Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 22.04.1924, Síða 2

Lögrétta - 22.04.1924, Síða 2
2 LÖGRJETTA Búnaðarlán. Famsöguræða Árna Jónssonar frá Múla. Eins og áður er frá sagt hjer í blaðinu, flutti Tr. þ. í nd. frv. um stofnun búnaðarlánadeildar við Landsbankann. Landbúnaðarnefnd fekk mál þetta til athugunar og sömul. axmað mál skylt, og lagði til að frv. yrði samþykt með nokkr- um breytingum. Framsögumaður nefndarinnar var Árni Jónsson í Múla, og fara hjer á eftir megin- atriðin úr ræðu hans 5. apríl, sem var löng og ítarleg. Fyrst rakti hann afstöðu nefndarinnar og starf. Sagði hann þar m. a.: „Nefndin var á einu máli um það, að það sje landbúnaðinum hin mesta nauðsyn að eiga greiðari gang að lánsfje til aukinnar fram- leiðslu, til ræktunar og húsabóta, en nú er. Sjerstaklega er henni ljóst, að hin dýru lán með skömm- um afborgunarfresti geta aldrei komið landbúnaðinum að veruleg- um notum. þegar um ræktunarlán er að ræða, er það vitanlegt, að fyrstu árin gefa engan arð. Fyrstu árin eru ekkert nema kostnaður. Ávextimir koma ekki í ljós fyr en síðar meir. pað er því landbúnað- inum hin mesta nauðsyn, hvort sem hann tekur lán til ræktunar eða annars, að lánin sjeu til langs tíma“. Síðan gat hann þess, að nefnd- in hefði snúið sjer til bankastjóm- arinnar og spurt um álit hennar, en hún verið málinu mótfallin. Teldi hún með frv. „farið inn á mjög varhugaverða braut, þar sem alþingi eigi að fara að ráðstafa fje bankans og ákveða vaxtakjörin“. Einnig kveðst bankastj órnin ekki hafa fje fyrir hendi til slíkra ráð- stafana og taldi jafnvel að þetta skipulag gæti orðið til þess að rýra lánstraust bankans. Um þetta at- riði fórust Á. J. þannig orð: „Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta brjef hv. banka- stjómarinnar. Hv. deildarmenn munu sjálfir bærir um að draga sínar ályktanir af því. það er að- eins sú skoðun, sem fram kemur í brjefi hv. bankastjórnar, að al- þingi eigi ekki að hafa íhlutunar- rjett um starfsemi bankans, sem jeg tel mjög hæpna. Hjer er um ríkisstofnun að ræða. Bankastjór- arnir em hjer ráðamenn ríkisins. þeir bera ábyrgð á sínum gerðum Lcsbók Lögrjettu L NiðurL Næstu hundrað ár höfðu kristn- ir menn yfirráð í Gyðingalandi. J>að var blómaöld Fæðingarkirkj- unnar. Undir hennar þaki var Baldvin smurður hinni heilögu olíu, á jóladag 1101, og krýndur til konungs í Jerúsalem. Allur glæsi- legasti kjami riddaraliðsins frá Vesturlöndum var þá saman kom- inn þar í gömlu kirkjunni. Á krossferðatímunum þar á eft- ir vom grísku og rómversku kirkjudeildirnar samtaka um að skreyta kirkjuna á fæðingarstað Drottins með dýrindis steinmynd- um, er allar lutu að leyndardóms- fullu eðli Krists: Manns-sonarins, er þó var Guðs sonur. Á dyra- veggnum (vestan megin) var Kristur táknaður sem „kvistur af stofni lsaí“, hátt hafinn yfir ágæt- ustu forfeður sína og yfir spámenn og spákonur, er um hann höfðu spáð. Neðst á hliðarveggnum var myndaröð af forfeðram Krists; en ofar vom letraðar ályktanir hinna miklu kirkjuþinga, er staðið höfðu á verði um kristindóm postulanna, uSojuuumgns giq umjjuia 94 3o gagnvart eigendunum. En þó að ríkið geti auðvitað ekki farið að sletta sjer fram í dagleg störf bankastjómarinnar, geti ekki