Lögrétta


Lögrétta - 25.06.1919, Side 4

Lögrétta - 25.06.1919, Side 4
4 LÖGRJETTA ágrip af ritum þessum, er yri5i til þess aö sýna enn þá eitt dæmi þess, hver verða jafnan hin jarönesku laun þeirra manna, sem reyna af öllum mætti að velta sem flestum „völum úr leið“ sannleikans. Muniö, aö það er ekki heiöviröra manna siður, aö níöast á mannoröi andstæðinga sinna. Annars sýnist það einhver hin ó- rækasta sönnun fyrir nauðsyn nýrra andlegra strauma, aö þeir menn, sem vilja fyrir hvern mun láta kalla sig lærisveina Jesú Krists, reyna nu margir, hver í kapp við annan, aö breiöa út óhróður um náunga sína, ef þeir álíta aö þeir tilheyri einhverju ööru sauöahúsi í trúaréfnum. Ber slíkt ekki vott um andlega og siö- feröilega hnignun innan vjeband^ kirkjutrúarinnar ? Þegar höfundur kristindómsins var aö stofna hinn nýja sið, bauö hann lærisveinum sín- um, aö gera þeim mönnum gott, sem rógbæru þá eða ofsæktu. Það er eins og honum hafi aldrei komið til hugar, aö lærisveinar h a n s. mundu nokk- urn tíma leggja stund á þá ljótu iðju að ófrægja menn, sist þá, sem geta ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuö sier. Fari svo, að einhverjir kennimenn þessa lands finni hvöt hjá sjer eöa köllun til þess, aö leggja guöspekis- hreyfinguna í einelti, væri óskandi, aö þeir reyndu aö ræða fremur kenn- ingar hennar, en leggjast á mannorð hinna erlendu brautryöjenda hennar, er hafa þaö eitt til saka unnið, aö þeir hafa barist af öllum mætti fyrir sannfæringu sinni og þeim sannleika, sem þeir hafa fundiö. Sig. Kristófer Pjetursson. Huernig Rdssakeisari var myrtur. Þaö hafa gengiö margar sögur um það, hvernig Rússakeisari og fólk hans hafi verið ráöiö af dögum, en þær hafa jafnóðum verið bornar til baka, svo aö erfitt er aö segja, hvað rjett sje af öllu því, sem um þetta hefur verið skrifaö, og hvaö tilbún- ingur. I rússnesku blaði, sem „Vrem- ja“ heitir, og kom út í Berlín í vetur sem leið, hefur A. A. Tolstoj greifi sagt frá keisaramorðinu. Hann segir, að keisarahjónin, börn þeirra, nokkr- ir af vinum þeirra og embættismönn- um við hirðina, hafi alt verið drepið undir eins í kjallara í húsi einu í Jekaterinburg 16. júlí siðastl. Öllu þessu fólki hafði verið haldið þar i fangelsi um tima að undanfömu, og greifinn segir, að meðferðin á þvi hafi verið vond. Það hafi iðulega orð- ið að mæta ruddaskap og jafnvel stundum verið barið. Czekko-slovaka- flokkurinn var í framrás þarna um þetta leyti, og hafði verkmanna- og hermannaráðið í Jekaterinburg óttast, að hann mundi ná föngunum á sitt vald og freilsa þá. Þetta var orsök til þess, að afráðið var að drepa fang- ana. Þeir voru geymdir í húsi, sem verkfræðingur einn átti, Ignatieff að nafni. Menn þeir, sem falið var að framkvæma morðið, fóru beint þang- að af ráðsfundinum, sem samþykt bafði þetta, tilkyntu fangavörðunum dauðadóminn, og er sagt, að þeir hafi látið vel yfir. Það voru hermenn, sem sendir voru til að vinna verkið. Var þeim nú hleypt inn í herbergin þar sem keisarahjónin og börn þeirra Aroru. Inni hjá þeim var barónessa Buxhöveden. Hermennirnir skipuðu þeim að koma með sjer niður i kjall- ara. Keisarinn gekk á undan og bar son sinn í fanginu, en á eftir honum drotningin. Dæturnar og barónessan voru dregnar niður á eftir þeim af hermönnunum. Niðri við kjallarastig- ann mætti keisarfólkið öðrum flokki, sem rekinn var sömu leiðina. í hon- um var