Lögrétta


Lögrétta - 14.04.1920, Side 3

Lögrétta - 14.04.1920, Side 3
LÖGRJETTA 3 tor bnnarsson P. O. Box 187 — Reykjavik. ÚTVEGAR: Gummistimpla> Dyraspjöld, Merkiplötur, Signet, Brennimörk og Nafnspjöld. AV. Sendir pantanir hvert á land sem er, gegn eftirkröfu. Ær til sölu. Hjá mjer undirskrifuSum fást til kaups á næsta vori 40—50 ær. Butru í FljótshlíS 18. febrúar 1920. Valdimar Böðvdrsson. Hálf jörð í sveit fæst til ábúðar í vor. Nánari upplýsingar á Suðurgötu 11. Úti um heim. Síðustu frjettir. Símfregn frá y. þ. m. segir, aö al- varleg deila sje risin upp milli Þjóð- verja og Frakka út af yfirráSum i Ruhrhjeráðinu. í óróaöldunni síðustu sem fór yfir Þýskaland, urSu þarna livltingaruppþot, ekki samt í þá átt. að styðja hreyfingu þá, sem þeir Kapp og Liittwitz höfSu vakið, held- ur þvert á móti, til þess að bylta öllu um og fá rússneskt stjórnarfyrir- komuíag. Þýska stjórnin sendi herlið vestur þangað, til þess að koma reglu á, og fregnirnar segja, að hún hafi gert það eftir áskorun allra stjórn málaflokka landsins. Frakkar mót- raæltu og sögðu ÞjóSverja ekki hafa rjett til þess samkvæmt friðarsamn- ingunum, að hafa slíkan liðssamdrátt og herbúnaS í landinu, en stjórnir annara stórvelda bandamanna vildu ieyfa þeim þetta og gera undanþágu frá ákvæðum friöarsamninganna eftir þeirri reglu, aö nauðsyn bryti lög. Frakkar tóku þá til sinna ráöa, sendu her frá sjer inn í hjeraðiö og settust þar í ýmsar borgir. Þýska stjórnin mótmælti þeirri innrás, og stjórnir l’reta og ftala lýstu yfir, aS hún væri gerð án samþykkis frá þeirra hálfu og móti þeirra vilja. Fregn frá '9. þ. m. sagði, aS Frakkar væru stöðugt ’að auka herlið sitt í RuhrhjeraSinu Og færu þar fram með harðri hendi. Éúist sje viö, aS ÞjóSverjar skjóti máli sínu undir dóm þjóðabandalags- ins. Það er sagt, aö ParisarblöSin haldi franr rjetti Frakka, til þess að hertaka Ruhrhjeraöið, og láti vel yfir gerðum stjórnarinnar. En í fregn frá II. þ. m., er þaS haft eftir enskum h’öðum, að bandamenn ætli að þröngva Frökkum til að láta undan og muni neita, að ræða frekar um framkvæmd friðarskilmálanna, ef þeir beygi sig ekki í þessu máli. ítal- ir taka Fiumemálið til samanburðar og segjast nú geta farið eins að aust an Adríahafsins og Frakkar þarna b. e. tekið til sinna ráða þar, áp þess að skeyta um samþykki annara bandamanna. Ruhrhjeraðið er helsta kolanáma- hjerað Þýskalands. Þar er fult aí verksmiðjum, og iðnaður rekinn þar of miklu kappi. Um hjeraðið renna smáárnar Ruhr og Wupper, svartar af kolum og sóti. Áður en deilan reis út af þessum .-íðustu óeirðum þar, voru Frakkar rnjög óánægðir út af því, að þeit fengu ekki nærri því öll þau kol frá f>ýskalandi, sem þeim voru ákveðin í friðarsamningunum. Þýskaland átti að gjalda b^ndamönnum mánaðar- lega 1.660 þús. tonn kola fyrstu 3 árin og næstu 5 árin minni upphæð og áttu þessi kol að mestu leyti að lenda hjá Frökkum, til uppbóta fyrir eyðilegging á kolanámum þeirra í Norður-Frakklandi á ófriðarárunum. En Þjóðverjar hafa enn ekki nándar nærri fullnægt þessu.og stjórnFrakka tilkynti þýsku stjórninni það i febrú- ar í vetur, að hart yrði gengið eftir fullnægingu. þessa atriðis samning- anna. Reis þa deila út af þessu. Þjóð- verjar sögðust ekki niega missa frá eigin notkun allar þessar kolabirgðir, en Frakkar sögðu, að þeir gætu látið þær og yrðu að láta þær. Fregn frá 11. þ. m. segir, að Lloyd tieorge sje á leið til Sam Remó í ítalíu. Þar eigi að halda áfram friðar- íáðstefunni og byrji fundahöld 19. þ. m. > Þing