Lögrétta

Issue

Lögrétta - 11.11.1924, Page 1

Lögrétta - 11.11.1924, Page 1
Innlieinita og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Lögrjetta. Kaupendur Lögrjettu, sem ekki hafa enn greitt andvirði blaðsins, eru vinsamlega mintir á, að gera það sem fyrst, ekki síst þeir, sem skulda fyrir fiei ri ár. Lögr. liefir áður gefið skilvísum kaupendum kaupbætir l'imta hvert ár, og hafa það þá verið verð- mætar og góðar bækur. Nú verð- ur hún 20 ára í lok næsta árs, og rnega þá skuldlausir kaupend- ur hennar vænta kaupbætis, er þeir borga næsta árgang. Verður það nánar auglýst á sínum tíma. Innan skams mun byrja í blað- iuu mjög góð saga. Umvtia vsrolá. Ihaldsstjórnin enska. Símfregnirnar segja nú, að nýja enska íhaldsstjórnin sje um það bil fullmynduð. Forsætisráðherra er Stanley Baldwin, leiðtogi flokksins, sá sem var forsætisráð- herra á undan Mac Donald. Hann er fæddur 1867, stundaði háskóla- nám í Cambridge, hefir verið þing- maður frá 1908 og í fjármálaráðu- neytinu var hann 1917. Hann er stóreignam.,náskyldur skáldinu R. Kipling. — Utanríkisráðherra er Austin Chamberlain, f. 1863, son- ur Joseph Chamberlain, hins kunnasta stjórnmálamanns á sinni tíð. Hann varð þingmaður 1892 og hefir oft áður átt sæti í ráðuneyti, og fengist þar við fjár- mál, flotamál, póstmál og Ind- landsmál, en dró sig út úr þeim störfum 1917. En 1918 tók hann aftur sæti í samsteypustjórninni og 1919 varð hann fjármálaráð- herra. Hann hefir undanfarið ver- ið annar aðalleiðtogi íhaldsmanna í neðri málstofunni, ásamt Bald- win. — Fjármálaráðherra er Win- ston Churchill, f. 1874, sonur Randolp Ch. lávarðar, alkunnugs stjórnmálamanns, eins af sonum hins sjöunda hertoga af Malbo- rough.Að loknum háskólaárum sín um gekk hann í herinn, en þingm. varð hann 1895 og taldist til íhaldsflokksins, en hefir löngum þótt nokkuð óstöðugur í flokks- fylgi, en dugnaðarmaður, mælskur og harðsnúinn. 1904 gekk hann í frjálslynda flokkinn og var í hon- um til skamms tíma. Á síðkastið hefir hann verið utanflokka, en einn aðaltalsmaður þess, að ný flokkaskipan kæmist á, þannig að einungis væru til tveir flokkar, jafnaðarmenn og andstæðingar þeirra. Bauð hann sig um skeið fram sem óháðan jafnaðarstefnu andstæðing. Hann hefir átt sæti í ráðuneytum ýmsum frá því 1905, þá varð hann aðstoðarráðherra nýlendumála hjá Campell Banner- mann, síðan innanríkisráðherra hjá Asquith 1910, síðan flotamála- ráðherra frá 1911, en fór frá á stríðsárunum (1915) eftir deilurn ar um Dardanella-málin, en 1917 fór hann aftur í stjómina, og var hergagnaráðherra hjá Lloyd Ge- orge og árið eftir varð hann her- málaráðherra. Hann hefir einnig skrifað allmikið, var lengi við blaðamensku, einkum annálaður stríðs-frjettaritari, hefir einnig skrifað ferðabækur, skáldsögu og svo stóra æfisögu föður síns. — Lord-kanslari er Curzon jarl, f. 1859. Hann var utanríkisráðherra í síðasta íhaldsráðuneytinu, en er Reykjavík. þriðjudaginn 11. uóv. 1924. annars kunnastur fyrir afskifti sín af Indlandsmálum. Hann varð aðstoðar-ráðherra Indlandsmála 1891, og varakonungur á Indlandi 1899—1905. Áður hafði hann ver- ið utanríkisráðherra frá 1895— 98. Frá því 1910 varð hann leið- togi íhaldsmanna í lávarðadeild- inni. Hann hefir einnig verið kanslari háskólans í Oxford. Hann hefir fengist allmikið við ritstörf og skrifað bækur um Asíu-mál og | önnur stjórnmál og um skólamál. j Hann varð jarl 1911. — Indlands- j ráðherra er Birkenhead lávarður (áður Fr. Edwin Smith), f. 1872. Hann er lögfræðingur og hefir skrifað fræg rit um þjóðarjett o. fl. efni. Hann varð þingmaður 1906, lögfræði-ráðherra og sak- sóknari ríkisins (attourney-gene- ral) 1915—19, og