Lögrétta


Lögrétta - 23.04.1919, Side 2

Lögrétta - 23.04.1919, Side 2
óo LÖGRJETTA Til sölu er svæði við Skerjafjörð (hjá Skildinganesi) ásamt rjettindum til sjávar. Mjög hentug til útgerðarstöðvar fyrir botnvörpunga. Menn semji við Eggert Claessen yíirrj ettarm álaltutning smann. LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi&- zhkudegi, og auk þess aukahlöS við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi. erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júlí. gamall. Nokkrum árum síðar yar hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir blaSagrein. Út úr fangelsinu kom hann í ágúst 1898, og fjekk hann þá starf viS aSalmálgagn só- sialistaflokksins „Vorwárts“. Hann skrifaSi vel og greinar hans vöktu eftirtekt. Um tíma varS hann rit- stjóri blaSsins. En svo kom upp sundurþykkja milli útgefendanna, og hann varS aS vikja. Nokkru síS- ar varS hann ritstjóri í Numberg, og 1910 fluttist hann til Munchen og varS þar blaSamaSur. 1907 hafSi hann fengiS fæSingjarjett í Bayern og varS þar einn af helstu forsprökkum sósíalistaflokksins. Á stríSsárunum varS hann einn af áköfustu málsvörum Haaseflokks- ins, eSa minnihluta-sósíalistanna. Hann hjelt fram almennu verkfalli og var tekinrr fastur í janúar 1918 og sat þá 8 mánuSi í fangelsi. Hann kom út í september, og tveimur mánuSum síSar gerSist hann aSal- leiStogi uppreisnarinnar i Bayem. paS kom bráSlega fram ágrein- ingur milli hans og stjórnarinnar í Berlín. BáSandi mennimir þar virtust ekki hafa verulega trú á aS Eisner væri stöSu sinni vaxinn. En nú var hann ósveigjanlegur. Hann lenti i hvössum deilum viS meiri- hlutasósíalistana, kallaSi þá Ebert og Scheidemann svikara og krafS- ist aS þeir vikju sæti. Innan stjórn- arinnar í Bayern, þar sem hann hafSi forsætiS, var einnig ósam- lyndi. Kurt Eisner fjekk því þó framgengt, aS ráSaneytiS í Bay- ern krafSist þess í einu hljóSi 2. desember, af Berlínarstjóminni, aS fulltrúar frá öllum stjórnum hinna einstöku þýsku ríkja yrSu kallaSir saman á fund. Minnihlutasósíalist- arnir áttu þá enn fulltrúa í Ber- línarstjórninni og þeir Ebert og Haase voru þar jafnir aS völd- um. Krafa Eisners var tekin til greina, og á ríkisfulltrúafundinum lá nærri, aS hann velti þeim Ebert og Scheidemann úr valdastólnum. En þaS fór þó, sem kunnugt er, á annan veg. Og heima fyrir í Bay- em, bæSi innan ráSaneytisins og þó einkum er til þingkosninganna kom, snerist straumurinn gegn Kurt Eisner. Einkum spilti þaS mikiS fyrir honum, aS hann sagSi í ræSu á verkmannaþinginu í Bern, aS pýskaland eitt ætti sökina á ó- friSnum. pessar ýfingar hrundu Kurt Eisner alveg yfir í flokk Spartacusmanna. Sunnudaginn 16. febrúar hafSi Spartacusflokkurinn útbúiS stór fundahöld og götuupp- hlaup i Múnchen til mótblásturs gegn ríkisstjórninni. Fór fjölmenn- ur flokkur um götur borgarinnar meS flögg á stöngum, og á þau var letraS m. a.: Lifi rússneska bylt- ingin! Lifi einræSi öreigalýSsins! — Lifi heimsbyltingin! Og í farar- broddi ók i bíl sjálfur forsætis- ráSherra Bayerns, Kurt