Lögrétta - 02.12.1924, Qupperneq 2
2
LÖGRJETTA
Heilbrigðismái.
Frh. II.
Tímatöflumar um kensluna i
Englandi eru frá 1910; þetta er
þó ekki nema lítill hluti af því, sem
kent er í heilbrigðisfræðum þar,
því að almenn heilbrigðisfræði
hefir líka verið kend þar í öllum |
stærri barnaskólum, þar sem því j
hefir orðið við komið. En eftir j
ófriðinn mikla hefir þessi kensla
verið aukin að mun, og ei nú á leið-
inni að verða skyldunámsgrein í
öllum skólum, sem styrks njóta af
ríkinu, og sömuleiðis kensla í
„hjálp í viðlögum“.
Tímatöflurnar frá þýkalandi
eru frá árunum 1910—1911, en á
ferð minni til þýskalands 1921
spurðist jeg fyrir um þessa
kenslu og sögðu læknar, að með-
an heimsstyrjöldin mikla stóð yfir
1914—18, hefðu þeir af fremsta
megni reynt að halda öllu í sama
horfinu og áður, og eftirstyrjöld-
ina hefði kenslan síst verið mink-
uð, því að þeir hefðu mist fleiri
ungbörn á stríðsárunum og eftir
þau, heldur en áður, vegna harð-
rjettis, og vilja því heldur auka
alla slíka fræðslu um ungbama-
meðferð og yfir höfuð alla kenslu
í heilbrigðisfræðum í öllum skól-
um, sem þeir gætu frekast við
komið.
En það virðist sem öllum heilsu-
frömuðum með þjóðverjum og
Englendingum, og Bandaríkja-
mönnum líka, komi saman um, að
aðalmeinið í öllum heilbrigðismál-
um sje hin mikla vanþekking al-
mennings í þessum efnum. Sje því
eina ráðið að bæta úr þessum
þekkingarskorti með sem almenn-
astri kenslu í skólum í þessum
fræðum. Lýsa þeir allir svo átak-
anlega þessari vanþekking al-
mennings á öllum heilbrigðismál-
um, hver í sínu landi, að óvíst er
að okkar bölsýnustu mönnum tæk-
ist öllu betur, ef þeir leystu frá
skjóðunni og færu að lýsa ástand-
inu hjer í landi í þessum efnum.
það er sem sje alkunna, að sú
kenning sumra bölsýnismanna er
að verða hefðfest hjer á landi, að
vjer íslendingar sjeum allra þjóða
nftastir í öllu er að heilbrigði lýt-
ur. það er búið að prjedika þetta
svo lengi, að margir, já, alt of
margir, eru famir að trúa og eru
jafnvel orðnir vantraðir á að okk-
ur sje nokkurrar viðreisnar von í
þessum efnum. Hæpið mun þó
vera, að halda þessum dómi fram
til streitu sem algildum, enda mun
Lesbók Lögrjettu VIII.
Hannes Hafstein
(1861-1922).
Erindi flutt á íþróttamóti Hjeraðs-
sambands Borgarfjarðar sunnu-
daginn 6. júlí 1924.
I.
Skáldið og stjómmálamaðurinn
Jlannes Hafstein ljetst eins og
kunnugt er þann 13. dag desember-
mánaðar árið 1922, og var jarðað-
ur þann 22. sama mánaðar á al-
þjóðai kostnað.
það hefir verið ýmislegt um
hann iltað í blöðunum af gömlum
samherjum hans og flokksmönn-
um, en ekkert má af því ítarlegt
heita, nema ritgerð sú, sem þor-
steinn ritstjóri Gíslason hefir
skrifað um hann í Andvara, tíma-
riti hins íslenska þjóðvinafjelags,
árið 1923.
Jeg hygg því, að það sje ekki
hægt að segja það, að það sje að
bera í bakkafullan lækinn, þó hjer
verði í dag farið nokkmm orðum
um starfsemi þessa mikla manns,
sem eflaust á öllum tímum mun
skipa einn virðulegasta sessinn í
sógu þjóðar vorrar.
