Lögrétta

Issue

Lögrétta - 09.09.1924, Page 2

Lögrétta - 09.09.1924, Page 2
2 LÖGRJETTA þurftu sjálfar að vinna sjer álit, þá mátti vænta vinsældanna. En það þótti ekki nóg að stofna háskólann, og leggja fje til hans. Árið 1911 eru sett lög um að þeir einir, sem hafa próf frá íslenska háskólanum, skuli hafa rjett til embætta á íslandi, í þeim greinum sem kendar eru við háskólann og próf er haldið í þar. Undantekning- ar m á gera eftir tillögum háskóla- ráðsins um kennaraembættin við háskólann sjálfan. Svo klaufalega eru þessi lög orðuð, að þau svifta berum orðum alla guðfræðinga, læknisfræðinga og lögfræðinga, sem þá voru í embættum, rjettin- um til nýrra embætta, og var þetta þó vitanlega ekki meiningin. Með þessum lögum er reynt að veita háskólanum einkarjett til uppfræðslu íslenskra stúdenta í þeim greinum, sem kendar eru við háskólann. En stúdentarnir voru ekki á því að láta gera sig að einokunarvarn- ingi. þeir hjeldu áfram að sigla út yfir pollinn til náms ámóta og áð- ur, oftast kringum helmingur þeirra er útskrifuðust, stundum fleiri. Einn af rektorum háskólans hafði orð á því nokkru seinna í há- tíðarræðu við háskólann, að þess- ar óstöðvandi utanfarir stúdent- anna væru mikið áhyggju- e f n i. Fyrir hverja? Ekki fyrir þjóðina; henni hefir sannarlega aldrei orðið neitt óglatt af er- lendri háskólamentun sona sinna. Nei, áhyggjuefni fyrir íslenska háskólann vitanlega, rjett eins og tóbakssmyglunin núna fyrir tó- bakseinokunina; afleiðingin hj á báðum minkandi „umsetning“ og hætta á álitshnekki þar af leiðandi. Vonum bráðar barst háskolan- um óvænt liðveitsla. Styrjöldin margfaldaði erfiðleikana á utan- ferðum, margir stúdentar, sem annars hefðu siglt, afrjeðu að stunda námið heima. Svo kom „sáttmálinn“ 1918. Með honum voru íslenskir stúdentar, eftir frumkvæði frá Islendingum, er standa mjög nærri háskólanum ís- lenska, sviftir 300 ára gömlum rjetti til Garðstyrks við Hafnar- háskóla. Danir kærðu sig ekki um að þiggja að gjöf þá fjárfúlgu, sem samsvaraði þessum íslensku rjettindum. þeir lögðu eina miljón króna á borðið til endurgjalds, en þau ákvæði virðast hafa verið um hana sett, að stúdentar þeir, sem rjetturinn var saminn af, hafi hingað til notið mjög lítils af henni. Loks er á þinginu 1919 tek- in upp í fjárlögin fjárveiting til íslenskra stúdenta í erlendum skól- um, 1200 kr. yfir árið handa hverj- um, en þeir eiga að sýna skilríki fyrir því, að þeir stundi „nokkurt það nám“, sem þeir geta ekki feng- ið kenslu í við háskólann íslenska. Guðfræðis-, læknisfræðis- og laga- nemar eru útilokaðir, og líklega þá íslenskunemar einnig, og væntan- lega heimspekisnemar. Orðalagið segir til höfundarins, kennara við háskólann íslenska, sem átti sæti á Alþingi. Nú gátu einokunarmenn háskól- ans verið ánægðir. Fyrst hafði löggjafarvaldið reynt með góðu að fylla kenslustofur háskóladeild- anna, — ef þið takið próf hjer, skuluð þið einir hafa rjett til em- bættanna. þegar það dugði ekki, þá er hirtingarvöndurinn tekinn fram, — ef þið leyfið ykkur að stunda nám í þessum fræðum er- lendis, þá fáið þið engan fjárstyrk. Ákvörðun fjárlaganna íslensku um það, að svifta nemendur í tiltekn- um greinum öllum styrk, varð til þess, að stjóm Hafnarsjóðsins ný- nefnda vildi ekki heldur veita nem- endum í þessum greinum styrk úr þeim sjóði, áleit að það yrði illa sjeð á Islandi að þeir með slíkum styrkveitingum gerðu stúdentun- um mögulegt að sleppa út úr