Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 22.07.1924, Síða 2

Lögrétta - 22.07.1924, Síða 2
2 LÖGRJETTA par eð mjer virðist heyverkun og vinnulag við heyskap vera mjög misjafnt víða, en umbætur á jörð- um seinar eða svo víðtækar, að vjelavinnu verði ekki við komið al- ment, þá vænti jeg þess, að eitt- hvað af athugunum mínum um þetta efni, er hjer fara á eftir, þættu þess verðar, að eftir þeim væri breytt, og gætu þá orðið ein- hverjum frumbýlingnum eða óreyndum bóndanum að notum í búskapnum, og þá er tilgangi mín- um náð. — Margt þarf bóndinn að láta vinna að heyvinnu og fleira en að slá, sem hagsýni er ómissandi við. Svo sem öllum er kunnugt, er vinnan orðin dýr, vinnufólkið víð- ast fátt, heyvinnutíminn takmark- aður og reynslan oft dýrkeypt. Töðu ætti ekki að raka, nema vel sje þurt af, og er því gott, að ljá þomi áður en hún er rökuð. Ef nóg er um fólk, er gott að láta snúa ljá og dreifa úr, ef loðið hefir ver- ið og þurk gerir, en helst þarf þá að sjá um, að nægir kraftar sjeu til til þess að ná henni saman, ef illa lítur út, og setja í sæti eða galta, en helst ekki svo stórt, að hitni í. Úthey ætti að láta raka á öllum blautum engjum, þegar hægt er, nema því meiri mannskapur sje fyrir hendi. Blautt úthey má vel setja í smá gisin föng; þá blása þau betur og troðast síður niður, ef skepnur koma í heyið. Gamalt mál er, að föng skuli setja svo gis- in, að hrífuhausinn gangi alstaðar þvert inn á milli þeirra. Komast ætti hjá því að snúa heyi oft, en það fer þó eftir fínleika þess. Grófu heyi þarf ekki að snúa oftar en þrisvar á dag, ef góður þurkur er, en fíngerðri töðu minst þrisvar, og dreifa úr einu sinni, ef loðin er. Á þurru og góðu landi skal ýta heyinu saman með hesta- eða mannkrafti, sem mestu á þann stað, sem setja skal göltum, skal svo sá sem setur, þjappa heyinu saman í haug, brjóta rendur hans upp á alt í kring og setja þær of- an á í kringlótta, þ. e. sívala galta 1—li/2 metra að þvermáli, eftir því hvað þurt er, uppdregna frá jörð eins og sykurtopp, ætíð hærri en þeir eru í þvermál, og gæta þess, að kollurinn sje góður, gerður af mörgum smá hneppum. þurru og hálfþurru heyi skal þrýsta vel. Föng í kringlótta galta skal taka þannig, að fastar er þrýst saman Lesbók Lögrjettii V. Erlendu málin á íslandí. Eftir Snæbjöm Jónsson. II. Andmælum svarað. No language, whatever official- dom may do, can impose itself in competition with another that can offer the advantage of a great literature or encyclopædic information. H. G. Wells. Grein sú, sem getið er um í kafl- anum hjer á undan að birtst hefði í Tímanum og síðan var sjerprent- uð (fæst hjá Ársæli), gaf orsök til tveggja andmælagreina og hafði jeg satt að segja búist við miklu fleiri mótmælum, þar eð jeg hafði ráðist mjög eindregið á ævagamla venju. Fyrri greinin kom í Tímanum 21. júlí f. á. 0g er höfundur hennar Hallgrímur Jónasson kennari í Vestmannaeyjum. Skal jeg nú, þótt lengi hafi dregist, svara hjer at- hugasemdum hans að svo miklu leyti sem mjer þykir ástæða til. Dylst mjer það ekki, að hann muni hafa lesið grein mína fremur laus- lega og skrifað svar sitt í alt of miklu flaustri: áður en hann gaf sjer tíma til að hugsa málið ræki- lega. Tel jeg ekki ósennilegt, að okkur beri minna á milli þegarhann er búinn að hugleiða það nánara. þegar til rökfærslunnar kemur, eftir dálítinn inngang, byrjar Hall- grímur á því að vega og finna ljett- þeirri rönd fanganna, sem fjær manni er, þegar þau eru tekin og sett í galtann. Verður þá miðjan