Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 27.05.1924, Síða 2

Lögrétta - 27.05.1924, Síða 2
2 LÖGRJETTA fræðslumálastjórl. Jón pórarinsson fræðslumála- stjóri varð sjötugur 24. febr. s. 1. Líklega er það nú svo, að fjöldinn hafi ekki veitt æfistarfi hans svo mikinn gaum, að honum hafi dott- ið í hug að rifja það upp er hann var sjötugur. J>ó hefir hann varið æfistani sínu í þarfir alþýðu- fræðslunnar. Allir, sem eittnvað hugsa um íslensku þjóöina vita þó, að það er eitt mesta þjóðþrifamál hennar. Hefir því æfistarf þessa manns snert marga beinlínis að einhverju leyti og alla þjóðina sameiginlega. Menn eru öðrum svo misjafnlega þakklátir fyrir störf þeirra, en láta sjaldnast standa á dómum sínum um þau. Störf Jóns hafa ekki ver- ið metin enn, eins og þau eru veró. það gerir nú raunar lítið til, hvern- ig fjöldinn þakkar nú á tímum. Hitt er nú meira vert, að markmið mannsins sjálfs sje göfugt og sett hátt, að skynsömum ráðum sje beitt til að komast að því, og að það miði fjöldanum til farsældar og blessunar og til að hrinda þjóð- inni einu skrefi áfram. Að Jón hafi gert þetta, efast enginn um, sem skilur æfistarf hans. Oftast eru nýmæli, sem snerta alla þjóðina, hugsjón, en ekki áþreifanleg reynsla. Á meðan ný- mælin eru hugsjónir einar, eiga þau oft erfitt uppdráttar. Fjöldinn metur þá lítils væntanlega farsæld fram í ókomna tímanum. Jón hefir nú einmitt starfað á því sviðinu, sem hugsjónimar verða að vera mest á takteinum, og þessvegna hafa störf hans ekki verið metin eins mikils og þau eru verð. Nú á tímum er þeim mönnum illa launað, sem vinna að einhverj- um hugsjónum, sem snerta hag- sæld fjöldans. Hitt er aftur metið óeðlilega mikils, ef einhver orkar því með lífsstarfi sínu, að það hrjóti biti eða sopi upp í einhverja. Slíkir menn eru þó oftast að vinna að eigin hagsmunum sínum eða vina og vandamanna sinna. Vana- lega gera þeir þó ekki annað en að endurgjalda eitthvað, sem lagt hefir verið fram fyrir þá eða mál- efni þeirra. Hjer með er ekki sagt, að Jón sje ekki vel metinn, nei, þvert á Lesbók Lögrjettu HL Eftir Árna Árnason lækni. 5. Leyndardómar og ráðgátur. Auk þeirra atriða ritningarinn- ar, sem ekki ber saman við nátt- úruvír’idin, eru ýmsar ráðgátur, sem mannsandinn getur ekki fylli- lega gert sjer grein fyrir á núver- andi þroskastigi. Ýmsum verður þetta vantrúar- og ásteytingar- efni. Svo þarf þó ekki að fara. Sum þessara atriða má skoða í líku ljósi og guðstrúna og eilífðartrúna, sem jeg gat um í 2. og 3. kafla. Og hvað er kristnum manni til fyrirstöðu að trúa því, að guð stjómi eins vel því, sem vjer ekki skiljum og hfhu, sem vjer skiljum? það er hvorki mitt færi nje ætlun að útskýra þá hluti, sem í þessu efni eru torskild- ir. Jeg vil aðeins benda á, hvemig sumir þeirra horfa við mjer. Náttúrufræðingar hafa leitt að því ýms líkindarök, að mennimir sjeu komnir af öpum, að þeir sjeu til orðnir við framþróun, en hafi áður verið dýr á lægra stigi. Ekki kemur mjer í hug að rökræða þetta náttúrufræðilega, enda er þessi spuming næsta lítilvæg frá Sjónarmiði kristins manns. því með framþróunarkenningunni er hjer verið að ræða um uppruna mannslíkamans, líkamsgerfisins og líkamseðlisins, en ekki mannsand- móti, jeg veit, að margar hlýjar hugsendingar hafa honum verið sendar á sjötugs ára afmæli hans, en það sem jeg vil segja er það, að þjóðin launar honum aldrei æfi- starf hans eins og vert er. Jón var skólastjóri og jafnframt kennari við skólann í Flensborg í Hafnarfirði. Undir stjórn hans efldist skólinn úr bamaskóla í góðan gagnfræðaskóla. Skóli þessi hefir gert Suðurlandi mjög mikið gagn. Margir, sem þar hafa verið, hafa ekki átt kost á því að afla sjer þeirrar mentunar, sem þeir hafa fengið þar, á annan hátt, og auk þess hafa margir haldið nám- inu áfram. í sambandi við