Lögrétta - 22.01.1919, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
II
Tvö minni.
Sungin á hátíð íslendinga í Khöfn 1. des. 1918.
Eftir Gunnar Gunnarsson.
I.
íslandsminni.
J?ú eyjan vor hvíta í æginum blá,
sem eldhraunum girðir friða bala,
með fossunum björtu og fjöllunum há,
nú flýgur klökkur muni heim til dala.
Hann elskar jafnt hamar og hafbarinn drang
sem heiðar og dala vænan gróður,
þvi hjartað ei skiftir um heimilisfang,
og höf og lönd ei skilja barn frá móður.
pú liggur und snæhjúpi, klökug og köld,
og Katla spýr ösku’- og bruna-dauða,
en samt er nú hafin þín hamingjuöld.
Sjá heillatáknið bláa-hvíta-rauða!
Á landi og sjó blaktir fáni þinn frjáls,
þitt fullveldistákn, vort heiðursmerki.
J?au regin sem gættu vors goðhelga máls,
þau gæta hans, ef stöndum trútt að verki.
í dag rætist feðranna draumur um Frón!
Sá draumur, sem bygði íslands strendur.
Ó! Ingólfur, Hjörleifur, Arason, Jón! —
sjá óháð þjóð í frjálsu landi stendur!
En gleymum ei, vinir, á gleðinnar stund,
að góðbróðir rjetti hönd til friðar;
og erfum ei skammsýni. Skapbráð var lund
og skilningurinn smár á báðar hhðar.
1 sólmóðu hillinga sögunnar öld
vjer sjáum, þar frelsishetjur skarta.
J>að gildir sem fyrrum að gjalda sín gjöld
og ganga fram með djarft og óskelft hjarta.
Yjer börn þín, ó ísland, vjer óskum þess heitt,
í öllu að hlúa þínum blóma.
J?jer, móðir, til handa vjer öll viljum eitt:
Um aldir alda frelsi, heill og sóma!
II.
Jljóðarminni.
Gimsteina dýrra þú gættir með sóma,
goðhelga málsins og þjóðernis hreins;
gott er að vita þitt gengi og blóma,
gætir þú fánans og frelsins eins,
íslenska þjóð! Gegnum þrautahúm ára
þordjörf og eldhert þú varðir þinn rjett;
leið varð oft biðin, hin langa og sára,
uns lög voru tekin og grið voru sett!
Skjöldur og hlíf voru lögin þjer löngum,
lögvitra þjóð, svo sem smámagnans æ;
strið þitt var háð undir hömrum og dröngum,
við hafís og fannkyngi, jarðeld og sæ.
Langt er nú síðan með bröndum þú barðist,
blámóða geymir nú Sturlungaöld,
langt síðan Gunnar við gluggann sinn varðist,
grið sett um eilífð, með lögvernd sem skjöld!
Klettelsk þú býrð þig á brattstigu fjalla,
brekku að kljúfa á framtíðar-leið;
ótalda áttu þar hamra og hjalla —
hrævörðuð einstigi marka það skeið. —
Bræður, við stöndum við brekkunnar rætur,
brúnin við sjónarbaug himingnæf ris.
Island á hendur og hjarta og fætur —
hlífum oss ei, þá er sigurinn vis!
Siníðajárn.
Simi 103 IV>sth<Slf 577.
Sœoskt smiðajárn, sívalt, fer trent og flatt, alla venju-
lega giidleika, breiddir og þyktir heti eg fyrirliggjandi, þar a með-
al skeifnajárn. Hvergi betri kaup.
« Jón £>orláksson.
Bankastr. 11.
Fisksalan. Eins og kunnugt er, af-
söluSu Englendingar sjer kauprjetti
á nokkrum hluta af íslenska fiskinum
frá síöastl. ári, tóku að eins þaö, sem
áskiliö var i enska samningnum aö
seljast skyldi meö lægra verðinu.