far- ið að setja þeim reglur um það, hvort þeir skuli lána Pjetri eða Páli 100 kr. eða 1000 kr., þá hefir ríkið samkvæmt hlutarins eðli rjett til þess að draga í stórum dráttum línurnar fyrir starfsemi bankans og ber jafnvel skylda til þess. Nefndin gat sem sagt ekki felt sig við svör bankastjómarinn- ar, heldur samþykti að mæla með frv. með nokkrum breytingum". pá sneri þingmaður sjer að frv. sjálfu, og fer hjer á eftir í heild sinni allur síðari hluti ræðu hans, sem að þessu víkur og málinu í heild sinni: „pá vil jeg snúa mjer að frv. sjálfu og brtt. nefndarinnar. Frv. fer fram á að þessari sjer- stöku deild, sem ætlast er til að stofnuð verði, sje lagt til á næstu árum alt að D/4 milj. kr. Að í ár sje lagt fram 250 þús. kr., en næstu tvö árin 500 þús, kr. á ári. þetta er að vísu nokkur fjárhæð, en þó eigi mikil, þegar tekið er tillit til upp lýsinga þeirra, sem gefnar em í greinargerð hv. flm. (Tr. p.). Álítur nefndin þetta ekki ókleift fyrir bankann, en finst rjett að bera fram nokkrar brtt. við frv. til þess að gera það aðgengilegra fyr- ir bankann, án þess þó að íþyngja um of þeim, sem lánsins njóta. Önnur brtt. nefndarinnar er sú, að nýr liður komi inn um það, að lánum úr þessari deild sje einnig varið til húsabóta. það er svo sum- staðar hjer á landi, að ekki er ann- að sýnt en að jarðirnar muni leggjast í auðn vegna þess, að ekk- ert fje er fyrir hendi til þess að gera nauðsynlegustu umbætur á húsakynnum. Og þó við sjeum víða á eftir í verklegum framkvæmd- um, þá kveður þó hvergi rammara að því, en um húsakynnin. J>ar hygg jeg að við stöndum öðmm þjóðum langt að baki. Og frá heilsufræðilegu sjónarmiði er það hið mesta nauðsynjamál að úr þessu sje bætt hið allra fyrsta. það er engin von um, að berklaveikinni verði útrýmt meðan fjöldi lands- manna þarf að hafast við í rökum, köldum og loftillum húsakynnum. Hjer hagar líka miklu ver til en í öðram löndum, því að hjer er ekki hægt að fá neitt hentugt byggingarefni til varanlegra bygg- inga. En kostnaðarsamt er að flytja það frá öðmm löndum, og undur: persónu Jesú Krists, þar stóð t. d. þetta: „Hin heilaga Sýnóda í Antíokkíu á Sýrlandi, þar sem eru 33 biskupar, sameinaðir gegn Páli frá Samosata. Hann hjelt því fram, að Kristur hefði ekki verið annað en maður. Sýnó- dan úrskurðaði kenningu hans ranga“. Inn á milli myndanna var fag- urlega ofið blómskreyttu lauf- skrúði; og efst uppi á milli glugga miðkirkjuimar vom myndir af jólaenglunum, sem básúnuðu jóla- boðskapinn út um allan heim. 1 þverkirkjunni og kómum vom sýndir atburðir úr lífi og píslar- sögu Jesú, en þó einkum frá fæð- ingu hans og bernsku. Allar þess- ar myndir, er gerðar voru úr gul- um, bláum og grænum, rauðum og purpura-brúnum steini, vom feld- ar á gulli roðinn perlumóðurgrann. Gömlu skrautlegu súlumar í mið- kirkjunni voru prýddar máluðum myndum helgra manna (helgir menn em máttarstoðir kirkjunn- ar). þar gaf að líta, meðal ann- ara, Knút hinn helga frá Dan- mörku 0g ólaf helga, Noregskon- ung, einbeittan á svip og með gull- inn geislabaug um höfuð. Knútur konungur heldur á lensu í hægri hendi, en krossmerktum skildi í erfitt að sækja það úr afskektum sveitum, þó það sje komið til landsins. Er því skiljanlegt, að menn reyni