún
kvaSst hafa viljað gefa hvern sinn
blóðdropa "fyrir, en hann hafði yfir-
gefið hana, og trúnaðar-vinstúlka
hennar tekið hann frá henni. En það
var þó ekki aðalatriSið. En að jarða
litla barnið hennar með illu, hreyta
úr sjer skömmum fyrir það, barnið
hennar, sem hún hafði þráð svo mik-
ið — því gat hún ekki gleymt. Og
aS vilja færa það á fjarlægan kirkju-
stað, þar sem hún gæti ekki komið
á sunnudögum, þegar hún kæmist á
tætur og kropið við leiðið þess, sem
hafði orðið að láta líf sitt fyrir hana
— meira gat það þó ekki gefiS —
ekki hafði þaS beðið um þessa til-
veru heldur. —
Og fyrir barnið gat hún ekkert
annað gert, en að gera útför þess
sæmilega. En svo fór presturinn
svona að. Og meira að segja, hann
kom í veg fyrir að konur, sem hún
þekti, fylgdu því til grafar. Henni
hefði þó verið svo mikil huggun í
því. Nei, þessu öllu gat hún ekki
gleymt, Það var hennar stóra hjarta-
sorg.
Og þa8 sem jeg átti að gera, var
að gefa prestinum viðvörun eða á-
minningu í hennar nafni: að fara
aldrei aftur svona með nokkra móð-
ur. Þær hefðu nóg að bera samt, Og
þegar þær væru valdar að tilveru
barnsins, þá hlytu þær að hafa á-
Lygfgrjur og ábyrgð á því, hvernig með
það væri farið. Sjer hefði liðið svo
illa. Og þetta hefði aukið svo mikið
á sorg sína. Presturinn hefði áreiðan-
lega ekki fariS svona að, ef efnahjón
liefðu átt hlut að máli; farið að
skammast út af því, að þurfa að hafa
fyrir að fara nokkurra tíma sjálf-
sagði embættisferð. Hún kvaðst áður
hafa átt sinar bestu stundir í kirkj-
unni, en síðan þetta kom fyrir, gæti
hún ekki hlustað á þennan prest.
Hann ætti að muna eftir orðum Krists
að hneyksla ekki smælingjana, en að
það sem hann gerði þessum minstu
bræðrum og systrum hans, það gerði
hann honum sjálfum.
Og það var auðsjeð, að móðirin
hafði hvorki gleymt barninu sínu eða
þessari lítilsvirðingu prestsins. Auð-
vitað varð hann að jarða bamið þar
sem hún vildi. Hún kvaðst lika hafa
heitstrengt að komast að því, þegar
hún kæmi á fætur, hvort þetta hefði
ekki verið embættisskylda hans, og
það hefði reynst svo. „Guði sje lof
að maður á þó rjett til að vera jarð-
aður við sóknarkirkjuna sína, þar sem
maður er fæddur," sagði hún. Hún
hefði a!t af viljað tala við prestinn
urn þetta, en aldrei fengið færi á þvi.
Því vildi hún nú iáta hann vita álit
sitt um þetta, og hvaða sorg það hefði
bakað sjer.
Bríet Bjarnhjeðinsdóttir.
Á Bröttubrekku.
I.
Difficile est in infernis per-
spicere veritatem, difficilius
perspexisse.
Reykvikingar ættu að ganga oftar
en gert er út á Mela, horfa þar á
Marconistengurnar, sem gnæfa svo
hátt upp yfir símastaurana og hugsa
dálítið úm sögu mannkynsins á ein-
um af þeim hnöttum, sem hin nýja
heimsfræði nefnir inferna mitiora eða
stupiditatis. Hugsa t. a. m. um stefn-
ur í sambandsmálum. Fyrir rúmum
400 árum vissu menn á Frakklandi
alls ekki af Vesturálfunni (þó að ís-
lendingar hefðu þá fyrir löngu fund-
ið Vesturheim). En nú fyrir fáum ár-
um varð sambandsmunurinn svo mik-
ill, að maður í Ameríku gat talað við
mann iFrakklandi fyrir umbúnaðslík-
an, sem sjá má þarna á Melunum.