Jeg veit að vísu, að hjer geta
verið margir, sem þekkja sögu
hans eins vel eða betur en jeg af
blöðunum frá þeim tímum, að
ZKTVIE'ÐJ'-A.-
4
Cá- vi (9 xxx undur 3igurðsso xxy lcavipi(jelagsstjóri á Hvammstanga.
f. Í3B. marts 1876, d. 14. jarx_ 1ÖS3.
Við þektumst snemma um æfi-árdagsskeið,
og áttum saman þrár um blómaleið,
því gullstrengjaða gígju vonin snart,
og gjörvalt lífið var þá sólarbjart.
En leiðir skildu og leiti á milli bar,
því landið kaus jeg, sem að fjarri var;
þá vissi jeg, að voru heit þín strengd,
að vinna íósturjörðu’ í bráð og lengd.
þú festir konu og settir saman bú,
í sigursterkri iðjumannsins trú,
og fjekst hið besta er fellur manni í skaut,
þá fylgd, sem reyndist jöfn í gleði og þraut.
þú aldrei fyrir andbyr neinum vjekst,
en eins og hetja að hverjum starfa gekst
með sameinuðu þreki í hug og hönd,
þú hefir brotið veg um grýtta strönd.
Og af því vanstu óskift granna traust,
en ekkert rósabeð er þyrnalaust,
og þegar gæfusólin sveif þjer hæst,
var sortaský að færast himni næst.
Er flóttinn brast í forna vinasveit,
þá fóru mál að verða sundurleit,
og griðin rufust eins og oft til ber,
en allir sannir vinir fylgdu þjer.
þú áttir gnægð af eldi kærleikans,
og einnig viljakraft hins sterka manns,
svo mörgum snauðum vinur varstu í raun,
en vanþakklæti er oftast heimsins laun.
„Alt kemur senn að svinnum“, Grettir kvað,
og sannarlega varstu að reyna það,
en þó sá enginn þjer væri um of,
að þola banvæn sár og trygðarof.
Jeg þakka fyrir öll þín efndu heit,
og unnið starf í vorri kæru sveit,
og marga góða og gleðiríka stund,
og göfugmensku og sanna karlmannslund.
Nú ertu genginn inn á æðri stig,
svo enginn rangur dómur hryggir þig,
og víst er gott að geta fundið frið,
ef fer að sækja að þetta skuggalið.
Jeg sje í anda ljóma fögur lönd,
sem liggja beint á móti jarðlífs strönd,
hvar dagur æ frá dýrðarhimni skín,
í drottins friði hvílir sálin þín.
Jón S. Bergmann.
oft beitt ýmsum ögrunarorðum,
stundum öfgakendum, af heilagri
vandlætingu einni saman og ein-
lægri löngun til þess að hvetja
fólkið til framtaks og framfara í
þeim efnum, sem einna helst þyk- I
ir aflaga fara. Er þetta síst last-
andi, ef ekki er of langt farið, svo
að úr verði víl og vonleysi, eða
vantrú, að nokkru verði umþokað
til umbóta. Sannleikurinn mun
vera sá, þegar öllu er á botninn j
hvolft, að í öllum löndum er pott-
ur brotinn, eins í þessum efnum 1
sem öðrum. Væri freistandi að
færa til nokkur dæmi um ástandið
með öðrum þjóðum í sumum atrið-
um, sem þetta mál snerta, en það j
skal þó ekki gert að þessu sinni. j
Er ekki ólíklegt, að það eigi hjer
við um þá menn, sem alt lasta
hjer og níða, þetta gamla: „þjer
finst alt frægst sem fjarst er“, og
þetta djúpviturlega spakmæli Jó-
hanns skálds Sigurjónssonar:
„Fjarlægðin gerir fjöllin blá og
mennina mikla“. En hvað sem j
bessum dómi annars líður, skal
I
það fúslega játað, að mörgu, já, j
því miður of mörgu, er stórum j
ábótavant hjer hjá oss í heilbrigð-
ismálum. En úr því að bestu menn
með helstu menningarþjóðunum
halda því fram (læknar, uppeldis-
fræðingar og aðrir framfara-
frömuðið), að mikla nauðsyn beri
til að bæta úr þekkingarskorti al-
mennings um alt er að heilbrigði
lýtur, og telja það jafnvel einustu
leiðina til verulegra umbóta í
þessum efnum, þá er mjer spurn:
Vill þá nokkur af okkar læknum,
uppeldisfræðingum og öðrum mæt-
um mönnum, er ætla mætti að ant
ljetu sjer um að íslendingar tæki
sjer fram sem allra mest í heil-
brigðismálum, halda því fram í al-
vöru, að hjer á landi sje hreinn
óþarfi að gera nokkrar umbætur á
ástandinu, sem nú er hjer í þess-
um efnum?