Eisner. En þetta varS til J>ess, aS mótstöSu- menn hans innan ráSaneytisins heimtuSu, aS hann segSi þegar í staS af sjer, og var jafnvel reynt aS draga saman herflokk, sem átti aS ógna honum til þess aS fara. Eisner hafSi þá mikil mök viS rússneska Bolsjevíkafulltrúann dr. Levien. En þaS fór þó svo,aSEisner sá sjer ekki fært aS stríSa gegn straumnum, og á ráSherrafundi 20. febrúar hafSi hann lýst yfir, aS næsta dag ætlaði hann í þing- inu aS biSja um lausn fyrir sig og alt ráSaneytiS. En þetta var nú orS- iS of seint, og líka virSist svo sem menn hafi efast um, hvort Eisner mundi halda loforS sitt, er til kæmi. pegar hann var á leiS til þinghússins 21. febrúar var hann skotinn á götu af foringja úr hern- um, sem var greifi og hjet Arco Yalley, aS eins 20 ára gamall og af einni af álitsmestu ættum lands- ins. En þótt svo virtist, sem Kurt Eisner væri mjög aS tapa fótfestu á stjórnarpallinum *og áhrif hans færu minkandi, þá breyttist þetta mikiS viS morSiS. — Fylgismenn hans, eldri og yngri, risu nú upp meS auknum krafti. AS eins fáum stundum eftir aS morSiS var fram- iS var borgin öll í uppnámi. — Stórir flokkar fóru um göturnar og æptu: Hefnum Eisners! — NiSur meS Auer! — En Auer var einn af ráSherrunum, og sá maSur í ráSaneytinu, sem mest hafSi staS- iS í móti Eisner. Fregnin um morSiS barst fljótt til þingsalanna. pingmenn voru komnir þangaS en fundur eigi sett- ur. paS var gert litlu síSar, og stje Auer þegar í ræSustólinn og for- dæmdi morSiS á forsælisráSherran_ um meS sem hvössustum orSum, en baS þingm. aS gera alt hvaS þeir gætu til þess, aS halda uppi ró og reglu, og sporna móti því, aS andi stjórnleysisins yrSi yfirsterkari i borginni. En rjett í því aS Auer hafSi lokiS ræSu sinni heyrSist skothvellur i salnum. Auer greip meS hönd fyrir brjóst sjer, snerist nokkrum sinnum á hæli og fjell svo á gólfiS. En maSurinn, sem skotiS hafSi, stökk inn i salinn meS marg- hleypu í hendi; skaut enn úr henni nokkrum skotum og miSaSi á ráS- .herrabekkinn. En þaSan var skotiS á móti. Alt varS i uppnámi og þing- menn reyndu aS flýja salinn. Auk Auers særSust ráSherrarnir Hoff- mann og Frauendorffer og einn þingmaSur var skotinn til bana. — Auer ljetst og af skotinu. MorSingi hans var hermaSur, aS sögn úr flokki Spartacusmanna. AS áliSn- um degi var boSaS til almennings- fundar á opnu svæSi, og þar lýst yfir almennu verkfalli. Einnig, aS hermanna- og verkm a nna-ráSiS tæki öll völcí í sínar hendur. Borg- in var lýst í hernaSarástandi. paS kom fram, aS sósíalistaflokkurinn í borginni var þríklofinn, og fjekk hver klofningur um sig fulltrúa í framkvæmdanefnd þcirri, sem kos- in var innan hermanna- og verk- manna-ráSsins. Einn af þessum flokkum nefnir sig Kommunista, eSa Sameignarflokk. II. Þaö gekk sú sögn, aö samsæri hefSi verið myndah til þess aö myrða Eis- ner og hlutkesti varpað um, hver verkið skyldi vinna. í þessu samsæri hefSu m. a. verið ýmsir af ættmenn- um konungsins. Til þess aS tryggja sig gegn nýjum árásum úr þeirri átt, tók nýja byltingarstjórnin