Bandaríkjanna hefur sam- þykt sjerfrið við Þýskaland. Tíðin. Norðangarður var alla sið- astl. viku, en lygndi um helgina, og hefur siðan verið gott veður, en þó kalt. Hafís er sagður landfastur við Horn, og hrafl á reki úti. fyrir Norð- urlandi, bæði út af Húnaflóa og Siglufirði. Norskt hvalveiðaskip, sem nýkomið er inn til Siglufjaröar, komst ekki vestur um hjá Horni. Eftir því er haft, að þar fyrir vestan sje samföst ísbreiða alt norður að Jan Mayen. Forsætisráðherra ög'frú hans fara áleiðis til Khafnar með „íslandi“ á morgun. Nýr botnvörpungur. Alliance-fje- lagið hefur nú fengið nýjan botn vörpung, sem heitir „Skúli fógeti“. Inn að Veiðivötnum. Eftir Ólaf ísleifsson. Niðurl. Við erum þá komnir inn að þráðu markmiði — kornnir inn að Veiði- vötnum, komnir að Tjarnarkoti við 'ijaldvatn, þar sem Vatnamenn hafa aðsetur sitt. Híbýli sín hjer hafa Yatnamenn nefnt Tjarnarkot, sem eru tveir kofar áfastir; er annar þeirra með tveim fletum, annað fletið fyrir ó menn, hitt fyrir fjóra. Inn úr kof- anurn er dálítill hraunhellir, sem not- aður er fyrir farangur. Hinn er eld- hús. Vanalega eru það 10 menn, sem íara þarna inn eftir til veiða á haust- in. Menn stunda veiða.rnar í 6—7 daga, en vanalega fer hálfur rnánuð- ur í „túrinn“. Maðurinn veiðir að tneðaltali eitt klif á dag, eða 65 kg. Silungurinn er að þyngd 1—2 kg„ þó hafa fengist þar silungar alt að 10 kg. Allri veiðinni er skift jafnt milli þeirra er hana stunda, enda þótt allir hafi ekki jafn góðan útbúnað á veið- arfærum sínum. Mörg; vötn (alt að 9). eru það sem þeir veiða í. Veiði- vatnasilungur þykir allra silunga bestur. Veiðivötnin, segir Thoroddsen, að sjeu gamlir eldgígir. Ofurlítil gras- fit er kring um flest þau vötn, sem nokkur veiði er í. Líklega hafa menn stundað veiðar við vötnin í nokkrar aJdir. Um eitt skeið veiddu þar Skaft- fellingar. Einu sinni ljet sýslumaður- inn-í Rangárvallasýslu, sem þá bjó i Fljótshlíð, menn sína stunda þar veiðar. ITann Ijet tvo menn fara þangað á haustnóttum og stunda þar veiði fram að jólaföstu. Höfðu þeir neð sjer húðarhross, sem þeir slógu pf þegar þeir komu þangað jnn eftir, en ]>ei r gengu til bygða, þegar ár voru lagðar. Veiðiaflan grófu þeir niður í snjó og var hann sóttur að vorinu, þegar upp tók að leysa. Þótt- iat sýslumaður fá betri afla eftir þessa menn, en þá vinnumenn sina, sem hann ljet róa suður í Höfnum. Y oru þó Hafnirnar í þá tíð álitnar einhver besta vciðistöðin hjer sunn- cnlands. Veiöivatnamenn segja þó, að ekki sje mikil fiskimergð í vötnun- um, segja að betur veiðist, ef ekki 'J-n stundaðar veiðar þar nema ann- að hvert ár. Þeir segja lika, að tölu- vert af ungviði nutni eyðileggjast þar á liverju hausti, það haldi sig þá á grunninu og frjósi þar í hel þegar vötnin leggja. Við urðum að nota vel tímann, því jeg hafði ekki ætlað mjer að eyða rneir en 5—6 dögum í ferðina. En skemtilegt væri að mega njóta þarna heilnæma loftsins í hásumarsdýrð- 'nni svo sem eina viku eða hálfan mánuð. Jeg held að. allir þeir hefðu gott af því, sem löngun hafa að $koða náttúruna — skoða landið sitt. iÞegar íossafjelagið „Titan“ er komið á iaggirnar og þegar það er búið að leggja þangað járnbraut, rnunu sjást ]>ar margir glaðlegir og ánægjulegir samargestir, því enginn mundi fara að flytja með sjer þunglyndis og r.ndstreymis áhyggjur lengst inn í ör- æfi. Alt þe&s háttar mundu þeir skilja eftir fram j bygð. Þarna mundi þykja lientugur sumarbústaður. Þá mun „túr“ inn að Veiðivötnum verða álit- inn eins heilsusamlegur fyrir