Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 16.09.1924, Side 3

Lögrétta - 16.09.1924, Side 3
LÖGRJETTA 8 STRANDWOLD & DÚASON SÍMNEFNI: DÚASON. ADMIRALGADE 21. KÖBENHAVN K. Selja í umboðssölu allar íslenskar afurðir fyrir hæsta verð. Útyega allar erleudar vörur. að draga úr áhrifum greinarinn- ar. Gerir hann þetta að vissu leyti á skáldlega vísu, en útkoman verð- ur nokkuð brosleg. Að hann talar um Júdasarbrag á grein minni, stafar víst af því, að í sambandi við sjálfan sig dettur honum meistarinn í hug, eins og Sölva Helgasyni forðum. þótt grein mín kæmi í Tíman- um, sem reyndar aldrei var mín meining, vænti jeg að enginn taki þar fyrir minna mark á henni, enda var hún allri pólitík óviðkom- andi. Annars ætti Garðar að fara að sjá það, að verslunarmál og stjórnmál eru svo óskyld mál, að vígi hans í sjerstökum stjómmála- flokki verður honum ekki einhlítt í verslunarsökum, þótt hann hing- að til hafi haldið þar dauðahaldi og burstað sig óspart upp úr pólitík. Að hinu leytinu virðist aðal- stjórnmálaflokkum landsins það í alla staði ósámboðið, að sameina sig svo verslunarmálum sem nú er. Öll atvinnumál og framleiðsla eiga heimtingu á stjórnarfarsleg- um stuðningi,án tillits til þess,hver í hlut á, og giftusamlegra mundi hinum nýja íhaldsflokki að hafa ekki fjelag við neinn sjerstakan atvinnuflokk og blöð sín óháð. Að í aðalstj órnmálablöðunum kenni t. d. áhrifa frá öðrum eins manni og Garðari, virðist sjerhverri lands- stjórn ósamboðið og óheillavæn- legt. Jeg vænti að lokum, að Garðar sýni þolinmæði, þótt svo iengi hafi dregist með svar mitt, sem stafar af fjarlægðinni', og því, að annað þarfara er að starfa, sem situr í fyrirrúmi. Flögu 30. ág. 1924. Magnús Stefánsson. ---o---- Heilbrigðismál. Frh. II. B. Hjá pjóðverjum. I. Mánaðarnámsskeið fyrir mæður, haldið á hinu stóra bamasjúkrahúsi Augusta Victoria í Berlín, 4 sinnum á ári. Fyrirlestur 4 sinnum ó viku, l1/3 klukkustund í einu. 1. Skýrt fyrir mæðrum, hverja þýð- ingu ungbarnadauði hefir fyrir þjóð- ina í lieild sinni og fyrir hvern ein- stakling, sýnt fram á, hvernig afstýra má ungbamadauða. -Brýnt fyrir rnæðr- unum að eiga hlut að því, að sem flest ar mæður sæki slík námsskeið eða leiti sjer á annan hátt nauðsynlegrar fræðslu í þessum efnum. 2. Lýsing á nýfæddu barni, þörfum þess og hverníg þeim verður best full- nægt. Sýnd með tölum hæfileg fram- för barna. Heilbrigðiseinkenni. þyngd barna (tölur, töflur). 3. Almenn heilsufræðisleg grundvall- aratxlði. Smitleysiskenningin(aseptik) útlistuð. 4. Hirðing ungbarna. Laug. þrif al- ment; skift á barni og undir því (að- ferðin sýnd); barnaduft; klæðnaður; bai’nsrýjurnar; rúm barna; herbergið sem þau eru í (lýst hvernig æskilegast sje), sýnt hvei’nig á að halda á barni, taka það upp, ganga með það; skýrt hvenær má fara að æfa það á að standa, ganga með, ganga áfram. 5. Skýi't hvemig farið er að venja börn snemma á hreinlæti, venja þaú á reglulegar máltiðir o. s. frv. 6. Ilirðing ungbarna alment. Skýrt fyrir mæðrunum i hverju hún er frá- brugðin hirðing á eldri börnum. 7. Kent hvernig fara ber með börn sem fædd eru fyrir tíma. 8. Næring ungbama. Skýrt fyrir mæðrunum hversu afai’mikla þýðingu það hafi að hafa börn á brjósti, — hversu mikill munur sje ó dauðatölu pelabama og brjóstbarna, og að brjóst- börnunum sje síður kvillasamt en pela börnunum. þetta er sýnt með tölum og töfium. Hverju sætir það, að konui' þykjast ekki geta iiaft börn sín ó brjósti. — Vantar mjólk í konur? Hvað getur valdið því, að mæður geta ekki með nokkru móti haft böm sín á brjósti þá sjaldan það kemur fyrir? Sýnt hvernig leggja skuli barn á brjóst. 