Lögrétta - 23.04.1919, Page 3
LÖGRJETTA
61
Aning.
Jeg hvíli hestinn. Hjerna vil jeg á
og horfa’ af þessum stöövum yfir dalinn
Mig laöar áin, brekkan, hliöin, balinn,
hin breiða sveit, með jöklum lengra frá,
En yfir hvelfing ómælandi, blá.
Jeg elska þessa áólarríku daga.
Mjer finst, er geislinn glóir yfir haga,
sem guö úr hæöum tali við hvert strá.
Mjer finst jeg inn í aðra veröld sjá
og álfahvísl í liljublöSum skilja,
og geislalífsins glóö í blómsins sál,
— alt samband jarðarlífs við himin há,
hin huldu rök og almættisins vilja.
— Mjer finst jeg skynja lífsins leyndarmál.
Þ. G.
ekki vera neitt tilfinningatlal; vjer
verðum að geta rökstutt það visinda-
lega. Vjer verðum að stofna þá grein
málfræði, sem nefna mætti glóssosofi
eöa logosofi.
II.
Breytingar hafa orðið á málinu,
það er auðvitað, bæði á framburði
(minni þó en ætlað er), orðaforða og
orðaskiftum. En muna verður ettn
þvi, að þær breytingar eru ekki allar
í áttina frá fornmálinu. Síðan á 18.
öld, og einkum síðan á fyrri hluta
19. aldar, eru margar breytingar í
áttina til fornmálsins, og er það fá-
einum mönnum að þakka mest, að
tungan, sem mjög var farin að
spillast, hefur rjett við. Og líkt
virðist hafa verið áður. Mjög nærri
virðist hafa legið um 1100, að ís-
lendingar tækju upp latínu sem rit-
mál; og þá hefði tungan tapast. En
nú verður því ekki með rökum móti
mælt, að norrænan lifir hjer enn.
Nægir þar að minna á vísu undra-
barns sem Egill hjet, og ort er
snemma á 10. öld: Þat mælti mín
móðir 0. s. frv. Reyni menn að spyrja
islensk börn 8—10 ára, hvaða mál
sje á þeirri vísu. Eða hverjum mundi
koma til hugar, að þýða þyrfti á ,,ný-
íslensku“ Norðurlandasögu Snorra,
eða Njálu eða Egilssögu. Mönnum
mun ekki koma slikt til hugar, fyr
en þeir finna þörf á að þýða á ís-
lensku ,,Grasaferð“ Jónasar.
III.
Til þess að skilja til fulls, hvers
vegna það er svo mikils vert, að forn-
málið hefur varðveitst hjer á landi,
verður að skilja betur Norðurlanda-
sögu en gert hefur verið. Og sá skiln-
ingur verður að koma hjeðan, þó að
ekki sje hjer vænlegt að vera vísinda-
maður. Vjer verðum að treysta oss
til að vera á einhverju andans svæði
leiðtogar, og auðvitað þannig, að vjer
höfum rjett til að treysta oss. Sjálf-
traust nautskunnar mundi oss verða
að engu liði. Hef jeg um þetta atriði
ritað nokkuð í öðrum stöðum, og
mun ræða það mál enn frekar síðar.
En hjer vil jeg vekja athygli á því
sem jafnvel hinir lærðustu menn hafa
litla eftirtekt veitt, hversu skaðlegt
það hefur verið oss, að menn vita það
ekki út um lönd, eða vita það ekki
nógu vel, að forntunga Norðurlanda
er hjer lifandi mál. Aldrei hafa menn
fundið neina þörf á því, að íslending-
ur væri fenginn til að kenna norrænu
við háskólana í Noregi, Svíþjóð eða
á Þýskalandi, \ og víðar. Hvernig
halda menn að standi á því? Og
hvers virði halda menn að það gæti
orðið islenskri menningu (og þó ann-
ari líka), ef altaf væri einhver ís-
lenskur kennari við alla helstu há-
skóla ?
Og svo á hinn veginn. Háskóli hef-
ui hjer verið stofnaður. Eins og hálf-
hikandi að vísu, og af ekki miklu
trausti á framtíð þjóðarinnar og þýð-
ingu vísindanna; en háskóli er hjer
þó settnr á stofn, Og við hann starfa
merkismenn. íslenskukennarinn fyrsti
var mjög kunnur norrænufræð.; og
eítirtektarverður kennarierhjerí sögu
(þó að hann fái ekki að heita pró-
fessor). Að vísu hafa ástæður síðan
1914 verið eins illar og kunnugt er.