í gislingu 10 menn af hinum æSstu aSalsætt- um landsins, þar á meöal fríherra v. Daiidl, sem áöur haföi veriS forsætis- ráöherra. En lýst var yfir því, ah gislunum skyldi ekkert mein gert, svo framarlega sem ekki yrSu gerhar neinar tilraunir til þess aS hnekkja byltigunni. Nokkrar róstur voru í borginni, þótt eigi sje hægt ah segja, aS mikiiS hafi aS þeim kveSiS, eftir því sem á stóð. Höll Leopolds prins var tekin meö áhlaupi og rænd, og sama er sagt um bústahi nokkurra annara stórmenna. í áhlaupi á veit- ingahús eitt í borginni fórust 3 menn. En húsrannsóknirvoru ví8a gerharog er sagt, aft sumstahar hafi fylgt þeim rán. Nóttina eftir morhiS komu leifar EisnersráSaneytisins saman á ráS- stefnu og hafði Hoffmann þar for- sæti, en hann heyrir til hinum óháSu sósíalistum, eSa Haase-flokknum. ÞaS var álit ráöherranna, aS ekki væri annaS um aS gera, en a'S láta völdin vera í höndum hermanna- og verkamanna-ráösins. Fyrsta verk ráSsins var, aS gefa út tilkynningu um, aS þeir, sem gerSu sig seka um rán eSa mótþróa gegn hinni nýju stjórn, mættu búast viS dauSarefs- ingu. í framkvæmdanefnd ráösins voru fyrst valdir 11 menn, en litlu síSar var þeim fjölgaS upp í 5°- ÞaS var ákveSiS aS landssorg út af for- sætisráðherramoröinu skyldi vera í 3 daga og fór fram sorgarhringing í öllum kirkjum borgarinnar, en í sambahdi viS þaö, er þess getiö, aS Eisner hafi veri® trúleysingi. Á öll- um opnberum byggingum voru flögg dregin í hálfa stöng, og á blettinum, þar sem Eisner fjell, var reist bráSa- birgðaminnismerki og skreytt blóm- sveigum. Rannsókn var fyrirskipuð um morðih, og sögðu fyrstu fregnirn- ar, aö grunur um þátttöku í samsær- inu hefði m. a. falliö á Luxburg greifa og Faulhaber erkibiskup. Fyrirskip- un var gefin út um aö taka Joachim Prússaprins fastan, einn af sonum Vilhjálms keisara, sem var í Múnchen en haföi horfiS burt úr borginni að-- ur en morðiS var framið. BlöS þau, sem voru andvíg Spartacusflokkn- um, voru stöSvuS, eSa tekin í hans þjónustu. Her sá, sem í Múnchen var, fylgdi byltingarmönnum aS málum, en fregnirnar sögSu, aS sá her, sem stöSvar hefSi úti um hjeruSin, meSal bændanna, væri andvígur byltingunm 5 Múnchen og orS væri haft á því, aS fara meS liS til borgarinnar og reka Spartacusmenn frá völdum. MeSal þeirra, sem teknir voru fastir í þess- um óeirSum í Múnchen, voru nokkr- ir þingmenn demokrataflokksins í Bayerns-þinginu og jafnvel menn, sem einnig áttu sæti á rikisþinginu í Weirnar, og mætti þetta miklum mótmælum þar. Annars fóru flestir af fulltrúunum frá Bayern heim þaS- an, er þeir frjettu hverju fram færi. Eftir mikiS þjark og þóf í ráSinu t Múnchen, fór svo á fundi þar 28. febrúar, aS samþykt var aS taka upp aftur þingstjórnarfyrirkomulagiS og nýtt ráSaneyti var myndaS meS sam- steypu af stjórnarsósíalistum og ó- háSum sósíalistum. BændasambandiS fjekk og fulltrúa í hinni nýju stjórn. HöfSu foringjar óháSra sósíalista, þeir Haase og Barth, komiS á fundi ráSsins og munu hafa átt einhvern þátt í þessu. Fyrir atkvæSagreiSsluna á fundinum 