9. Hirðing konubrjósta, og ýmislegt nánar um það, hvernig börn em lögð á brjóst, holubrjóst, litlar geirvörtur o. s. frv. (alt sýnt). 10. Börn vanin af brjósti. Ilvenær? hvernig? og margt fleira um þessi efni. 11. Peli gefinn ásamt brjóstinu þeg- ar svo ber undir (móðirin í vinnu- stundum fjarri heimili sinu o. fl. þessh.). 12. Aukamatur fyrir ungbarnið. 13. Barnfóstrui’. Börn lögð á brjóst annara kvenna en mæðra, —- hverjar sjerstakar ástæður geta verið til þess. þetta skýrt frá sjónarmiði siðfræðinn- ar (móðurástin, sem barnið fer á mis við að einliverju eða rniklu leyti) og írá læknisfræðilegu sjónai’miði. 14. Gerfifæðsla ungbarna. Meðferð kúamjóikur (i mjólkursölubúðum og í heimahúsum (geymsla o. fl.). þrif á kúm, fjósi, mjaltakonum, mjólkurílát- _um o. s. frv. Soxhlet suðuáliald sýnt og hvernig það er notað. Pelinn. Totur. Hvernig peli er gefinn. Blöndun mjólk ur og hve mikið er gcfið i einu. Einföld- ustu mjólkurblöndur. Hugtökin mál og vog skýið. — Hvað kemst barnið af með minsta fæðu? Hálfsmánaðar. II. Námsskeið i ungbarnahii’ðingu og hjúkrun ungbarna. Haldin út um sveitirnar af umferðakenslukonu, sem er útlærð hjúkrunarkona og lokið hef- ir sjerstöku nómsprófi í ungbarna- hjúki’un; kent síðari hluta dags að af- lokinni vinnu, nokkrar kl.stundir á kvöldi. (Tekið úr Zeitschr. f. Sáug- lingsschutz, III. 3. h.). 1. Rúm ungbarnsins og klæðnaður. a. rúmið, lýst rúmstæðinu, t. d. körfubarnarúmi, — og hverju einasta plaggi fyrir sig, lýst ýmislegum gerð- um á undii’dýnum og koddum, sýnt að þetta má búa til hvorttveggja svo að segja á hverju einasta heimili án tilfinnanlegs kostnaðai'. Sýnt fram á skaðræði af þungum fiðursængum; brýnt fyrir mæðrunum og námsmeyj- unum hve nauðsynlegt sje að halda rúmfatnaði barna vel hreinum og viðra hann helst daglega. b. Klæðnaður ungbarna; lýst hverri spjör og sýnt hverskonar efni sje hent- ugast i livert plagg; sýnt fram á að reifar eru óhæfir. Æfingar: námsmeyjarnar látnar búa um rúm fyrir ungbörn; látnar sniða efni í dýnur og búa þær til að öllu leyti. 2. Laugin. Lýst nauðsyn á daglegum laugum, sýnt hvað til þurfi og hvern- ig og með hverju þurka skuli barns- kroppinn á eftir. Hitinn ó laugarvatn- inu. Skaðlegt að þvo munn barnsins innan. Æfing: búið til laugar, barn laugað, þurkað, klætt. — 3. Skift á barni. Lýst vandlega hör- undinu og starfsemi þess, sjerstaklega lýst barnshörundi; minst á stráduft og fituábruði, hvenær hafa skuli, og hverskonar og hvernig nota. Æfingar: námskonurnar lótnar sýsla alt þetta fyrir augum kennarans, og svo klæða barnið. 4. Almenn hirðing á ungbarni. Nauð- syn á að vei’ja bai’nið ofkælingu, — snöggum umskiftum hita og kulda. Hitaflöskui’. Naflahirðing og umbúð- ir. Hirðing ó augum. Æfingar: búið um nafla á barni, sniðin ungbarnaföt öll. 5. Næi’ing ungbarna. Brjóstamjólkin, yfirburðir hennar yfir pelann, í fyrsta lagi fyrir barnið og í öðru lagi fyrir móðurina. Lýst hve miklu meii'a mót- stöðuafl brjóstbörn hafa gegn öllum sjúkdómum heldur en pelabörn. Lýst ýmsum varúðarreglum fyrir vanfær- ar konur. Hirðing ó brjóstum. Æfingar: endruteknar allar fyrri æf- ingar: búið upp rúm, barn laugað, klætt o. s. frv. 6. Næring ungbarna (framh.). Hve oft þai’f barn að fá að drekka? Bam viktað (kend aðferðin). Brýnt fyrir námsmeyjunum að halda ríkt á reglu- bundnum máltíðum. Á hverju á kona að nærast sem hefir barn á brjósti? Æfingar. Viktun ungbarna. Sniðin og saurnuð ungbarnaföt. 