í lengstu lög að basl- ast við það sem er, þó ljelegt sje. Nefndin hefir því litið svo á, að þessi liður ætti að koma með, því að það sje eitt fyrsta skilyrðið fyr- ir viðreisn landbúnaðarins, að hægt sje að fá hagfeld lán til bygginga. þriðja brtt. nefndarinnar er í samræmi við þessa, eða aðra brtt. það hefir, eins og áður hefir ver- ið minst á hjer í þessari hv. deild, þótt bresta mikið á það, að hús þau, sem bygð hafa verið á seinni árum til sveita, væm traust og varanleg. Nefndin gerir því ráð fyrir, að leitað sje álits sjerfróðs manns í byggingum, þegar lán em veitt í þessu skyni. Með því ætti að fást trygging fyrir, að vel og traustlega sje bygt. þá er fjórða brtt. nefndarinnar. Okkur fanst vaxtakjörin, sem hjer um ræðir, óþarflega lág og banka- stjómin segist ekki geta fengið innlánsfje með þeim kjörum. því er það skoðun okkar, að landbún- aðurinn geti staðið straum af því að borga 5% vexti í stað 4%, eins og frv. gerði ráð fyrir. Bn jafn- framt höfum við ljett undir með honum með því að lengja lánstím- ann úr 20 árum upp í 25 ár og af- borgunarlausu árin úr 4 upp í 5 ár. þess verður að gæta, þótt þetta sjeu lægri lánskjör en bankarnir yfirleitt hafa, að þegar ákveða skal vexti af útlánum, verður að taka mikið tillit til þess,hve vel lánin em trygð. Allir em sammála um, að fasteignaveð sjeu bestu trygging- arnar, sem hægt er að fá. þó þess- ir vextir sjeu því nokkuð lægri en almennir útlánsvextir bankanna, finst nefndinni ekki nema sann- gjarnt að svo sje, þar sem um tryggustu lán er að ræða, sem bankinn á völ á. Og auk þess á þessi banki ekki fyrst og fremst að vera gróðafyrirtæki. Hann á fyrst og fremst að vera lyftistöng undir atvinnuvegi landsmanna. Jeg hefi nú stuttlega rakið efni frv. og meðferð landbn. á því, og skal jeg nú, áður en jeg setst nið- ur, leyfa mjer að fara nokkram orðum um þetta mál alment, eins og það kemur mjer fyrir sjónir, og vil strax taka það fram, að það sem jeg segi nú, stendur algerlega á mína eigin ábyrgð en ekki nefndar- innar. Jeg held, að það sjeu ekki skift- ar skoðanir um það, að landbúnað- hinni vinstri. ólafur helgi heldur veldissprotanum hátt, og á bak við hann sjer á bláan skjöld með gyltu krossmarki. 1 þá daga hefir kirkjan verið að- dáanlega fögur. Enda er mikið af henni látið í ýmsum ritum píla- gríma þeirra tíma. En dýrðin sú varð ekki langvinn. Bróðurlega sambandið milli grsku og róm- versku kirkjunnar breyttist fyr en varði í hneykslanlega sundmng. Myndaskrautið hrömaði, og nú er ekki eftir af þvi annað en einstak- ar kalkaðar leifar. En við æfintýrið um varðveitslu kirkjunnar hefir mikið bætst síðan á krossferðatímunum. Tæpum hundrað árum eftir fyr- nefndan jóladag, er Baldvin var krýndur til konungs, náðu Arabar landinu aftur á sitt vald. Saladín lagði undir sig Jerúsalem og Betlehem, og því nær allar veglegu kirkjumar, sem krossfarendur höfðu ýmist endurreist eða bygt af nýju, vom nú annað hvort rifnar niður, eða þeim breytt í Mú- hameðs-hof (Moskéer). það vom aðeins örfáar kirkjur, er undan þeim örlögum komust. Og ein þeirra var Fæðingarkirkjan. Gam- all annálaritari segir svo frá, að vegna lotningar fyrir hinni heilögu urinn á nú sem stendur við meiri örðugleika að stríða en nokkru