Lögrétta - 26.11.1919, Qupperneq 2
a
LÖGRJETTA
LÖGRJETTA kemur út á hvtrjum mi8-
vikudtgi, «g auk þess aukablöS viS og vi8,
Vtr8 kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr.
10.00. Gjalddagi 1. júli.
þeim ómælanlega fjölda stunda, sem
kún hefði yfir a8 ráða. Hún ætlað:
að sgyrja hana um örlög sín. En Ei-
lífðin þagði.
Þá fyltist Mannssálin sárri hrygð
og hrópaði: „Hví lítur þú ei við mjer ?
Heyrir þú mig ei, Eilífö eilífðanna?“
Að eins salir Eilífðarinnar berg-
máluðu köll hennar. Svo varö þögn-
in dýpri en áður.
Þá nístist hjarta Mannssálarinnar
þeirri sárustu angist, sem heimurinn
þekkir, og hún kallaði hásum kvala-
rómi:
„Þú heyrir mig ekki! Þú sjerð mig
ckki! Eilífð filífðanna! Þú veist ekki,
að jeg er til!“
Og salirnir bergmáluðu óp hennar
og angistarstunur. En á eftir þeim
kom þögnin, — hin djúpa, liflausa'.
vonlausa næturþögn.
Og Mannssálin skreið á fætur og
dró sig á brott, yfirbuguð af örvænt-
ing, mælandi:
„Hvað er jeg, að hún heyrir mig
eigi nje sjer? Er jeg þá ekki neitt?“
Og salirnir að baki hennar berg-
máluðu:
„Ekki neitt!“
Þá komst þjónn Eilífðarinnar við
af kvölum Mannssálarinnar. Gekk á
eftir henni og mælti við hana:
„Veslings hugsandi Mannssál! Þú
dýrðlega Eilifðarbarn! Hví grætur þú
svo og syrgir beisklega? Eilífðin
svarar engu barna sinna, en þjer gat
hún allar spurningarnar sínar og
svörin i vöggugjöf í öndverðu. Al-
heimsins auður og dýrð — alt, alt er
þitt! í djúpi þinnar eigin tilveru fel-
ast allir leyndardómarnir.Þú finnur
þá seint — mjög, mjög seint —• alla.
Því hvers hefðir þú að leita, svo fund-
urinn færði þjer fögnuð, ef þú sæir
gegnum sjálfa þig eins og grunnan.
tæran læk? Gleð þig við starfið að
leita og sigurinn að finna, og að þii
ert eins og djúp hafsins, sem ekkert
bert auga getur gegnum sjeð.“
A8 svo mæltu hvarf þjónn Eilífðar-
innar á burt.
Þá fauk tómleiki angistarinnar burt
frá Mannssálinni eins og dalalæða
fyrir sterkum storrni, og hún tók
aftur starfsgleði sína.
II. Björgunin.
Ástmær og unnusti riðu samhliða,
óhikað út í ána, eftir gamla vaðinu.
En áin hafði breytt farveg sínum
Djúpur strengur, með snarbröttum
grjótbökkum beggja megin, lá eftir
vaðinu miðju.
Það vissu þau hvorki nje sáu.
Hestarnir steyptust fram af bakk-
anum, út í strenginn og tóku til sunds:
Hún hraut úr söðlinum og áin bar
hana með miklum hraða út í hylinn
og strauminn fyrir neðan.
Hann hafði nóg með sig, en gaí
þó einhvernveginn hangt við hestinn
og barst með honum til lands.
Það fyrsta, sem hann hugsaði um,
var að bjarga henni. Allir kraftar
hans og sálaröfl snerust um það eitt.
Eftir margar hættulegar tilraunir
náði hann henni að lokum meðvit-
undarlausri úr ánni, langt fyrir neð-
an þann staö, þar sem hún hafði fall-.
iö í hana.
Hann bar hana heim til bæjar, sem
var þar skamt frá. En þaö var ekki
fyrri en eftir margvíslegar lífgunar-
tilraunir, að lífsmark sást með henni.
Loks fjekk hún meðvitundina eftir
margar klukkustundir og lauk upp
augunum.
Unnustinn tárfeldi af gleði.
Hann laut niður að henni og sagði:
„Guði sje lof að þú ert lifandi!“
Hún starði á hann þungbúin. Sorg-
arský sveif yfir ásjónu hennar, er
hún mælti í ásakandi rómi:
„Hví lofaðir þú mjer ekki aö sofa
— dreyma og sofa. Mjer leið svo vel.
Nú líður mjer illa.“
„Það er óráð á þenni,“ tautaði
fólkið.
„Jeg hef fuít vit,“ svaraði hún því.