fastari og hringurinn kemur af sjálfu sjer; þau verða að smækka eftir því sem hringurinn minkar og upp dregur. Galtar þessir standa betur í veðrum en þeir af- löngu, af hvaða átt sem er, og hrynur síður úr þeim, því hvergi er fangendi út, og þola betur vætu, ef þeir eru ekki hafðir of stórir, sem aðeins er aukin vinna. Ætíð skal sett úr ýtum, án þess að saxa, og má lánast úr fúlgum, ef fátt er um rakstrarkonur. Á þýfðu og þurru landi ætti að raka sem mestu í eina hrúgu, þeg- ar rakað er upp, og kasta með hríf- unni og fætinum upp á hana alt í kring, þar til heyhrúgan tekur manni eins og í mitt læri. Skal svo, þegar byrjað er að setja upp, brot- ið upp á rendur heyhrúgunnar, þannig, að sú rönd, sem ytst er þeg ar byrjað er, sje sem næst inn í miðju galtans þegar lokið er, og svo alt í kring. Setja svo galtann þar ofan á og þrýsta vel, nota minni hneppi eftir því sem upp dregur, og gæta þess, að hann sje ekki hafður of stór, því þá er hætt við, að hann verði ekki eins laglegur ofan. Verj- ur yfir galta þessa mega vera ómerkilegar, ef notaðar eru, því kollur þeirra er svo lítill. Bestar hafa mjer reynst þær úr þunnum poka og botnvörpustykki eða net utan yfir. Ef þannig lagaðir galtar eru vel settir, þarf varla að líta að þeim vikum saman undir þessum verjum, þó að vætutíð sje. það ei* mjög leitt að sjá illa upp sett hey í vondri tíð, og oft stórskaðlegt bóndanum, sem hefir máske verið búinn að hafa mikið fyrir að þurka það áður. Óþarfi að eyða of mikl- um tíma í að setja verjur yfir hey, nema útlit sje fyrir regn. þegar hey er tekið saman á röku landi, ætti að raka sem mest utan að flokknum, 0g saxa það alt áður en farið er að setja. Allir gæti þess vel að ganga ekki ofan í heyið. Setj- ið þar sem þurrast er undir. þann- ig má vel takast að taka saman og fullþurka hey, þó á nokkuð röku landi sje, ef þeir sem vinna að því hugsa um að sýna ávalt trú- mensku. Ef heyið er heldur blautt, ætti hver að setja sitt fang jafn- óðum og það er saxað; það mun ganga fljótara. Ekki ætti að hafa fleiri saman í flekk við upprakstur en 2—4, og við að snúa eigi fleiri að jafnaði en 2 saman, og láta hey- væg þau meðmæli mín með ensk- unni fram yfir dönskuna, að hún er daglegt mál 160 miljóna, en danskan 3ja miljóna. Kveður hann sjer „virðast það litlu skifta skóla- mál vor, þótt svo og svo margar miljónir austur um Asíu og Ást- ralíu tali ensku“. Mjer þykir það furðulegt, að jafn skynsamur mað- ur skuli álykta þannig, því fyrir sjálfum mjer er það einmitt eitt af meginatriðunum, að enskan er töl- uð um allan heim, en danskan að- eins á örlitlum skika lands. Og ef Asía og Ástralía voru nefndar í skopi með tilliti til Danmerkur, þá má með sanni segja, að skotið hafi verið fram hjá markinu. Mjer þyk- ir ekki sennilegt, að nokkrum, sem til þekkir, mundi koma til hugar að vega það, sem Danmörk hefir lagt til heimsbókmentanna nokkra síðustu áratugina á móti því, sem þessar álfur hafa lagt til þeirra á ensku á sama tíma; og engin veit jeg þess dæmi, að menn hafi fælst frá að lesa Sir Rabindranath Ta- gore fyrir það, að hann er ind- verskur. Eigi mun heldur neinum þykja Adam Lindsay Gordon eða Henry Kendall — svo jeg nefni einhver nöfn — ómerkari skáld fyrir það, að þeir voru ástralskir, og svo segir Encyclopædia Britann- ica (12. útg.), að í Ástralíu sjeu nú uppi a. m. k. hundrað góð skáld og frumleg, 0g eigi öllu færri merk- ir höfundar, er riti í óbundnu máli (sagnaskáld). Engin þörf var held- ur að skopast að fjarlægðinni, því ið helst