veik- bygða, eins og suður í lönd. Fyrsta verkið okkar, eftir að viö höfðum búið um okkur og fengið okkur matarbita, var að koma veið- arfærunum ' í vatnið, sem. var net- stubbur og fáeinir önglar. Jeg hafði verið svo heppinn að^fá leyfi hjá hlutaðeigendum til að veiða, því eng- mn má veiða þar x vötnunum án leyí- is. Við lögðum þessi veiðarfæri i vík í Skálavatni. Þetta vatn er einstak- lega fallegt, með víkur og hólma. Nokkrir gamlir eldgígir eru að norð- í nverðuvið vatnið, sem eru að nokkru leyti grasi grónir. Ein af þessum gígjaborgum heitir Arnarsetur. Þar verpti örn fyrir 30 árum, en nú sjest hún þar aldrei. Leiðinlegt er til þess að hugsa, að sjálfur fuglakonungur- inn skuli vera hjer nær aldauða — leiðinlegt ef það væri di'ápgirni manna að kenna. Kunnugur maður befur sagt mjer, að ekki mundu fleiri en ,5—6 ernir vera nú til hjer á landi. Seinni part dagsins reið nafni minn út með mjer til að sýna mjer vatna- hverfið. Við fórum fyrst inn fyrir Fossvötnin. Þau eru ljómandi falleg, með hólrna og grastanga og i þeim veiðist vel. Tveggja tima ferð vestur af Fossvötnum er Þórisvatn; það er talið þriðja stærsta vatnið hjer á iandi. Það vatn sá jeg ekki. Það vatn fi ekki talið með Veiðivötnunum, og sagt er að lítill eða enginn silungnr muni vera í þvi. Spölkorn ínn af Fossvötnum er Stórisjór, er sumir nefna Litlasjó; stórt vatn, langt og breitt, en ófagurt til að sjá. Ekki hef- ur orðið vart við silung í því vatni. Inst við botninn á Stórasjó áttu útilegumenn að hafa búið hjer áður fyr. Þeir sem fyrstir urðu til þess að fara inn með Stórasjó þóttust hafa orðið þeirra varir; þóttust hafa horft á menn með berum augurn, sem báru silungsbyrðar á bakinu neðan frá vatninu upp í grjótbyrgi, þar sem þeir þurkuðu silunginn. Þegar þeir sáu þetta leitst þeirn ekki á blikuna og sneru aftur og vöruðu aðra við því, að hætta sjer inn á þessar slóðir. En svo er landslagi háttað þar inn íiá, að við innri endann á Stórasjó Dyrjar Hágönguhraun. Það er með hraundröngum og hraunbyrgjum sem gátu sýnst í fjarlægð sem rnenn með byrði, og ekki síst ef hillingar hafa verið. Gamall vatnamaður, sem nú er um sjötugt, en byrjaði að fara til vatna þegar hann var 14 ára, hefur sagt mjer, að fyrstu árin, sem hann fór þangað inn eftir, hafi útilegumanna- trúfn hjá þéim eldri verið mjög sterk. Á kvöldin, áður en þeir fóru að sofa, gengu þeir rammlega frá kofadyrun- um, báru grjót að hurðinni, svo að ckki yrði greiður inngangur, ef úti- iegumenn bæri þar að dyrum urn nóttina. Oft höfðu þeir lagt nasirnar í vinds.töðuna og hnusað og þefað eft- ir reykjarlykt. Og þeir þóttust finna þessa ilmandi viðarreykjarlykt, sem vitanlega gat ekki komið frá öðrum en útilegumonnum. Einnig sáu þeir oft hesta^ör eftir útileg’umenn, en' bestaför má viða sjá þarna greinilega íiá fyrra ári og jafnvel tveggja ára gömul för. Ekki þótti mjer öll vötnin þarna inn frá jafn falleg til að sjá. Surn þótti mjer írámunaléga óyndisleg Sjerstaklega man jeg eftir einu vatni, „Ónýtavatni“, sem mjer þótti éinstak- iega óyndislegt. Það er neðanundir Skálafelli, sem mjer þótti Ijótasta fellið, sem jeg sá á leið minni. Fellið er tröllslegt með eyðilega og illúðga asjónu. Það mænirylgdumbrúnumog stórkallalegri ásjónu yfir vatnið dauða og sviplausu öræfasandöldurnar. Jeg var að smá líta við, til að horfa á þetta cmurlega fell, og þó varð jeg þv: iYginn, þegar það var kornið í hvarf. Wtð er undarlegt hvað hið ömurlega og óyndislega getur stundum dregið athygli manns til sín, enda þótt manni sje það þvert um geð, að veita því eftirtekt. Nokkur vötn eru þarna, sem engin veiöi er í, þar á meðal er Ónýta vatn. Fngin grasfit er í kringum þau, eng- inn fugl tyllir sjer niður á þau, því enginn gróður er í botni þeirra. Það mætti því kalla þau „vötnin dauðu.