líflæknir keisarans, Botkin, írú Schneider, Dolgoruky fyrsti og Tatischeff greifi. Þegar niður í kjall- arann kom, voru allir þessir fangár skotnir með skammbyssum, og voru hlaupin sett ýmist milli augnanna á þeim, eða við gagnaugun. Drotningin var skotin fyrst og siðan dæturnar, en keisarinn síðast. Likin voru svo látin í vagn og flutt út fyrir borgina. Þar var olíu helt yfir þau, og þau brend undis eins sömu nóttina. Tol- stoi segir, að þessi saga sje höfð eftis mönnum, sem sjálfir voru við morðið. Lögr. hefur verið beðin að birta eftirfarandi ávarp: Heiðruðu skoðanabræður! Sökum þess að hinir ráðandi menn og meiri hluti fjelagsmanna í tveimur fjelög- um, sem eru hjer, og heita: „Ferða- mannabandalag Niðurlanda“og „Rík- isstarfsmannabandalag Niðurlanda , er farinn að hafa afarmikinn áhuga á málefni voru, væri það áreiðanlega bæði gott og gagnlegt, að menn skrif- uðu .hvaðanæfa, þegar undir eins, hvatningarorð til ritstjórna hálfsmán- aðarrita þessara fjelaga, svo að les- endur þeirra gætu sjeð þau og færu því bráðlega að læra tungu vora. Þegar sams konar fjelög rísa up^ í landi yðar, væri það vissulega mjög gagnlegt og nauðsynlegt, að þjer lýstuð þeim og skýrðuð sjerstaklega ýtarlega frá, með hverjum hætti nefnd fjelög störfuðu i yðar landi, því að þá sýnJuð þjer í raun og veru hið hagkvæma gildi tungu vorrar. At- hugið og íhugið þetta mál mjög ræki- lega og skrifið eins fljótt og uht er báðum þessum fjelögum, sem hafa, annað 17.000 og hitt 8000 fjelags- menn. Jeg var kosinn formaður deild- ar úr Embættismannabandalaginu, sem er hjer og hefur yfir 100 fjelags- menn. Nú er gott tækifæri til þess að kynna fjelagsmönnum Esperantó, og þ-að verður enn þá auðveldara, þegar útlendingar fara að hjálpa til, með því að senda meðmæli frá mörgum tungum, því það, sem frá útlendmg- um kemur, hefur miklu meiri áhrif. Utanáskrift til fjelaganna er:: De Nederlandsche Reisvereenigíng, Koningin Emmakade 46, Den Haag. og Handels en Kantoorbe, dienden Vereeniging „Mercurius“, Aert van Nesstraat 128, Rotterdam. Virðingarfylst, G. van Heek (nefndarmaður Twenthe-hjeraðs) Steinstraat 72, Hengelo (o) Hollandi. Eftirmæli. Ingvar Þorsteinsson bókbindari. F. 27. maí 1882. — D. 26. nóv. 1918. Einn af mörgum, sem fjellu í val- inn í „pestinni“ miklu í haust, var Ingvar Þorsteinsson bókbindari. Jeg hef verið að búast við því síðan, að sjá í blöðum eftirmæli eftir þennan mæta mann. Það hefur brugðist, og því get jeg ekki lengur dregið að geta hans með nokkrum orðum. í dag eru liðin 37 ár síðan Ingvar fæddist, að Reykjum á Skeiðum. Foreldrar hans voru merkishjónin Ingigerður Eiríksdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson. Áttu þau hjón mörg börn og mannvænleg. Mun þeirra kunnastur hjer syðra Kolbeinn hús- gagnasmiður í Rvík. Var bræðralag með þeim Ingvari og Kolbeini svo gott sem best má verða. Ingvar sál. ólst upp í föðurgarði til 20 ára aldurs. Eftir það fór hann til Einars Brynjólfssonar að Þjórsár- brú, sem þá vann að bókbandi nokk- urn tíma ársins. Ingvar var snemma hagur vel á smíðar. eihs og þeir ætt- menn fleiri, en miður gefinn fyrir búskap. Auk þess var hann bók- hneigður mjög. Lá því nærri að hann iegði fyrir sig að stunda bókaiðn nokkura, eins og raun varð á. Mun honum hafa fundist of þröngt um sig að Þjórsárbrú, enda fór hann til Reykjavíkur veturinn 1904 og rjeð- ist til Guðmundar