Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.04.1924, Page 4

Lögrétta - 15.04.1924, Page 4
4 LÖGRJETTA sjer, að hann hefði alls ekki fylgst með málunum, eins og honum hefði borið skylda til. Svipuð játning hefði einnig komið fram seinna frá öðrum ráðh. Framsóknarflokksins, Kl. Jónssyni, í apríl 1923, en þar sagði hann svo: „þegar jeg tók við fjármálaráðherra embættinu seint í apríl í fyrra, var mjer það ljóst, að fjárhagurinn var mjög bágbor- inn, en að hann væri jafnslæmur og hann var í raun og veru, hafði jeg enga hugmynd um þá, annars hefði jeg vissulega ekki tekið í mál, að takast það embætti á hendur“. Um þetta sagði J. p.: „Hreinskiln- in er sem sagt virðingarverð; en í þessum ummælum liggur þungur áfellisdómur, bæði yfir þeirri stjómartilhögun, sem gerir það mögulegt að slíkt geti komið fyr- ir, og yfir þeirri stjórn, þar sem þetta hefir komið fyrir. Hvaða fyrirtæki geta staðist á erfiðum tímum, ef ekki er meiri aðgætsla höfð um fjárhaginn en svo, að sjálfir framkvæmdarstjórarnir vita ekki, hvað honum líður? Ráðherrann lauk síðan ræðu sinni á því, að það væru „ummæli blaðsins „Tíminn“, um fjárstjórn M. G., sem hafa knúð mig til þess- ara andsvara. Fleira mætti segja, en jeg vænti að þetta nægi, til að minna ritstjóra „Tímans“, háttv. þingm. Str. (Tr. p.) á það, að óvar- legt er fyrir þá að kasta grjóti, sem sjálfir hafast við í glerhúsi, og að ef blað Framsóknarflokks- ins vill fara að sópa fjármálagólf- in, þá er best fyrir það að byrja innan sinna eigin dyra“. Eftir þetta tók fyrst til máls fyrv. fjármálaráðh. Kl. J. og gerði nokkrar athugasemdir við þau at- riði í ræðu J. p., sem hann snertu. Sagði, að tölur þær, sem hann hefði tilgreint, væru í fullu sam- ræmi við það, sem ríkisbókhaldið sýndi um fjárhaginn, en hitt hefði hann sjálfur bent á, að útkoman gæti orðið nokkuð mismunandi, eftir því hverjir. liðir væru reikn- aðir með tekjuhalla og hverjir ekki. En af því stafaði munurinn á tölum sínum og ráðherrans J. p., en ekki af því, að skýrsla sín væri röng, enda hefði því ekki ver- ið haldið fram, að því er til sín kæmi. pá tók til máls Tr. þórh. og veittist að ýmsum atriðum í ræðu ráðherrans J. p. Sagðist ekki hafa notað fjármálastjórnarfyrirlestur hans öðru vísi, en beint lægi við, þannig s. s. að benda á það, að það væri núverandi samverkamaður hans, M. G., sem setið hefði við fjánnálastjómina það árabil, sem J. p. sjálfur hefði reiknað út, að orðið hefði 9 milljón kr. tekjuhalli, og ætti ráðherrann skilið þakklætí sem það erindi hjelt. En það, að J. p. væri nú farinn að bera blak af M. G., þegar þeir væru orðnir samverkamenn, sýndi aðeins, að hann færi eftir gamla sálmavers- inu: „Lætur hann lögmál byrst, lemja og hræða, eftir það fer hann fyrst, að friða’ og græða“. Annars sagði hann það ekki ætlun sína, að halda því fram, að M. G. hefði ekki venjulega talað í sparnaðaráttina, heldur hinu, að orð hans og gerðir hefðu ekki ávalt fallið saman. Sagði einnig, að stjórnin virtist nokkuð ósamstæð í ýmsum málum. Fjármálaráðh. J. p. sagði, að fylsta samræmi væri milli skoðana allra ráðherranna í öllum þeim efnum, sem máli skiftu, og það svo, að slíkt hefði ekki áður verið um þær þrímenningsstjómir, sem setið hefðu að völdum og verið samsteypustjórnir. Og sömuleiðis væru einstakir ráðherrar í fullu samræmi við þær skoðanir, sem þeir hefðu haldið fram áður en þeir tóku við stjóm, og það, sem sagt hefði verið í aðra átt, væru ekki annað en ástæðulausar til- raunir andófsins til þess, að tor- ) Yátryggingarfjelagið London Phoenix og Norwich Union. IBig-XLiz* yfiz ÍOOO m i-11 inn i r Ik:róna. Eldsvoðaábyrgð — Sjóvátrygging — Sjó og Stríðsvátryggingar Líftryggingar — Slysatryggingar og Ellistyrkstryggingar. Barnatryggingar. Hár Bonus. — Lág iðgjöld. 