sinni áður í minni þeirra manna, sem nú lifa. það er margt, sem þessu veldur. Landbúnaðurinn er enn mikið á eftir tímanum. Hann hefir ekki enn komist upp á að hagnýta sjer vinnuafl og starfsað- ferðir nútímans. Hann hefir þess- vegna orðið á eftir í samkepninni við hinn aðalatvinnuveg vom, sjáv- arútveginn. Landbúnaður hjer á landi verður líklega aldrei rekinn sem stórgróðafyrirtæki, en björgu- legur og lífvænlegur atvinnuvegur ætti hann að geta verið. Nú er það svo, að sjávarútveg- urinn getur verið stórgróðafyrir- tæki þegar vel gengur. Haim getur í góðum árum borgað miklu hærri vexti og veitt miklu hærra kaup heldur en landbúnaðurinn. En hann verður altaf áhættumeiri. Láns- stofnanir okkar hafa ekki, að því er mjer virðist, tekið nægilegt til- lit til þessa við ráðstöfun á fje sínu. Landbúnaðurinn hefir orðið þar út undan. það mun láta nærri, að nú sem stendur stundi um 40% af þjóð- inni landbúnað. En þegar gerður er samanburður á því, hve mikið af veltufje bankanna gangi til hvors um sig af þessum aðalatvinnuveg- um, þá sjest, að landbúnaðurinn fær ekki nándar nærri eins mikið og sjávarútvegurinn í hlutfalli við fólksfjölda. Jeg þekki þetta ekki sjálfur, en kunnugur maður hefir fullyrt við mig, að landbúnaðurinn myndi alls ekki hafa yfir 15% af öllu veltu- fje bankanna beggja, og em þó tal- in með öll lán samvinnufjelaganna, sem eins og menn vita, eru að tölu- verðu leyti skipuð mönnum, sem ekki stunda landbúnað, og þau fje- lögin em hvað frekust um starfs- fje. það er því sennilega nokkuð innan við 15% af veltufje bank- anna, sem þessir 2/5 hlutar lands- manna hafa til sinnar starfrækslu. Hin 85% eða vel það hafa þá þess- ir 3/6 hlutar, sem eftir eru. Allir sjá, að hjer er um ójafna skiftingu og hreint ranglæti að ræða. Auk þess em lánskjör bankanna yfir- leitt ekki þannig, að landbúnaður- inn eigi hægt með að standa straum af þeim. Hann þarf lengri lán og 'lægri vexti. — En ekki nóg með það,' landbúnaðurinn á ekki einu sinni nema mjög takmarkað- an aðgang að þessum erfiðu lán- um, það er mjer sjálfum kunnugt um, því jeg hefi sjálfur leitað þess- ara lána fyrir bændur og ekki fengið. En það er viðurkent, að landbún- aðurinn eigi að hafa lægri vaxta- kjör heldur en sjávarútvegurinn, af því að hann sje tryggari at- vinnugrein. það er viðurkent af mönnum, sem um það eru bærir að dæma. Jeg vil leyfa mjer að vitna í yfirlýsingu um þetta, sem einn bankastjóri Islandsbanka gaf í ræðu, sem * hann hjelt á stjóm- málafundi austur 1 sýslum í fyrra haust. þar var um það rætt, að Is- landsbanki hefði haft hærri útláns- vexti en Landsbankinn og mundi með því ætla að ná inn tapi sínu. Bankastjórinn svaraði því á þá leið, að það hefði komið fyrir, að bankinn hefði á nokkmm tímabil- um haft hærri útlánsvexti en Landsbankinn. En vaxtamismun- urinn væri þó ekki nema 40 þús. kr. á ári, síðustu 3 árin, og þyrfti bankinn því 120 ár til að ná upp tapi sínu á þennan hátt. En þó svo væri, að Islandsbanki hefði hærri útlánsvexti en Landsbankinn, þá taldi bankastjórinn ekkert óeðlilegt við það, vegna þess, að Lands- bankinn hefði tiltölulega miklu meiri viðskifti við landbúnaðinn og þau lán væru altaf áhættuminni. Jeg man ekki upp á hár, hvemig orðin fjellu, en meiningin