Melastöðin er aflminni miklu, en
stöðvar þær, sem notaöar eru til sam-
bands yfir Atlantshafið; en þó hún
sje að eins minni háttar Marconistöð,
þá mætti þó hjeðan senda þýðingar-
meiri skeyti, en nokkur sem frá slikri
stöð hafa komið.
Aðferðin, sem hafa skal er þessi:
Menn fái sjer góöan „andamiðir' og
geri sambandstilraun þar á stöðinni.
Ekki við andaheiminn samt —og það
er nú vandinn mesti, að komast upp
úr hinum afar-forna hugsanafarvegi
sem trúin á andaheim táknar—heldur
við aðra hnetti. Vjer verðum að reyna
að færa oss í nyt ^verk Brúnós og;
Galilers og þeirra, sem haldið hafa
áfram af þeim. Tilraunin mun takast,
ef mín ráð eru við höfð.
Þegar vitundarsamband miðilsins
við íbúa annars hnattar væri fengið,
mundu ef til vill þeir „hinu megin“
geta notað Marconitækin til að senda
eitthvert skeyti, eftir því sem þeir
hefðu sagt fyrir, með því að nota
heila og talfæri miðilsins.
Gætum vjer fengið einhvern árang-
ur hjer, mundu þess konar tilraunir
verða teknar upp, þar sem loftslags-
skilyrði fyrir sambandi við aðra
hnetti eru betri en hjer á landi; og
mundi þá brátt tíðinda von. En nú
er eftir að vita hvort íslendingar gefa
um að vera á undan í þessum efnum.
Það kostar ekki annað en dálítið af
andlegri áreynslu, þeirrar tegundar
sem þarf til að breyta stefnu til rjett-
ari áttar. Og svo reynir hjer dálítið
á hugdirfð nbkkurs konar. Hið forna
heilræði sapere aude, í merkingunni:
Þorðu að hugsa viturlega, á hjer við.
II.
í júnímánuði 1908 sátu menn nokkr-
ir á fundi einhverstaðar í Lundún-
um, og leituðu sambands við
andaheiminn. En þegar samband
iekst, þá gerðist það fil tiöinda, aö
sá sem talaði fyrjr munn miðilsins,
sagðist vera ekki andi, heldur maður
á Mars. Jeg var staddur í Lundúnitm,.
þegar þetta gerðist. Og held jeg að
vísu ekki að þessi vera, sem gerði
vart við sig þarna á miðilsfundinum,
hafi verið Marsbúi; hygg jeg að á-
hrif fundarmanna á miðilinn hafi ekki
leyft stjörnubúanum að segja rjettar
til heimkynnis síns; en áhrif sitjar-
anna (the sitters) á miðilinn, þau
sem verða með ,,bio-induction“ er jeg
nefni svo, ráða mjög miklu um það,
livað miðillinn getur sagt af þvi sem
til hans er stefnt frá sambandsver-
unni, Jeg hygg helst, að á fundi þar
sent jeg væri yiöstaddur, og þar sem
tilraunamenn væru mjer ekki mót-
snúnir, mundi engin vera, sem í mið-
ilinn kæmi, segjast vera frá Mars.
Þykir mjer fremur ólíklegt, að í
þeirri stjörnu sje nokkur mannabygð.
Sttmir rnenn hafa í þeim efnum b.ygt
ntikið á rákum þeim, er sjást á stjörn-
unni, og talið vera skurði eða síki
gerö af skynsemi gæddum verutjt. En
mjer þykir líklegra, að vjer sjáunt
þar sem Mars er hnött sem er kóln-
aður rnjög og siginn sarnan, og rif-
inn sundur „þvert og endilangt" af
gjám, stórkostlegri miklu, en til eru
á jörðu hjer. Sjeú það síkin, er ntenn
hafa talið vera. Verður að muna eft-
ir því, aö sögu þessa nágranna vors
í himingeimnum er langtum lengra
komið en sögu jarÖarinnar; er bæði
að Mars er eldra barn sólarinnar
mikltt en jörðin, og rúmmálið marg-
íalt rninna, og hefur sú jarðstjarna
því verið stórum fljótari að kólna en
vor. Vænti jeg ekki sambands þaðan.
III.