1. Hjer með leyfi jeg mjer, virðingarfylst, að vekja athygli á vátrygg- ingarfjelaginu London, „London Guarantee Accident Co. Ltd.“, sem er eitt hið öflugasta vátryggingarfjelag í heiminum, stofnað 1869, og hefir útibú í 30 löndum. Þrjú stærstu fjelög heimsina/: London Phoenix (stofnað 1782), og Norwieh Union (stofnað 1797), hafa sameinast og keypt upp 30 fjelög önnur. London tryggir ódýrast og öruggast fyrir eldsvoða (öll dönsku fjelögin endurtryggja hjá því). Fjelag þetta tryggir einnig fyrir rekst- urstapi og hefir glervátrygging, þjófnaðarinnbrotsvátrygging, bifreiða, bifhjóla, skylduverkamannatrygging, siysatrygging, slysa-, líf- og sjúkratrygging, óspektatrygging og Garanti-Kapitaltrygging, vatns- tjónsábyrgð. Fjelag þetta hefir einnig líftryggingar og sjóvátryggingar sem hvergi eru ódýrari. Fjelag þetta er hið þektasta alstaðar þar sem ensk tunga er töluð, hefir mikla útbreiðslu í Ameríku, og hefir unnið vel á hjer síðan það byrjaði. Vátryggið alt, sem þjer þurfið, í þessu fjelagi, vegna þess, að það er tryggast og ódýrast. Hefir greitt í tjón yfir 15 milliarða 246 milli- ónir króna. 2. Sjerstakar slysatryggingar í London. London borgar út fyrir trygðan mann í fjelaginu 50 þús. kr., ef hann deyr af slysum. Við örkuml trygða alt að 50 þús. kr. og í dagpeninga til sama, meðan hann er óvinnufær eftir slys, alt að 2 ára tímabili, alt að 50 kr. á dag. Fjelag þetta hefir útbú á íslandi. Stjórn útbúsins og aðalumboð hefir Þorvaldur Pálsson læknir. Umboðsmeim óslsia.st. Tilbúinn áburður: Chilesaltpjetur, Superfosfat, kemur til okkar seinni hluta þessa mánaðar; einnig sáðhafrar, Gjörið pantanir sem fyrst. Verðið verður hvergi lægra. Mjólkurfjelag Reykjavíkur. liandbúnaðaryjelar höfum við fyrirliggjandi: Plóga, Herfi, Porardælur o. fl. — Verðið mun lægra en núverandi verksmiðjuverð. Vjelarnar eru til sýnis hjer á staðnum. Mj ólkurfj elag Reykj avíkur. tryggja stjórnina út á við og reyna að spilla samvinnu hennar inn á við. En hvorugt myndi hepnast — allra síst fyrir Tr. þórh. En sá þingm. beitti aðra menn venjulega tveimur aðferðum — annaðhvort að ófrægja þá beinlínis eða viðra sig upp við þá, og þætti þeim, sem fyrir yrðu, hvorugt til málsbóta. Annars hefði Tr. p. í pólitískri bón- orðssögu undanfarinna ára verið sá forsmáði biðill og hefði farið ýms- ar hrakfarir í málamilligöngu sinni um stjórnarmyndanir. En hann hefði borið sig illa undan ýmsu þessu, og gæti þar þó lært stillingu og karlmensku af sumum flokks- bræðrum sínum,sem talsvert hefðu orðið fyrir slíkum hryggbrotum líka, en afborið þau betur. Annars snerust deilurnar um ýms atriði, sem alkunn eru einnig úr blöðunum og rædd þar, svo óþarft er að rekja þau nákvæm- lega. En áheyrendur fylgdu þess- um skæi*um með athygli, en ann- ars var oft undir umræðunum fátt á þingmannabekkjunum, svo að sumir urðu að tala fyrir því nær tómum sal, og var þá fundi frest- að um hríð, en umr. voru friðsam- ar að mestu það sem eftir var. --— Vagnsmíði. það voru núna í vetur í marts- mánuði liðin rétt 20 ár frá því, að Kristinn Jónsson trjesmiður, ætt- áður frá Hrauni í ölfusi, hóf kerru- og vagnasmíði hjer í Rvík. Hann skýrir nú frá, að sá sem fyrstur pantaði hjá honum vagn og kerruhjól, hafi verið Sigurður ráðunautur. Síðan hafi hann ná- lega á hverju ári útvegað hjá sjer kerrur og hjól fyrir ýmsa menn víðsvegar á landinu. Annars hafi viðskiftin verið mest við bændur úr Ámessýslu og Rangárvalla- sýslu. En auk þess hafa flestar eða