falla aftanvert við fætur sjer þegar snúið er. Oft getur verið gott að garða hey, og sjerstaklega ætti að hafa fyrir venju að láta gera það þeg- ar hey er látið liggja yfir nætur, einkum þegar á líður sumar og næt ur lengjast, einnig ef hey næst ekki í tíma upp undan rigningu. Áhrifin af náttfalli og raka verða minni á garðinn en á útdreifðan flekk. það er og fljótlegra að grípa til að taka saman garðinn en flekk- inn, ef veður spillist. Ætíð ætti að dreifa úr görðum með hrífu eða kvísl, og sá sem ger- ir það ganga aftur á bak um leið og hann dreifir úr, þá liggur heyið óbælt og sljett; annars treðst það meira og minna niður, sem er ætíð vont fyrir hey sem á að þorna. þegar óþurkar hafa staðið, verð- ur oft, þar sem fólksfátt er og gott land á að ganga, mjög mikið um hey, svo að bóndinn veit varla við hverju hreyfa skal þegar þurkur- inn kemur. Ætti þá að leitast við að koma óskemdu, blautu heyjun- um undan skemdum. Er þá og ágætt, ef ekki er hægt að breiða alt, einkum ef blautt er undir, að snúa föngunum um eða reisa þau upp á rönd, þegar þau hafa blásið utan eins og einn dag, og láta bleytuna snúa út. Heyið er fljótara að taka saman þannig og ekki þarf að hirða um það annað, en gera þarf þetta notalega. Jeg hefi t. d. oft þurkað talsvert af grófu stór- heyi á þennan hátt. Hey ætti ekki að flytja af engj- um nema nokkuð þurt og fullþurka það ef nokkur kostur er; við það sparast oft nokkur vinna, því þegar fátt er um fólk, er vinnudrýgst að sinna sem mestu heyi í einum stað. þurt hey ætti ekki að hirða inn smátt 0g smátt, heldur mikið í einu, því það verkast þá betur í stæðunni, en þá verður að setja það upp í vel setta galta, sem jeg hefi áður minst á. — 1 heygarða eða heystæði ætti helst að hirða hið fyrsta, eftir að tún eru slegin, því betra er að eiga hlöður til að hirða í, þegar haustar og tíð venjul. versnar, en vonandi er að dagar heygarðanna sjeu nú víðast þegar taldir og bændur hafi hlöður yfir hey sín. Allir bændur og heyframleiðend- ur ættu svo sem þeim er unt að kappkosta að verka vel hey sín, því það er eitt helsta og fyrsta skil- yrði fyrir því, að skepnur tímgist vel og gefi góðan arð. Jeg set hjer gildi andlegra afreka mun ekki vera staðbundið, auk þess • sem mörgu er nú spáð sem ólíklegra er en að Hallgrímur kunni að eiga það eftir að hlusta hjer úti á Islandi á ræður, sem fluttar eru í Mel- bourne. Ef við eigum að lesa það eitt, sem næst okkur er ritað, er víst mál til komið að við leggjum frá okkur biblíuna 0g sömuleiðis ljóðin, sem Stephan G. Stephans- son hefir ort vestur í Klettafjöll- um. En þess get jeg, að Hallgrím- ur vilji af hvorugu sjá. Enskan er tungumál næstu nágranna okkar, og Hallgrími mundi varla þykja það ókostur, að hún er líka mál þeirra, sem byggja andfætis okkur á hnettinum. Alla leið aftur í fornöld fara sög- ur af mönnum, sem látið hafa sig dreyma um allsherjar bræðralag mannkynsins — the Parliament of man, the Federation of the world, eins og Tennyson kemst að orði — og jafnan hefir hugsjónamönnum verið það ljóst, að sameiginlegt iungumál hlaut að verða einn ?f meginþáttunum í samheldnisband inu. Nú er svo komið, að enslan er orCin mál allra mentaðra þj :»ða, þótt margar hafi þær annað móð- urmál. Hún er orðin allsherjar samgönguleið allra þjóða á andlega sviðinu, og hún er eina málið, sem nokkuð slíkt er hægt um að segja. Samskifti okkar við hvaða þjóð sem er, þar á meðal Dani, eiga því að geta farið fram á ensku, eins og jeg hefi áður tekið fram. Hún hlýt- þvi merki