gagn- fræðaskólann var kennaraskóli; sá skóli var líka að miklum notum beinlínis og óbeinlínis, þrátt fyrir þó flest skilyrði vantaði, önnur en mjög áhugasama og góða kennara. þá voru kennarar við skólann þeir Jóhannes Sigfússon, nú yfirkenn- ari við Mentaskólann, og ögmund- ui Sigurðsson nú skólastjóri í Flensborg. Gerðu þessir menn sjer mjög ant um allan skólann, en síð- ustu árin, sem þeir voru þar sam- an, mun kennaraskólinn ekki hafa verið þeirra minst áhugamál. þeir sáu manna best þá, hve nauðsyn- legur hann var og að hann vantaði. Um nokkur ár gáfu þeir út tímar ans. Hvernig sem líkamsgerfið er til orðið, er það guðs verk, og geym ir mannsandann, sem er í guðs mynd. Heilafrumurnar eru sjer- staklega „bústaður og verkfæri sálarinnar“, hver merking, sem lögð er í orðið. Mannslíkaminn, sem er hæfilegt verkfæri hins ódauð- lega mannanda, er jafn aðdáunar- verður fyrir því, þótt hann sje orð- inn þannig fyrir meiri og meiri fullkomnun, og þótt hann hefði eitt sinn á þeirri leið verið jafn apa- líkama. Apalíkamir eru einnig að- dáunarverð smíði. þetta er ekki tcrskildasta atriðið í myndunar- sögu mannsins, annað atriði er mjer torskildara. Vantrúarmenn láta ekki tíðrætt um það, enda er það ekki í ritningunni. það verður ekki heldur vefengt, því að vísind- in hafa þreifað á því. Hver maður er í upphafi jarð- lífsins tvær frumur, karlfruma og eggfruma. En frumumar eru ör- smáar agnir, karlfrumumar ósýni- legar með bemm augum (sbr. það, sem sagt er í 2. kafla). þessar 2 frumur sameinast og verða ein fruma, hún skiftist síðan í tvær„ hvor þeirra í tvær o. s. frv. Fmm- unum fjölgar þarmig við tvískift- ingu, og fóstrið vex við fjölgun þeirra, þangað til þær em orðnar sá ótölulegi aragrúi, sem er í full- burða fóstri, og síðar í fullorðnum manni. Nú vita allir, að börnin erfa einkenni sín frá foreldrum sínum og forfeðmm. þau eru lík þeim að vaxtarlagi, líkamshæð, gildleik, út- rit um mentamál, sem er eina tímaritið, sem gefið hefir verið út á íslandi um mentamál. Rit þetta ber ótvírætt vitni um það, að þess- um mönnum var mjög mikið áhugamái að fá menn til að hugsa um og skilja, hvaða þýðingu gott uppeldi samfara fræðslu hafi. Rit þetta skýrði eflaust skoðanir manna á uppeldismálum, sjerstak- lega varð ritið þeim mjög til styrktar, sem fengust við upp- íræðslu. Eflaust voru til menn, sem möttu viðleitni þessara manna mjög mikils, en þeir voru líka til, sem litu smáum augum á þetta, brostu í kampinn að þessu og gáfu Flensborgarskólanum köpuryrði í staðinn. Jón var alþingismaður. Hann kom fram meira út á við en hinir. Hann fór ekki dult með það, að hann vildi auka að miklum mun al- þýðufræðsluna í landinu. þeir voru víst þá ekki svo fáir, sem þóttust þurfa að hafa gætur á þessari umbótaviðleitni Jóns, svo ekki væri lagt út í of mikið bruðl til skólahalds. þórarinn prófastur, faðir Jóns, hafði komið skólanum í Flensborg á fót. Hann hafði gefið mikla eign til styrktar skólanum. Slík nýlunda að gefa stórgjöf til skólastofnunar limalögun, hörundslit, háralit, augnalit (regnbogahimnan), and- litssvip og lögun einstakra hluta andlitsins, vöðvalögun og styrk- leika, ásigkomulagi taugakerfisins og æðakerfisins, líkamsþoli og mótstöðuafli gegn sjúkdómum og mörgu fleiru, sem ekki er unt að telja hjer upp. þau erfa líka and- lega eiginleika, lundareinkunn, gáfnafar og eðli tilfinninga og vilja. Börnin erfa í stuttu máli lík- amleg og andleg einkenni, enda í smáatriðum. Og nú kemur það dularfulla. Vísirinn að öllum ein- kennunum hlýtur að liggja'í þeim tveimur örsmáu frumum, sem fóstrið verður til úr. þau geta ekki verið komið til þess frá móðurinni, meðan á vextinum stendur, því þá myndu börnin aðeins erfa einkenni mæðranna. Og ekki nóg með það. 1 frumunum hlýtur að vera fólg- inn vísir til einkenna frá fyrir- rennurunum, öfum og ömmum o. s. frv., í báðar ættir, því börn erfa oft slík einkenni, þótt þau komi ekki fram hjá foreldrunum. 