síðan lord-kansl- ari. Hann var m. a. all-umsvifa- mikill í írsku deilunum 1914, og andstæður heimastjóminni. Hann er sagður meðal bestu ræðu- manna.. — Annara ráðherra er ekki getið í hinni nýju stjórn, enda eru þetta helstu embættin. Um hina helstu fráfarandi ráðherra var grein hjer í blaðinu, þegar þeir tóku við stjórninni. Niels Bohr. Lögrj. hefir nokkrum sinnum áður sagt frá ýmsum nýjum upp- götvunum eða kenningum í nátt- úruvísindum, þeim, sem sæmilega auðskýrðar eru öllum almenningi. M. a. hefir verið vikið að rann- sóknum eðlisfræðinganna Ein- steins og Bohr’s, hvors á sínu sviði. — Niels Bohr er prófessor í stærðfræðil. eðlisfræði í Kaup- mannahöfn (f. 1885), en hafði áður starfað m. a. í Manchester hjá Rutherford. Hann varð heims- frægur maður fyrir athuganir sín- ar um byggingu atomsins aðal- lega. — Nýlega hefir prófessorinn í fyrirlestri skýrt frá nýjum rann- sóknum, sem hann hafi gert um eðli ljóssins og orkunnar, og hafa þær vakið mikla athygli, þó ekki sje talið svo, sem kenningar hans sieu fullprófaðar ennþá. Meginkenningarnar um eðli ljóssins, eru emissions-kenningin svonefnda, sú, að ljósið stafi frá sjálflýsandi smáögnum, og Ijós- áhrifin komi fram þegar þessar agnir komi við nethimnu augans. þessi skoðun stafar frá Newton. önnur kenningin er bylgju-kenn- ingin svonefnda, og stafar hún frá lluygens. En samkvæmt henni er ljósið bylgjuhreyfing í æternum, ljósvakanum. Almennasta skoðun- m var þó sú, sem Maxwell setti íram 1873, að ljósið væri að vísu bylgjuhreyfing, en ekki „mekan- isk“, heldur rafsegulmagnsöldur. 1905 kom svo Einstein fram með sína skoðun, sem að sumu leyti nálgaðist aftur kenningu New- tons, því hann álítur Ijósið vera rafmagnskendar smáagnir. En Bohr telur ljósið aðeins bylgju- hreyfingar. Rannsóknir hans á þessu efni hafa einnig orðið til þess að vekja hjá honum nýja kenningu um eðli orkunnar (ener- gien), þar sem hann telur nú, að orkumagnið geti bæði aukist og minkað, orkan sje bæði að skapast og að deyja. En annars er sú skoð- un ríkjandi, kend við Rob. Mayer, að orkumagnið sje óbreytilegt í heiminum, þó orkumyndimar geti skiftst á. Á þessari áðurnefndu skoðun er líka Einstein. (Um ork- una geta menn t. d. lesið nokkuð í Sálarfræði dr. Á. H. B.). Ef þess- ar skoðanir Bohr’s ná fótfestu, bylta þær til allri efnjs-heims- mynd vísindanna. Síðustu símfregnir. Frá Madrid er símað, að lýð- veldissinnar hafi gert þar uppreisn gegn de Rivera stjóminni og hafi slegið í blóðuga bardaga. — I Italíu er sagt að andstæðingum fascismans vaxi stöðugt fylgi. Hef ir Mussolini bannað alla stjórn- málafundi fyrst um sinn. — Frá Vínarborg er símað, að ráðuneyti prelátans Seipel hafi beiðst lausn- ar vegna verkfalla út af launa- kröfum. Segir stjórnin, að launa- hækkanirnar, sem fram á sje far- ið, muni hafa það í för með sjer, að tillögur hennar til fjárhagsbóta ríkisins verði árangurslausar. — Frá París er símað, að Millerand fyrrum forseti hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem nefndur sje samband þjóðlegra lýðveldissinna, og er andvígur Herriot-stjórn- inni, enda sambræðsla úr hinum gömlu andstöðuflokkum hans. — Ýms stórfljót í Vestur-Evrópu eru í miklum vexti, svo sem Rín, Signa og fleiri ár í Frakklandi, þýskalandi og Belgíu. Hafa mikl- ar skemdir orðið, einkum á Rínar- bökkum. _ .. O--;- (16.—22. júlí 1924). Eftir Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum. ------- Niðurl. Kl. l01/> viðhafnarmikil guðs- þjónusta í dómkirkjunni. Gled- ítsch biskup prjedikaði og lagði út af Jóh. 1. 