Tilraunir þær, sent nú var á minst
og frú Eva Harrison hefur sagt frá 1
bók frá 1915 („Wireless messages
from other worlds"), hafa hvergi
nærri vakið þá eftirtekt sem vert.
hefði verið; því aö þær eru mjög
merkilegar, þó að mikið skorti að
visu á, að málið sje þar komið á vís-
indastigið. Kalla jeg ekki vísinda-
lega horfa, fyr en menn skilja hvers
eðlis miðilssambandið er, og gera ráð
Þeir Skrjetuski höguðtt ferðinni
þannig að á daginn hjeldu þeir kyrru
fyrir í skógum eða dölttnt óbygðum
og hjeldu jafnan vörð, en á nóttunni
var haldið áfrarn. Þorp þau, seiti þeir
annars konttt í, voru fyrst umkringd,
svo að ekkert mannsbarn gat komist
á braut, því næst var heimtað af
íbúunum vistir og fóður handa mönn-
tim og hestum og spurst fyrir um
óvinaliðið, en þorpsbúum ekkert ntein
unnið. Fóru þeir jafnan í aðra átt en
ferðinni var heitið meðan sást til
þeirra frá þorpunum til þess að villa
hinum sýn.
Það sem mest reið á fyrir Skrje-
tuski var að fá áreiðanlegar fregnir
um það hvort Krysovonos, er hafði
fjörutíu þúsundir manna, sat enn um
Kamieniets eða hafði horfið aftur til
Kmielnitskis og þeir síðan ætluðu að
leggja til úrslitaorustu við pólska
herinn; einnig reið mjög á að fá vissu
fyrir því, hvort Tartararnir frá Bob-
rudscha voru sameinaðir uppreisnar-
hernurn eða enn fyrir handan Ducu-
to-ána.
Jeremías fursta þótti mikið við
liggja að fá að vita þetta, því væri
Krysovonos hættur umsátinni, reið á
að berjast við Kmielnitski áður en
þeir höfðu tekið höndum saman.
Skrjetuski átti þá að vefjast fyrir
Krysovonos, því að Domínik fursta
og liði hans, er sótti fram í Ukrainu,
gat stafaö hætta af honum. En Do-
minik fursti fór sjer að engu óðs-
lega. Hann hjelt stórveitslur á leið-
inni og tafðist mjög við það. Sá Jere-
mías fursti fyrir, að Kmielnitski yrði
búinn að sameina lið sitt og khanins
á'ðúr en Dominik kæmi á vettvang.
Var hann mjög hugsjúkur yfir því.
Skrjetuski var gætnari foringi en
það, að hann legði til orustu við
Krysovonos og liðsæg hans. Hann
hafði ekki annað úrræði, til þess að
tefja fyrir honum, en beita hann
brögðum. Hann ljet það berast út
meðal síns eigin flokks, að megínher
furstans væri skamt á eftir og hið
sama ljet hann kvisast hvar sem hann
kom. Fregn þessi fór um hjeruöin
cins 0g eldur í sinu. Lýðurinn sem
hafði hafið uppreisn skalf af ótta við
]>á tilhugsun.
Þessari fregn var hvervetna trúað
enda var hún sennileg. Allar likur
voru til þess, að Dominik hjeldi með
meginherinn pólska gegn Kmielnitski
sjálfum en Jeremías rje'ðist á Kryso-
vonos. Sló óhug miklum á hann, því
að hann mundi fyrri hrakfarir og
taldi furstann ósigrandi; gat hann og
búist við því að lið hans lcgði á flótta
og reyndi að forða sjer áður en -til
fyrir að alt þetta, sem menn hafa
haldið vera lífið í andaheiminum —
og misskiliö stórum og vanskilið,
eins og við er að búast, þar sem
rannsakað hefur verið af næsta litl-
um skilningi á undirstöðuatrið-
um — sje í raun vjettri lífið á
öðrum hnöttum. Og er að vísu við
ramman reip að draga. Á aðra hönd
er hin eldforna trú á anda og anda-
heim, og hræðslan við að menn veröi
sviftir einhverju dýrmætu, ef náttúru-
fræðingsaugum er litið á þetta mál.
En á hina sú trú, sem rit eftir t. a. m.
Flournoy eða Podmore bera svo
greinilega vott um, að alt þettn
tal um „dularfull fyrirbrigði" eigi
ekki við annað að styðjast en hje-
góma, sjálfsblekking og tál. Menn
eins og þeir sem jeg nefndi hafa tals-
vert orð á sjer fyrir skarpleik; en
þó skortir þá þess konar vitsnild, sem
þarf til þess aö gera nýjar athuganir
og finna nýjar leiðir til þekkingar.