28. febr. ruddust vopn- aSir menn inn í fundarsalinn og tóku höndum nokkra af helstu forkólfum Spartacus-stefnunnar, þar á meSal Levien, hinn sússneska Bolsjevíka- fulltrúa. Þeim var þó slept þegar aft- ur eftir kröfu fundarins. En ráSs- stjórnarfyrirkomulagiS fjekk ekki nema J4 atkv. Ekki var þó svo aS skilja, aS ráSiS vildi kasta alveg frá sjer völdunum og rjúfa sjálft sig, heldur skyldi haldast viS hli'ð þings og stjórnar verkmanna-, her- manna- og bænda-ráS, meS 250 full- trúum og7 manna framkvæmdanefnd, eSa miSstjórn, sem svo er nefnd. Þessi nefnd gerSi uppástungu um myndun hinnar nýju stjórnar og ætlaSi Segitz, úr stjórnarsósíalistaflokknum, þar forsæti. En þingiS kom fyrst saman aftur 17. marts og kaus þá í einu hljóSi Hoffmann til forsætisráSherra. Hann hjelt mikla ræSu viS þaS tæki- færi og lýsti yfir, aS. Bayern vildí halda föstu ríkissambandinu viS Þýskaland, og lagSi hann áherslu á þetta, en hins vegar vildi ríkiS fá aS ráSa sjálft innra stjórnarfyrirkomu- lagi sinu, RáSstjórnarfyrirkomuIag- inu vildi hann halda, aS svo miklu leyti sem þaS reyndist heppilegt,- Og hann vildi taka undir ríkið allar nám- ur og allar vatnsafls-stöSvar. Byltingin í Bayern hafSi allmikil áhrif út í frá, bæSi í Wúrtemberg og þó einkum í Saxlandi. Þaö leit svo út um tima sem alt MiS-Þýskaland mundi komast ávaldSpartacusmanna. 1 borgunum voru verkföll og uppþot og alt á ringulreiS. Þegar Noske her- málaráSherra hafði bælt niSur upp- þotin á einum staSnum, komu þau upp á öSrum. Noske þykir duglegur maSur. Frá byrjun byltingarinnar hefur hann haft forustu stjórnarhers- ins, sem átt hefur aS halda uppi reglu innanlands, og er hin nýja stjórn var mynduS af þinginu í Weimar, varS hann hermálaráSherra. í símfregnum var sagt frá þvi snemma í þessum mánuöi, aS stjórn- arfyrirkomulag Bolsjevíka væri tek- iS upp á ný í Bayern, og síöustu út- lend blöS, sem hingað hafa komiS, skýra frá þeim viSburSum. Þessu var lýst yfir í Múnchen 4. þ. m. Þá var fundur haldinn í hinu fjölmenna ráSi, sem frá er sagt hjer á undan, og ó- háSu sósíalistarnir snerust þar alger- lega á sveif meS Spartacusmönnuni Sá, sem orS hafSi fyrir þeim, heitir dr. Wadler, og hjelt hann ákafa ræSu í anda Bolsjevíka, er tekið var meS rniklum fögnuöi. Hann sagSi, aS ekki gæti hjá því fariö, aS sósíalistar yrSu bráSlega alment aS taka að sjer stefnuskrá Bolsjevíka. Hjer væri aö eins um tímaspurningu aS ræSa, hve- nær þetta ætti aS verða. RauSa ein- veldiö hlyti aS koma. „Öreigalýöur heimsins er framtíSarinnar valdhafi !“ sagöi hann. „Sendum kveSju og rjett- um bróSurhönd til vorra rauöu bræSra í Rússlandi og Ungverja- landi!