Lögrétta


Lögrétta - 20.10.1920, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.10.1920, Blaðsíða 1
jtgetancn og ntstjón: ÞORST. GÍSLASOl Þingholtnstraeti 17. Talíirai 178 Atgrciðsiu- og ínnneirstum ÞÓR. B. ÞORLÁKSSON Bankastræti ti. Taljirai tsg Nr. 41 Reykjavík 20. okt. 1920. XV. árg. Hulduljóð. Margt og misjafnt kemur raú á vorn litla bókamarkaö, þvi mciri er þörfin að hreinsa það, sem wr ein- hvers virði, frá soranum. Nylegn voru prentuð ljóð eftir ITuiuu. f’að er ekki fyrirferðarmikil bóK, cit eng- an, sem kaupir hana, þyríti a» iðra þess. ITjer eru hreinir tonar, osvik- ínn smekkur,»og yfirlætisieysi 1 efni og orðavali. Hulda leggur IjóöDerlur sínar fyrir lesandann án þess, aSJ láta hávær meðmæli fylgja, cm pessi kvæði hennar mæla með s]er sjálf við alla þá, sem skilja tunguniai list- arinnar. Hulda er auðsjáaniega aunn- ug i undraskógi mannlegra ttliinn- inga, hefur víða um þá fariB. þótt hún láti sjálf lítið yfir þvi; tm hin fögru einstöku blórn, sem hUn néfur gripið með sjer hjer og þar, tijf gefið okkur hinum, sem ekki rotum iram úr myrkviöum, sýna glögt nvc ragra staði hún hefur augum litiö. JUtum uú t. d. á hina yndisfögru þulu iremst í bókinni: „Ýmsum er bannað að eig» blómm sín. Engum jeg segi hvar ljósio kysu min. Há eru fjöll, sem dýpstu dali byreja.“ 1 þessari ljómandi þulu er au jafn fagurt, en jeg gríp þetta Ui ur af því, að mjer finst það lýsa höfund- inum einkennilega vel „Gott eiga þeir, sem aldrci því liúíasta tyna.“ Þetta er svo vel sagt, að þaö fyrn- ist varla. Annað kvæðið í bókinni byrjar þannig: „Álfheiöur, komQv. nú angar beitilyn^ í öllum heiðadælduiw og spóar halda þin*-.. Fjallavatnið bíðU' og brosir i draurtu, blærinn sveigir reynnn hjá álftalækjarstraumi. Loftið er þrungib af gauksins gleðispam. Gettu hvað hann endurtók: sóllanda-nám. 1 morgun flugu svanu- til suðurs með kvafei. Jeg sá þá lækka flugíB, hverfa að Dranga baki.“ Þetta er ósvikinn vorfögnuður í íögrum búningi. Eða þá kvæðið „Slagfiður". Mjer liggur viB að öf- unda æfintýrahetju Eddunnar, svo mjúkum höndum fer Hulda um harma hans; murí þar Hggja fleira á bak, eitthvað fagurt sem enginn fær að vita, en geta má til. Hulda tekur vel eftir, erí dæmir ekkert. Hún virðist skilja jafn vel það, sem er gagnstætt hvað öðru, og bendir öðrum hógværlega að gera hið sama. Hún yrkir um einver: smalans í hjásetunni: „Leiðist mjer einum lífið hjá blómum og steinumÉ Urn gömlu konuna í Hraundal, sem lítur yfir ríki sitt með „álftavötn, hraun og heiðar, með himininn yfir sjer“ — og óskar þess eins að lifa þar og deyja.Hún tekur eftir sorgar- myrkrinu í augum unga bóndans við Leiðarvatn, en kveður líka ógleyrn- anlega ljúfar smávisur um e i n n fagran sólskinsdag á Borðeyri, og ‘dáist að ástum Hagbarðs og Signýj- ar, sem „ekki þektu kvöld“. ,,ó, heimur, þú veitst ekki neitt“ ^egir hún í einu litlu, eftirlætislegn kvæði. Þannig geta þeir talað. sem sjálfir eru skygnir, og hafa funidð margt fagurt. Hulda krýpur við grafir krossfaranna, horfir inn i augu hins suðræna fiðluleikara og hugsar sjer að hann „dreymi gu«s móður“. Og litla danska stúlkan fer neldur tkki tómhent af fundi Huldu. Danir sjálfir myndu varla bregða upp ljós- ari mynd af sínu eigin barni. „Dans“, „Endursend“, „í snjónum", alt eru þetta hvert öðru fegri kvæði, en svo sje jeg önnur engu siðri og hætti að telja upp. Yfirleitt eru kvæðin vand- iega valin, ekkert