Ilver sá, sem athugar framan-
skráðar kensluáætlanir, hlýtur að
sjá, að þar (bæði hjá Bretum og;
þjóðverjum) er gert ráð fyrir, að
tilsögn þurfi, jafnvel í einföldustu
atriðum í heilsufræði og hjúkrun
ungbarna. Mundi þessa þá þurfa
hjer síður?
Nú er athugandi, að þessar
kenslu-áætlanir, er að ofan getur,
eru samdar fyrir hjer um bil
13—14 árum. En síðan hefir
margt breytst. Styrjöldin mikla
1914—1918 hafði víðtæk áhrif.
Eftir þann grimma hildarleik
opnuðust augu manna, meðal ann-
ars fyrir því, að ekki var alt með
feldu um ástandið heima fyrir í
heilbrigðismálunum. — Jafnvel
Bandaríkjamenn, sem lengi vel
hafa talið sig forvígismenn allra
framfara, sögðu sem svo: „Fátt er
svo með öllu ilt“ o. s. frv. „Við
höfðum þó það upp úr þessum
óíriði, sem annars varð okkur
býsna dýr, að við urðum þess vís-
ari, hve afarmikið oss er ábóta- j
vant í heilbrigðislegu tilliti. Við
urðum nú varir við ýmsar veilur,
sem við vissum ekki af áður, í j
heilbrigðisástandinu hjá okkar j
hraustu þjóð, sem við töldum
cera. Og þessi uppgötvun ætti að
verða oss mikilsverð áminning um
að stórkostlegra umbóta er oss
vant í þeim efnum“. — Og þeir
vinna nú ósleitilega að því, að
breyta hjá sjer og bæta um margt
í uppeldismálum, meðal annars j
með því, að auka að miklum mun j
kenslu í heilsufræði í öllum skól- j
um, umfram það sem áður var, og
efla alla líkamsrækt, sem þó var
talin talsverð fyrir ófriðinn
mikla, og það svo, að sumir töldu
um of. Frh.
Gamall læknir.
---o-----
hann lifði og starfaði á meðal vor,
en jeg veit einnig, að þeir geta
verið margir á meðal hinna yngri
manna, sem ef til vill ekki hafa
gert sjer þess ljósa grein, hvað
hann gerði fyrir land vort og þjóð,
ög til þeirra sný jeg þá fyrst og
fremst orðum mínum.
Jón þorláksson fjármálaráð-
herra getur þess í grein sinni um
Hannes Hafstein í Óðni árið 1923,
að eftir að heimastjórnin var
fengin árið 1904, þá hafi íslenskir
mentamenn og íslendingar yfir
höfuð skiftst í tvo flokka eftir
ólíkum hugsjónum. Annarsvegar
voru þeir, sem vildu vinna að verk-
legum og efnalegum framkvæmd-
um í landinu, en hinsvegar hinir,
sem höfðu „rj ettarstöðu landsins
og virðulegan sess þess við hlið
Danmerkur“ sem takmark sitt, en
öllum fanst þeim það eiga langt í
land, að hugsjónir þeirra rættust,
og voru flestir vondaufir í þeim
efnum — því þá vantaði foringj-
ann.