Fiskeigendur kusu þá þriggja marma
nefnd, þá Garöar Gíslason stórkaup-
mann, Pjetur Ólafsson konsúl og Þor-
stein Jónsson kaupm. og útgeröarm.,
til þess aö ráöstafa sölu á þvi sem
eftir var af fiskinum, í samráöi viö
útflutningsnefnd. Nú er alt þaö, sem
þurt er af þeim fiski, selt Geo. Cop-
land kaupmanni á 272 kr. skippundið,
og sumir segja aö þaS sje sama sem
280 kr., samanborið viö verð þaö,
sem fjekst eftir enska samningnum,
því krafist hafi veriS af eigendum
þess fiskjar, sem enska stjórnin
keypti, aukakostnaður við útflutning,
sem þessu nemi. ÞaS er mikið, sem
selt er nú af fiski meö þessu verði og
hlýtur þaö aö bæta aö stórum mun
hag útgerSarmanna á sí'Sastl. ári.
Inflúenzan í Danmörk. Stjórnar-
ráöiS fjekk í gær símskeyti frá K,-
höfn, dags. 20. þ. m., sem segir, aö
heilbrigöisstjórnin þar skýri svo frá,
aö nú sem stendur sje inflúenzan al-
ment í rjenun í Danmörk, en hún hafi
ekki fengiö nánar upplýsingar um á-
standiö annarstaöar.
Stúdentafjelagið. Á fundi þess í
gærkveldi sagöi Siguröur Nordal pró-
fessor frá stúdentalífi í Dxford á
Englandi, og fýsti yfir höfuö þessum
gamla og merkilega háskólabæ, en
þar haföi hann dvaliö um hríö áður en
hann kom heim hingaö síðastl. sum-
ar. Erindið var skemtilegt og margt
mjög einkennilegt, sem frá var sagt
af mentalífinu þarna. — Kosinn var
í alþýöufræöslunefnd Stúdentafje-
lagsins í viöbót viö hina 4, sem verið
liafa í henni, (J. Jak., G. Magn., G
Finnb. og Matth. Þórð.), en í stað
Gísla Sveinssonar sýslumanns, Árni
Pálsson bókavöröur.
Leikhúsið. „Ljenharöur fógeti" er
enn Ieikinn og vel sóttur.
Tekjuskattsskrá Rvíkur fyrir 1918
er nú komin fram, miöuö við tekjui
á árinu 1917. Hæstar eru þar tekjurn-
ar hjá þessum: G. Copland 300.000
kr., H. P. Duus 100.000, Eimskipa-
fjel. Islands 171.000, Garðar Gíslason
250.000, Andr. Guðmundsson 200.000,
C. Hobbs 100.000, Thor Jensen
300.000, Ól. Johnsen 150.000, L. E.
Kaaber 150.000 og Nathan & Olsen
100.000 kr,
Sextugsafmæli átti Jón Magnússon
forsætisráðherra 16. þ. m.
Mannalát. 10. þ. m. andaðist hjer á
beimili sonar síns, Pjeturs kaupm.
Thorsteinsson, frú Halla Guömunds-
dóttir, og fór jarðarför hennar fram
20. þ. m. — Nýdáinn er og hjer i
bænuni á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar frú Þrúöur Thorarensen,
rnóöir frú Halldóru konu Magnúsar
P>. Blöndal verslunarstjóra. Jaröar-
förin fór fram 18. þ. m. — 10. þ. m:
andaðist á heilsuhælinu á Vifilsstöö-
um, eftir langvarandi vanheilsu, Egill
V. Sandholt gestgjafi. — 13. þ. m.
andaðist á sama staö frú Þórunn,
dóttir sjera Páls Stephensen í Holti
í önundarfiröi, en kona Ólafs Otte-
sen leikara.
Sálarrannsóknarf jelagið, sem stofn-
aö var hjer í vetur, hjelt 2. fund
sinn, hinn næsta eftir stofnfundinn,
fimtud.kvöldiö 16. þ. m. Einar H.
Kvaran flutti þar fyrirlestur um
sannanir, en umræöur voru á eftir.
Tilkynt var, aö fjelagsmenn væru
þegar orðnir 357.
Blaða-dauði. Um siöastl. áramót
hættu 3 blöö hjer i Rvik aö koma
út: „Landið“, „Þjóðólfur" og dag-
blaöið „Frjettir“. — Á ísafirði er
„Vestri" hættur aö koma út, að minsta
kosti í bili, og hefur hann selt prent-
smiðju sína hingað til Rvíkur, en
kaupandi er Ámi Óla blaðamaður
(hjá Morgunbl.) og einhverjir fleiri
í fjelagi með honum. Þaö er þó sagt,
að „Vestri“ muni koma á flakk aftur,
enda væri þaö skaöi, ef hann fjelli
niöur, og ólíklegt er aö Vestfirðingar
uni því vel.