ónýtt. Smekkvísir lesendur munu sjálfir velja sjer eftir- lætislætiskvæði og viðurkenna hin. Af öllum núlifandi íslenskum skáld- um yrkir Hulda hreinasta lýrik. Hún leikur sjer að fögrurn háttum, sem enginn annars hefur notað. Sem dæmi skal jeg nefna kvæði, sem heitir „Vatnslilja". Yfir öllu þessu kvæði er einhver undursætur ilmur, hvað sem hefur gefið höfundinum hið eiginlega tilefni þess; það yrði víst erfitt að benda á blett eða hrukku á þvi. Jeg er sannfærður um, að það stendur jafnfætis fegurstu lýrisku perlunum í annara þjóða kveðskap. Ef það hefði verið orkt á einhverju víðlesnu tungumáli, mundi það hafa flogið á vængjum tóna um heiminn og verið tekið í úrvalssöfn lýriskra ljóða. Hulda yrkir oft sönghæf kvæði. Það er sá-rt, hve okkar fagra mál lykur ínargt faðmi og felur fyrir fjöldanum. Berum t. d. Huldu okkar saman við Ella Wheeler Willox. Mér finst Hulda ótvirætt betra skáld. Hefði hún ort á ensku, myndi hún þegar vera orðin læimskunn og elskuð í hverju landi. Það hafa verið örlög okkar bestu höf- unda margra, að bíða í tugi og hund- ruð ára eftir skilningsljósi, og verður liklega enn, svo fáum er fullkunn okk- ar ágæta tung-a, svo fáir og smáir er- um við. En því meiri ástæða er til þess, að gera greinarmun ills og góðs í bókmentunum, kasta illgresinu á bál jafnskjótt sem það sprettur, en hlúa eftir föngum að hinu fagra, gevma það vel þangað til viðurkenningarljós alls heimsins nær að skína yfir það og það getur orðið allra eign. Kvæði, sem Hulda kallar Eilífðar- bióm, byrjar þannig: „Ótal krónur anga stærri, en jeg kýs mjer þetta blóm, — veit, að blöð þess blæljett þola breyting hausts og vetrardóm." Jeg vil nú heimfæra þetta til skáld- konunnar sjálfrar. „Segðu mjer að sunnan“ er ekki stór bók, en hún mttn \ betur þola tímans dóm en margt ann- að sem er untfangsmeira og háværara. Og nú, þegar jeg legg þessi kvæði Huldu frá rnjer, finst mjer hún eink- um liafa sagt mjer tvent: Farðu vel með harma þina og annara, gleymdu aldrei sólskini lífsins: fegurðinni. En hún segir margt fleira —• og segir það vel. liLEl—■íii’B.R'JilJJg i. ág. — 15. sept. 1920. Tákn friðarins eru tónlistahátíðir og söngleikahátíðir þær, sem nú, eft- ir 6 ára dvala, aftur vakna til lífs. Tónlistin er SÚ listin, setn erfiðast er að flytja í fullkominni mynd. Örsjald- an fær hún sýnt sanngildi sitt. Til hátíða þessara er ætíð vandað mjög Þær hafa því ómetanlegt gildi. Islend- •ngar þeir, sem til útlanda fara og æskja þess að kynnast kjarna tónlist- srinnar, ættu að sækja slíkar hátíðir. A þessu vori vöktu Mahler-hátíðin í Amsterdam og tónlistahátíðin í Wien mesta eftirtekt. En um sumarið var 1 öngleikahátíðin í Munchen einráð, því að í musteri Wagners í Bayreuth bggur enn alt í dvala. Hátíðin í Múnchen flutti 33 söng- leiki, en þrjú leikhús voru tekin ti! notkunar. Söngleikir allra tima (frá dögum Mozarts og fram til ársins 1920) komu til meðferðar, en að fjölda til yfirgnæfðu verlc Wagners. Dr. Muck, sem var stríðsfangi í Ameríku, var á síðustu stundu ráðinn til þess að stjórna „der Ring der Nibelungen" (4 kvöld) og „Tristan u. Isolde“. t nákvæmni og skarpleik (rythmus) nær honum enginn, en mörgum mun finnast skortur á hlýleik og litbrigð- uin. Frá Berlín kom Leo Blech, stjórn- aði „Parsifal“ og „die Meistersinger v. Nurnberg“, en frá Wien kom Franz Schalk og stjórnaði m. a. „Ariadne auf Naxos“, eftir R. Strauss. Báðir eru þeir samviskusamir og næmir stjórnarar, en ekki -að sama skapi til- þrifamiklir. Hið sama rná segja um Bruno Walter, sem á heima í Mún- chen, og stjórnaði mörgum leikunum. líugo Röhr (einnig úr Miinchen) gerði borginni engan sórna. 