29: Sjá guðslambið, er ber synd heimsins. — Var sú ræða að nokkru hliðstæð og þó gagn- stæð tölu Marstrander kvöldið áður. — Að vísu þarf einn að drotna, en hitt er engu síður nauð- synlegt, að einhver beri byrðam- ar. Sá herrann er mestur, sem er allra þjónn. Og til þjónustu eru allir kallaðir. Undan þeirri skyldu ættu menn síst að færast, því hún er æðsta dygðin. — Eftir messu gengu Finnarnir, Svíarnir og Danimir, sínir að hverju sjúkrahúsinu í Niðarósi og sungu þar eina klst. fyrir fram- an. En mestum hluta dagsins var varið til að skoða ýmsa staði í ná- grenninu, t. d. Leirfossinn, smá- foss einn fyrir ofan bæinn — og svo Munkholmen, þar m. a. Griffenfeldt var hafður í haldi. Sjást þess nú engin merki, meira að segja búið að brjóta rúðuna, sem hann reit vísuna á. En fangels ið stendur enn, þó mikið breytt og viðgert. Kl. 8 e., h. hófst altarisgöngu- guðsþjónusta í dómkirkjunni. Ole C. Iversen dómprófastur í Björgvin, hjelt ræðuna. Komið allir! — við borð drottins er aldrei of þröngt skipað og það- an er engum vísað. Hver sem þú ert — ungur eða gamall, auðugur eða fátækur, sæll eða vansæll — jöfn er þörf þín fyrir að neyta af því, og þú munt mettur verða. Komið allir — heldur ekki hið ytra bolar nokkrum frá — mjer liggur við að segja — komdu líka, hvernig sem þú ert. Drottinn býð- ur þjer ekki síður þó þú sjert synd ugri en hinir, hann kallar á þig, þó þú eigir bágt — jafnvel ómögulegt með að trúa á helgi, hvað þá lífs- gildi þessarar máltíðar.--------- Láttu því ekkert aftra þjer. í þegar jeg var í fyrsta skifti til altaris, fyrir tilmæli vinar míns, svona rjett til að vera með honum, beit jeg í oblátuna, þegar prestur- inn sagði: „þetta er líkami Krists“, og hugsaði — það er það ekki. Fyrst löngu síðar komst jeg að raun um, að þessi kvöldmáltíð er stærsti leyndardómur lífsins — að á þessari stundu kemur Krist- ur til vor — vjer getum ekki skil- ið hvernig, aðeins kropið og hvísl- að: Drottinn minn og Guð minn. Hafir þú ekki reynt það, þá bið að þú megir finna það — kom, og þjer mun veitast það, nú eða síð- ar. — Dómprófasturinn sleit máli sínu, gekk með þrem kennimönnum öðr- um fyrir altari og þeir tóku brauð- ið og kaleikinn, gerðu þakkir og gáfu mönnum — nálega 6 hundruð stúdentum, sem einn af öðrum krupu við grátumar. Bænarmál þeirrar stundar mun ferskt í minni, þegar öll önnur orð þessara daga eru blásin burt. Og hver mun gleyma þeim guðs friði og helgi þeirri, er þá hvíldi yfir dómkirkjunni í Niðarósi? En hver og einn fjekk blessun eftir trú sinni. Mánudaginn 21. júlí. Kl. 10 biblíutími. Kl. II1/4 hófst fyrirlestur, sem hinn kunni prófessor Gustav Aulén (Svíþjóð) hjelt og nefndist: Heilög álmenn kirkja. — Kirkjan er heilög, því yfir henni er himininn opinn, hún er laus við mannlega þröngsýni,.hún er borin uppi af kærleikanum, er öllu trúir og vonar alt. Kirkjan er almenn, hún er hin rúmgóðu híbýli, þar sem allir eiga heima — hún er alstaðar þar sem andi Guðs og kærleikur Krists ríkir. Hinar sjerstöku kirkjudeild- ir, eru ekki kirkjan hver fyrir þig, en þær eru starfsmeðul hennar, svo að segja líkami hennar, en sál hennar — það er andi Guðs. Hvort tveggja heyrir saman. Hlutverk kirkjunnar er að vera hjálparmeð- al anda Guðs til þess að frelsa mannssálirnar. Kirkjan er ímynd föðurhandar Guðs. Grundvöllur hennar er Kristur, hún starfar í þessum heimi, en hún er ekki af þessum heimi. Kirkjan er aðeins ein — eining hennar er engu sterkari þó ytri siðir einstakra deilda verði samrýmdir — alt er undir því komið, að andinn sje al- staðar sá sami, því andinn einn kemur á lifandi samfjelagi. það er allra köllun að láta uppbyggjast, sem lifandi steinar í þessari einu heilögu, almennu kirkju. En á þessum niðurrifs- og upplausnar- tímum er það huggun vor, að vjer reisum ekki kirkjuna, heldur er það Guð, sem skapar hana.