Er mikill viskumunur á manni eins
og öldungnum Sir William Crookes,
sem fundið hefur nýtt frumefni og
nýja leið í eölisfræði, og svo á manni
eins og prófessor Flournoy, þó að
gáfumaður sje. (Skepticismus ist nur
ein anderer Name fúr Mangel an
Genie. Krítik aber gehört zum Wesen
des wissenschaffenden Genies).
(Meira.)
Helgi Pjeturss.
bardaga kæmi. Hann var ákveðinn í
því að forðast fund furstans og lagði
því þegar á stað til fylgdar vi'ð Kmi-
elnitski, en fór margra dagleiða krók,
svo fundurn þeirra Jeremíasar bærr
ekki saman. Hann gat ekki búist við
að verða nógu fljótur til liðs við Kmi-
elnitski, en sigraði Dominik, var hon-
um þó ótálmað undanhald.
Krysovonos barst sú frjett, að Kmi-
elnitski hefði barist og beðið mikinn
ósigur, svo að honum fjelst alveg
hugur. Hafði Skrjetuski smíðað fregn
þessa. Krysovonos vissi ekki ,sitt
Ijúkandi ráð. Loks rjeð hann af að
halda hernum inn á sljetturnar og
bíða ]iar Tartara og aðstoðar þeirra.
Þó vildi hann á'ð'ur fá áreiðanlegar
írjettir um bardagann. Hann varð að
senda menn á njósnir, en formaður-
inn var vandfundinn. Fáir mundu
vilja taka þann starfa af fúsum vilja
og mjög þurfti að vanda manninn.
Færi svo að hann yrði handtekinn,
varð hann a'ð þegja um hernaðarfyr-
írætlanir hans hversu sem hann væri
píndur.
Loks datt honum Bohun í hug og
ljet þá þegar um nóttina kalla hann
á sinn fund.
„Jeremías fursti heldur nú liði sínu
gegn oss,“ sagði hann. „Vjer erurn
tortímdir.“
„Jeg hef heyrt um framsókn furst-
ans,“ svaraði Bohun, „en vjer erum
ekki uppnæmir fyrir honum.“
„Jú, það erum vjer. Hermenn mín-
ir hræðast hann.“
„Ekki óttast jeg hann.“
„Þa'ð má vel vera, en það veitstu
eins vel og j'eg, að herinn lilýðnast
mjer ekki, skipi jeg honunt gegn
furstanum."
„Þá verðum vjer að sameina lið
vort og meginher Kmielnitskis."
„En það er sagt a'ð Kmielnitski
hafi beðið ósigur."
„Ekki trúi jeg því, hann er meiri
hershöfðingi en það, að hann hafi
rá'ðist á Pólverja áður en Tartararnir
komu á vettvang.“
„Það held jeg líka; en jeg þarf að
vita það fyrir víst. Væri nokkur svo
hugrakkur, að hann treystist til þess
að fara með flokk manna og færa,
mjer njósnara furstans og greinilegar
frjettir, þá skyldi jeg fylla húfu hans
af gulli.“
„Jeg er rei'ðúbúinn til þeirrar ferð-
ar, ekki vegna gulls heldur metn-
aðar.“
„Þú ætlar að fara. Þú lætur þjer
ekki alt fyrir brjósti brenna. Hvað
marga menn viltu fá til fylgdar?"
„Jeg fer ekki með fjölmenni. Oss
verður hægara að leynast, sjeum við
fáir saman. Fái jeg fimmhundruð
vaskra manna skal jeg setja höfuð
Með báli og brandi.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
V. KAFLI.
mitt að veði, að jeg færi yður njósn-
ara furstans, og foringjar ]ieirra
skulu segjijt sannar frjettir."
„.Leggið sem fyrst af stað.“
Bohun bjóst þegar til ferðar, Fler-
menn hans drukku nokkrar mjáðar-
tunnur, ,,til þess að biia sig undir
dauðann“, áður en þeir kvöddu her-
inn. Bohun drakk með mönnum sín-
um og varð mjög drukkinn. Dýfði
hann sjer niður í tjörukagga í öll-,
um skrautklæðum og hrópaði:
„Nú er jeg svartur sem jörðin móð-
ir vor. Pólverjar munu nú varla
þekkja mig.“
Ljet hann ]ivi næst núa sig með
persneskum dýrinclis ábreiðum, er
hann haföi rænt, steig síðan á bak og
leið á stað i broddi fylkingár.
