Lögrétta - 02.10.1918, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA
'160
sjálfur í ritverkum sínum, að hann
hugsar meira og er sannfróðari í
ýmsum greinum, en títt er um al-
þýðukennara. Jeg er ekki í neinum
efa um það, að skóli hans hefur
góð áhrif.
Jeg koin að Deildartungu og gisti
þar. par lærði jeg þann sannleika,
að vegurinn upp i Hálsasveit lægi
fram Reykholtsdal. pað vissi jeg
ekki áður; — hjelt í einfeldni
minni að vegurinn fylgdi Hvitá
eftir. En nú er Borgarf jarðarbraut-
in komin alla leið fram að Reyk-
holti. Áður var farið 8 sinnum yfir
Reykholtsá milli Reykholts og
Deildartungu — yfir allar bugð-
urnar. Nú er aldrei farið yiir hana
á þeirri leið.
Á einum bæ skamt fyrir innan
Deildartungu er heitt hveravatn
leitt inn í bæinn til hitunar og gefst
vel. Ef til vill gæti það tekist víðar.
Jeg kom að Reykholti, og gerð-
um við sr. Einar Pálsson allýtar-
lega tilraun til þess að láta Dynk
gjósa, en svo heitir hver þar skamt
utan við túnið. Dynkur slokaði í sig
sápuna og var úfinn og úrillur
meðan hann var að æla henni. En
hann gaus ekki. pað er þvi ekki
ómaksins vert að gefa lionum því-
líkt góðgæti oftar.
Jeg kom að Húsafelli. par stóð
Ásgrímur málari úti i hrauni á
skirtunni, blár í framan af norðan-
nepjunni og líklega loppinn, og var
að mála Eiríksjökul. Eiriksjökull
var líka blár hjá honum og virtist
hnipra sig saman hálf-kuldalega,
og skriða í skjól við fagurgræna,
blaktandi runnana í Húsafellsskóg-
inum. pó efast jeg ekki um, að ein-
hverjum finnist til um myndina,
þegar Ásgrímur er búinn með hana
og hún skín í fallegri umgerð á
sýningu hans. J?ví svipmikið er
landslagið, og ekki vantar Ásgrim
auga fyrir tign þess og einkennum.
En dálítið var það einkennilegt,
hvað margt varð lil þess að minna
mig á Eiríksjökul á ferð minni um
hjeraðið, bæði nú og endranær.
Hvar sem maður kemur í Borgar-
firðinum, er það talið fjallsýninni
mest til ágætis, ef Eiriksjökull sjest
þaðan. Eitt sinn er jeg kom að
Hesti benti presturinn þar mjer á
Eiríksjökul sem höfuðprýði víðsýn-
isins þaðan. pað sama var endur-
tekið á Svignaskarði og miklu víð-
ar, og nú, er presturinn í Reykholti
sýndi mjer víðsýnið frá hinum
fræga garði Snorra Sturlusonar,
benti liann mjer með sýnilegri á-
nægju á ofurlitla mön af Eiríks-
jökli, sem gægðist upp yfir háls-
inn. pað var lítið, en þó belra en
ekki neitt. Jeg held ekkert fjall sje
til, sem menn hafa eins miklar
mætur á hjer á landi, enda er ekk-
ert fjall til hjer á landi, sem jafn-
ast á við hann, jafnt að fegurð,
sem mikilleik. Mjer er í minni,
hversu Svisslendingar halda fram
fjallafegurð sinni, og hváð þeir
gera mikið til þess að vekja eftir-
tekt ferðamanna á henni. Ef þeir
ættu Eiríksjökul þar, þannig sett-
an, að hann nyti sín álíka vel og
hann gerir á Siðumannaafrjetti,
mundu öll önnur fjöll þeirra þykja
fánýt að fegurð.
Enginn vissi hvað mjer bjó i
brjósti, þegar verið var að tala um
Eiríksjökul við mig. Enginn vissi
hversu það eggjaði þá þrá, sem
með mjer leyndist, að heimsækja
fjallið og yfirstíga erfiðleika þess.