-------- Miðdegisverðurinn var nokkurs- konar kveðjumáltíð. Docent Boh- lin þakkaði fyrir Svía hönd, sjera Koch fyrir Dani, phil. mag. Greta Langenskiold fyrir Finna, jeg fyr- ir okkur Islendingana. Prófessor S. Michelet þakkaði borgarstjórn Niðaróss gestrisnina og eins Fjellbu forráðamanninum. Oddviti bæjarstjórnar, Bryn bankastjóri, og Fjellbu svöruðu. Síðdegis hjeldu margir heim- leiðis og vorum við Páll og Tómas meðal þeirra. þó var ekki mótinu að fullu lokið — en því var slitið seint um kvöldið eftir ræðu, sem sjera Erling Grönland hjelt í dóm- kirkjunni um samfjelag heilagra. ---O----- 59. tbl. Sparnaðamefnd hefir lands- stjómin nýlega skipað, samkv. ályktun síðasta þings. Hún á að gera tillögur um spamað í ríkis- rekstrinum. I nefndinni sitja L. H. Bjarnason assessor, Guðm. Hann- esson prófessor, þorst. þorsteins- son hagstofustjóri, Guðm. Svein- björnsson skrifstofustjóri og Ólaf- ur Briem sambandsforseti. Verslunai’samningur milli Is- lands og Lettlands var undirritað- ur í Riga 3. þ. m. og byggist á bestu ívilnunarkjörum frá beggja hálfu, segir í tilkynningu um jetta. Slys. þrír menn fórust nýlega í endingu í Ólafsvík: Guðm. Guð- mundsson úr Eyrarsveit, Guð- mundur Runólfsson úr Ólafsvík og Sigurður Bjarnason úr Fróðár- íreppi. Smygl. Við rjettarrannsóknir íefir orðið uppvíst, að formaður strandvarnabáts Suðurnesja, Ingi- mundur Nóvember Jónsson, hefir flutt vín í land úr þýsku smyglara- skipi, sem verið hefir um hríð hjer við land og nú er í haldi hjer á höfninni. Gengisnefndin hefir nú gefið út skýrslu um útflutning ísl. afurða i október, og er hún samin samkv. skeytum, sem berast frá sýslu- mönnum. Útflutningurinn nemur samtals tæpum 11 milljónum kr. (10.912.879 kr.). Stærsti liðurinn er verkaður fiskur, um 3 millj. 982 þús. kg. á um 4 millj. og 84 þús. kr., óverkaður fiskur var fluttur út fyrir 651 þús. kr. (1 millj. og 94 þús. kg.). Næsthæsti útflutningsliðui’inn var saltket (4141 tunna fyrir 2 millj. 369 þús. kr.). þriðji hæsti liðurinn voru gærur, rúml. 430 þús. kg., fyrir 1 millj. 189 þús. kr. þá er síld, 11700 tunnur fyrir 799 þús. kr. og síldarolía fyrir 385 þús. kr., lýsi fyrir 373 þús. kr. Aðrir hæstu lið- irnir eru: lifandi sauðfje fyrir 177 þús. kr. (3808 talsins), kælt ket fyrir nærri 44 þús. kr., ull rúml. 59 þús. kg. fyrir 262 þús. kr. og ísfiskur fyrir c. 345 þús. kr. og fiskimjöl fyrir 92 þús. kr. Af öðrum liðum má nefna skinn fyr- ir 45 þús. kr., rjúpur (nærri 50 þús. stk.) fyrir rúmar 44 þús. kr., garnir fyrir 15 þús. kr., gráðaost- ur (rúm 2 þús. kg.) fyrir rúmar 6 þús. kr., sundmagi fyrir 14 þús. kr. o. fl. Samtals nemur því út- flutningurinn á þessu ári um 65 milljónum og 840 þús. kr. og er slíkt fádæma veltiár. Gengið var skráð hjer svo síð- ast: pundið kr. 28.60, danskar krónur kr. 109.33, norskar krónur kr. 91.01, sænskar krónur kr. 167.71, dollar kr. 6.25, franskir frankar kr. 32.95. Ný fyrirtæki. Bankarnir kváðu hafa sent út brjef til að vara ein- staklinga og stofnanir við því, að leggja fje í ný fyrirtæki, og geng- isnefndin kvað hafa skorað á fjár- málaráðuneytið að áminna sveita- og bæjarfjelög um það sama. Dr. Petrus Beyer, yfirmaður oddfellow-reglunnar í Danmörku, er nýlega dáinn. Ingimundur Sveinsson er nú kominn úr hljómleikaferðalagi. Hjelt 10 hljómleika um Vestur- land, Barðastranda- og Isafjarðar- sýslu, þar að auki spilað töluvert á 4 gufuskipum, sem hann hefir ferðast með. Hann hefir gengið yfir fjöll og dali með fiðlu sína og alstaðar verið fagnað, þar sem hann hefir komið. Leið vel á ferða- laginu. X.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.