Bæjarstjómin. Á fundi 16. þ. m.
ar samþ. að bjóða út veiðirjettinn i
lliðaánum næsta sumar bæöi í Eng-
>ndi og hjer á landi og skyldu til-
oö vera kornin til borgarstjóra fyrir
5- apríl--Samþ. aö selja 117 tonna
eifar af dýrtíðarkolum fyrir 160 kr.
onniö i 5° kg. skömtum, á 8 kr. 50
u. hvern, en engum einum þó mena
n 200 lcg. — Jón Jóhannesson öku-
naöur skipaöur fátækrafulltrúi í stað
Jóh. Magnússonar heitins. — Brjef
konr frá hjeraðslækni og í því skoraö
á bæjarstj. að koma upp farsótta-
siúkrahúsi handa bænum, þvi án þess
mundi tæplega hægt aö fylgja fram
fyrirskipunum laga um einangj'Uti
smithættra sjúkdóma. I það mál vortt
skipaðir í nefnd með borgarstjora
Ág. Jósefsson og Þorv. Þorvarðsson.
Fjelagsbókbandið er nú selt Þor-
leifi Gunnarssyni bókbindara, en það
hefur áður verið hlutafjelagseign og
var Ingvar Þorsteinsson, sem andað-
ist í vetur, forstjóri þess.
Kristján konungur X. væntanlegur
til íslands. Frá Khöfn er símað x6
þ. m., að búist sje við, aö konungui
muni kom til íslands i júlímánuði
næsta sumar.
Bæjarstjómarkosning í Vesmanna-
eyjum. Hún fór þar í fyrsta sinn fram
16. þ. m., þvi Vestmannaeyjar eru nú
komnar í tölu kaupstaðanna. 9 menn
skyldi kjósa, og komu fram 7 listar.
Hæsta atkvæðatölu fjekk listi sá, sem
Gísli JohnsCn konsúll var efstur á og
næstur honum Páll Bjarnason ritstj
„Skeggja". Kom hann aö 4 mönnum.
Tveir listar aðrir komn mönnum aö
og var ~Jóh. Jósefsson kaupm. efstur
á báðum, en auk hans komu þeir aö
2 mönnum hvor um sig. Annar þeirra
var verkamannalisti. Fjórir af listun-
um komu engum að. Kosnir voru:
Jóh. Jósefsson kaupm., Gísli Johnsen
konsúll, Páll Bjarnason ritstj., Högni
Sigurösson íshússtjóri, Magnús Guö-
mundsson bóndi, Halldór Gunnlaugs-
son læknir, Jón Hinriksson kaupfje-
lagsstjóri, Eiríkur Ögmundsson verk-
maöur og Þórarinn Árnason bóndi.
Barnaskólinn í Rvík. Hús hans var,
eins og kunnugt er, tekið til notkunar
handa sjúklingum þegar veikin gekk
hjer í vetur, en nú eru fyrir nokkru
allir sjúklingarnir komnir burtu það-
an. Á skólinn allur að sótthreinsast
og málast áöur en kensla byrjar þar
aftur, og er búist við, aö það geti
ekki orðið fyr í febrúarlok.
Nýja lestrarfjelagið, sem svo hefur
verið nefnt, og lengi hefur starfað
hjer í bænum og keypt mikið af út-
lendum bókurn, á að leggjast niður nú
um næstu mánaðamót, og verður þá
eignum þess ráðstafað.
Skólablaðið. Á öðrum stað hjer í
blaðinu auglýsir Helgi Hjörvar kenn-
ari, að hann sje að vekja „Skólablað-
ið“ til lífs aftur og sameinast þá
„Vörður“ því. Þessu er vel farið, og
sjálfsagt fyrir kennara landsins að
reyna að halda uppi málgagni, sem
sje sambandsliður milli þeirra, haldi
áhugamálum þeirra á lofti og styðji
að umbótum á kjörum þeirra.