þ'au, sem iTxjer hafa reynst ábyggifegust uir, það, hve- nær hey eru fulljbur: Tak heytuggu ef í flekk er, breg;ð henni undir tennur, og ef ekki f j.nst neitt marra í heyinu, er það þmrt. Rek hendina inn í heyið, ef í s«:ti er, og finnist enginn kali á haníi, fremur en í loft inu, er og heyið þurt, en finnist aftur á móti ofbctð lítill kuldi í því, vantar það þurk. Setjið heldur hey- in upp í vel lajvaða galta, en að ryðja þeim inn hálfrýrnuðum, því hey vanverkast stundum af þyí, að þau eru hirt inn. of ung og of lítið í einu. Sæti ætti helst að leysa þannig, að sátan sje látin liggja á hagld- irnar meðan hún er leyst, annars verður að velta henní við, sem kost- ar meiri vinnu. Á tún ætti ekki að nota styttri ljá en 10—11 gata, og á öllum greiðfærum og óbitvöndum engjum 12 gata, með engu eða 3/4” gras- hlaupi. Orf, sem notuð eru á greiðfærum engjum, ættu að vera h. u. b. 1— 2” lengri undir neðri orfhæl en venjul. eru höfð á harðlendi. Hrífur ætti að hafa með járn- tindum á öllu óhreinu og slæmu landi, þær eru ljettari að vinna með, óhreinka síður heyið, ef í leir- bleytu er, minna festist í þeim og losnar fljótar úr, og þurfa jafnvel minni umhirðu en hinar. Tindana má vel hafa úr 2i/2” saum, klippa af hausinn, flatslá þann enda nagl- ans 0g reka hann svo þvert í hrífu- hausinn; þá losnar hann síður og klýfur ekki. Ágætt myndi að hafa tinda úr sinkvörðum stálvír, en mjer hefir ekki tekist að ná í hann. Hann mætti vera grennri og spilti síður hausunum en naglarnir. Svo sem öllum er kunnugt, eru störf bóndans mjög oft bundin við tíðarfarið. það er því mjög nauð- synlegt, að hann, sjerstaklega um heyjatímann, veiti nákvæma eftir- tekt mörgu því, sem breytingu veð- urs og tíðarfars má af marka. þetta má oft takast með nákvæmri eftirtekt samfara reynslu, því á mörgu má veður marka, svo sem skýjafari á lofti, sól, tungli, kvaki flestra fugla o. fl., og læt jeg í því efni nægja að benda á „Alþýðulega veðurfræði" eftir S. þórólfsson og „Atla“ eftir sjera Bjöm Halldórs- son frá Sauðlauksdal. Að endingu vildi jeg ráða öllum þeim til, sem yfir fólki eiga að segja, að halda það frjálslega við vinnu, helst ef vel hefir verið unn- ur sem sje að verða helsta útlenda málið í skólum Dana eins og ann- ara, og mun meira að segja orðin það þessi síðustu árin. þá segir greinarhöf., að fyrir okkur hafi bókmentir Dana stór- mikið sjerstakt gildi. Sem ástæðu fyrir þessu nefnir hann uppruna sameiginlegan íslenskum bókment- um, skyldleikabönd með öllum Norðurlandaþjóðum, 0g sameigin- legan frumstofn mála þeirra. Tvær fyrstu ástæðurnar verð jeg að telja nauða lítils virði, ef ekki einskis virði. Fornbókmentir eigum við sjálfir lang merkastar og mest- ar allra Norðurlandaþjóða og höf- um lítið til hinna að sækja til þess að bæta þær upp. I þeim efnum eru fornbókmentir Breta og þjóðverja okkur meira að segja gagnlegri. Nýju bókmentirnar koma í þessu tilliti auðvitað ekki til greina. Hitt um skyldleikann er vitanlega ekki annað en fimbulfamb, sem löngum hefir heyrst fyr og hver tekur at- hugalaust eftir öðrum. Bæði er nú það, að við finnum lítt til skyld- leikans þótt nánari sje en 50 eða 100 ættliða, og svo hitt, að þótt ein- hver sje skyldur mjer, get jeg ómögulega tekið það sem sönnun fyrir því, að mjer sje þess vegna hollara samneyti við hann en hinn, sem óskyldur er kallaður. þriðja atriðið er hið eina, sem of- urlítill veigur er í. Skyldleikí tungnanna gerir okkur auðveldara að læra málið á bók, enda hefi jeg frá upphafi viðurkent það. En þau ið, að láta það ætíð setja sig niður fáar mínútur, þegar skift er um verk, t. d. hætt við að snúa, raka upp, binda, hirða 0. s. frv. Hús- bóndinn mun reyna, að hver trúr og dyggur þjónn margborgar þá hvíldarstund. Árni Magnússon. ----o—•— Eítírmæli. ----- Niðurl. 