þeim einokunarkvíum, sem Islendingar höfðu sjálfir sett. Allar þessar tilraunir til þess að láta ímyndaða hagsmuni háskól- ans sitja í fyrirrúmi fyrir hags- munum og þörfum þjóðarinnar á þessu sviði, og til þess að bása stúdentana í Reykjavík, hvort sem þeim er ljúft eða leitt, hafa auð- vitað orðið til þess, að háskólinn náði ekki þeim vinsældum, sem hann þurfti að ná, einkanlega þeg- ar svo þar við bættist, að hann var notaður til þess að stofna við hann ónauðsynleg embætti, og að sumar deildirnar gættu ekki skyldu sinnar um þekkingar- og hæfileikakröfur til kandídatanna, sem þær útskrifuðu. það er Sig. Nordal til sóma, að hann hefir nú orðið fyrstur til þess af háskólans mönnum að kveða upp úr með það, að þessi af- króun stúdenta í háskóladeildun- um í Reykjavík sje óráðleg. Hann telur það hiklaust van'hugsað, að þeir einir stúdentar sjeu styrktir til utanfarar, sém nema einhverja grein, sem er ekki kend í Reykja- vík. Telur hann auðsætt, að Há- skóli íslands myndi setja talsvert ofan, ef allir kennarar hans væru kandídatar frá honum sjálfum. Meira segir hann ekki, en í þessu felst nægileg viðurkenning þess, að það er yfir höfuð betra að hafa nokkuð af mönnum með erlendri háskólamentun við hlið þeirra heimamentuðu, eins og áður var (og er raunar enn) í guðfræði og læknisfræði. því það sem er betra fyrir háskólakensluna, hlýtur einn ig að vera betra á öðrum sviðum sömu lærdómsgreinar. Og svo verður að gæta þess, að ef vel á að takast að velja háskólakennara með erlendri mentun, þá verður bæði að vera til eitthvað af slík- um mönnum til að velja úr, og þeir verða að hafa fengið nokkurt tæki- íæri til að sýna sig í lífinu. það má með engu móti miða tölu þess- ara manna við beinar þarfir há- skólans eins til þess að skipa ákveðna tölu kennaraembætta. það er líklegt, að ekki verði unt að styrkja nema einhverja tiltekna tölu stúdenta á hverju ári, en sú tala ætti ekki að vera mjög lág. í samfoandi við það atriði tekur S. N. upp alveg vanhugsaða tillögu eftir Jón Ófeigsson, þess efnis, að landsstjórnin eigi að reikna út fyrirfram þörfina á kandídötum í hverri grein (eftir 6 til 10 ár) og bása þá stúdenta, sem styrks verða aðnjótandi, við tilteknar náms- greinir eftir þessu. þessi hugsun rekur sig á lífið og reynsluna í hverju spori, svo auðsæilega, að ekki mun þurfa að eyða orðum til þess að sýna það, og ber vott um tilhneigingu til ofstjórnar hjá höf- undi hennar, en'það er hin versta tegund óstjórnar, svo sem kunn- ugt er. Hver stúdent á að hafa rjett til að velja sjer námsgrein eftir sínu skapi, og hæfilega marg- ir efnilegir menn úr hverjum ár- gangi eiga að fá námsstyrk til út- landa, er að minsta kosti sam- svarar Garðstyrknum, án nokkurs skilyrðis um val á námsgrein. Vonandi er að Sig. Nordal tak- ist að fá háskólann til að styðja þá breytingu, að námsstyrkur er- lendis verði ekki einskorðaður við námsgreinir aðrar en þær, sem hjer eru kendar. þá verður það mál auðsótt. þá er að athuga, hvort fjárhagsörðugleikarnir sjeu yfir- stíganlegir. Vegna núverandi dýrtíðar, einn- ig í Danmörku, þarf mánaðar- styrkur þar að vera 125 til 150 danskar krónur, til þess að sam- svara Garðstyrknum (60 kr.) eins og hann var síðustu árin fyrir stríðið. I von um að verðlag yfir höfuð fari heldur lækkandi, reikna jeg með lægri tölunni, eða 1500 kr. á ári. Fyrst verður nú að gera þá kröfu til danska hlutans af sáttmálasjóðnum, að vextir af honum gangi eingöngu