allar sýslur landsins aðrar skift eitthvað við Kristinn, meira og minna. þannig hafa menn af Aust- fjörðum, Vestfjörðum og Horn- ströndum fengið kerrur frá honum. I tilefni af því, að 20 ár eru síð- an að Kristinn hóf þetta starf, þá tilkynti hann oddvitum sýslunefnd- anna í Ámes- og Rangárvallasýsl- um 3. des. 1923, að hann ætlaði sjer að gefa sinn vagninn hvorri sýslu, með tilheyrandi aktýgjum. Skyldi sá hljóta gjöfina í hvorri sýslunni fyrir sig, er sýslunefnd- irnar teldu að hefði mesta þörf fyr ir kerruna, og minsta getu til að útvega sjer þetta tæki. — þessar gjafakerrur voru af þeirri tegund, sem ella kosta nú 356 kr. með ak- týgjum. Kristinn tekur það fram síðast í brjefum sínum til sýslumannanna þar eystra, að þetta beri að skoða sem þakklætisvott frá sjer til þess- ara sýslubúa fyrir viðskiftin á undanfömum árum. þetta rausnarlega tiltæki hans er mjög virðingarvert, og öðrum, er líkt stendur á fyrir, til eftir- breytni. Um vagna- og kerrusmíði Krist- ins er það að öðru leyti að segja, að hann hefir oft átt erfitt með að ná í nsígilegt rekstursfje til fyrirtækisins, sem legir hefir meðfram í því, að hann hefir orð- ið að lána mönnum vagnana til lengri og skemri tímá. Eitt árið t. d. lánaði hann 68 kermr. En yfir- leitt segir Kristinn, að menn hafi reynst skilvísir, þótt stundum hafi orðið nokkur dráttur á greiðslunni. Telur hann skilvísi manna við sig vott þess, að þeir hafi verið ánægð- ir með viðskiftin. Kristinn var spurður þess ný- lega, hvort vegagerð ríkissjóðs hefði eigi skift við hann eða keypt af honum kerrur. Svaraði hann því, að það gæti naumast talist. Kvaðst hann þó geta selt vagnhjól, gerð í hans verksmiðju, með sama verði, og ekki dýrari, en útlendu hjólin, og ekki lakari að gerð eða traustleika. Hefði hann stundum, t. d. árið sem leið, getað selt sín hjól töluvert ódýrari en hin, jafn- vel 28 kr. lægra. Út af þessum ummælum Krist- ins Jónssonar er rjett að taka það fram, að ríkissjóður ætti jafnan að láta menn hjer, að öðru jöfnu, sitja fyrir viðskiftum, þegar um innlendan iðnað er að ræða. Og þetta gildir vitanlega ekki síður um vagna til vegagerðar en annað. Um nýár í vetur er leið var Krist- inn búinn að smíða í þessi 20 ár 2768 kerrur, 978 handvagna, 24 vagna fjórhjólaða og 18 mann- flutningakerrur eða vagna. Vagnasmiðju sína er Kristinn að smábæta og fullkomna. í vetur ljet hann gera miðstöðvarhitun þar og útbúnað til að olíusjóða vagnhjól- in. Við það verða þau endingar- betri en ella, og munar miklu. Skal svo eigi meira um þetta rætt. — En heiður og þökk sje Kristni Jónssyni vagnasmið fyrir dugnað hans og framtakssemi í þessu máli. Með vagnasmiðju sinni og vagna- og kerrusmíði hefir hann unnið bændum og búalýð þarft og gott verk, er ekki verður metið til fjár. 10. apríl 1924. Kunnugur. ----o----- Blaðaútgáfa Dana á íslandi. ísafold er nú farin að koma út á ný og á að sendast bændum lands- ins. Útgefendur eru: Firmaet Nat- han & Olsen, Brödrene Proppé, C. Höepfner, Geo Copland, Kjöbmæn- dene Jensen-Bjærg, Egil Jacobsen o. s. v. Enga hina minstu óvild til út- lendinga, eða Dana sjerstaklega, hvað þá heldur Danahatur, þarf til þess, að mönnum finnist það und- arlegt, að hópur útlendinga, mest Dana, hjer í bænum, sje að sækj- ast eftir því, að leggja undir sig umráð yfir íslenskum blöðum. þótt ekkert liggi á bak við þetta annað en hjegómaskapur hlutaðeigandi manna, þá er það engu að síður at- hugavert, og aðfinslumar, sem komið hafa fram gegn þessu í sumum af blöðunum hjerna, eru á fullum rökum bygðar. því verður ekki neitað, að eignarumráðin yfir Mbrg.bl. og hinni nýstofnuðu ísa- fold ei-u