2. Guðmundur Natanaelsson var fæddur í Meðaldal í Dýrafirði 10. des. 1843. Hann mun hafa alist upp fyrstu uppvaxtarár sín og fram yfir fermingu hjá foreldrum sínum. En innan við tvitugsaldur, eða nokkru eftir ferm- ingu, fluttist hann til atorku- og dugn- aðarbónda Guðmundar Guðbrandsson- ar í Hólum í Dýrafirði, og mun þá ekki hafa verið sjerlega bráðþroska. Er hann fór fyrsta sinn í róður með honum, hafði hann orðið mjög sjó- veikur, og er að landi kom hafði Guð- mundur bóndi varpað honum upp í fjöruna með ummælum eitthvað á þá leið, að hann yrði aldrei að manni. En ekki reyndist hann glöggskygn eða sannspár um það, því að Guðmundur varð hinn mesti eljumaður og einn hinn mesti ráðdeildar og atorkubóndi í sveitinni, sem lengi mun verða í minnum haft. Dvaldist hann áfram í Hólum og kvæntist Margrjeti dóttur húsbónda síns, er var hin gjörvuleg- asta kona og reyndist manni sínum jafnsnjöll um búsýsluna innan húss sem hann til aðdráttanna. Lifir hún mann sinn eftir fimmtíu og eins og hálfs árs sambúð. pau giftust 24. sept 1872 og hjeldu gullbrúðkaup sitt árið 1922 og var þeim við það tækifæri sómi sýndur af sveitungum og vinum með nokkrum minjagjöfum. Fyrstu hjúskaparár sín dvöldu þau enn í Hól- um, en árið 1877 reistu þau bú á Kirkjubóli í sömu sveit og bjuggu þar leiguliðar allan búskap sinn fram að 40 árum, þangað til tengdasonur þeirra, Bjami Guðmundsson og Guð- munda dóttir þeirra tóku þar við búi árið 1906, og hafa þau dvalið hjá þeim síðan. Var heimili þeirra jafnan fyrir- mynd í ráðdeild og atorku, reglusemi og siðprýði. Jörðin er fremur kostarýr afdalajörð, en svo vel nýttist hún þeim með afbragðshirðingu, að afkoma þeirra var jafnan góð, þrátt fyrir mjög mikla ómegð, sem þau höfðu fyrir að sjá, og þegar fram í sótti, var heimili þeirra með hinum efnabestu í sveit- inhi. pykir mjer vert að geta þess, að meðmæli með dönskunni, að það kostar okkur dálitlu minni fyrir- höfn að læra að skilja hana á bók heldur en enskuna, virðast mjer varla frambærileg gegn öllu því, er á móti má leggja. Næstu meðmælin eru kenslu- gjaldslaus skólavist í dönskum ríkisskólum. Jeg geri ráð fyrir, að um það verði skiftar skoðanir, hvort þetta sje okkur í hag eða óhag. Um stórar fjárhæðir er að vísu ekki að ræða, en þótt kenslu- gjald í skólum sje venjulega ekki nema örlítið brot af námskostnað- inum, munar bláfátækt námsfólk samt um það, og við eigum að fá- um enskum skólum aðgang án kenslugjalds. þó eru þeir skólar til, sem taka svo lágt gjald, að engu máli skiftir um það. þannig er t. d. um hina svo nefndu London Coun- ty Council Schools, sem taka inn- an við eitt sterlingspund um árið. Ef við því leggjum danska menn- ingu og enska að jöfnu okkur til handa, þá er þetta gjaldfrelsi í Danmörku bersýnilega okkur í hag. Sje aftur á móti dönsk ment- un síðri fyrir okkur en ensk,*) þá *) Hjer þekkja mcnn alment lítið til enskra skóla og þess anda, sem í þeim ríkir, en víst ætla jeg, að þeir sem til þekkja, taki þá fram yfir danska skóla og íslenska. Um einn af merkismönn- um íslenskrar skólasögu, Jón A. Iljaltalín, segir Sigurður skólameist- ari Guðmundsson að „hann hafi kynst uppeldi og uppeldisskoðunum Breta,

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.