til náms- styrks handa stúdentum. Ekki verður með sanngirni krafist, að styrkurinn sje greiddur utan Danmerkur, en vel mætti rýmka dálítið um námsgreinir móts við það, er áskilið var til þess að fá Garðstyrk, taka t. d. lyfjafræði og húsgerðarlist, þó þær námsgreinir sjeu kendar þar í öðrum skólum en háskólanum. Vextir af sjóði þess- um, sem geta komið til úthlutun- ar árlega, munu naumast vera minni en 40 þús. kr. þetta væri þá 1000 kr. ársstyrkur handa 40 stú- dentum. Til þess að fylla 1500 handa þeim öllum þarf þá 20 þús. kr. hjer heiman að, og þær ætti að veita úr ríkissjóði. það mun alls ekki vera hærri upphæð en greidd er úr ríkissjóði nú handa stúdent- um erlendis. þá væri hægt að veita styrkinn 10 stúdentum á ári í 4 ár, eða 8 stúdentum hvers árgangs í 5 ár. Hvor talan sem er ætti að vera nokkurnveginn nægileg til þess að fullnægja brýnustu þörf- um þjóðarinnar fyrir háskóla- mentaða menn utan frá. Sjerstak- an umsjónarmann (Ephor) þarf að skipa til eftirlits með námsmönn- unum, helst íslenskan háskólakenn ara í Khöfn, og verður að gæta þess, að taka í tíma styrkinn af hverjum þeim, sem notar hann ekki rjettilega. Háskóladeildirnar hjer í Reykja- vík ættu svo að ráða yfir nokkru fje til utanfarar og dvalar við er- lenda háskóla í 1 til 2 ár fyrir dug- legustu nemendur sína. Ef ís- lenskudeildin annars fæst við að útskrifa kandídata, ætti hún að gera það prófskilyrði, að nemand- inn hefði í hæfilega langan tíma, 3 eða 4 misseri, stundað með góð- um árangri við erlendan háskóla nám í samanburðarmálfræði og öðrum þeim aukagreinum, sem kandídat. í hvaða málfræði sem er þarf að þekkja, en ekki eru kend- ar hjer. Útlit er fyrir, að lækna- efnum henti best að fá utanför sína að afloknu prófi hjer, lögfræð- ingar og guðfræðingar mundu hafa gott af að fá hana einhvem- tíma á námstímanum. íslenski hluti sáttmálasjóðsins ætti að leggja til námsstyrk þessara manna utanfararárin jafnt og danski hlutinn til stúdenta við Hafnarháskóla, og ríkissjóður að bæta þar við. Með þessu móti ætti háskólinn hjer að geta haldið 10—12 nemendur við erlenda há- skóla hvern vetur, og með þessu væri að mjög miklu bætt úr þeim göllum háskólanámsins reykvíska, sem Sig. Nordal hefir rjettilega lýst í grein sinni. Og með því móti Hásiölii 09 sientðrnir. Eftir Gangráð. II. það er ekki úr vegi að íhuga hvemig háskóli vor er til orðinn, og af hvaða orsökum. Með því móti kann að fást rjettari skilningur á sumu því, sem nú fer aflaga í þeim málum, er hann snerta. Prestaskólinn og læknaskólinn voru báðir stofnaðir af þeirri einu ástæðu, að ekki var unt að fá nóga presta og lækna með erlendu há- skólaprófi. þetta var alveg eðlilegt þegar þess er gætt, að laun og lífs- kjör þessara embættismanna eru yfir höfuð svo rýr hjer á landi, að ekki samsvarar kröfum þeirra manna, sem hafa dvalið erlendis við háskólanám í 5—6 ár. þessir skólar eru þá beinlínis sprottnir upp úr þörf hinnar fátæku þjóðar til þess að menta handa sjer em- bættismenn, sem gera minni kröf- ur til lífsþægincta en háskólagengn- ir menn. En þótt þjóðin gæti ekki veitt öllum þorra embættismanna í þessum greinum þau lífskjör, sem háskólakandídatar gera kröfu til, þá voru þó ávalt til nokkur em- bætti í hvorri grein, sem þóttu við- unandi og jafnvel eftirsóknarverð fyrir háskólagengna menn. þess- vegna barst bæði þessum stjettum og þjóðinni í heild ávalt nægileg endurnýjun og upplífgun í þessum greinum utan frá. þegar