“ Næst talaSi formaður miS- stjórnar ráösins, sem Nikisch heitir, og sagði, aS þingiS í Bayern skyldi aldrei framar koma saman. Stór- bændurnir í Noröur-Bayern mættu mótmæla eins kröftulega og þeir vildu. ÖreigalýSurinn í Múnchen tæki tií sinna ráöa 0g stofnaöi í landinu stjórn samkvæmt fyrirkomulagi Bol- sjevíka. Og sú stjórn verSur síSan fyrirmynd í öllum rikjum Þýska- lands, sagSi hann. Þessi bylting skyldi fara fram án þess aS hún kostaSi einn blóSdropa. Bayern yrSi fyrir- myndarríki, sem innleiddi þetta stjórnarfyrirkomulag án öfga og ó» friðar. RæSunni var tekiS meö mikl- um fögnuSi, og þaS var samþykt í 1 ráöinu, aS þessi dagur skyldi fram- J vegis veröa þjóðhátiSardagur. SíSar • um daginn gekst miðstjórn ráðsms 1 fyrir því, aS hermannaflokkur tók þinghúsiö á sitt vald. Hoffmann forsætisráðherra var staddur í Berlín þegar þetta gerðist, en brá undir eins viS og hjelt hehn- lciöis, þegar hann fjekk frjettirnar. ÞaS er ekki Ijóst, af fregnum þeim, sem hingáS hafa borist, hvaS síöan hefur gerst í Mún;chen. Útlend blöS spáSu þar borgarastyrjöld, milli land- bændanna og borgarbúanna. Úr henni hefur samt ekki orSiö. En sundur- lyndi hefur komiS upp innan ráSsins i Múnchen, eftir því sem símfregnirnar hafa sagt, og virSist ekki vera ráöiS fram úr því enn. Síðustu frjettir. ÞaS er nú sagt, aS fulltrúar ÞjóS- verja sjeu kvaddir til friöarráSstefn- unnay i Versailles 25. þ. m., þ. e. á föstudaginn kemur, og hafi Wilson 1 forseti boðaS þá þangaS í nafni bandamanna. Frjettinni fylgir þaS, aS í þýsku blöSunum beri nokkuS á þeim röddum, sem skora á stjórnina, aS undirskrifa ekki friSarsamningana, þ. e. a. s. eins og fregnirnar höfSu sagt, aS þeir ættu aö vera. ÞaS hefur heyrst frá París, segir í útl. blöðum, aS þeim Clemenceau, öSru megin, og Lloyd George og Wilson, hinu megin, hafi ekki komiö vel saman um kröfurnar, eftir aS fjögra manna ráöiö tók aðal- málin aS sjer, en í því eru þeir þríi og italski forsætisráðherrann, Or- lando. Þó er nú samkomulag fengiö um kröfurnar þeirra i milli, og þá ekki annaS eftir, en aS fá undirskrift ÞjóSverja. SíSustu fregnir segja, aS hlutlaus landræma, 50 kílóm. breiS, eigi aS vera austan Rínar, en Frakk- ar aS hafa setuliS í Rínarlöndunum í 15 ár, til tryggingar fjárgreiSsluní þeim, sem ÞjóSverjum sje gert aS inna af höndum. Ástandið 1 Þýskalandi, er á þann veg, aS svo þykir sem enn geti brugS- iS til beggja vona um þaS, hvort Bolsjevíkastefnan nái þar yfirtökun- um eöa ekki. AfstaSa bandamanna til Rússlands er enn mjög óákveðin. Her þeirra í NorSur-Rússlandi er í kreppu, cg í SuSur-Rússlandi er hann á und- anhaldi. ÞaS hafði vakið mjög mikla athygli á franska þinginu, er þing- maöur einn sagSi þar í lok síðastl. mánaðar, að stjórnandi Bolsjevíka- hersins rússneska væri sjálfur Brúsi- loff hershöfðingi, einhver nafnkunn- asti herforingi Rússa frá keisaratím- anum, og að þeir hefðu nú á að skipa 850 þús. manna her. Pichon utanríkis- ráSherra hafði verið margspurSur, hvort þetta væri satt, um Brusiloff hershöföingja, og hann ekki borið á móti því. — Smuts hershöfðingi hefur veriS sendur til Ungverjalands meö erindi bandamanna, til að reyna að koma sættum á milli Ungverja og nábúa þeirra. En síöUstu fregnir þaS- ari benda ekki í friöaráttina, því sagt er, aS bæöi Joseph erkihertogi og - Wekarle fyrv. forsætisráðherra sjeu drepnir. Frá Austurríki er nú sagt, að Czernin greifi hafi verið handtekinn, er hann ætlaði að