“ . Ekki sá jeg aðra fugla þarna við vötnin, en himbrima, álftir og kjóa Sjaklan eða aldrei er nema ein álfta - ijölskylda á sama vatninu. Álftin er mjög grimm á meðan hún liggur á eggjum og á rneðan hún er að koma ungum sínum frarn, þá líður hún engri a!ft að vera í nábýli við sig eða setj- ast á vatnið sitt. Þetta vita líka allar alftir. Þegar álftahópur kemur að vatni, þar sem álftafjölskylda er fyr- ii, hverfa þær samstundis frá, þegar Sameinaða gafaskipaQel. frá Kaupmannahöfn verða aö öltu forfallalausu þessar: Gs. Botnía um 15. apríl til Færeyja og Reykjavíkur — Nidarós - 24. — — Seyðisfjaröar og Akureyrar, — Island - 25. — — Leith og Reykjavíkur. — Botnía — 8. maí — Færeyja og Reykjavíkur. — Nidarós — 16. — — Leith og Reykjavíkur, — Botnía — 1. júní — Færeyja og Reykjavíkur. t — Island — 6. — — Leith óg Reykjavíkur og indum frá Reykjavik til ísafjarðar, Ak- — ureyrar og Seyðisfjarðar og þaðan út. — Botnía — 29. — — Færeyja og Reykjavíkur. — Island —; 16. júlí — Leith og Reykjavíkur. C. Ziis&sext. þær sjá að ein álft tekur sig upp og flýgur á móti þeim. Þær langar ekk ert til að lenda í bardaga við þessa einu, því þær vita, að á slíku vatni eiga þær ekki frían sjó. Af þessu leiðir að allar flökku- og geld-álftir hafa valið sjer setu á einu vatni. Á því vatni er oft fjöldi af álftum. Við komumst fram undir Snjóöldu- \atn. Það er fremsta vatnið og er veiði í því. Frá Snjóölduvatni og inn íyrir Stórasjó var mjer sagt að væri um 8 kl.tima ferð. Þegar við komurn heim úr þessum leiðangri, var það íyrsta verkið okkar að vitja um veið- arfærin, Og fengum við 8 silunga. Nú var farið að gera að og brytja í pott- inn. Nafni minn sótti vatn í pottinn í kristaltæra uppsprettu sem er skamt í'rá kotinu. Nafni minn rjeði því hvað rnikið var tekið til í soðið; það var ekki nema einn silungur, og satt að segja hjelt jeg að það væri langt of lítið handa okkur glnrsoltnum öræfa- förum. En nafni minn var nærfarinn, því þegar til kom, hefðum við ekki getað torgað rneiru. Við sváfum sætan svefn á búlkin- um um nóttina, og vöknuðum við un- aðslegan himbrimasöng rjett hjá okkur á vatninu fyrir utan kofadyrn- a'r. Veðrið var unaðslegt og fagurt eins og síðastliðna daga. Við vitjuð- um um og tókum upp veiðarfærin og fengum 6 silunga. Þegar vLð höfðurn soðið og borðað morgunmatinn fór- um við að hugsa til ferða og nafni minn fór að sækja hestana. En þeir voru kornnir langt úr leið og þegar við lögðum upp, var klukkan orðin 3. Við fórum yfir Tungná á Bjalla- vaðinu og fórum svo beina stefnu frá vaðinu austur í Laugar og komum á fjallabaksveginn hjá Frostastaða- vatni. Þessi leið er sjaldan farin, en við fengum allgóðan veg, og ein- kennilegt landslag er á þessari leið. Frostastaðavatn er fremur fallegt vatn, og þegar við komum nær því, rauf himbriminn óbygðaþögnina með 'gjallandi söng. Munnmælasaga er til um það, að þarna hafi einu sinni ver- ið bær, sem Frostastaðir hjet. Einu sinni áttu að hafa búið þar þrjár manneskjur, 2 piltar og 1 stúlka. Stúlkan var trúlofuð öðrurn piltinum. Einu sinni veiddu þau í vatninu tvo silunga og eina loðnu. Stúlk- an tók veiðina og matbjó. Hún tók loðnuna, sem' hún vissi að var baneitruð, en ekki gott að þekkja hana frá silung, og lætur hana á disk