7. Gerfifæða. Sýnt fram á, hversu öll gerfifæða getur valdið sjúkdómum og dauða þeirra ungbarna, sem eru svo óheppin að geta ekki notið móður- mjólkui’innar. í stað móðurmjólkur (þegar hún ekki fæst) má nota dýra- mjólk, kúa-, geita-, kapla. Æfingar: sýnishorn af mjólk ýmis- lega tilhafðri, úr þessum skepnum, og konumjólk; mismunur á konu- og skepnumjólk, fitumagn o. f 1., kent að þekkja góða mjólk, hreina, með hæfi- legu fitumagni. Mjólk hituð og blönd- uð. 8. Gerfifæða (frh.). Enn æfingar í blöndun mjólkur, sagt og sýnt hvað láta á í blandið, og hve mikið af hverju. Sýnt Soxhlets-áhald, peli, tota. Æfingar: sýnd og skýrð aðferðin til að nota Saxhlets-áhald, Námsmeyjar látnar búa til barnsmjólk með áhaldi þessu, látnar blanda mjólkina sjálfar o. s. frv. Kend þrif á barnspela og totu, sýnt hvernig þetta er geymt (milli þess sem það er notað). 9. Gertifæða enn (frh.). Barnið fer að fá ábæti, — fasta fæðu (ávaxta- safa, gi'ænmeti, bygggrjónaseyði o. fl. þessh., grauta). Barn vanið af brjósti. Æfingar: tilbúningur á ýmiskonar grænmetisfæðu fyrir ungbörn, ávaxta- safa og mauki og þessh., tilbúningur á bygggrjónaseyði o. s. frv. Fyrri æf- ingar allar endurteknar, barn laugað, klætt, viktað o. s. frv. 10. Fæða bams á 2. ári; saminn mat- arseðill fyrir daginn, mai’gvíslega sam- settíir. Brýnt fyrir nemendum skað- semi áfengis, kaffis, tes o. þessh. Hvað á barn að þyngjast á 2 fyrstu aldurs- árunum? Æfingar: nemendur látnir sjóða hafragraut og ýmsa aðra grauta. End- urteknar allar fyrri æfingar. 11. Vöxtur barns á 2 fyrstu aldurs- árunum. Melting; tanntaka; „prettur- inn“ (pretta-totan).Bólusetning. Ámint um að gera lækni aðvart ef eitthvað ber út af. Meðferð á barninu þangað til læknir kemur til. Harðlifi barna og hægðaleysi, niðurgangur, sagt fyrir um hvað gera skuli þegar þetta kem- ur fyrir. Æfingar: hvernig eru lagðir á kald- ir bakstrar, heitir bakstrar? Endur- teknar allar fyrri æfingar. 12. Vöxtur barns á 2 fyrstu árunum (frh.). Jiarf að ganga um gólf með börn, kveða við þau, hampa þeim, rugga þeim? Áhrif ljelegra híbýla á heilsu bamsins. — Nauðsynin á því að venja börn þegar frá fyrstu tíð á regiulegar máltíðir, reglulegar hægðir o. s. frv. („að segja til“). Fyrsta leik- fangið. Æfingar: endurteknar allar fyrri æf- ingar, þangað til hver einasti nem- andi er búinn að ná leikni í hverju einasta handtaki við alt, sem kent hef- ir verið. Búið til eitthvert einfalt og óbrotið leikfang. — Fleiri „tíma-töflur“ eru til yfir kenslutilhögun í þessum efnum, en flestar svipaðar þessum. Frh. Gamall læknir. ----o---- Garðyrkjusýning. Garðyrkj ufj elag landsins gekst fyrir því, að haldin var garðyrkju- sýning í Reykjavík dagana 30. og 31. ágúst. Bæjarstjóm styrkti sýn- inguna með því að lána húsrúm fyrir hana endurgjaldslaust í B arnaskólanum. Sýnendur voru alls 36, af þeim voru 33 úr Reykjavík, 1 úr Mos- fellssveit, frá Reykjum, og 2 úr Khöfn, er sýndu hjer verkfæri ýmiskonar og áhöld, voru það Köbenhavns Havefröforsyning og hlutafjelagið L. Dahnfeldt & Theo- dor Jensen. Sýnendatalan skiftist þannig: 6 sýndu verkfæri, 25 sýndu blóm- jurtir, 14 sýndu matjurtir og 1 komtegund (bygg), er hjer hafðl vaxið í sumar. Af þessum 46 sýndu 10 í fleiri en einum flokki. Mesta athygli vakti blómasýn- ingin, enda var þar mjög mikið úr- val garðblóma. Menn dáðust einna mest að antirrhinum, leokoj, aster, lúpinum og ekki síst klukkublómi (campanula medium), er nú, á öðru ári, var mjög stórvaxið, al- þakið bláum blómum. það var auð- sjeð á öllu, að blómræktin hafði lánast vel í sumar og að fallegir garðar eru hjer í bænum miklu fleiri og fjölskrúðugri en almenn- ingur veit um. Meðal matjurtanna bar mest á blómkálinu. Stór og myndarleg höfuð frá 6 sýnendum. Gróðrar- stöðin í Reykjavík sýndi, auk blómkáls, gott safn af kartöfluaf- brigðum og rófum. Frá Reykjum í Mosfellssveit voru margar teg- undir matjurta. það er hitinn í jarðveginum, sem hjálpar þar upp á sakimar. þaðan voru grænar ertur fullvaxnar og hnúðkál, Wienerglas, blátt (yfirjarðar kál- rabi) um D/4 kg. að þyngd; auk þess steinseljurætur og pastinak- lands og Englendingar til Frakklands o. fl. 0. fl., eins og alkunnugt er. En alt þetta sýnir nú það, að þessi mentamannaskifti milli þjóðanna eru eng- anveginn við það bundin, að skólaskortur sje hjá þeirri þjóðinni, sem burt sendir mennina, eða að mentun hennar sje að öllu ómerkari eða máttarminni en hinna. Skiftin eru ekki til þess, að ein þjóðin geti sparað sjer skólahald á kostnað ann- arar, og lagst í öskustó aðgerðaleysisins, heldur til þess að halda vakandi frjósömu samstarfi þjóðanna í menningunni og gefa einstaklingum færi á aukinni útsýn ann- arsvegar — og hinsvegar til þess að halda við heilbrigðri kepni milli skólanna á því eða þeim sviðum, sem þeir geta eða vilja helst starfa hver um sig. Að því er til ís- lands kemur sjerstaklega, mundi þetta að sjálfsögðu koma fram á þann hátt, að hjeðan yrði að senda menn til margvíslegs náms að öllu leyti, sem ekki væri kostur að halda hjer neitt uppi í fyrirsjáanlegri framtíð, og að senda menn til aukinnar reynslu í ýmsum öðrum greinum, sem þó eru hjer til, eftir því sem efni leyfa, og eins og tíðkast með öðrum þjóðum, þó stærri sjeu. Hinsvegar ætti það líka að koma fram þannig, að háskólinn hjer yrði efldur svo, að hann gæti öðlast forustu í sinni sjergrein gagnvart öðrum skólum er- lendis. Og sú sjergrein á auðvitað að vera íslensk þjóðfræði — en það er grein, sem víða snertir meira eða minna öll germönsk fræði eða norræn. Allir þeir útlendingar, sem vilja verða vel að sjer í þeim, þurfa oftast einhverja þekkingu íslenskra þjóð- fræða. þá þekkingu á hvergi að vera betra að fá en á íslandi sjálfu. Reynslan sýnir það líka, að ýmsir erlendir stúdentar hafa þegar leitað hingað í þessum efnum (einir 10—12 frá 5 þjóðum) og mundi verða enn- þá meira, ef viðkomandi deild yrði komið í betra horf en nú er. íslenski háskólinn þarf því alls ekki að vera einungis þiggj- andi, heldur einnig gefandi. I þessu sambandi þarf ekki að rekja nán- ar sklpulag íslenskra utanferða í einstökum um atriðum, en ætlunin að koma að því seinna sj erstaklega. Hjer má þó geta þess, að fyrir stúdentum vel flestum vakti það eftir stofnun háskólans og einkum kring- um 1918, að skipulagsbundnar utanferðir gætu haldist, bæði meðal stúdenta og kandídata, þannig, að sem flestir gætu jafnframt heimanámi