1 hvert skifti sem egg frjóvgast, þá er þó ekki aðeins um eina karlfrumu að ræða, heldur eru þær margar miljónir. Aðeins ein þeirra samein- ast egginu og virðist þar hendingin ein ráða. Hinar komast skemra eða lengra áleiðis og deyja svo út. þeg- ar svo þar við bætast allar þær miljónir, sem deyja út, þegar ekki er um egg að ræða, þá verða þær margar miljónimar, sem deyja út a allri jörðinni á hverjum manns- og að háskólamáður færi að segja til unglingum og bömum, hlaut að vekja undrun margra og álítast mjög einkennilegt, af sumum oarnalegt og af öðrum jafnvel ann- að verra. Jón ljet þetta ekki fá á sig. Hann ýtti gagnfræðaskólanum áfram, byrjaði með 14 vikna námsskeiði fyrir bamakennara og þokaði því upp í eitt skólaár, ll/i mánuð, í framhaldi af gagnfræðaskólanum. það er engum efa undirorpið, að sjera þórarinn, með afskiftum sín- um af Flensborgarskólanum, lyfti undir alþýðufræðslumálið meira en sjeð verður. Kennaramir í Flens- borg gerðu það einnig, en þó var Jón mest út á við, og hann var þá sá sem hafði forustuna í fræðslu- málinu. Að sjálfsögðu komst hann ekki hjá andúð nokkurri, en hann tók því prúðmannlega, hafði óbif- andi trú á málinu og beitti fastri framsækni, þó með mikilli gætni. Verði einhvemtíma rakin tildrög þeirra umbóta, sem alþýðufræðsl- an fekk með fræðslulögum 1907, mun það reynast, að ekki svo lítið af lífsmörkum þeirra sjeu komin frá Jóni og áhrifum hans. Vegna hinnar föstu framsóknar hans í málinu, komust ýmsir mætir menn inn í það, sem lögðu því ákveðið fylgi. Marga mætti minn- ast á, og á þar Guðmundur Finn- bogason ekki síst hlut að máli, sem tók með festu á málinu og ljet einskis ófreistað, hvorki þá nje síð- ar, fyrir alþýðuíræðsluna. Sjálfsagt hefði Jón kosið, að fræðslulögin 1907 hefðu verið fyllri en raun varð á. þó verður ekki ann- að sagt en hann hafi verið heppinn með áhugamál sitt, en það er víst, að það var ekki fyrir hendingu eina saman. Jón fór ekki með neinum ber- serksgangi að málinu; hann lenti ekki í deilum um það. Andstaðan varð því ekki illvíg. Hann sá að þjóðinni reið á að fá betri alþýðu- fræðslu en raun var á. Hann neytti þess eðlilega, að hann var vel met- inn, að hann átti ítök í sumum áhrifamiklum mönnum, og mun hann því ekki hafa unnið svo lítið fyrir málið í kyrþey, meðan fræðslulögin voru í fæðingu. Hann varð fræðslumálastjóri 30. maí 1908. þannig fjell honum það í skaut að koma fræðslulögunum í framkvæmd. Sjálfsagt litu menn á þetta alment frekar sem happ fyr- ir hann, en hitt, að það í raun og aldri. Og hver fruma er mannlegur frjóangi, vísir til manns, líkams- og sálareinkenna hans, vísir til and legra hæfileika maims og þá ef til vill einnig vísir ódauðlegs manns- anda. Og öll þessi fræ lætur guð deyja út, án þess að gefa þeim frekari þroskamöguleika. þá er komið að öðru skyldu leyndardómsatriði, eilífum dauða. Kenning kirkjunnar um þetta at- riði er mörgum þyrnir í augum. Sumir vilja jafnvel láta svo heita. að enginn haldi þeirri kenningu lengur fram í alvöru. En það er síður en svo. Samkvæmt nýia. test. verður kirkjan að halda því fram, að ekki verði allir hólpnir. Hvem- ig einstakir menn, lærðir og leik- ir, innan kirkjunnar, hugsa sjer eilífa glötun, er sjálfsagt mismun- andi, því Kristur hefir ekki gefið lýsingu á því, en talað um það í lík- ingarfullum orðum. Frá mínu sjón- armiði er kenningin um eilífa glöt- un í samræmi við þekkinguna. Vjer verðum að játa því, að til er gott og ilt í heiminum. Hvemig sem vjer lítum á hið illa, hvort heldur að það sje bein jákvæð (positiv) og * raunveruleg andstæða hins góða, eða aðeins skortur á hinu góða, þá verðum vjer að játa, að það fer í öfuga átt. Ef sál vor ekki