lagaskól- inn var stofnaður, rjeðu aðrar ástæður, að allmiklu leyti fordild eða metnaður, en að nokkru leyti þó rjettmæt tilfinning fyrir því, að lögspekin væri að sumu leyti þjóð- leg vísindagiein, og vjer mættum ekki búist við að hin þjóðlega hlið hennar fengi fullkomna ræktun í erlendum háskóla. Báðar þessar síðastnefndu ástæður rjeðu því svo, að þegar deildaskólarnir þrír voru sameinaðir í háskóla, þá var bætti við einni deild enn með kenslu í íslenskri tungu og sögu, og farið eftir útlendri (dansk- þýskri) tísku með því að kalla þetta heimspekisdeild. Kensla presta- skólans í forspjallsvísindum var svo lögð undir þessa nýju deild. Ef ekki hefði verið annað gert en þetta, hefði háskólinn líklega náð fullum vinsældum hjá þjóð- inni, þeim sömu sem prestaskóli og læknaskóli höfðu notið um langan aldur. þó verður þetta vitanlega ekki fullyrt um lagadeildina og „heimspekis“-deildina, því að þær voru ekki sprottnar upp af sömu þörf sem hinar deildirnar. þær Lesbók Lögrjettu VII. íslensk þjóðfræðl. íslensk menning stendur nú, fyrir margra hluta sakir, á merkilegum tíma- mótum. Nýlega hafa í stjórnmálum lands- ins orðið atvik, sem marka kapítulaskifti í þeim þætti sögunnar, hvað sem úr verð- ur síðar. 1 atvinnu- og efnalífi þjóðarinn- ar hafa á síðustu árum orðið breytingar á ýmsum sviðum slíkar, að ekki hafa aðr- ar eins orðið á jafn skömmu skeiði áður fyr. 1 sambandsmöguleikum þjóðarinnar við umheiminn hafa einnig opnast nýjar leiðir. Starfsemin í andlegu lífi þjóðarinn- ar hefir í margan máta orðið fjölbreyttari en áður var um langar aldir. 1 þá starf- semi er slungið bæði gömlum þáttum og nýjum, — hún lifir og vex annarsvegar á fornri innsýn í íslensk þjóðfræði og hins- vegar á nýrri útsýn um erlenda menningu. Við andlegu lífi Islendinga og vaxtar- möguleikum blasir nú á aðra hönd opið út- haf erlends lífs og á hina höndina upplönd þeirra eigin sögu. Svipað hefir þó fyr horft í íslensku þjóðlífi. Jeg hefi í bók- inni Islensk endurreisn, Tímamótin í menningu 18. og 19. aldar, viljað benda á nokkur atriði í þessu sambandi, um ís- lenska sögu og menningarsálfræði, bæði að því er kemur til sambandsins milli inn- lendra og erlendra áhrifa, 0g að því er snertir það, sem þar er kallað þróunareðli íslenskrar sögu og sögueðli þjóðarinnar. Jeg hefi þar leitast við að renna rökum undir þá skoðun, að það mundi auka skiln- inginn á sögunni, og þar með á íslensku eðli og íslenskri framtíð, ef menn athug- uðu það, „að saga íslands er meira en saga nokkurrar annarar Norðurlandaþjóðar, samfeld þróunarsaga“, og að þetta sje hið merkilegasta atriði til skýringar á tilveru íslendinga og íslensks þjóðernis. Jeg hefi reynt að benda á sögueðli þjóðarinnar sem eina meginorsök þessa, og íhaldssemi þess, og þá virðingu, sem þjóðin hefir oft- ast nær borið fyrir sögu sjálfrar sín, „að hún hefir í lífi líðandi tíma aldrei brotið að baki sjer brýrnar til hins liðna tíma, að hún hefir aldrei viljað sá til framtíðar sinnar svo, að hún reyndi ekki að hafa það í samræmi við gróðurskilyrðin í jarð- vegi fortíðarinnar“. Ennfremur er þar bent á það, að þótt öldur erlendra áhrifa og innlendra umskifta hafi oft verið margar og margvíslegar, hafi þær aldrei til lengd- ar getað slitið sundur sambandið milli gamals og nýs, heldur hafi, stundum á misjafnlega heppilegan hátt, orðið úr því samkynja þróunarsaga, en ekki saga snöggra breytinga og byltinga. þessi at- riði er svo reynt