Svo sneri hún sjer að unnusta sín-
um, sem stóð hnípinn yfir henni, og
mælti í skipandi rómi:
„Berðu mig ofan í ána, þaðan sem
þú tókst mig, áður en það er um
seinan. — Áður en jeg verð hrædd
við hana aftur, 'eins og þið. Jeg hef
að eins þekt eina sælustund á æfinni
— í henni."
Unnustinn grjet af hugarangri, er
hann sagði:
„Elskan mín! Hvernig get jeg
fengið af mjer að bera þig frá lífinu
út í dauðann. Frá ljósinu út í myrkr-
ið. Frá hitanum út í kuldann. — Þigf
sem hefur svarið mjer að verða mjer
Ijósið, lífið og hitinn. — Jeg, sem ný-
skeð hef lagt eigið lif í hættu til að
bjarga þínu. —■ Frelsa þig til að njóta
þín.
„Sjálfselska! — Burt! — Jeg fer!
— Áin — áin!“ hrópaði hún og ætlaðí
að þjóta á fætur, en fólkið hjelt henni
og gaf henni inn svefnlyf. .
Þegar hún vaknaði, var hún róleg
orðin, en hnuggin, og mundi glögt
eftir öllu. Hún varð alla æfi þögul
og þunglynd.
Unnustinn, sem varð maður hennar
bar hana á höndum sjer, og gerði
henni lífiö eins ljett og föng voru
á, en hún var köld viö hann. Hún
þráði alt af það sem hann gat ekki
veitt henni: dreymandi friðarkendina,
sem hún naut í ánni.
Hún gat aldrei fyrirgefið honum,
að hann hreif hana úr heljargreipum
i arma ástar sinnar, — frá friðinum
til stríðsins.
III. f smiðjunni.
Jeg staðnæmdist framan við
smiðjudyrnar og horfði inn.
Á trjebút framan við eldinn sat
gráhærður öldungur með síðu skeggi.
Hann hjelt á samanbundinni, brot-
inni leirskál, sem hann var búinn að
bora, og bjó til mót úr brauðdeigi.
Öðru megin í aflinum stóð deigla með
bræddu tini, sem átti að renna í mótið
og búa til spengurnar. En hinu megin
stóð stúfur af skeifujárni og nagla-
teinn, út úr kolaeldinum.
Smiðjan var hlaðin úr torfi og ó-
þiljuð, nema eitt hornið. Þar höfð"ú
tvær breiðar fjalir verið reistar upp
og hornhilla verið fest svo sem tvö
fet frá jörðu. Á henni stóö forkunnar
fagurt líkneski af Marju mey, sitjandi
með barnið Jesú í kjöltu sjer.
Þótt smiðjureykurinn hefði sett
mörk sín á yfirborð þess, var auðsjeð
að því hafði verið haldið eins hreinu
0g föng voru á.
„Því er þetta listaverk geymt hjer
á þessum stað?“ spurði jeg og sneri
mjer aö förunaut mínum.
„Hann hefur búið þaö til.“
„Hvað! — spengjarinn — skeifu ■
smiðurinn?“
„Já, hann var listamannsefni. Þeg-
ar hann var ungur að aldri, kom
Frægð til hans í líki töfrandi kon-
ungsdóttur og bauðst að leiða hann
um rósabrautir auðs og velsældar,
ef hann vildi verða elskhugi sinn.
„Um það leyti bjó hann til lík-
neskið og ætlaði að rjetta Frægð hönd
sína, en þá kom Meðaumkvun til hans
i líki móður hans, sýndi honum
Frægðarbrautina í skuggsjá aldanna
og mælti: Hvers þarfnast heimurinn
mest?
„Hvað hann sá, hefur hann engum
sagt. En Frægð visaði hann burtu
frá sjer og tók Meðaumkvun sjer
við hlið.
„Alla æfi hefur hann notað list sína
að eins til þess að spengja með henni
fcrotnu skálarnar barnanna, sem eigi
hafa ráð á, að kaupa sjer nýjar, og
slá með henni skeifur og hestskó-
nagla undir sárar fætur járnalausu
hestanna nágrannanna.“
„Er honum þökkuð að nokkru þessi
eins dæma sjálfsafneitun?“ spurði
jeg.
„Nei, ekki enn þá. Börnin gleyma
eða geyma þakkirnar uns þau verða
gömul. Hestarnir þegja. Nágrannarn-
ir segja, að hann geri þetta dund
sjálfum sjer til dægrastyttingar."
„En er hann ánægður?“
„Já, vonum fremur. Hann hefur
cðlast frið hjartans, með því að svara
spurningu Meðaumkvunar með verk-
um sínum.“
„En því hefur hann likneskið hjá
sjer í smiðjugarminum, innan um alt
ruslið ?“
„Þó undarlegt sje, þá má hann ekki
af því sjá. — Máske það sje eini veik-
leikinn hans ? Hann vill hvorki selja
það nje gefa. Það virðist svo sem
hann hafi aldrei getað gleymt því tíl
fulls, að Frægð hin fagra bauð hon-
um eitt sinn föruneyti sitt.