En hann fundu þeir einmitt í
honum, sem við byrjun tuttugustu
aldarinnar kvað þannig:
„Aldar á morgni vöknum til að vinna,
vöknum og týgjumst, nóg er til að
sinna.
Hátt ber að stefna, von við traust að
tvinna,
takmark og heit og efndir saman
þrinna“.
Nú vita allir það, að hin íslenska
þjóð er gömul menningarþjóð í
bókmentalegu tilliti, en hitt hugsa
menn ef til vill ekki eins oft um,
hve ungir við erum sem menning-
aiþjóð á sviði samgöngufæranna.
Flestar þjóðir álfunnar fengu
járnbrautir og síma um og eftir
miðbik nítjándu aldar, en það er
íyrst árið 1904, að hin íslenska
pjóð stígur fyrsta alvarlega spor-
ið í áttina til þess að eignast þess-
konar samgöngufæri.
Og eins og allir vita, þá var það
Hannes heitinn Hafstein, sem
steig það spor með ritsímasamn-
ingi þeim, sem hann gerði við Hið
mikla norræna ritsímafjelag i
Kaupmannahöfn í septembermán-
uði árið 1904, samning, sem skuld-
batt fjelag þetta til þess að leggja
sæsíma frá Hjaltlandi um Færeyj-
ar til íslands, en okkur á hinn bóg-
inn til þess, að leggja landsíma-
línu frá landtökustað sæsímans,
Seyðisfirði, til Reykjavíkur.
Upphæðin, sem landssjóður ís-
lands skyldi greiða mikla norræna
ritsímafjelaginu fyrir verk þess,
var 35 þús. kr. á ári í tuttugu ár,
en svo skyldi fjelagið greiða okk-
ur 300 þús. kr. fyrir það, að mega
leggja sæsímann á land á Seyðis-
firði í staðinn fyrir í Reykjavík,
og skyldi þeirri upphæð svo varið
til landsímalínunnar á milli þess-
ara staða.
þegar Hannes Hafstein lagði
þennan sinn minnisstæða ritsíma-
samning fyrir Alþingi sumarið
1905, þá voru þeir sumir stjórn-
málamennirnir í Reykjavík, sem
hjeldu, að með þessu tiltæki sínu
myndi hann og flokkur hans fara
með landið efnalega sjeð á haus-
inn, og til þess að fyrirbyggja slík-
an voða, hjeldu þeir hinn alkunna
bændafund sumarið 1905, þar sem
voru saman komin hátt á þriðja
hundrað bændur úr þeim fimm
sýslum landsins, sem næstar eru
Reykjavík, og samþyktu þar svo-
hljóðandi áskorun og ljetu birta
ráðherra hana: „Bændafundurinn
í Rvik skorar á alþingi mjög al-
varlega að hafna algerlega rit-
símasamningi þeim, er ráðherra
íslands gerði síðastliðið haust við
stóra norræna ritsímafjelagið.
Jafnframt skorar fundurinn á
þing og stjórn, að sinna tilboðum
loftskeytafj elaga um loftskeyta-
samband milli íslands og útlanda
og innanlands, eða fresta málinu
að öðrum kosti því að skaðlausu
og láta rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga".
Áskorun þessari svaraði Hannes
Hafstein mjög rólega og sagði, „að
það væri sannfæring sín, að sam-
band það, sem hann hefði útvegað
hjá hinu mikla norræna ritsíma-
Ritfregnír.
L
Mjer hafa á síðustu vikum ver-
ið sendar 2 nýjar bækur sunnan
yfir sæ og þrjár hjer prentaðar.
Ai síðast neindum þrem bókum
hei'ir tveggja verið getið allræki-
lega (eða órækilega) í blöðum og
tímaritum, en hinna ýmist alls
ekki, eöa þá ekki svo, að þess gæti
aö nokkuru.