að rekja sjerstaklega að því er snertir ákveðið árabil íslenskrar endurreisnar, tímamótin í menningu 18. og 19. aldar. En milli þess tíma og nútímans er náið samband. En svo framarlega sem það er rjett, annarsvegar, að svona náið samband sje milli endurreisnarstarfs undanfarinna kynslóða og nútímans, sem ejnnig sje merkilegt tímamótaskeið, og hinsvegar, að þau öfl, sem áður eru nefnd, um sam- felda þróun þjóðarandans og íhaldssemi sögueðlisins, hafi verið svo öfluglega að verki í fortíðinni og eigi svo mikinn þátt í mótun og viðhaldi þjóðarinnar, þá ligg- ur það ákaflega nærri að reyna að gera sjer þess nokkra grein, hvert sje gildi þessara afla, horfur þeirra eð|i möguleik- ar í menningu nútímans. þetta er beinlín- is menningarleg skylda við sjálfan sig, og aðra, að reyna þannig að meta þessa hluti, til þess að geta hafnað því úr þeim, sem kynni að reynast óhæft eða ófrjósamt, en nota hitt öfluglegar en áður, sem lífs- hæft er. þær iðkanir íslendinga, í lífi, listum og vísindum, sem þetta hefir komið fram í, og þeir hafa helst lagt stund á hingað til, eða hneigjast að, eru hjer í einu orði kall- aðar þjóðfræði þeirra. Með því er átt við allar tegundir bókmenta og lista, og fræðanna um þær, sagnfræði, málfræði, náttúrufræði og hagfræði, eða þjóðmeg- unarfræði, að því er til íslands kemur, eða það sem nauðsynlegt er til skilnings á ís- lenskum efnum í þessum greinum. Verður þetta nánar skýrt síðar í einstökum atrið- .um. En þetta er hjer tekið alt saman vegna þess, að fullur skilningur fæst ekki á þessum íslensku þjóðfræðum eða lífsgildi þeirra í fortíð eða framtíð, með því að snúa sjer eingöngn að bókmentunum eða hinu andlega lífi í þrengri merkingu orðs- ins. því engin þjóð lifir á bókmentunum einum saman, jafnvel ekki á „sögueynni“, þó gildi þeirra hafi hinsvegar verið mjög mikið. Mörgum mönnum, sem fást við svo- nefnd andleg störf, hættir oft við því að vilja líta með lítilsvirðingu niður á það, sem þeir kalla verkfræðingavit og vjela- menningu, peninga og „praktisku“, eins og mönnum hins svokallaða hagnýta lífs hætt- ir við því, að líta á hina eins og einhver leikföng eða „luxus“ í þjóðfjelaginu. Hvorugt er þó sanngjarnt. Gildi menning- arinnar er komið undir samvinnu og sam- ræmi hvorutveggja. þjóðfræði þessi, sem fyr getur, mætti að sjálfsögðu skoða frá fleiri sjónarmið- um en einu — og getur þó alt þetta tal um mismunandi sjónarmið oft verið fremur fánýtt hjal, til þess að vera ekki á sama máli og náunginn, heldur en að það sje beinlínis frjósamt fyrir úrlausn þess efnis, sem í hlut á, — að minsta lcosti hagnýta úrlausn þess. 1 því falli, sem hjer um ræðir, mætti hugsa sjer athugun þjóð- fræðanna t. d. í alþýðumenningu og lærðri menningu. En það er hvorutveggja, að jeg hefi annarsstaðar reynt að benda á það, að milli þessara tveggja „stefna“ sje ekki það djúp staðfest, sem menn nú vilja stundum vera láta (ísl. endurreisn bls. 102 o. áfr.), og svo yrði þetta of umfangsmik- ið í einu. Og kemur að öðru atriðinu síð- ar. Hjer verður því að hinu vikið, að at- huga þessi þjóðfræði, að því er kemur til svonefndrar æðri mentunar í landinu og þeirra stofnana, sem hún hefir verið eða er tengd, eða ætti að vera tengd, s. s. skól- anna eða háskólans sjerstaklega og þeirr- ar afstöðu og áhrifa, sem honum eru ætl- uð í almennu menningárlífi þjóðarinnar. þarf þar að athuga þrjá þætti, söguna, 0

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.