6 söng- leikir eftir Mozart komu til meðferðar og var þar einna mest aðsóknin.* „Oberon“ eftir Weber kom til með- íerðar i enn nýjum búningi, en ekki varð þó hið rýra gildi tekstans hulið. „Hans Heiling" eftir Marschner og „der Corregidor“ eftir Hugo Wolf voru sýndir einu sinni og fengu góð- ar viðtökur.. Rangt er að halda, að minna sje nú urn mikla listamenn en fyr á tímum. Mikilmennin eru ætíð á undan samtíð sinni. Nú eru mikil tónskáld uppi, en heimurinn mun skera úr, hverjum þeirra skal hlotnast eilíft líf. Hátíðin i Múnchen flutti söngleiki þriggja þýskra nútíðartónskálda. Eftir Richard Strauss, sem náð mun hafa mestri frægð allra núlifandi tón- skálda, komu 2 leikir til meðferðar, „Ariadne auf Naxos“ (saminn fyrir lítið orkestur) og „Die Frau ohne Schatten" (fyrir stærðar-orkestur með öllum brögðum og litbrigðum nú- timans), en sá leikur leit fyrst dags- ir.s ljós á þessu ári í Berlín. Strauss ei glæsimenni, bæði í hugsun og ytri sem innri meðferð. Orkestur hans er crðið svo stórt og margbreytt sem h.ugsast getur. Hið nýja verk hans hlaut ekki þá meðferð sem skyldi. Tónskáldið sjálft var við hljómleika vestur í Argentínu. Eftir Hans Pfitzner kom söngleik- urinn „Palestrina" (einnig nýr af pennanum) undir stjórn höfundarins tti meðferðar. Pfitzner er að eðli sfnu heimspekingur og hefur santið tekst- r.nn sjálfur, en í tónlist og teksta brennur sannfæringarkraftur, sem nær hámarkinu i fyrsta þætti. Tón- skáldið Palestrina er, í kvölum ein- veru sinnar, knúinn af guðlegu afli, til þess að semja heila söngmessu á einni nóttu. ömurleg híbýlin hans verða björt af englum, sem syngja íagnandi það sem hann semur. Þetta mun vera eitt hið stórkostlegasta og eðlilegasta, sem nokkur söngleikur hefur flutt; en tveir síðari þættirnir hafa þar fyrir minni áhrif. Allur leik- t-rinn sýnir djúpan skilning lista- mannseðlisins og mannlífsins. „Die Gezeichneten" eftir Frans Schrecker kom til meðferðar undir stjórn höfundarins. List hans stendur mjög undir áhrifum Wagners, en þó að hún beri ekki sterkt persónulegt gildi, býr í henni svo mikið „drama-. tiskt" afl, að hún nær tökum á mönn- um. Tónskáldið hefur einnig sarnið tekstann sjálfur og fært sjer öll þau atriði í nyt, sem hrífa hugann. Leikina flutti söngfólk og orkestur borgarinnar, en eigi sjaldan var ráðið frægt söngfólk úr öðrum borgum. Á- gæt orkestur eru mörg til í Þýska- landi og hafa nú náð sama mannafla og fyrir stríðið. En allir stjórnarar kvarta undan því, að sífelt verði erfið- ara að halda góðar æfingar, því að cinnig inn í orkesturin er bolsjevism- inn skríðinn. Auk þess að laun hljóð- tæraleikara hækka stöðugt, myndast ineð þeim samtök, sem draga valdið úr hendi stjornarans. Ef þessu heldur áfram, er listinni hætta búin, en al- staðar hefur ófriðurinn skilið eftir för sín. Þeim, sem nú fara utan, vil jeg ráða til að sækja Beethoven-hátíðir þær, lem nú í nóv,—des. verða haldnar unt 'dlan heim, í tilefni af 150 ára fæð- tigarafmæli Beethovens. * Aðsóknin að hátíðinni var svo mikil, að rnenn ,,prönguðu“ með að- iöngumiðana. Hjer vil jeg einnig nota færið, til þess að þakka Lögrjettu fyrir fylgi hennar við