En þó virðist nú þegar mega sjá, að
áhugi útlendinga á að koma hingað
ti'. að læra norrænu, er minni en vera
mundi, ef menn vissu nógu vel, að
hjer er norænan lifandi mál, og verð-
ur hvergi lærð eins vel og í háskóla
íslands.
4.—6. apríl. '19.
Helgi Pjeturss.
Prjettir.
Tíðin. Páskadagana var sunnanátt
og hláka um land alt. Norðanátt og
kuldi í gær, en sunnanátt og hlýindi
aftur í dag. Illa er látið af ástandinu
austur á svæðinu þar sem askan fjell,
haglaust og heylaust spgt þar og
sumstaðar hefur fje verið skorið nú
nýlega.
Lögrjetta. Þór. B. Þorláksson ann-
ast um afgreiðslu, innheimtu og aug-
lýsingar Lögr. eins eftir sem áður,
þótt eigendaskifti hafi orðið að blað-
inu. Þetta er tekið fram af því, að
sumir virðast ætla, að nú eigi þeir
að snúa sjer með erindi, sem þetta
snerta, til ritstjórans.
fsl. orðabókin. Lögr. hefur fengið
svar upp á grein F. J. prófessors um
hana í 14. tbl., frá sjera J. L. J., og
mun það birtast bráðlega.
Grænland. Greinar hr. Jóns Dúa-
sonar, sem Lögr. hefur flutt öðru
hvoru frá byrjun þ. á. og bæði hafa
inni að halda mikinn fróðleik um
Grænland og líka bendingar og til-
lögur, sem þess eru verðar, að þeim
væri náin athygli veitt, voru upphaf-
lega ritaðar af höf., til að birtast í
sjerstakri bók, og sendi hann hand-
ritið hingað til útgáfu i byrjun ársins
1918. En af útgáfunni varð ekkert
hjá þeim manni, sem höf. sneri sjer
til, og tók þá Lögr. að sjer að birta
ritið. Því er nú lokið í þessu tbl., að
eins eftir stuttur viðauki, sem síðar
mun koma.
Skipstrand. Enskt botnvörpuskip
frá Grimsby strandaði 17. þ. m. á
Bakkafjöru, 15 mílum fyrir austan
Ingólfshöfða. Skipverjar voru 13,
björguðust allir, voru fluttir að bæn-
um Kvískerjum og sóttkvíaðir þar,
þangað til náð yrði til læknis, sem
er Hinrik Erlendsson á Hornafirði.
Skipstjóri heitir Banks. Björgunar-
skipið „Geir“ fór austur á laugard.
Fjalla-Eyvindur Jóh. Sigurjónsson-
ar er nú sýndur hjer í kvikmyndum
á Gamla kvikmyndaleikhúsinu, leik-
inn af sænskum leikendum, og eru
sýningarnar mjög skrautlegar.
Tímamót. Síðari kaflinn af grein
Lögr. með þessari fyrirsögn, frá síð-
astliðnum áramótum, er birtur i þýð-
ingu í „Politiken".
Nbrski konsúllinn nýi, hr. Bay,
kom hingað með Botníu síðast.
Norræna stúdentafjelagið heldur
sumarfund i Noregi í lok júlímánað-
ar, Segir Khafnarfrjett frá 19. þ. m.
Kaupfjel. Eyfirðinga hjelt aðalfund
nýlega á Akureyri. Fjelagið gaf þá
10 þús. kr. til berklahælisstofnunar
á Norðurlandi og 2 þús. kr. til þeirra,
sem tjón biðu við Kötlugosið. Fund-
urinn heimilaði fjel.stjórninni að
leggja fram 100 þús. kr. til skipa-
kaupa Sambands ísl. samvinnufje-
laga.