Gamalíelssonar bókbandsmeistara, sem þá hafði stofnsett vinnustofu, þá bestu í bæn- um. Var þá ætlun Ingvars að full- komna sig í iðninni og gera hana að lífsstarfi sinu. Þetta hefur. ekki öðr- um betur tekist, því að það er sann- ast sagt, að á annan áratug átti Reykjavík engan vandvirkari mann í þessari stjett en Ingvar var, nje samviskusamari jafnt í iðn sinni sem öðru. Ingvar sál. var hugljúfi allra sem honum kyntust, og ekki síst samverkamanna sinna sem kyntust honum best. Enda sýndi sig í mörgu hve mikið traust þeir báru til hans. Árið 1907 var „Fjelagsbókbandi#" stofnað upp úr vinnustofu Guðmuna- ar Gamalíelssonar. Var Ingvar kjör- in formaður í því fjelagi og fram- kvæmdarstjóri varð hann jafnframt árið 1914, og hjelt þeirri stöðu til dauðadags. Hugðu samverkamenn hans gott til langrar samvinnu, ef ekki hefði dauðinn komið og skilið' þá eftir á „stýrislausum bát“. Skal hjer ekki frekar lýst hver harmur þeim var að fráfalli hans, en taka vil jeg upp eitt erindi úr ljóðum, sem þeir ljetu gera eftir hann: Þinn sumarbjarti svipur að sinni gleymist ei, nje lund þín prúð og lipur, er líktist mildum þey. Þín glaðværð holla og hreina var hjartanleg og frjáls, og sá var enginn sveina er sæi illvild neina i hug nje merg þíns máls. Ingvar sál. var söngelskur mjög og ljek á harmónium, þó mikið skorti á að hann gæti gefið sig svo við þeirri list sem hugur hans stóð til. Hann var maður ræðinn og einkar viðfeldinn, — naut sín best x fárra manna hóp. Ingvar kvæntist 1. júní 1906 Guð- björgu Þorsteinsdóttur frá Stokks- eyri, er lifir mann sinn. Þau eignuð- ust tvö börn, er bæði lifa, Þorsteinn 11 ára og Jóhanna 7 ára. I heimilis- lifinu reyndist Ingvar sami öðlingur sem á öðrum sviðum, ástríkur og um- hyggjusamur heimilisfaðir. Það ræður því af líkum, að þessa Iátna sæmdarmanns er sárt saknað, ekki að eins af konu og börnum, aldurhnignum foreldrum og 10 syst- kinum, heldur líka af öllum sem ein- hver kynni höfðu af honum. Og að endingu: „Þökk fyrir horfna lífsins leið, list og mildi í flestu“. Reykjavík 27. maí 1919. Kunnugur. Suður-Jótland. Eftir Holger Wiehe. Framh.) Alt þetta hefur smámsaman bægt dönsku Suðurjótunum, sem annars eru bæði kirkjuræknir og fastheldn- ir við ríkiskirkjuna, burt frá henni og neytt þá til þess að mynda frí- söfnuði og byggja fríkirkjur. Auð- vitað reyndu yfirvöldin að bregða fæti fyrir þessa söfnuði, t. d. með því að loka kirkjunum með ýmsum hlægilegum fyrirsláttum. Einu sinni var t. d. svolítil rifa í einu kirkju- lofti, og var þetta nóg til þess, að yfirvöldin kváðu upp úrskurð um, að loftið gæti hrunið og bönnuðu slla guðsþjónustu þar. Stóð kirkjan lokuð um allmörg ár. Yfirvöldin gátu þó ekki haldið málinu til streitu og nú eru 9 frísöfnuðir og 6 fríkirkjur á Suðurjótlandi. Mörg önpur ráð hafa Suðurjótar tekið til varðveitslu móðurmáli og þjóðerni. Víðsvegar hafa verið mynd- uð fyrirlestrafjelög, þar sem eru haldnir fyrirlestrar og lesin dönsk (norræn) skáldrit. En Suðurjótar hafa orðið að annast alt hjer sjálfir, því þýska stjórnin hefur á senni árum algerlega bannað ræðu- mönnum, lesurum og leikmönnum frá Danmörku að tala og lesa á fundum á Suðurjótlandi. Jafnvel Norðmönnum og Svíum hefur verið bannað þetta. Ennfremur hafa yfir- völdin lagt þessi fjelög í einelti með því að neyða veitingakrárnar til þess að neita þeim um húsnæði. Fyrst íraman af urðu þau þá að notast