„Hann hefur mælt svo fyrir, að það
skuli sett á leiðið sitt, þegar hann
verður grafinn.
„Trú og sannanir“. Merkur prestur
skrifar Lögr.: „. ... Jeg hef nýskeð
íokið við að lesa „Trú og sannanir"
eftir E. H. Kvarart. Það er besta bók-
in, sem jeg hef lesið lengi vel.“
Úr ferðapokanum.
Um Jónsmessuleytið 1918.
Laugardals „Gullkistan".
I.
Ef ættirðu leið um Laugardal,
er lýsir vorið i fjallasal,
að mörgu þú hyggja mundir þá,
því margt er þar einkar frítt að sjá:
Þar fjallaboginn hvelfist fagur-ger
og faðminn breiðir á móti þjer,
meö grænum skógum og gyltum teig
og glitrandi-tærri linda veig.
Og viröast kynni þjer vænt að sjá,
hve vötnin eru þar gljáa-blá,
hve reykjaúöinn við árdagssól
ber auðnusvip yfir leiti og hól
— sem verndarengilsins mjúkleg mund
i móðu líði’ yfir frjóa grund,
og sái perlum i faðm á fold,
og fagur-gulli í dökka mold.
Þjer verður að Lyfta höfði hátt,
og hæðaraðirnar sjerðu brátt;
þar hnjúkurinn einn við himin ber,
og hærri en aðrir hann virðist þjer,
— sem k i s t a, með loki kúptu á
og kynjalásum, er hnjúkur sá.
Þú kunnugan spyr: „Hvað heitir hann?“
— „Sá hnjúkur er forna Gullkistan.“
Og til þess þú getir glöggvar sjeð,
er gömul þjóðsaga höfð þar með
— hún lærðist í dalnum sagan sú,
og sveimar þar enn — þó breytt sje trú;
hún sýnir þjer upp í hæstu hæö
og hug þinn leiðir að duptsins smæð
og bendir í ljósi á bræður tvo,
er bygðu þann reit — og hljóðar svo:
•
II.
Sá þulur aldinn um grundu gekk,
er gilda vitneskju um það fjekk
úr fræöilindum úr dular-dal,
að dyngju gulls þessi kista fal
— en opin stæði hún að eins þeim,
og yrði til nytja, bræðrum tveim,
er gætu hafið það Grettistak,
að ganga upp fjallið aftr’ á bak.
Með blinduð augu í brotasnjó
var best að hefja þá göngu, þó
með samtaka hug á sömu stund
og samræmdan vilja á alla lund;
því bæri út af með bróðernið
í brattagöngu um hlíða-rið
um fenginn með öllu vonlaust var
og vinnutekjurnar glataðar. —
Og þularsögnin í landi lá.
Þeir leituðu nokkrir fjallið á;
en engum reyndist það frægöarför:
þeir fjellu margir við lægstu skör;
því alt af að sama brunni bar:
þeir — bræðurnir — deildu’ um stefnurnai.
og toguðust á, uns táp varð þreytt,
þótt takmarkið beggja væri eitt.
En sveinar eflast um síðir þó
og safna menning í alda snjó.
— Loks bjuggu í M i 8 d a 1 bræður tveir
—• og bræður í sannleik voru þeir.
Þeir deildu aldrei um heimahag,
en höfðu á öllu bræðralag. —
Sem aðra þá gullið fýsti að fá,
og fjallið um síðir lögðu á.
Og áfram komust þeir alla leiö,
þótt örðugt væri það gönguskeið.
Og undrakistan þeim opin stóð.
En enga sáu þeir málmaglóð:
af grávíðislaufum gnótt þar var;
þeir grófu niður í dyngjurnar,
— jú, kistan var botns- og barmafull,
— en — bræðurnir fundu ekkert gull.
v> •
— Að brjótast þannig upp bratta hlíð
með blinduð augu í kafaldshríð,
og ganga öfugt í ofanálag,
er efni lítið í gleðibí-ag.
Og annar bróðirinn þagði þar
en þreifaöi’ um víðihrúgurnar.
En hinn hafði bygt á betri laun
og bannfæröi þeirra svikaraun.
Sá þögli horfir í hug sjer inn
— og hrúgar laufum í vetling sinn
og bindur fyrir — og hefur heim.
En heldur en ekki bregður þeim,
er skoðuðu fenginn heima-hjú:
Þeir höfðu ekki greint það fyr en nú,
a ð glóandi fagurt gull var það,
er gráleitt sýndist þeim víðiblað.