Jeg vildi því gjai’na skýra al-
meimingi í'rá, hvað þær haía að
geyma, því að jeg hygg, að þær
sjeu ailar mjög merkiiegar, hver
upp á sina vísu. Tek jeg þær svo í
þeirri röð, er mjer bárust þær.
I. Islandische lleidemomane.
Uebertragen von Faul Herrmann.
Verlagt bei Eugen Diedrichs in
Jena 1923 (íslenskai' hetju-skáld-
sögur, þýddar af P. H. Á forlag
E. D. í Jena).
Bók þessi er 3+307+6 bls. í 8
blaða broti. Hún er þýdd úr Forn-
aidarsögum Norðurlanda og byrj-
ar á ágætum í'ormála eftir þýðand-
ann, prófessor Paul Herrmann.
Neí'nir hann þar hina alkunnu
frásögu í Sturlungu um bruliaupið
á Reykhólum og getur þess, að sú
öriagaríka kvöldstund, 4. d. ágúst-
mán. 1119, var fæðingarkvöld
hetj u-skáidsagnanna („lygasagn-
anna“) með vísum inni í frásögn-
inni. pá koma þýðingarnar, er þar
fyrst Völsungasaga (þeirra Nifl-
ungaljóð), þá Uagnars saga Loð-
brókar, þá Norna-Gests þáttur og
loks Hrólfs saga Kraka. þýðing
þessi er hin nákvæmasta og ágæt-
asta, bæði á bundnu og óbundnu
máli, og er skemtilegt að sjá, hve
vei fer á með þeim frændkonun-
um, þýskunni og íslenskunni, í
þýðingu, þegar vit, þekking og
hagleikur í orðfæri leiðir þær sam-
an og þýskan kemur fram í sinni
frumlegu mynd, leyst úr margra
aida fjötrum latneskrar tungu
(iöngum og flóknum setningum).
pýðarinn, prófessor Paul Her-
mann; er okkur Islendiugum að
góðu kunnur frá feröum sínum
hjer heima og vinnu sinni í þdrfir
íslenskra bókmenta, og bókum
sínum og ritgerðum um ísland og
starfi sínu í íslandsvinafjelaginu
þýska um mörg ár.
Bók þessi er 21. bindi þess
mikla ritverks, er nefnist Thule,
en svo kallar Saxo Grammaticus,
danskur sagnaritari á miðöldun-
um, ísland.
Hinn kunni forlagsmaður og bók
sali Eugen Diedrichs í Jena rjeðist
fjelagi, væri það besta og ódýr-
asta, sem unt væri að fá“, og þar
sem meirihluti alþingis var sömu
skoðunar, þá samþykti hann rit-
símasamninginn sumarið 1905.
Árið eftir, þann 29. september
1906, var sæsíminn kominn til Is-
lands og línan lögð á milli Seyðis-
fjarðar og Reykjavíkur, og Island
þar með komið í símasamband við
umheiminn.
En nú er eftir að vita, hvort
spár andstæðinganna um það„ að
landsíminn, sem síminn nú alment
er nefndur, myndi fara með landið
efnalega sjeð á hausinn, rættust
eða ekki.
því verður best svarað með
þessu:
Árið 1907 voru tekjur landssím-
ans alls 46,000 kr., útgjöldin
42,000 og tekjuafgangurinn 3800,
en árið 1915 eru tölur þessar orðn-
ar þannig: Tekjurnar alls 291,000,
gjöldin 107,00 og tekjuafgangur-
inn 183,000 kr. Og nákunnugur
maður hefir sagt mjer, að síðast-
liðið ár hafi tekjurnar verið yfir
1 miljón króna, en tekjuafgangur-
inn ekki eins mikill og búast mætti
við af svo stórri upphæð, þó eitt-
hvað á annað hundrað þúsund,
sökum þess, að línum og starfs-
fólki hefir verið fjölgað.
En þótt tölur þessar sjeu hjer
nefndar, þá vita allir, að það eru
ekki þær, sem hafa átt að borga