sínu, stundað nám á góðum stöðum erlendis, með framlagi af opinberu fje (og með stúdentaskiftum). En stúdentar hafa ávalt verið þeirrar skoðunar, að þeir ættu sanngirniskröfu til slíks fjár, til uppbótar fyrir Garðstyrkinn. þessu varð þó ekki þannig fyrir komið, því bæði háskóla- og mentaskólakennarar voru andvígir utanförum stúdenta af ýmsum ástæðum,- og var því utanfararstyrkurinn gerður að kandídatastyrk eingöngu og tal- ið, að hann kæmi þá að betri notum. Verð- ur það ekki rökrætt meira á þessum stað. Hjer hefir aðeins átt að benda á það, að utanferðirnar og heimaskólarnir þurfa á engan hátt að rekast neitt á. Utanferð- irnar einar geta, úr því sem orðið er, ekki komið í skólanna (eða í þessu tilfelli, há- skólans) stað eða útilokað nauðsyn hans. Spurningin er því eftir sem áður sú, hvern- ig háskólanum verði haganlegast fyrir komið. Og hana verður því að athuga sjer- staklega og svara henni, án þess að af- staðan til utanferðanna eða erlendra áhrifa og sambanda komi þar frekar við sögu en þegar hefir verið rakið. Hvoru- tveggja þarf að haldast í hendur. , því verður heldur ekki andmælt með sanngirni, að utanfarir og erlend áhrif hafi haft margvíslegt og frjósamt gildi fyrir íslenska menningu. þó tala menn, eins og að líkindum lætur, nokkuð af yfir- borðsskoðun um þessi efni, því nákvæm söguleg eða menningarsálfræðileg rann- sókn á þessu hefir ekki enn verið reynd að ráði. En það er þó eftirtektarvert um þessi aðkomuáhrif, að þegar til lengdar ljet gátu þau aldrei rofið til fulls það innlenda þró- unarsamband, sem fyrir var í þjóðlífinu, — þau voru feld inn í þá menningu, sem til var. Tilgangur samskiftanna við erlent menningarlíf var ekki eyðing þess inn- lenda, heldur efling þess og endurnýj- ung á gömlum grundvelli í nýjum anda. því íslensk menning hefir lifað á því ekki síst, að hún var íhaldssöm menning, án þess að vera afturhaldssöm, einangrun- argjörn eða þröngsýn, bæði að því er snert- ir innlenda og erlendra nýbreytni (sbr. um þetta Isl. endurreisn bls. 10—11). þetta kemur líka fram í skóla- og menta- málunum, ekki einungis um þróunina inn- anlands, eins og fyr segir, heldur líka um afstöðu utanferðanna. þeim var ekki ætlað að veikja sambandið sem fyrir var heima, heldur styrkja það. þrátt fyrir all- ar utanfarir og erlend áhrif, — sem vafa- laust hafa oft orðið einstaklingunum góð- ur skóli, — náði þessi erlenda skólamenn- ing aldrei þeim tökum á Islendingum, sem hún náði á öðrum Norðurlandaþjóðum. þeir höfðu vald á henni, en hún ekki vald á þeim. þess vegna gerðist það merkilega fyrirbrigði, að mitt í öldufalli hins öflug- asta heimsmáls, latínunnar, hófu menn á íslandi að rita á norrænu máli. þess- vegna varð ritöld Islendinga þjóðleg öld og sjálfstæð, en ekki latneskur útvöxtur. þess vegna gat hún líka orðið starfandi kraftur í lífsbaráttu eftirkomendanna, máttur til að halda lífi þeirra logandi og von þeirra vakandi. þess vegna hefir hún líka getað orðið yngingarlaug öðrum þjóð- um. Mönnum getur að vísu stundum hætt við því,eins og skiljanlegt er,að láta tilfinn- ingarnar einar ráða nokkuð dómum sínum í þessum efnum, og er ekki alt á marga fiska,sem menn bera þá oft á borð. En auð- vitað eiga þó tilfinningamar sinn rjett á sjer líka í þessu sambandi. En hvað svo sem þeim líður, geta menn að öðru leyti

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.