*
Skrjetuski hafði sóttframalt tiljar-
molin. Höfðu íbúarnir þar veitt hon-
um mótstöðú, en verið höggnir niður
sem búfje, Hann ljet berast út þar
sem annarstaðar, að furstinn væri í
námunda. En er hann vissi aö það var
orði'ð hjeraðsfleygt, ljet hann lið sitt,
er var sta'ðuppgefið, hvilast nokkra
daga. Kallaði hann síðan vini sína
á ráðstefnu og mælti:
„Vjer skiftum oss nú i fjóra jafn-
fetóra flokka og förum yfir eins stórt
svæði og hægt er. Ganga ]>á enti meiri
sögur af oss, og er það til gagns.
Vjer höggvum niður uppreisnarmenn
hvar sem þeir verða á vegi vorum, svo
hjera'ðsbúar óttist oss.“
„Þetta finst mjer hyggilegt," sagði
Volodyjevski. „Vjer verðum þá álitn-
ir margfalt fleiri en vjer i raun og
veru erum, og þegar frjettin kemur
til Krysovonos verðum vjer orönif
að óvígum her.“
„Þjer, Skrjetuski, eruð foringi vor,“
sagði Longínus, „og vjer gerum ]>a'ð
sem þjer fyrirskipið."
„Jeg fer um Zinkov og Soladkovse
og ef til vill enn lengra,“ sagði Skrje-
tuski. „Þjer, Longínus, farið áleiðis
til Tatarsysk; en þú Mikhael ferð til
Kupin. Zagloba ætti a'ð sækja fratn
til Skrusch."
„Jeg!“ hrópaði Zagloba.
„Já, þú hefur ætíð ráð undir hverju
rifi, en treystist þú ekki til ]>ess, stýr-
ir Kosmasch varðstjóri þeim flokld"
„Nei, það var ekki meining mín, er
jeg greip fram í, en mjer fellur þungt
að verða a'ð skilja við ykkur,“
„Þjer megið ekki reiðást mjer,"“
sagðiVolodyjevski við Zagloba, „þótt
jeg spyrji hvort þjer hafið nokkra
reynslu sem foringi herflokks.“
„Hvort jeg hafi reynslu! Löngu á'ð-
ur en þjer voruð í móðurkviði, stýrði
jeg stærri flokki en þessum, og væri
enn þá í hernum hefði jeg ekki borð-
að myglaða tvíböku er sat blýföst í
maganum i þrjú ár, svo að jeg varð
að fara til Galats eftir gagneitri. Get
jeg sagt frá þeirri ferð seinna í betra
næði, en má ekki vera að ]>ví nú.“
„Á bak, herrar mínir,“ sag'ði Skrje-
tuski. „Vjer segjum hvervetna að
Kmielnitski hafi verið sigraður og
furstinn sitji um Roskirov. Rekist þið
á menn er geta gefið upplýsingar ttm
Krysovonos ]>á handtakiö ]>á.“
„Bara jeg rækist á hann sjáKan,"
sagði Zagloba. „Ef hann nú ri'ði sjálf-
ur út til njósna; sá skyldi fá fyrir
ferðina! Jeg skal sveit mjer krækja í
]>á náunga.“
„Eftir þrjá daga,“ sagði Skrje-
tuski, „sjáumst við aftur í Jarmolin."
Eggert Glaessen
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.. Venjulega heima
kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16.
W tagn il tarigg.
Havnegade 51, Kbhavn.
Sími 11671.
Símnefni: Kongenafsverige.
Einstök og samliggjandi her-
bergi meö raflýsingu og öllum nútíð-
arþægindum. Sjerstakur veitingasal-
ur með innlendum og útlendum blöð-
um, einnig íslenskum. Lágt verð. —
Komiö og skoðið, áður en þjer vistiö
yður annarsstaðar. — Var áður á ís-
lendingastöðinni Hotel Scandia.
Jean Iversen.
----------——
F j elagsprentsm ið j an.