Hljómleikar og söngur. Með „Bot-
níu“ komu hingað fyrir páskana frá
Þýskalandi Haraldur Sigurðsson frá
Kaldaðarnesi ásamt frú sinni, Dóru
Sigurðsson, og Páll ísólfsson. Frú
Dóra Sigurðsson er þýsk. Hún ei
söngkona og söng í Bárubúð á 2. i
páskum og aftur í gærkvöld. Þar ætl-
ar Plaraldur Sigurðsson síðar að hafa
hljómleika, en Páll ísólfsson, að sögn,
j 1 i dómkirkjunni.
Prestskosningar. í Stykkishólms-
prestakalli er sjera Ásgeir Ásgeirsson
í Hvammi kosinn prestur með 183
atkv., en í Setbergsprestakalli á Snæ-
fellsnesi er kosinn sjera Jósef Jóns-
son með 83 atkv. Lögmæt kosning a
báðum stöðum.
„Botnia“ kom frá Khöfn 16. þ. m.
og fór aftur i gær. Með fóru m. a.
forsætisráðherra og frú hans og laga-
eftirlitsnefndin: Jóh. Jóh., E. Arn.
og B. Jónss. Munu koma aftur í júní.
Gunnar Einarsson, yfirprentari Fje-
lagsprentsmiðjunnar, fór til Khafnar,
til dvalar þar.
Snjóflóð enn. Skömmu eftir að
snjóflóðið mikla fjell úr fjallinu and-
spænis Siglufjarðarkaupstað, fjell
snjóflóð utar i firðinum vestanmegin,
yíir bæinn Engidal, og fórust þar 7
menn. Bóndinn þar hjet Garibaldi, en
hitt fólkið er ekki nafngreint í frjett-
unum. — í Hjeðinsfirði fjellu tvö
sr.jóflóð 12. og 13. þ. m. og fórust i
þeim 2 menn, Páll Þorsteinsson og
Píaraldur Erlendsson. Þessi flóð tóku
og með sjer fjárhús, sem í voru yfir
30 kindur. Á Kaðalsstöðum í Hval-
vatnsfirði tók snjóflóð fjárhús með
120 fjár, eign B. Líndals lögfr. á
Svalbarðseyri Hafa snjóflóðin þá
orðið 18 manns að bana. Það er sagt,
að Siglfirðingar telji tjónið af snjó-
f'óðinu úr Staðarhólsfjalli nema 1)4
milj. kr.
Holger Wiehe docent fer hjeðan
íneð fjölskyldu sinni í júlí næstk. til
Khafnar. Er óráðið, hvort hann kem-
ur hingað til háskólans aftur, eða
eigi, og mun hann helst hafa í
hyggju, að fá starf í Suður-Jótlandi.
Okkur hjer er eftirsjón að H. W.
og munu allir, sem hjer hafa kynst
honum, óska, að dvöl hans hjer hefði
orðið lengri.
Á sextugsafmæli dr. Jóns Þorkels-
sonar landsskjalavarðar sátu meö
honum minningarveitslu yfir 50
manns. Árni Pálsson bókavörður
mælti íyrir minni heiðursgestsins, en
sjer Kristinn Daníelsson, sambekk-
ingur hans, mintist skólaáranna, Páll
Sveinsson kennari flutti kveðja frá
Skaftfellingum og kvæði á latínu, sem
prentað verður i „Óðni“, og enn tal-
aði Guðm. Finnbogason prófessor.
Heiðursgesturinn tók tvisvar til máls,
og fór samsætið vel fram. Mörg
samfagnaðarskeyti höfðu heiðurs-
gestinum borist, sum í ljóðum.
Mannalát. 21. þ. m. andaðist á heim-
íli sínu hjer í bænum frú Thora Mel-
sted, ekkja Páls Melsteds sagnfræð-
ings og lengi - forstöðukona kvenna-
skólans hjer í bænum, meira en hálf-
tiræð, fædd 18. des. 1823, merk og
mikilhæf kona, og verður hennar
nánar minst síðar. — Nýlega er dáinn
hjer í bænum Böðvar Þorvaldsson frá
Melstað í Húnavatnssýslu. — Þau
Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi og frú
hans urðu nýl. fyrir þeirri sorg, að
missa dóttur sína, barn, sem Helga
hjet.