við hús einstakra manna eða tjöld, en smámsaman hafa Suðurjótar komið sjer upp fjölda fundahúsa. Voru þau 48 fyrir stríðið, og sum stór og álit- iega hús. Þar gátu loksins Suðurjótar verið nokkurn veginn í friði, að því undanteknu að altaf var einhver lög- regludáti viðstaddur á hinum opin- beru fundum til þess að „veiða“ þá menn, sem töluðu ógætilega, og koma í veg fyrir, að sungnir væru „hættu- legir“ danskir söngvar. Og þeir voru margir, og altaf fjölguðu þau kvæð- in, sem yfirvöldin fundu einhvern undirróður í og þess vegna voru bönnuð. Voru yfirvöldin þýsku æði íundvís i þvi efni. Þá hefur stjórnin líka reynt að bola Dönum í burtu, með því að kaupa Herved meddeles at herr Aanen Stangeland er udtraadt av vort firma. Dette fort- sættes med herr Franz Germeten som disponent og enebestyrer. Kontoret blir lste juli overflyttet frá Stavanger til KRISTIANIA. Adresse Stenersgaden 9. Als Norsk Isl. Handelscompani Telegr.adr. Kompaniet. Blómaverslunin A. Guldagers Fftf. Köbmagergade 13 Köbenhavn. Kristín Skúlason Heildsala Smásala Utvega allskonar blóm, lifandi og tilbúin, kransa og alt annað slíkri verslun tilheyrandi. Fljót og nákvæm afgrciðsla. Pöntunum veitt móttaka ef óskað er á skrifstofu 0. Friðgeirsson & Skúlason, Bankastræti 11. jarðir og leigja þær þýskum bænd- um, og voru jafnvel samþykt lög um að neyða eigendur til þess að selja. En einnig þetta varð tvíeggjað sverð. Jarðaverðið var sprengt upp úr öllu valdi, og Danir, sem urðu að selja jarðir sínar, stórgræddu í mörgum til- fellum — og keyptu aðrar stærri jarð- ir. Ekki allfáir þýskir bændur flýðu úr landinu aftur. Til stuðnings þeim, sem ekki voru nógu fjár- sterkir, var stofnað „Láns- tielag Norðursljesvíkur" með 830,000 mörkum í stofnfje. Þá verður í þessu sambandi líka að nefna „Járnsjóðinn'^ einskonar varasjóð, er veitir fje til málaferla, til undirbúnings kosninga, byggingar fundahúsa o. fl. Þá má heldur ekki gleyma dönsku blöðunum, sem auðvitað hafa verið mikill stuðningur Dönum í baráttu þeirrá. Má þar einkum nefna „Flens- borg Avis“, eitthvert hið besta danska blað, sem til er. Var það stofnað af Gustav Johannsen, hinum „ókrýnda konungi Flensborgar"; en ritstjóri þess var lengstum Jens Jes- sen, einhver hinn ötulasti og hug- prúðasti forvígismaður danskleikans. Annað helsta blað Dana er „Heim- dal“, sem kemur út í Opineyri, og er rnálgagn H. P. . Hanssens, síðasta ríkisþingsmanns Dana og helsta nú- verandi foringja. Þýsk blöð hafa ekki getað þrifist í „Norðursljesvik" nema með stuðningi ríkisins. Af þeim blöðum er „Schleswigsche Grenzpost" og fyrverandi ritstjóri þess, Strackerjahn, mjög illræmdur fyrir Dana-hatur og svæsinn rithátt. Það kom lika út þýskt blað á dönsku „Folkebladet", en það átti litlum vin- sældum að fagna, enda var það ritað á hinu versta hrognamáli. Þýska stjórnin hefur altaf haft það fyrir takmark að gera Suðurjótland alt þýskt, og landsmenn hafa alla tíð orðið að halda uppi vörn á öllum sviðum. Þó hefur stefna stjórnarinn- ar ekki verið bein, öllu heldur hinn mesti krákustígur; stundum hefur hún verið tiltölulega væg, stundum óhlífin og harðleikin x meira lagi. Versta tíðin hefur hið svonefnda lvöllers-tímabil (1898—1903) verið, er von Köller, áður innanríkisráð- nerra, var landshöfðingi á Suðurjót- landi. Voru þá reknir úr landinu milli 800 og 1000 manns. Prússneska þegna var ekki hægt að gera útlæga; en