Og þegar jeg stóð við hlið einhvers,
sem var að sýna mjer fegurð Eir-
íksjökuls, var jeg að hugsa um það,
hvar hann mundi vænlegastur til
uppgöngu, hvar brattinn væri hæg-
astur, hvar líkur væru til að hann
hiundi vera mest sprunginn, o. s.
frv. Jafnframt var jeg að grafast
eftir því með hægð, hverjir mundu
hafa gengið upp á hann, hvar þeir
hefðu farið og hvernig þeim hefði
farnast, án þess þó, að Ijósta því
Upp, að mig langaði til að reyna
þotta, því að enh var það óráðið,
hvort jeg reyndi það.
En eftir því sem jeg nálgaðist
Eiríksjökul og það einstaka í svip
hans afklæddist fjallablámanum,
M e ð b á 1 i o g b r a n d i.
Eftir Henryk Sienkiewicz.
minkuðu erfiðleikarnir í augum
mínum. Jeg notaði hvert tækifæri
sem baust til að virða hann fyrir
mjer i ferðasjónauka mínum, og
fór þar helst af baki, sem vel sá til
hans. Mjer var auðvitað um megn
að sjá það neðan úr lijeraðinu, hvar
skriðurnar undir honum væru
gengar, og sömuleiðis livort smá-
sprungur væru uppi í jöklinum.
En engar gapandi jökulgjár kom
jeg auga á; en þær sjást oft langt
til. Og hitt duldist mjer ekki held-
ur, að jökullinn sjálfur var alstað-
ar gengur vegna bratta.
Eins staðar verð jeg að minnast,
áður en lengra er farið, af þvi mjer
finsl haft alt of hljótt um fegurð
hans. pað er Barnafoss. Hann er í
Hvítá framan undir Hraunsási,
beint niður af Gilsbakka. Hraunið
hefur runnið á ána þvera og ýtt
henni upp að fjall-lendinu sunnan
megin dalsins. Áin hefur stýflast |
fyrir ofan ásinn, en síðan skorið
sig í gegnum hann fremst. Land-
náma segir að Músa-Bölverkur hafi
veitt Hvítá í gegnum ásinn; áður
hafi hún runnið ofan Melrakka-
dal (Landn. Kh. 1842, bls. 67).
Hvað sem því líður, er það sýnilegt,
að áin hefur skorið sig í gegnum
ásinn, því að nokkur hluti lians
stendur fyrir norðan hana, og var
mjer sagt, að þar hjeti Gunnlaugs-
höfði. Fyrir neðan þetta skarð
steypist áin í gljúfur milli hrauns-
ins og ássins og brýst um fast. J>ar
er Barnafoss. Rjett fyrir neðan
fossinn streymir óhemju-va'ns-
magn undan hrauninu í afarmörg-
um lindum og steypist út í ána.
Fossarnir eru hátt og lágt í grænni,
skógivaxinni hraunbrúninni álöng-
um kafla, og er það ein af hinum
fegurstu og einkennilegustu sjón-
um sem jeg hef sjeð. Barnafoss er
ekki stór, hvorki hár nje vatnsmik-
ill, því að Hvítá vex um fullan
helming fyrir neðan hann. Klapp-
imar að honum eru hrikalegar og
eins gljúfrið ofan frá honum, en
alt er klættt birkiskógi á bæði lönd.
Trjebrú liggur yfir gljúfrið skamt
fyrir neðan fossinn. pessi staður
allur er svo undurfagur, að hann
ætti það skilið að vera friðaður og
fegraður til sumardvala og mann-
fagnaðar fyrir alt hjeraðið og gerð-
ur að almenningseign.
Frá Húsafelli var mjer fylgt yfir
skóginn og árnar alla leið upp að
Kalmanslungu. Fátt var karlmanna
heima í Kalmanstungu er jeg kom
þar. Húsbóndinn var i kaupstaðar-
ferð. Húsfreyjan tók mjer með
þeirri alúð, sem gerir hverjum
manni komuna að þessuni bæ svo
einkar hlýlega og minnisstæða.
Hún mintist þess, er jeg kom þar
fyrir 8 árum, og mintist á það, er
drengirnir hennar höfðu fylgt mjer
í Surtshelli og upp á Strútinn —
og haft gaman af því að lesa um
það í blöðunum mörgum árum
seinna. Nú voru þeir ekki heíma
við, en þó skamt frá bænum, og
innan skamms komu þeir heim.