Úr Skagafirði er skrifað 21. marts:
„Tíð hefur verið hin ákjósanlegasta
síðan í miðjum nóvember, að algert
batnaði, lengst af mjög snjólítið, en
nokkurn frost öðru hvoru. Um síð-
ustu mánaðamót gerði hjer kast, gekk
í norðanátt, og snjóaði talsvert, og
frost þá einna mest. T. d. 1. þ. m. 26
gr. C„ og síðan við og við 10—14
gr. En nú er hlýviðri og sólbráð. Öll
betri hross hafa gengið úti að þessu,
og eru nú ólíkt betur haldin en næstl.
vetur á sama tíma, eftir alla húsa-
vistina þá. Menn eru enn ekki búnir
að gera sjer það fyllilega ljóst, hve
hrossin þurfa mikið húspláss. Það er
alment farið að ætla þeim allmikið
fóður, og óðum fjölgar þeim mönn-
um, sem eiga það nægiltgt. En húsa-
vist hrossanna er enn sem komið er
mjög umbóta-vant. Ef hrossum á að
líða vel i húsi, að þvi er pláss snertir,
þá þarf hvert fullvaxið hross 2 fer-
metra rúm, fyrir utan jötupláss,
tryppi ca. Y\ minna, til þess að þau
geti legið í húsinu, og sem þægilegast
farið um þau, en það vantar mikið
á, að hesthús sjeu svo stór alment.
Nokkuð er þó að lagast með þau, og
vonandi að skamt verði þess að bíða,
að allir hrossaeigenidur geti látið fara
vel um hrossin sín í húsinu. Nokkrir
bændur hjer í Staðarhreppi eiga góð
hesthús, þó best sjeu þau hjá Albert
bónda á Pávastöðum og þeim Ög-
mundarstaða-feðgum, Margeir Jóns-
syni og Jóni Björnssyni. Heyin hafa
reynst ljett til fóðurs hjer í vetur,
og hefðu viða hvar ekki jetist, ef
ekki hefði verið síldin, til að bæta
þau með. En mest hjálpar þó hin
ágæta tíð. — 3. þ. m. var settur sýslu-
íundur Skagfirðinga og stóð hann til
9. s. m. Hann er orðinn 4. stórhátíð
ársins hjá Skagfirðingum. Þá er alt
í uppnámi. Sleðar, hestar, fótgöngu-
lið á ferðinni nætur sem daga, og alt
stefnir að Sauðárkróki; þangað er
erindi á þessum tíma. Sjónleikir á
hverju kveldi, og danssamkomur fram
á miðjar nætur. Ekki dæmalaust, að
dagur rynni áður en fundum sleit.
Eins og víðast í kauptúnum, eru
margir nýtir liðsmenn á Sauðárkróki
til að styðja danslistina. Kaupstaðar-
lýðurinn er þar, sem annarstaðar, á-
hugamikill fyrir slíkum fjelagsskap
og tekur þvi feginshendi hverjum
sjálfboðaliða þangað. Sveitalífið þyk-
ir mörgum tilbreytingalítið, — eink-
um yfir veturinn, — og þvi ekki und-
arlegt, þótt kaupstaðar-glaumurinn
dragi fólkið að sjer við viss tækifæri.
Það er svo undur skemtilegt þar að
koma og endurminningarnar lifa
lengi. Dæmi til þess, að þær hafa
aldrei gleymst. Raunar virðist ekki
miklu sóað, þó sveitafólkið, sem hægt
á með að komast að heiman, offri i
það 2—3 dögum, að njóta skemtun-
ar á einn og annan hátt, einu sinni á
vetri. En það þykir vandratað með-
alhófið á flestum sviðum; dagarnir
vilja oft verða 5—6 og jafnvel fleiri.
Og að því er snertir aðsókn fólks
að Sauðárkróki í þessum sýslu-
fundar-tilfellum, þá er það farið
að ganga það len^st, sem ganga má
Skagfirðingar eru farnir að offra í
þetta miklu fje árlega. Nú er dýrt
að dvelja hvern daginn á Sauðár-
króki. Greiðasalarnir vilja hafa mik-
ið i aðra hönd, og svo vilja óvissu
útgjöldin verða nokkuð há hjá sum-
um. I þetta sinn eru samt nokkrar
málsbætur. Jeg heyri sagt, að leik-
fjelagið á Sauðárkróki hafi gefið all-
an inngangseyri til öldubrjóts-bygg-
ingar á Sauðárlcrók. Sömul. söng þar
„Bændakórinn" skagfirski og gaf á-
góðann til sama fyrirtækis. En að-
gangseyrir að danssamkpmunum o.
fl. o. fl. Hvert fer hann? Mjer er
nær að halda, að nokkuð af þeim
peningum hafi orðið eftir í vasa
nokkurra einstaklinga, með góðum
vöxtum í skjóli dýrtíðarinar. Versl-
unarmannafjel. á Sauðárkróki hefur
mikið beitt sjer fyrir öldubrjótsmál-
inu, og á það heiður skilinn fyrir það.