þess piltsins, sem hún var ekki trúlofuð. En svo óhappalega tókst til, að unnusti hennar kom fyr heim, og áður en hún tók eftir, hafði hann etið loðnuna og deyr samstundis. Stúlk- uuni varð svo mikið urn þetta, að skömmu síðar dó hún af sorg og harmi. Litlu síðar yfirgaf pilturinn. >em eftir lifði, Frostastaði, og hefur enginn rnaður búið þar síðan. Klukkan 9 um kvöldið komum við yustur í Laugar. Mjer þótti ekki mik- ds um vert, þegar jeg kom þarna fvrst, en kunni því betur við mig, eftir því sem jeg var þar lengur. Þcssar svokölluðu Laugar eru fremur lítil grasfit norðan undir Lauga- hrauni. Grasfitin er mestöll blaut- lendi. að eins þurrir bakkar meðfram lauginni, sem er við vesturenda gras- íitarinnar. Þarna var kafa-gras, og klárunum okkar þótti það lystugt, þvi þeir hreyfðu sig varla úr sporunum þá 19 kl.tíma, sem við stóðum þar við. Þeir hámuðu i sig grængresið dá- lltla stund og fleygðu sjer svo niður lil að láta sjatna i sjer, og svona gekk það hjá þeim koll af kolli, allan tím- ann. Þegar við höfðum matast, fór- um vLð að líta eftir náttstað. Tveir kofar voru þarna skarnt ’nver frá öðr- nm. Annar kofinn var nýlega bygður en hann var hálfur undir snjó, og máttarviðirnir í honum brotnir undan snjóþunganum. Hin kofinn var hring- myndaður og topphlaðinn, en ekki þótti mjer fremur gistilegt í honum og stakk jeg því upp á því, að við kegjum undir beru lofti á ofurlitilli grasflöt milli tveggja steina á vestri laugabakkanums Það er svo gaman aö liggja úti undir beru lofti, inni á fjöllum, um bjarta blíðviðris sumar- nótt. Einu sinni þeggar jeg rumskaði um nóttina, þóttist jeg verða var við einh-verja hreyfingu í laugapollinum tyrir neðan fætur mjer. Um moi'gun- inn fór jeg að athuga þetta betur, og íann þá undir einum bakkanum of- boð litla 4 andar-unga. Það voru þeir, sem gert höfðu hreyfingu á slýjið í pollinum um nóttina. Allan tímann, sem við vorum þarna, sáum við öðru hvoru sólskríkju-hjón koma til skiftis oían úr hrauninu og stinga sjer niður i loðnustu blettina, tína þar eitthvað upP 1 sig. og fljúga svo með eitthvert góðgæti í nefinu til unganna sinna uppi í hrauninu. Um morguninn tókum við okkur 3 kl.tima göngutúr upp um hraunið og upp í Brennisteinsöldu. Alt umhverf- ið hjer er afar hrikalegt, gnæfandi tindar, djúpar hvilftir og skorningar. Mikið er af kalk- og brennisteins- Llöndun í þessum fjöllum, og mynda þau því einkennileg tilbrigði. Lauga- hraun þótti mjer það fallegasta Og ívipmesta hraun sem jeg hef sjeð. íiafði þó heyrt menn segja, að það ■væri afarljótt. Þetta er hrafntinnu- hraun. Víðsvegar um það eru stór- lenglegir hrafntinnukastalar, sem gljáir i sólskininu. í öllum dældum er byrjaður smáger gróður. En ó- greitt er það yfirferðar. Einu sinni hafði hestur ranglað upp í hraunið hjá fjallleitarmönnum, og var hans strax mikið leitað, en fanst ekki; nokkrum árum seinna fanst beina- grindin af honum, þar sem hann hafði orðið til í ógöngum. Útlendingur einn, sem heyrði talað um hraun þetta, hefur sagt, að ]iað væri miljóna virði, ef það lægi nærri hentugum sam- göngum. Skyldi íslendingum nokk- urntíma koma til hugar, að setja þarna upp glergerðar-verkstöð ? í brennisteinsö'ldu, sem er upp al hrauninu, er hver, sem hrúðrað et yfir. S.töðugÍr suðu-dynkir heyrast niðri í honum og grjótið i kring um hann er eldheitt. Brennisteinshrúðrið yfir honum er með ljómandi fallegum iitbrigðum, svo að maður fær ágirnd á að ná í einn mola til að hafa heim

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.