var þessi. Hjer er það viðurkent af þeim manninum, sem allra manna best ætti að vera bær að dæma um slíka hluti, að landbúnaðurinn eigi að hafa lægri kjör en aðrir at- vinnuvegir, aí því að hann sje áhættuminni. En þrátt fyrir þessa skoðun þessa háttv. bankastjóra og margra annara mætra manna, þá hefir landbúnaðurinn ekki betri vaxtakjör en aðrir atvinnuvegir og hann á samt ekki aðgang að láns- stofnunum neitt nándar nærri á móts við þá. þetta er ekki rjettlæti. Mjer finst jeg verða var við þá skoðun nokkuð alment, sjerstak- lega hjer í Reykjavík, að landbún- aðurinn, það sje bara nokkurs kon- ar ómagi á þjóðinni, nokkurs kon- ar horgemlingur, sem öllum mætti vera sama um, þó að hrykki upp af einhvem daginn. Menn virðast hafa gleymt því, að í full þúsund ár hefir þetta verið aðalatviimu- vegur vor, alt fram á síðustu ár. Og landbúnaðurinn hefir leyst þetta hlutverk svo vel af hendi, að þrátt fyrir óáran og ánauð, eld og ís, þrátt fyrir allar þær þrekraun- ir, sem þessi þjóð hefir orðið að mey hafi arabisku hermennirnir látið vera að leggja hendur á „Guðs-móður-kirkjuna“ í Betle- hem. En eftir sigurvinning Sala- díns stóð kirkjan auð og yfirgefin um nokkurra ára skeið. Prestar og munkar vom ýmist drepnir eða reknir úr landi. Undir lok þrettándu aldar var út- litið enn ískyggilegt. Soldán Egifta lands bauð að taka skyldi súlur og marmaraplötur úr Fæðingarkirkj- unni og flytja til Kairó, til að skreyta með því höll eina, sem hann var að reisa þar. það var byrjað á að losa marmaraplötum- ar. En hvað skeði ? 1 gömlum munka-annálum segir, að ógurleg naðra hafi alt í einu komið út úr múrveggnum, bitið í plötumar, sem búið var að losa, og mulið þær sundur, síðan skriðið góðan spöl um kirkjuna og slóð hennar verið sem eldrák, en svo hafi hún horfið aftur jafn kynlega og hún kom. Verkamennimir urðu óttaslegnir, — og soldáninn ljet hætta við verkið! Seinna fekk kirkjan mjög að kenna á vanrækslu Tyrkja og átti þá oft erfitt afkomu. Tyrkir ljetu verða af því, að taka marmaraplöt- urnar úr hliðarkirkjunni, til að skreyta með þeim Múhameðshof þeirra og musterissali í Jerúsalem. Blýþakið reittu þeir af henni og steyptu úr því kúlur, svo að kirkj- an lak um langt skeið hverjum dropa, sem úr lofti kom, og lá við gjöreyðingu. Og loks þegar Grikkii vom búnir að hressa kirkjuna við í lok seytjándu aldar, varð hún — fyrir andstæðan aldarhátt — að leiksviði hvers er vildi. Börnin í Betlehem ljeku sjer þar inni; slæp- ingjar reyktu og sváfu undir þaki hennar; kaupmenn hjeldu kaup- stefnur og söluþing í hliðarkirkj- unum, og „Bedúínar eyðimerkur- innar og riddarasveitir tyrknesku jarlanna riðu þar inn og bundu hesta sína við kirkjusúlurnar“. Um nærfelt þrjá aldarfjórðunga urðu munkar og prestar að króa sig af í kórnum, með því að byggja varn- argarð milli miðkirkjunnar og kórsins, til að halda óaldarlýðnum frá aðal-helgidómi kirkjunnar. það var ekki fyr en 1918, er Englend- ingar fengu yfirráð Gyðingalands, að þessi hvimleiði veggur var rif- inn og kirkjan fráðuð á ný sem helgur staður. — þannig hefir þá Fæðingarkirkj- an í Betlehem um langan aldur og á margan undursamlegan hátt varðveitst gegnum boðaföll ald-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.