Því óefað er það fyrirtæki eitt hið
þýðingarmesta fyrir sýsluna, að bæta
höfnina á Sauðárkróki. Sýnishorn
það, sem komið er af garðinum, virð-
ist fult sönnunargagn fyrir því, að
verkið svari góðum árangri. Sýslu-
nefnd var beðin um 1000 kr. styrk
í þessa átt, en sá sjer ekki fært að
lofa nema því hálfa, og þótti það
mörgum íhaldssemi um of. Sömul. er
hjer annað mál á prjónunum, sem
Sama fjelag hefur látið sig miklu
skifta, og sveitamenn ættu að styrkja
aí alefli, og það er að byggja hest-
hús á Sauðárkróki i svo fullkomnu
formi, að sveitamenn gætu átt þar
gott skýli fyrir hesta sína, hvenær
sem þörf krefur. Allmikið fje er þeg-
ar fengið úr sveitunum — frjáls sam-
skot — til þessa fyrirtækis, en mikið
vantar samt. Sýslunefndin var beðin
að styrkja fyrirtækið, og gaf hún því
ekki gaum í þetta sinn. Oddviti nefnd-
arinnar og nefndarmenn úr Sauðár-
krókshr. voru málinu hlyntir, að öðru
leyti ljet nefndin sig það að eng<u
skifta, og mátti furðu sæta. Nýl. er
stofnað fjelag hjá Skagfirðingum,
sem nefnt er „Framfarafjelag". Af
stfonendum þess eru helstir: Jónas
Kristjánsson læknir, Sigurður skóla-
stjóri á Hólum og Jón bóndi á Reyni-
stað. Tilgangur þessa fjelags er að
beita sjer fyrir ýmsum helstu fram-
faramálum Skagfirðinga og styðja þau
eítir megni. Efst á dagskrá þess eru
r.ú tillögur um símalínu fram Skaga-
fjörð, og stofnun lýðskóla í sýslunni.
Hvorutveggja fjekk nokkurn byr í
seglin, en við svo búið situr nú fyrst
ttm sinn. — Sagfirðingar eru fram-
faramenn á mörgum sviðum. T. d. eru
lestrarfjelög í flestum eða öllum
j hreppum sýslunnar; einnig á sýslan
aílmikið bókasafn, sem almenningur
! á kost á að lesa, með mjög vægum
kjörum. Þar eru margar og góðar
fræðibækur, en furðulítil eftirspurn
eftir þeim — einktim af unga fólk-
inu. — Annars sætir það mestri furðu
hvað fólk yfirleitt er farið að líta
smám augum á okkar mestu og bestu
fræðibækur. Það er ekki fágætt nú á
tímum, að finna mann, sem ekki veit
irinstu vitund urn efni það, sem ís-
lendingasögurnar hafa að geyma. —
Frá Eyrarbakka. Þar á „Þjóðólfur"
nú að rísa upp aftur, og verður Einar
Sæmundsen skógfræðingur ritstjóri
hans. — Sagt, að kaupfjel. Hekla
hafi keypt allar eignir Einarshafnar>
verslunar.
Grænland.
Eftir Jón Dúason.
XI.