Jeg hefði hvorugan þeirra þekt nú,
hefði jeg ekki vitað hverjir þeir
voru. pegar þeir voru með mjer
fyrir 8 árum, var annar þeirra 12
ára en hinn 10, og svaraði þá vöxt-
ur aldri. Nú voru þeir báðir orðnir
stórir menn og mannvænlegir,
mannvænlegri að vexti og burðum,
en algengt er um menn á tvítugs-
aldri. peir tóku mjer eins og bróð-
ur, sem lengi hefði verið að heim-
an, og gloddum við okkur um
stund við að rifja upp gömlu minn-
ingarnar. Undir eins og þeir heyrðu
það á mjer, að mig langaði til að
komast þar eitthvað inn í óbygðir
og helst af öllu upp á Eiriksjökul,
v°ru þeir fúsir til að slást í förina,
og það því fremur, sem hvorugur
þeirra hafði enn komið upp á fjall-
ið, en árið áður höfðu tveir menn,
er þeir þektu, gengið þangað, og
Ijetu vel af ferð sinni. Móðir þeirra
latti þá ekki, og áður en við fórum
að sofa, var fjallgangap ráðin dag-
inn eftir. r> ,
KAFLI.
Zagloba fjekk aS láni hjá Longín-
usi peninga til feröarinnar. Keypti
hann fyrir þá fimm gæöinga af pó-
dólsku kyni, Kósakkabúninga handa
sjer og förunautum sínum og hinn
fjóröa h'anda Helenu. Þeir fengu á-
gætis veöur á leiðinni. Sólin skein í
heiöi og fuglarnir sungu. Volodyjev-
ski söng einnig.
„Bara aö Helena væri nú komin i
hóp vorn!“ sagði Zagloba.
„Ertu viss um að rata rjetta leiö,
Renzían?" spuröi Volodyjevski.
„Jeg er alveg viss um þaö, og þeg-
ar við komum til gjárinnar gengur
alt eins og i sögu. Horpyna varnar
oss ekki að fara eftir henni. Reyndar
drepur hún hvern þann, sem reynir
aö fara þá leiö, og er sagt að fult
sje af beinagrindum við innganginn,
en Bohun sagði að jeg skyldi ekki
iáta það á mig fá; jeg skyldi bara
hrópa í sífellu nafn hans og mundi
þá Horpyna hleypa mjer inn. Þaö
kvað fylgja henni ágætur bogamður
Tscheremis að nafni. Við verðum að
lóa þeim báðum.“
„Ætli það dugi ekki að drepa hanr.
en binda hana?“ spurði Zagloba.
„Þjer komið ekki henni í bönd. Afl
hennar er svo mikið, að hún brýtur
skeifu milli handanna, eins og það
væri kol. Jeg skal sjá fyrir henni.
Setjum við hana á, eltir hún okkur
með ópi og illum látum og Kósakk-
ana fær hún til þess að elta okkur.“
Þeir fjelagar komu nú inn í land
óvina þeirra. Þeir voru þaulspurðir
og urðu að svara öllum spurningum.
Flvervetna voru þeir inntir eftir Bo-
hun og heilsufari hans. Kváðu þeir
hann á góðum batavegi og sögðust
vera sendimenn hans. Var þeim þá
tekið með opnum örmum og ýmsir
spurðu hvort þeir væru fjevana. Ren-
zían neitaði aldrei fje því er honunt
var boðið.
Þeir hittu í Jampol gamlan Kó-
sakka, Burdai að nafni. Hann hafði
kent Bohun vopnaburð, og elskaði
hann sem son sinn. Hann hafði áður
sjeð Renzían hjá Bohun, svo að öll
tortrygni hvarf úr huga hans einnig
gagnvart hinum dularkíæddu aðals-
mönnum. Hann bauð þeim riddara-
flokk til fylgdar og hesta góða. Hinn
* kæni Renzían kvað þeim eigi þörf
á fylgdarliði, þar sem þeir væru nú
í landi samherja sinna, en góðhest-
um væri aldrei ofaukið. Hann ljet á
sjer skilja, að Bohun hefði eigi feng-
ið þeim mikinn farareyrir, og var
þaö nóg bending, því Burdai fylti
belti hans af gullpeningum.
Renzían hafði trúað Burdai fyrir
því, hvert ferðinni væri heitið, og
Kósakkinn óskaði honum góðrar
ferðar.