fara úr landi og til Sviss. Mannerheim, ríkisstjóri Finnlands, hefur í vetur heimsótt höfuðborgir Noröurlanda, og hafa konungar og muna, yfirhershöfðingi hvítu her- sveitanna í borgarastyrjöldinni miklu síðastl. ár. En er stofnun konungs- ríkis hjá Finnum fórst fyrir i haust, sem leiö, vegna ðsi'gurs miðveldanna og byltingarinnar í Þýskalandi, var Mannerheim hershöfSingja falin yfir- stjórn finska ríkisins. Frú Guðrún Þorsteinsdóttif frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. F. 23. nóv. 1838. — D. 19. des. 1918. Breiddu, FljótshlíS, báðar hendur blíðar móti gesti þínum, hvíldarstað, sem hinstan kosiS hefur nú í skauti þínu. Mun þjer ekki allra skyldast a'o þú vökvir blóm á leiði bcnnar, sem þín höfuðprýði hefur verið langan aldur? Fanst þjer ekki sól og sumar, svífa yfir brúnum þínum, þegar GuSrún, tignartígin, til þín kom á blómaárum? Sástu nokkurn svanna áður sæti prýöa jafnt sem hana? vei er, ef því happi að hrósa hægt er þjer, á seinni tíSum. Fegurð, mannvit, skörungskapur, skein sem ljós frá enni björtu. Flest, sem göfugt fjóð má prýöa, faðir lífsins veitti henni. Þó var sálargullið góSa, — guSi vígt frá æskudögum — fegra allri ytri prýði; — á það gullið fjell ei móða. Fagurt nú hjá guði geymist gulliS, sem hún bar í hjarta. Vel er, að drottinn verð þess metur: viðkvæmt brjóst og eðallyndi, trygð og ást og trúfast sinni, trúarþrek í lífsins raunum, alt mun þetta eilíft gildi ciga fyrir herrans dómi. Honum eru ekki dulin öll þau kærleiksverkin mörgu, sem hún vann,og seint mun’ gleymast, sist þeim snauða þurfamanni. Opnar dyr þar öllum stóðu, en þó langfremst smælingjunum. Hversu oft hún auma gladdi ofvaxiS er mjer að greina. Nú mun hennar hólpinn andi heyra blíðan guðsson tala: Það, sem mínum minsta bróður miðlað var, jeg sjálfur þáði. — I’yg'g' nú góðu lífsins launin, lofsæl frú, — hjá guði þínum. Öll þau tár, sem þú hefur þerraö, þúsundfalt munu’ endurgoldin. Hvíldu svo, við hlið þíns maka, hnigin Islands kvennaprýði. Yfir nýja brúöarbeöinn björtum geislum stafar sólin. Láttu Fljótsshlíð, laufskart dýrast legstað þeirra prýða’ og skreyta. — AS eins þessi litlu launin lengi mun þjer hægt að bjóða. Jón Þórðarson. Hamingja íslands. 1. Islenskri framtiö stendur það á mjög miklu, hvort menn ímynda sjer að tunga vor, íslenskan, sje einhver mállýska, sem skapast hafi hjer x fá- sinninu, eftir a'S íslensk menning hafði beðið hinn niikla ósigur á 13. öld, eða menn vita, að hún er lifandi það forn- mál, sem fyr á öldum gekk yfir Norð- urlönd öll, 0g nokkurn hluta Rúss- lands, Englands, Skotlands, írlands og Frakklands. Að fornmál það sem göfgast hefur verið, er lifandi hjer, getur, ef vel er á haldið, orðiö oss (og öðrum) meira virði, en þó að Ef vel er á haldið, segi jeg, því að talsvert betur þarf að vera í þeim efn- um en verið hefur, ef duga skal. Og að norrænan sje göfgasta málið, má stjórnir tekið honum með mestu virktum. Hann var, eins og menn hjer í. landi væri gull og gimsteinar

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.