Þeir bræður sáu það eftir á,
að í þeirri reynslu mikið lá,
að öörum sýndist þar aflafátt,
sem annar kunni að nýta smátt.
Og sá, sem að fjekk ei málm í mund,
hann mintist þess hryggur alla stund,
að skyldi hann lasta laufviðinn
og láta’ ekki neitt í vetling sinn. —•
(Niðurl.
En framvegis var þeim lokuð leiö
að lindinni gulls er þarna beiö,
og hvort sem þeir reyndu af eða á
ei opnaðist kistan þaðan i frá.
— Og enn eru luktar læsingar
og lamirnar eru traustar þar. —
En — vilji einhver koma’ og kanna það,
er kistan þó enn á sínum stað.
III.
En víðirinn grær um grund og mó
og grænkar jafnvel i frosti og snjó;
og lítist þjer vel á laufblöðin
þau láttu í ferðapokann þinn.
Og sögu þá skaltu segja þeim,
er sátu um kyrt — þá nærðu heim,
a 8 grávíðislauf og grasaval
sje gullkistan þeirra’ í Laugardal.
•
Geysir.
(Eftirmæli).
I.
Geysir, þú gammurinn háfleygi,
glitvængja-djásnið, með tignina, prýðina!
Ertu þá numinn á návegi
niöur í snarkandi eldjötna hríðina?
Þú! — sem við hraðskýin hástökk þitt mældir,
hamfarir ómæliskraftanna stældir,
ljekst eftir þrumum og æðandi eldingum,
árgali mestur og snjallur á kveldþingum, —
manaöir aljarðar eldvötn í dansinum,
attir mót stjörnunum flaksandi kransinum.
lagstur í værð — eins og útslitinn einyrki,
orðinn hinn þögli og kyrri í steinvirki,
fallinn í gröf! — Sú er fullhuga leiðin:
fækkandi — hverfandi listaskeiðin.
II.
Gufurnar hljóðar um landnám þitt liða,
legstaðinn hógværar skreyta og prýða,
svo sem um bólstöö mikilmenna
minningaleiftur tindra og brenna
— eða þá bending, að orkan lifi
enn þá — í hlýju gufu-bifi.
III.
Spurningar geiga hjá gufukafinu:
Geturðu ei risið úr kyrðarhafinu ?
losnaö úr dauða-lygnu feldi ?
lypt þjer upp í þitt hæðarveldi?
snarast með nýju ægi-afli
að þínu gamla frægðar-tafli ?
IV.
Múgurinn þráir þig ljettfleygan, lifandi,
loftið og jörðina magnsögum skrifandi,
þráir þig aftur úr þögninni, rýrðinni
— þráir að sjá þig i upprisudýrðinni.
Gullfoss.
I.
Heill þjer í styrkleikans fegurðar fyllingu,
fösströll í skínandi regnbogans gyllingu,
hamslaus í þrengslunum þrumandi óhemja,
þungstíg og spriklandi, fnæsandi ótemja!
------Hvað skal mjer orðs fyrir ásýnd þinni?
Ofsi þinn læsir að hugsun minni. —
Undrandi stend jeg sem orðlaust barn,
einmana, vilt á töfrahjarn.
------Gnýr þinn og máttar meginhæð
mennina gerir að agnarsmæð.
II.
Kongarnir eflast og vaxa af valdinu,
valdi, er safnar þeim myntinni, gjaldinu.
Hönd þeirra innsiglar boðin og bönnin
bindandi sterk, svo að lýðahrönnin
skyld er að lúta því lagasafni,
lögmæti’ er fær af kongsins nafni,
— sterk er svo kongsins hávalds hönd,
hnýtir svo traust og ramger bönd.
------Hvaö ætli kongar með hendur sínar
hefðu að gera í mundir þínar!
Innsiglað geta þeir boðin, bönnin,
beygja samt mundi þín ægihrönnin
valdshendur þeirra — sem veikasta strá,
vefja þær saman — sem örgranna tág,
mylja þær ljett — eins og mýfluguvænginn
— móti þeim tæki svo froðudúns-sængin.
III.
Gullfallegt heiti þitt glymur í tungunni.
Gnýr þú það sjálfur í myrkhamra sprungunni,
„Gullfoss“ á streng þínum, „gullfoss" í málinu
gellur sem hljómblær í ósprungnu stálinu. —•
------Mannfjöldinn æpir á gull — til að gleöjast við
gull til að prýða og fága — og seðjast við. —
Hefur þú gull — svo sem heiti þitt sýnir?
Hvar eru glóandi fjársjóðir þínir?
Eiga þeir bólstað á bergsins sillu
— bundnir í djúpinu á töfrahillu?
Eða er gull þitt í glampandi úðanum,
glitrandi, dansandi regnsalla skrúðanum?