„Guð sje með yður!“ sagði hann að
skilnaði. „Þjer eigið nú ekki langt
ófarið.“
Það var ekki löng leið frá Jantpol
til Valadinka, en hún var ógreið og
seinfarin,
Zagloba hagaði ferðinni þannig að
þeir kæmu eigi að gjánni fyr en eftir
sólarlag. Honum þótti það heppileg-
ast, að fara þaðan að næturlagi, tæk-
ist þeim að frelsa Helenu.
„Þarna er Valadinka-áin,“ sagði
Renzían lágt og fölnaði við. Hann
vissi að nú var skamt ófarið en orðið
áliðið dags.
„Nú undir eins?“ sagði Zagloba.
Volodyjevski athugaði skamm-
byssu sína og reyndi hvort sverðið
var liðugt í slíðrunum.
Þegar þeir voru komnir rjett að
gjánni, mælti hann:
„Horpyna þekkir Renzían, svo að
það er best að hann fari fyrstur.
Hann sýnir henni hring Bohuns og
flytur henni orðsendinguna. Hún get-
ur annars orðið hrædd við okkur,“
„Nei, í öllum bænum! Jeg fer ekki
fyrstur," greip Renzían fram í.
„Farðu þá síðastur, hugleysing-
inn!“
Volodyjevski reið á undan og eftir
honum Zagloba. Renzian fór síðastur
og teymdi lausu hestana; hann var
ókyr í sæti og leit hálfsmeikur kring-
um sig.
„Við förum vonandí ekki viltir
vegar ?“ sagði Zagloba. /
„Nei, við erum að komast þangað.“
Hestarnir urðu nú ókyrrir; tóku
að leggja kollhúfur og frýsa. Það
var sem kalt vatn rynni Renzían milli
skinns og hörunds.
Volodyjevski stöðvaði alt í einu
hest sinn.
„Þarna er gjármynnið," sagði
hann. „Áfram!‘!
„Bohun, Bohun, komdu Horpyna!“
hrópaði Renzían eins hátt og hann
gat.
Þeir námu staöar og Renzían hróp-
aði á ný: „Bohun, Bohun!“
Hundagelt heyrðist álengdaij og
nokkru síðar þrusk i runnunum rjett
hjá, vinstra megin við gjána; kom
þar kona í ljós og skygði hún hönd
fyrir auga og starði á komnmenn.
„Þetta er Horpyna,“ hvíslaði Ren-
zían.
Síðan hrópaði hann enn: „Bohun,
Bohun!“
Horpyna kom nú nær. 1 för með
henni var dvergur með tyrkneskan
boga i liendi.
„Hverjir eruð þið?“ spurði hún.
„Hvernig líður þjer, gamla mín?“
spurði Renzían. Hann var nú af-
hræddur.
„Jeg kannast við þig,“ sagði hún.
„Þú varst með Bohun um eitt skeið.
En hverjir eru hinir?"
„Vinir Bohuns.“
„Hún er ekki svo Ijót ásýndum af
norn að vera,“ sagði Volodyjevski i
hálfum hljóðum.
„Hvað er ykkur á höndum?“ spurði
hún.
„Hjer er vegabrjef Botiuns ásamt
hring hans og hníf. Veitstu hvað það
hefur að merkja?“
Hún skoðaði gripina grandgæfi-
lega og mælti siðan:
„Það stendur heima. Þið eruð að
sækja ungfrúna.“
„Já, liður henni ekki ve!.“
„JÚ, eg held nú það. En hví kom
Bohun ekki sjálfur?“
„Ilann liggur í sárum.“
„Jeg hef sjeð það í mylnupollin-
um.“
„FIví spyrðu þá þessa, þvaðurdrós-
in!“
Horpyna hló svo að skein 5 skjall-
hvítar tennurnar. Hún hnipti i Ren-
zían um leið.
„O, Þú kæri minn!“
„Láttu mig kyrran.“
„Hvenær ætlið þið að leggja á stað
með ungfrúna?"
Ný bók,
Insta þráin, (Den slore Hunger),
eftir Jóhann Bojer. fýtl hefur
Björg p. Blöndal. y\gæt tækifæris-
gjöf. — Fæst hjá bóksölum.
J>ór. B. porláksson.
„Þegar við höfurn áð hestunum.“
„Það er ágætt. Jeg verð ykkur
samferða."