v. Köller var ekki úrræðalaus. Ef hann cskaði að ná sjer niðri á manni, sá hann bara^um að bera á hann að hann væri danskur þegn. í allmörgum tilfellum kom hann vilja sínum fram xneð ljúgvitnum og öðrum lagakrók- um. En eins oft varð hann að lúta í Iægra haldi; eigi allfáir vildu ekki láta bugast og ljetu krók koma á móti bragði. Ljótast af öllu í þessari ofsókn var, að hún bitnaði oft á al- saklausum mönnum. Það hefur kom- ið fyrir, að menn hafa verið reknir úr landi, ef þeir voru eitthvað skyld- ir þeim, sem yfirvöldin vildu ná sjer niðri á, en gátu ekki fengið höggstað á með öðru móti. Einkum var margt vinnufólk gert útlægt; sumt fjekk þó að vera í landinu, ef það vildi ráðast í vist hjá þýsklunduðu fólki. — Á margan annan hátt voru landsmenn cfsóttir — með fundaslitum, máls- höfðunum o. m. ö. sem yrði of langt að telja upp hjer. En lítt varð samt von Köller ágengt, og loksins þreytt- ist hann og beiddist lausnar. 1908 voru í þýska ríkisþinginu samþykt ný lög um fundahöld, og er þar ákveðið, að þýska eigi að vera fundamál á öllum opinberum fund- um, að kjörfundum undanteknum, þó svo að það skuli leyft að nota önnur mál á öðrum fundum en-kjörfundum í ömtum, þar sem minst 60 af hundraði tala aðra tungu en þýsku. Þó að þessi lög rýmkuðu nokkuð um málfrelsið, myndu þau hafa orðið hið mesta ánauðarok, ef þau hefðu ráð að öðlast gildi að fullu. Þá hefði danska sennilega orðið bönnuð á öll- um fundum (nema kjörfundum) í öllu Suðurjótlandi; því manntöl hafa íengi verið fölsuð á Suðurjótlandi, til þess að sanna, að þýskumælendur sjeu íleiri þar, en þeir eru í raun og veru. En nú eru þessi lög úr gildi gengin — fyrir ósigur Þjóðverja. Jafnvel þó að danska stjórnin reyndi að miðla málum að því er til kjörþegnanna kom og hinna svokölluðu „heimilis- lausu“ (manna, er hvorki áttu prúss- neskan fæðingjarjett nje danskan), og líka næði einhverri sáttmála- mynd við þýsku stjórnina, hjeldu þýsku yfirvöldin þó áfram að áreita þessa menn, neituðu karlmönn- unum um búsetuleyfi, ef þeir kvænt- ust, en ráku þá ekki í burt, ef þeir gerðu sig ánægða með — lausaleiks- hjúskap. Það væri margt annað ófagurt að segja frá þessari þjóðernisbaráttu. En það er ekki hægt í stuttu máli að lýsa öllum þeim hörmungum, sem þetta danska þjóðarbrot hefur orðið að þola fyrir stríðið mikla, t. d. sál- arþjáningum þeim, sem dönsk börn urðu fyrir í skólunam, er þau voru húðskömmuð fyrir þjóðerni sitt og ávítt ef þau töluðu móðurmál sitt, jafnvel þó það væri í stundarhljeun- um. Fáir Þjóðverjar hafa litið skyn- sömum augum á baráttuna í Suður- jótlandi svo sem prestarnir Tonnesen, Schmidt og Joh. Tiedje og rithöf. Schlaikjer, og jafnvel þeir vildu ekki láta „Norðursljesvík“ sameinast Dan- mörku aftur. Svona frjálslyndir menn voru þá ekki nema örfáir í Þýskalandi; þeir hafa naumast verið fleiri en tíu rjettlátir. En dönsku Suðurjótar gugnuðu þó ekki, heldur báru höfuðið hátt, enda höfðu þeir mikinn framgang fyrir stríðið. Um það báru vitni viðgangur dönsku fjelaganna, kosningasigrarnir og hið vaxandi fylgi, sem „Ársfundur Suðurjóta" átti að fagna. Hvert ár hjeldu aðalfjelögin aðalfund einhvers- staðar á Suðurjótlandi, og komu þá saman um 5000 manns úr öllum átt- um. Þar voru alvörumálin rædd, haldnir fyrirlestrar, sungin kvæði, og æskulýðurinn skemti sjer Jiið besta. (Framh.) Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.