stefnir að því, sem er gott, rjett, hreint, fagurt og fullkomið, þá stefnir hún að því, sem er ilt, rangt, saurugt og ljótt, hún geng- ur þá aftur á bak. 1 lífeðlisfræðinni eru þau lög, að ónotaðir hæfileik- verr. var mjög óaðgengilegfc em- bætti, þegar litið er á alia aðstöðu til skóla og fræðslahjeraða og hvað lögin spöruðu alt rem til þe,",s þurfti að koma góðu skipulagi á málið. I rauninni var honum falið stórvirki. Hinsvegar hafði hann ekki nema tillögurjett hjá stjórn- inni. 1 lögunum fólst mikil nýuag frá því sem áður var. Fjárúilát fyrir sveitir og bæjafjelög, og þeir voru ekki' svo fáir, sem vildu fá aðra niðurstöðu í fræðslumálinu en varð. Alt þetta útheimti að telcið væri á málinu með lempni og þó festu. I raun og veru var þetta verk oívaxið einum manni, sjer- staklega vegna þess, að góða keiin- ara vantaði að heita mátti og altaf nokkrar viðsjár við alþingi, ssm loks spiltu aðstöðu hans 1922. Eins og nú er fyrirkomið embætti um- sjónarmanns fræðslumálanna, er það vanþakklátt og aðstaðan eriið. Annarsvegar hljóta alt af að vora miklar umbótakröfur, ýmislegt sem aflaga fer og laga þarf og kennarar, en hinsvegar stjórn og alþingi, sem ræður öllum úrslitum í öllum málum, sem nokkru varða. það má að sjálfsögðu deila um það, hvort öðrum hefði tekist bet- ui en Jóni, en líta má á það, að hann hefir aldrei hlotið ámæli fyr- ir sín embættisverk svo teljandi sje, og því síður er hægt að benda á, að þau hafi ekki farist vel úr hendi. En hinsvegar má benda á það, af þeim, sem til þekkja, að hann er mjög reglusamur í sínu starfi og reynist fastur fyrir, þar sem honum þykir það skifta máli. Hann var búinn að vera kenn- ari og skólastjóri og tókst það með afbrigðum. Hann hafði helgað al- þýðufræðslunni krafta sína og kynt sjer það mál utanlands og innan. það er því sýnilegt, að hann hafði mörg skilyrði til þess að sjá um framkvæmd fræðslulaganna. það vissu margir fyrirfram, að ekki væri það hægðarleikur sum- staðar í sveitunum. það var því hvorki honum nje öðrum nein von- brigði, þótt það gengi ekki að öllu leyti sem ákjósanlegast. Sje nú litið á störf þessa manns ei sýnilegt, að hann hefir afkast- að meiru en meðal manns verki fyrir þjóð sína. Á sínum tíma geld- ur menningarsaga vor honum laun- in, þótt flestir telji sjer skylt og meiri frama að beita kröftum sín- um að öðru nú á tímum, en fyrir fræðslumálin, enda flest fýsilegra ar sljóvgast og geta jafnvel dáið út. Jarðlífið sýnir einnig, að „laun syndarinnar eru dauði“, illa stefn- an fær sín gjöld þegar í þessu lífi, leiðir af sjer hnignun og jafnvel glötun bæði einstaklinga og jafn- vel ætta. Að þessu má leiða mörg og sterk rök, þótt því sje slept hjer rúmsins vegna, enda er það annað efni. það er nú samræmi í því að hugsa sjer, að þetta sama lögmál gildi alstaðar í heimi guðs. Afleið- ingin af því, að andinn stefnir í illu áttina, verður eilíf glötun, hvort sem vjer hugsum oss, að hún sje tortíming, dauði sálnanna, eoa hitt, að þær haldi áfram að magn- ast í hinu illa, að sínu leyti eias og hinir sælu halda áfram að full- komnast í hinu góða. það er eng- in ástæða fyrir oss, skammsýna menn, að brjóta heilann um þann leyndardóm. Kirkjunnar menn komast svo að orði, að sálir vorar sjeu ódauðlegar, einnig þeirra sem glatast. það er auðsætt, að með þessu orðatiltæki gera þeir ekki út um þá spurningu, hvort svo sje bókstaflega, eða að um óákveðið tímabil sje að ræða, ef til vill ómælilega langt á vora vísu. Aðrar skýringar á þessum orðum nálgast hártogun. Hver verða afdrif allra þeirra, sem á öllum öldum ekki hafa feng- ið tækifæri til að þekkja Krist og kenningu hans? þeirri spurningu ei ekki unt að svara, hún er leynd- ardómur guðs. Kristur talaði um afdrif þeirra, sem fá tækifærið, en i

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.