meira í höndum útlendinga en innlendra manna, enda hefir líka útlendum manni tekist að komast í formannssessinn í útgáfu- fjelaginu, og það manni, sem eng- inn mun telja til atkvæðamanna á nokkru sviði, og enga þekkingu hef ir á blaðamensku nje blaðaútgáfu. Enginn efi er á því, að mörgum mundi finnast það varhugavert, ef flest eða öll blöð landsins kæmust í hendur útlendinga, og vel við- kunnanlegt gæti fæstum þótt það. Ekki var laust við, að menn hneyksluðust hjer á því í fyrra, er Shannong's Monument-Ate- lier, Öster-Farimagsgade 42, Khöfn. Stærsta og góðfræg- asta legsteinasmiðja á Norður- löndum. Umboðsmaður á Is- landi: Snæbjörn Jónsson, stjórnarráðsritari, Rvík. danskur maður, nýkominn hingað til landsins og gersamlega ókunn- ugur íslenskum högum og atvinnu- vegum, sótti um bankastjóraem- bætti við íslandsbanka. En hitt er engu síður efni til hneykslunar, að J. Fenger sje falin formenska fyrir íslenskri blaðaútgáfu, manni sem alls ekkert hefir til að bera, sem geri hann hæfan til þess að takast það verk á hendur. ----o---- Dönsku kosningarnar. Kosning- arnar til danska þjóðþingsins fóru fram 11. apríl. Kosnir voru 55 jafnaðarmenn, 20 róttækir vinstri menn, 44 vinstri menn og 27 hægri menn. í nýju skeyti um þetta seg- ir m. a., „Um leið og blaðið „Köben- havn“ lýsir flokkaskiftingu í þing- inu eftir kosningarnar, og telur saman 55 jafnaðarmenn og 20 ger- bótamenn á móti 44 vinstri mönn- um og 28 hægri mönnum, — þjóð- verjinn Schmidt er talinn utan flokka — fer blaðið svofeldum orð- um um úrslit kosninganna: „Kosn- ingaúrslitin verða ekki þýdd nema á einn veg, sem sje þann, að meiri hluti kjósenda vilji láta jafnaðar- menn fara með völdin. Afleiðing kosninganna hlýtur að verða sú, að Staúning myndi ráðuneyti og vinstri menn verði andófsflokkur framvegis“. „Socialdemokraten“ og „Nationaltidende“ eru sammála um, að ráðuneyti Neergaards verði að segja af sjer og undirstrykar „Socialdemokraten“ í því sam- bandi, að jafnaðarmenn sjeu stærsti þingflokkurinn. Hvað við- víkur því, að Stauning myndi stjórn, skrifar „Politiken“, að hver sem taki við völdum, muni gerbóta- flokkurinn standa fast við þá stefnu, sem hann barðist fyrir við kosningamar, nefnilega umbóta- stefnu, en ekki jafnaðarstefnu. Muni flokkurinn standa fast við þá kröfu, að hafist sje handa til þess að reisa við aftur fjárhag landsins. Nefna má það í sambandi við úr- slit kosninganna, að kommúnistar höfðu fengið 17000 undirskriftir undir framboðstilkynningu sína, eins og skylt er til þess að full- nægja ákvæðum kosningalaganna, en við kosningarnar fengu þeir ekki nema 6204 atkvæði. ——o------ Verkfall var hjer í bænum um tíma 12. þ. m., við hafnarvinnu. Verkamannafjelagið krafðist kr. 1,40 í tímakaup, í stað kr. 1,20 áð- ur, en vinnuveitendur vildu greiða kr. 1,30. Nokkrar skærur urðu á hafnarbakkanum og varð lögregl- an að skerast í leikinn. Málið er sagt óútkljáð enn til fullnustu, en vinnu haldið áfram með því kaupi, sem verkamenn kröfðust. Skipstrand. Fyrir skömmu strand aði færeyskt skip, sem „Anna“ hjet, suður í Grindavík og fórust allir mennimir, sem á því voru, 17 manns. 9 lík rak upp og voru þau flutt hingað og jörðuð hjer á föstudaginn var. Fjöldi Færeyinga var hjer við jarðarförina og bæjar- búar ljetu hluttekningu sína í ljósi með því að fjölmenna einnig og skreyta kisturnar blómsveigum. Sjera Bjarni Jónsson talaði í kirkj- unni, en færeyskur trúboði, Alfred Petersen, við gröfina. Ýmsar greinar, sem áttu að koma í þessu blaði, s. s. frá þing- inu, um fjárhaginn, um bókmentir o. fl., verða að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.