Pjetur Jónsson söngvari. Mrg.bl.
segir frá því, að hann syngi i vetur
á hirðsöngleikhúsinu í Darmstadt í
Þýskalandi og sje ráðinn þar til 3ja
ára. Þýsku blöðin beri á hann mik->
iö lof fyrir söng hans, og hann hafi
fengið hin vandasömustu hlutverk til
meðferðar. — Úr nýkomnu frjefi frá
Pjetri segir blaðið, að stjórnarbylt-
ingin hafi farið mjög friðsamlega
fram í Darmstadt, svo að varla geti
heitið, að hann yrði hennar var.
Háskólaprófi tfrestað. Samkvæmt
umsókn þeirra stúdenta, sem ætla að
taka embættispróf i vetur, á að fresta
prófinu frá 1. febr. til 1. marts, og
stafar þetta af töfum þeim, sem veik-
indin hafa valdið.
Frk. Guðlaug Arason mun nú hafa
starfað lengur við kenslu við Barna-
skólann hjer en nokkur annar kenn-
ari þar, að skólastjóraum undanskild-
um, og hún hefur fengið mikið lof
fyrir kenslu sína. Lögr. hefur heyrt,
að hún hún sæki nú til bæjarstjórnar
um launaviðbót, og virðist ekki nema
sanngjarnt og sjálfsagt, að hún fengi
hana.
Táheyrt slys. „Vísir“ segir þá
frjett, að á Læk í Árnessýslu han
hrútur rent sjer á höfuð manns, sem
stóð hálfboginn í fjárhúskró, og veitt
honum svo mikið högg, að haldið sje,
að maðurinn bíði bana af.
Úr Landi í Rangárvallasýslu er
skrifað 7. þ. m.: „ „Nú er ekkert sjer-
kgt frjetta. Inflúenzan um garð geng-
in eftir að hafa drepið hjá okkur, eða
í minu prestakalli, 13 manneskjur,
þar n á einum mánuði (nóv.). Fólk
aiment farið að ná sjer eftir veik-
indin, en margur þó veikur fyrir, og
þarf varlega með sig að fara. Síðan
fyrir nýár harðindi hjer, 10—15 st.
frost og nokkur snjór. Algerlega hag-
laust hjá okkur, þar sem gras er sama
og ekkert, og askan ofan á og innan
um. Farið að tala um talsverðar tann-
skemdir í sauðfje af völdum öskunn-
ar, og má viö illu búast út af því.
Um hey og fóðrun ekkert hægt em.
að segja. Gömlu heyin hjá okkur eru
aðalhjálpin og svo fóðurbætir. Nýju
heyin undur lítil og mikið af þeim
bara mosi og sina og rusl.“
Fossaf jelagið „Titan“ hefur nú
keypt mikinn hluta af Skildinganess-
landi hjer við Skerjafjörðinn.
Kauphækkunin. Kauphækkun dag-
launamanna nemur nú orðið um
200% miðað við kaup þeirra áöur en
ófriðurinn hófst. Þá var tímakaupið
30 aurar, en nú 90. — Kauphækkun
prentara nemur 170% og lík mun vera
kauphækkun annara iðnaðarmanna.
Starfsmönnum Iandsjóðs er skömtuð
60% kauphækkun, þeim sem verst
eru launaðir, en sumum ekkert. Og
vert er að geta þess, að t. d. póst-
þjónarnir munu nú vinna fyrir 40—
45 aura kaup um kl.st. og eru því
ekki hálfdrættingar á við daglauna-
menn. „Vísir“.
Jörundur Brynjólfsson alþm. fei
hjeðan úr bænum i vor komandi og
byrjar búskap í Múla í Biskupstung-
um.
Embætti. 9. þ. m. var ólafur Lár-
usson lögmaður skipaður prófessor
við lagadeild háskólans, frá 1. þ. m.
að telja, í stað Jóns sál. Kristjánsson-
ar. — Sjera Ásm. Guðmundsson í
Stykkishólmi var 11. þ. skipaður
skólastjóri á Eiðum frá I. þ. m. að
telja.
Lögreglustjóraembættið í Siglu-
fjarðarkaupstað er auglýst laust. Árs-
laun 2000 kr. úr landsjóði og 500 kr.
úr bæjarsjóði Siglufj.kaupst. Um-
sóknarfrestur til 15. marts.
„Botnía“ fór frá Khöfn 19. þ. m.
og kemur við í Færeyjum.