tónlistarskólamálið. Við á- lmgamenn málsins höfum engan veg-> mn í huga að láta málið kyrt liggja, En heppilegra mun, að láta peninga- ahyggjum þeim, sem núþreytalandið, að einhverju leyti ljetta, áður en málið verði flutt almenningi í fullkomnari mynd. Þó ber ekki að gleyma því, að stofnun skólans er íslendingum auð- veldust á meðan neyðin ríkir í Mið- Evrópu. P.t. Meran, 24. sept. 1920. Jón Leifs. Alþýðleg fræðirit. Nýtt bókmentafyrirtæki. Dr. Bernhard Hart: Geð- veikin. Próf. Ág. H. Bjarna- son þýddi með leyfi höf. Um langan tíma hefur það vakað íyrir mörgum mönnum, að vjer þyrft- um að eignast safn af góðum alþýðu- bókum, sem gæti orðið nokkurs kon- ar góður og ódýr skóli fyrir allan námfúsan lýð i landinu. Oftar en eitt sinn hefur verið byrjað á þessu, en alt hefur fallið um koll, vegna þol- tða fjeleysis útgefendanna. Af „Sjálf- íræðara“ Sigfúsar Eymundssonar komu út tvö eða þrjú hefti, af „Bóka- safni alþýðu“ þrír árgangar, af „Staf- rofi náttúruvísindanna“ þrír bækling- ar, og af „Alþýðuritum Bókmentafje- íagsins“ eitt eða tvö kver. Að sjálf- sögðu sannar það lítið, þó þessar skammæru tilraunir hafi fallið um koll. Allir vita, að þörfin er mikil iyrir vandaðar alþýðubækur, og lík- k-ga hvergi meiri en hjer. Pjetur Halldórsson, bóksali, hefur nú hafist handa, mitt í allri dýrtíð- inni og byrjað á nýju safni: „Alþýð- legnm fræðiritum". Nafnið ber það með sjer, að hjer sje að eins að ræða um fræðirit likt og gerist í Hjemmets Universitet norska og fleirum slíkum crlendum söfnunt. Þetta lýsir mikilli tröllatrú á íslenskri alþýðu; þvi fræði- bækurnar kaupa miklu færri en sög- ur og skemtibækur, og væri óskandi að það yrði ekki fyrirtækinu að falli. Jeg vildi skjóta þvi að útgefandanum, að breyta þessu fyrirkomulagi ofe gefa út í safni sínu jöfnum höndum urvals skáldrit og fræðibækur. Það myndi borga sig betur og fræðiritrn myndu þá slæðast með til margra, sem annars hafa ekki náð þeim þroska, að lesa annað en skáldsögur. Þegar mehn fara að kaupa eitthvað úr slíkum söfnum, þá er eins og hver bókin dragi aðra, er safnið alt er auglýst i hverri bók, sem út kemur. Fer þá oft svo, að miður þroskaði skáld- sagnamaðurinn fer að kaupa og lesa træðibækurnar, áður langt unt líður. En hvað sem þessu líður, er það þakklætisvert, að Pjetur Halldórsson hefur ráðist í þetta fyrirtæki, og þeir uienn munu að því standa, sem er trúandi til þess að velja góðar bækur. Útgefandanum hefur, eftir fyrstu bók- inni að dærna, tekist að koma bókum þessum í snotran búning, sem ekkert stendur að baki útlendu söfnunum. Fyrsta bókin, Geðveikin eftir Bern- ard Hart, sýnist, fljótt á að líta, kyn- lega valin. Það er margt, sem liggur nær öllum almenningi en að hugsa um vitlausa menn og geðveika, og aulc þess er hjer að tala um fræðigrein, scm heita rná frentur skamt á veg komin, og hún er þar á ofan erfið að botna í. Er von til þess, að alþýða manna hafi svo mikinn áhuga fyrir þessum efnum, að hún vilji kaupa og lesa all-langa bók um þau? Jeg býst við, að flestir hafi litla trú á' því, en þó virðist mjer, — er jeg hef lesið bókina, — að hjer sje að ræða um góða alþýðubók, sent flestir geti hah bæði gagn og gaman af. Flestum alþýðumönnum mun þykj' byrjunin nokkuð þur og strembir Bæði er þar minst á ýms atriði, sem aiþýða vor þekkir lítið til og mörg íræðiorð koma fyrir, en þau eru ætíð þyngri i vöfunum til að byrja með tn daglega