„.Hvers vegna þá?“
„Jeg hef sjeð, að bróðir minn ltefur
verið handtekinn og á að steglast.
Jeg fer með ykkur.“
Renzían laut áfram í hnakknum,
eins og til þess að tala við nornina,
en um !eið þreif hann um skamm-
byssu sína.
„Tscheremis,“ hrópaði haiin, til
þess að beina athygli hinna að
dvergnum.
„Hví ertu að hrópa á hann. Hann
getur ekki svarað. Tungan hefur ver-
ið skorin úr honum.“
„Þú ferð ekki eitt fet með okkur, '
sagði Renzían.
Rödd hans var þannig, að hún
vakti tortrygni Horpynu.
„Við ltvað áttu?“ spurði hún.
„Jeg á við þetta,“ sagði hann og
skaut kúlu i brjóst henni. Hún riðaði
við, rak upp ógurlegt org og fjell
dauð niður.
1 sömu svipan klauf Zagloba
dverginn i herðar niður. Hann hljóð-
aði ekki, en hnje niður. Krampateygj-
ur fóru um hann og hann lá þar ör-
endur i blóði sínu,
„Áfram,“ hrópaði Volodyjevski.
Þeir hleyptu á harða stökki eftir
gjánni og komu að húsi Horpynu.
Fyrir framan það voru tveir stórir
varðhundar bundnir. Ætluðu þeir ao
ráðast á þá fjelaga og ryktu i hlekk-
ina.
Volodyjevski stökk fyrstur af baki,
sparn upp húshurðinni og fór inn,
en nam staðar eins og steini lostinn.
Fyrir franin hann stóð Helena. Var
hún laushár og bvlgjaðist hárið niður
eftir henni.
ITenni var geigur í augum, er hún
leit Volodyjevski. Hún hafði ekki
sjeð hann fyrri.
„Flver eruð þjer, og hvað er yður
á höndum ?“ spurði hún.
Hann varð höggdofa við fegurð
hennar og það liðu nokkur augnablik
áður en hann svaraði.
„Þjer hafið ekkert að óttast, ung-
fru. Við erum vinir Skrjetuskis."
„Frelsið mig þá!“ lirópaði hún og
fjell á knje frammi fyrir honum og
horfði á hann bænaraugum.
í sama bili kom Zagloba inn. Hann
gat varla náð andanum fyrir rnæði
og- titraði af geðsnræringu.
„Viö ertim komnir, og komnir til
þess að frelsa yður,“ hrópaði hann.
Þegar Helena heyrði þessi orð og
þekti vin sinn Zagloba, rjeð hún eigi
"lengur við tilfinningar sinar. Hana
svimaði. Hún fjell í öngvit.
Effgert Claescen
yfirrj*tt*rmál»flutnmg«mt8ur.
Póathúutrmti 17.. Venjulega heima
kl. iö—n og 4—5. Talsimi 16,
I'jelágsptentsmifijan-
á Hvammstanga
Námstími: Frá 1. nóv. til 1. apr., en einstakir nemendur fá þó
að vera styttri tíma, ef sjerstalega stendur á fyrir þeim.
Inntökuskilyrði: Að hafa lært það, sem fræðslulögin áskilja til
fullnaðarprófs, að hafa engan næm^i. sjúkdóm, og aö hafa óspilt siðferði.
Inntöku í skólann fá bæði piltar og stúlkur, alstaðar að, og er starfsvið
hans eigi bundið við Húnavatnsssýslu.
Áætlaður kostnaður fyrir pilta: Heimavist 320 kr„ skólagjald
25 kr., bækur 25 kr., eða samtals 370 kr., og ca. 80 kr. minna fyrir stúlk-
ur, en auk þessa ferðakostnaður og vasapeningar.
N á m s g r e i n a r: í s 1 e n s k a, reikningur, náttúrufræði,
ieikfimi, söngur, hannyrðir, saga, landafræði, skrift, danska,
enska; en enginn er bundinn við að taka þátt í öllu sem kent er,
A t h.: Prófdómarar og aðrir, sem hafa kynt sér kenslu skólans, hafa ávalt gefið
honum liesta vitnisburð. Nánari upplýaingar um þaö og annaö, er að skól-
anum lýtur gefur undirritaður og tekur við umsóknum.
... a -J- 5
Hvammstanga, 1. sept. 1918.
Asgfeir Mag’nússon.