Hæstu útsvör í Hafnarfirði hafa:
Aug. Flygenring 3500 kr., JBirrel &
Co. 3000, Einar Þorgilsson 4000,botn-
vörpungurinn „Víðir“ 9000, botn-
vörpungurinn „Ýmir“ 8000 og Book-
les 5000 kr. j 1 ;
Farmgjaldslækkunin. í síðasta tbi.
var getið um farmgjaldslækkun hjá
Eimskipafjel. íslands. Farmgjöldin
hækkuðu vegna hækkaðrar stríðsvá-
tryggingar þegar Bandaríkin lentu í
ófriðnum, og fyrst og fremst var nú
þetta aukagjald felt niður, sem nem-
ur um 22 kr. á tonn, en síðan hafa
farmgjöldin enn verið lækkuð um 15
—25 kr. á tonn, svo að öll lækkunin
nemur 37—47 kr. á tonn, eða um 20%.
Fjelagið ætlast til þess, að kaupmenn
láti þessa farmgjaldslækkun koma
fram í lækkuðu vöruverði, svo að
hún verði á þann hátt almenningi að
notum.
Árnessýsla. Þar er nú settur sýslu-
maður Magnús Gíslason cand. jur.
frá Fáskrúðsfirði, aðstoðarmaður á
3. skrifstofu stjómarráðsins.
Guðm. Kamban hefur samið leik-
rit, sem „Marmor" heitir, og nýlega
er komið út í Khöfn. Það gerist í
New York, en þar hefur Kamban
dvalið nokkur missiri.
Steinsteypuskip, hið fyrsta, sem
smíðað hefur verið í Englandi, átti að
hlaupa af stokkunum í þessum mán-
uði og heitir „Armistic“ (Vopna-
hlje).
Stríðslokin.
Síðustu frjettir.
Það er mjög lítið um símskeyta-
fregnir frá útlöndum nú. Khafnar-
frjett frá 18. þ. m. segir að friðarráð-
stefnan hafi byrjað í París þann dag.
Þeir Scheidemann ráðherra og Brock-
dorff-Rautzau sendiherra sjeu þar
fulltrúar Þjóðverja. Fregn, frá 16. þ.
n.\ sagði, að Bretar og Bandaríkja-
menn vildu láta Bolsjevikastjórnina
rússneslcu eiga fulltrúa á fundinum.
Khafnarfrjett, frá 16. þ. m. segir,
að Liebkneckt hafi verið skotinn í
Berlín, dæmdur til dauða af herrjett-
ardómi, og að hersveitir stjórnarinnar
gangi nú að þvi með oddi og egg, að
gereyða Spartacusflokknum.
Grænland.
Eftir Jón Dúason.
IV.
í sjónum við strendur Grænlands
er mikið fiski, og það er jáfnvel
svo rikulegt, að skýrslur vísinda-
manna um þetta efni eru á við bestu
tröllasögur. En gæði hafsins eru eins
og aðrar auðsuppsprettur á Grænlandi
litið og illa notuð. Skrælingjar hafa
fram til allra síðustu tíma nær ein-
göngu lifað á selveiði og dýraveiði,
en ekki sint fiskinum. Og hvað þeir
geta veitt á skinnfleytunum sínum á
seglgarnsdorgir og með boginn nagla
fyrir öngul, er ærið lítið í saman-
burði við það, sem góðir sjómenn af
norrænu kyni gætu veitt með bestu
nýtiðskuaðferðum og útbúnaði. Þar
í milli er djúp staðfest. Við Græn-
land er fiski alt árið. Rink og fleiri
hafa gefið yfirlit yfir fiskitegundir
og fiskigöngur við Grænland.en besta
beimild um fiskveiði þar eru fiski-
rannsóknirnar sem gerðar voru 1908
—1909 á hreyfiskipinu „Þjalfa" und-
ir forustu Adolf Jensens. Þessar rann-
sóknir áttu að eins að ná til þess
fiskis sem gæti orðið skrælingjum
aC gagni en ekki útlendingum, og
þær voru að eins gerðar i 12 ár og
að eins um sumartímann. Samkvæmt
eðli leiðangursins voru veiðarfærin
bæði lögð i tíma og ótíma, bæði á
mið og miðleysur. En þetta rýrir ekki
þá mynd, sem skýrslurnar gefa af