Það væri ljettúðugt að gera ráð
fyrir því, að þessari landnámstillögu
verði alls kostar vel tekið, þvílíkt
„frumhlaup", sem það er, að vekja
athygli manna á Grænlandi, sem hug-
ir manna beinast sist að, að leyfa sjer
að ljósta þvi upp, að það sje ekki tóm
bjargarsnauð isauðn og veðurharka
eins og flestir þeir hafa hugsað sjer,
sem nokkru sinni hefur komið landið
í hug. Að leyfa sjer að hefja máls
á því, að íslendingar eigi sögulegar
skyldur að rækja í þessu landi, sem
eitt sinn var íslensk bygð, en naumast
nokkur virðir nú einni hugsun. Það
hiýtur að vera þeim óþægilegt, sem
hæst hafa talað um þekkingarleysi
Dana á íslandi, að verða að viður-
kenna, að við þekkjum enn minna til
annars lands í rikinu, sem er okkur
enn nátengdara að náttúru og sögu
en ísland er Danmörku; að islenska
þjóðin eigi að ryðja sjer braut úti
t heiminum, og að þar sje hennar
framtíð, hlýtur að hljóma illa í eyr-
um þeirra, sem setja kotbýlagerð efst
á þjóðarstefnuna, og það, að við eig-
um að taka höndum saman við Dani
og hinar frændþjóðirnar, hlýtur að
líta út eins og goðgá i eyrum þeirra,
sem hafa vanið sig á að skoða kerl-
ingarnöldrið við Dani eins og þjóð-
rækisstarf og fegurstu mynd af ætt-
jarðarást.
Það er þannig ekki ólíklegt, að
raðist verði á þessa tillögu, bæði beint
og óbeint, bæði með rjettu og röngu.
Menn munu telja landnámshugmynd-
inni það til foráttu, að það vanti fólk
á íslandi, og þvi sje brjálræði, að
senda fólk úr landi. Því er að svara,
að frá íslandi hefur verið stöðugur
útflutningur til Ameríku þangað til
cfriðurinn hófst, m. ö. o.: „tiltöluleg
affjölgun" á fólki í landinu. Ef eitt-
bvað af þessu fólki vildi fara til
Grænlands, væri það þá ekki eins vel
komið þar ? Ef Grænland er svo
miklu verra en Kanada sem látið er
af, .þarf ekki að óttast, að aðrir fari
þangað en þeir, séfn flýja mundu
landið og fara til Ameríku. En þótt
Grænland væri lakara en Kanada,
væri þó ekki útilokað, að einhverjir
af þeim, sem fara til Kanada, vildu
fara þangað, því menn flytja úr landi
aí svo mörgurn ástæðum. Kjarni
fólkseklukvartananna er heldur ekki
fólksskortur, heldur sá sannleiki, að
kaupgjald hefur * hækkað i landinu
samtímis með framförum í sjávarút-'
veginum. — Þótt þetta geti verið leitt
frá sjónarmiði atvinnurekenda, sem
ek.ki þola samkepni og ekki vilja eða
geta innleitt vjelar og tullkomnari
rekstursaðferðir, er þetta hið mesta
gleðiefni fyrir þjóðfjelagsheildina.
Það er heldur ekki ódýrt fólk, heldur
iðnfræðilegar framfarir og auðsöfn-
un í landinu, sem okkur vantar. Ef
það vantaði vinnufólk, væri ekkert
auðveldara, en að fá heila skipsfarma
af því frá Norðurlöndum, háu og
björtu fólki, sem ekki stendur okkur
að baki að andlegu og líkamlegu at-
gerfi. Ef fólksekla kæmi af útflutn-
ingi tiLGrænlands, mundum við setja
upp innflútningsskrifstofu í Reykja-
vík, sem atvinnurekendur sneru sjer
til, þegar þeir æsktu útlends fólks.
í útibúum skrifstofunnar á Norður-
löndum yrði svo fólkið ráðið, og valið
úr þvi það, sem hæst er og bjartast
og fremst að öllu atgerfi, því þar
ytra er margt um manninn, þegar at-
vinna er i boði. Næsta kynslóð þess-
ara manna yrði alíslensk, og til mik-
illa þjóðbóta, auk þess sem innflytj-
endurnir færðu landinu aukna menn-
ingu. Fólkstapið til Grænlands væri
þá fylllega bætt, og nýlendan á Græn-
landi, sem mundi aukast og eflast,
yrði hreinn þjóðlegur vinningur. En
þótt svo væri, sem ekki er, að engan
innflutning væri hægt að fá, og ame-
ríkuferðir hættu, svo innflutningur-
inn til Grænlands yrði ekki tekinn
af útflutningnum til Ameríku, væri
þó engin ástæða til að setja sig á
móti útflutningi til Grænlands, fyrst
innflytjendur geta haldið þar þjóð-