málið. Þetta þarf þó eng- an að fæla frá bókinni, því yfirleitt er hún ljett og skemtileg aflestrar, ef lesið er með sæmilegri athygli. Aftur verður aldrei hjá þvi komist, að lestur fræðirita verður ætið nokkru crfiðari en einfaldra skáldsagna, en vjer megum heldur ekki gera oss að slíkum andans vesalingum, að vjer nennum ekki að lesa neitt, sem nokk- uð þarf um að hugsa. Alþýðumenn vorir hafa hjer ágætan mælikvarða á mentun sína og skilning: Bók þessi hefur f 1 o g i ð ú t í Englandi og þótt þar auðskilin. Vjer megum ekki vera minni menn en Englendingarnir. Ekki get jeg rakið innihald bókar- innar í stuttu máli, en aðallega reynir hún að skýra fyrir mönnum hver upp- tök sjeu að geðveiki, hvernig standi á ýmislegia sálarsýki manna og brjál- serni. Á þetta er mestmegnis litið frá sálfræðilegri hlið, en ekki reynt til j ess að segja frá breytingum þeim i héilanum, sem oft eru samfara slík- um kvillum. Þá er leitast við að skýra sálarlíf slíkra sjúklinga og leiðir það til þess, að skýra jafnframt mörg at- riði i sálarlifi heilbrigðra, sem allir kannast við af eigin reynd. Þetta er ef til vill aðalkostur bókarinnar. Hún \ ekur athygli á ýmiskonar fyrirbrigð- um í sálarlifi allra manna og gefur slcynsamlegar leiðbeiningar í ýmsu, sem geta komið að góðu gngni. í aðalatriðunum fylgir höf. kenn- íngum Freuds, en fer þó svo gæti • lega og hóflega með þær, að hvergi lciðir til öfga. Jeg býst ekki við, að þær standist allar, þegar líffræði og líffærafræði eykst ásmegin, en meðan ckki er öðru betra til að tjalda en sál- íræðilegum skýringum, þá virðist mjer, að þær varpa miklu ljósi á niargt, sem áður var dimmu hulið. Próf. Ág. PI. Bjarnason sýnist rnjer bafa leyst þýðinguna vel og samvisku- samlega af hendi, að svo miklu leyti sem jeg get sjeð án þess að hafa ensku útgáfuna, þó einstöku orð eða setningar kunni að orka tvímælis. Nýju fræðiorðin eru yfirleitt ágæt. — I fyrstu ritum próf. Á. H. B. vai málið misjafnlega gott, eins og oft vill verða, en í síðari ritum hans er það óaðfinnanlegt, þó ætíð megi deila um einhverja smámuni. Og það hefðu tæpast aðrir komist betur út úr því, að mynda allan þann fjölda af nýjum fræðiorðum, sem hann hefur gert i sinni fræðig-rein. — Fyrsta fræðiritið er þ£ hlaupið af stokkunurriy Hve mörg fara á eftir ? Fyrirtækið er ekki komið á fastan fót, fvr en 10 bækur eru komnar, og helst þyrftu þær að koma áður 2 ár eru liðin. Guðm. Hannesson. Úti um heim. Enskir verkamenn. Eftir frásögn norsks manns, sem dvalið hefur i Englandi, verður hjer sagt nokkuð frá verkmannahreyfing- unni þar. Atvinnufjelögin enskti voru upp- haílega ekki stofnuð sem stjórnmála- íjelög, þótt þungamiðja stjórnmála- áhrifa verkmannanna sje nú þar. Alt fram á síðustu tíma hefur verkmanna- ilokkurinn í þinginu verið áhrifalítill. Það er fyrst með rýmkun kosinga- ’-jettarins frá 1918, að hann hefur iengið þar byr undir vængi. Samkv. þeirri rýmkun hafa allir karlmenn, sem náð hafa 21 árs aldri, kosninga- rjett, en tim konur gilda líkar reglur •g hjer áður. Þó hafa þær einnig 21 -’rs garnlar kosningarjett i sveita- málum. Fram ti! 1832 var höfðingjastjórn í 'nglandi. Hinir ríku jarðeigendur öfðu einir atkvæðisrjett við þing- osningar, eti þá varð sú breyting á, ð efnaðri stjettir borganna fengu nnig þennan rjett, og svo var hann smátt og smátt rýmkaður. 1884 fengu

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.