Lögrétta


Lögrétta - 08.01.1926, Síða 3

Lögrétta - 08.01.1926, Síða 3
LÖGRJETTA 3 Ú tvegsmenn og aðrir, sem steinolíu nota, skiftið við Landsverslun, því það mun verða hagkvæmast, þegar á alt er litið. — Olíuverðið er nú frá geymslustöðum Landsverslunar: SUNNA 30 aura kílóiö. MJÖLNIR 28 — — GASOLIA 22 — — SoLAROLIA 22 — — Olían er flutt heim til kaupenda hjer í bænum og á bryggju, að skipum og bátum, eftir pví sem óskað er. Sje varan tekin við skipshlið og greidd við móttöku, er verðið 2 aurum lægra kílóið. — Stáltunnur eru lánaðar ókeypis, ef þeim er skilað aftur innan 3ja mánaða. Trjetunnur kosta 12 krónur, og eru teknar aftur fyrir sama verð, ef þeim er skilað óskemdum innan 3ja mánaða. Ziandsverslun. Efnarannsóknarstofa íslands ---- Reykjavík 19. des. 1925. Hv. kaupm. Pétur Bjarnarson, Reykjavík. Samkvæmt áskorun hefir Efnarannsóknarstofan athugað kaffi- bætirinn Sóley og kaffibæti Ludvig David. Samsetningin reyndist þannig: Kaffibætir Kaffibætir Sóley Ludvig David Vatn.....................16,30°/0 l8,40°/0 Steinaefni (aska) ...... 4,80% 5,15% Köfnunarsambönd.......... 6,10% 5,70 % Feiti . . ................. 1,29% 3,20% önnur efni sykur, dextrin 71,60% 67,55% 100 % ÍÖÖ% Leysanlegt i vatni.......58,8% 58,5% Samræmingaefni hafa þýðingu: Köfnunarefnasambönd, feiti og nokkuð af því, er kallað er önnur efni. Eins og tölurnar bera með sér er fremur lítill munur á sumsvarandi efnum beggja tegundanna. Að sjálfsögðu koma aðeins leysanlegu efnin til greina við kaffi- lögunina. Þar á meðal eru þau efni sem gefa lit og bragð. Tilraun var gerð með að leysa úr báðum tegundum nákvæmlega á sama hátt og mæla síðan litarstyrkleikann á kaffileginum. Var ekki hægt að gera þar neinn mun á. Rannsóknarstofaii Trausti Ólafsson, Reykjavík. hitta óvininn í vandræðum með asna, sem lagst hefur undir þungri byrði, þá væri það skemti- legast að líta þangað brosandi og halda svo áfram. En Gyðingum var í lífsreglum þeirra ráðlagt, að gera þetta ekki. Asninn var á þeim dögum hverjum manni í Gyðingalandi ómissandi eign. All- ir áttu asna. það var því viðburð- ur, sem átti sjer stað á hverri stundu, að einhver tapaði asna sínum. Sá, sem hitti einn daginn asna óvinar síns á stroki, gat búist við að standa sjálfur í óvin- arins sporum næsta dag. það var því heppilegast fyrir báða, að koma sjer saman um, að gera hver öðrum greiða, þegar svo stæði á. Hjer er ekkert stórvægi- legt í efni. En Gyðingurinn varð að leggja höft á skapsmuni sína til þess að fá af sjer, að gera óvininum þennan greiða. I sálmunum eru aftur á móti dynjandi bölbænir kveðnar yfir óvinunum, en heitar bænir sungn- ar til drottins um að ofsækja þá og eyðileggja. „Eldsglóðum skal rigna yfir h.fuð þeirra. Drottinn skal láta þá falla í brennandi eld, eða í djúpar grafir, svo að þeir standi aldrei framar upp. . . þeir skulu sjálfir falla í þau net, sem þeir hafa lagt út fyrir okkur; í þær grafir, sem þeir hafa grafið og ætlað okkur að falla í, skulu þeir sjálfir falla, og deyja þar sví- virðilegum dauða! Og þá skal sál mín gleðjast um alla eilífð!“ — 1 slíkum heimi er það eðlilegt, að Sál undrist það, að óvinurinn Davíð drepur hann ekki, og að Job hrósar sjer af því, að hann hafi ekki glaðst yfir óhamingju óvinar síns. Aðeins í orðskviðum frá tímum skömmu fyrir daga Jesú hittast nokkur orð, sem boða kenningu hans: „Segðu ekki: jeg skal gjalda með illu. Bíddu eftir drotni, og hann mun frelsa þig“. óvinurinn skal fá hegningu, en af höndum, sem máttugri eru en þínar eigin hendur. þessi nafn- lausi siðameistari kennir líka miskunnsemi: „Ef óvin þinn hungr- ar, þá gefðu honum að eta, ef hann þyrstir, þá gefðu honum að drekka“, segir hann. þarna er um framför að ræða. En frá þessum lítt athuguðu lífsreglum, sem faldar voru í afkimum ritning- anna, gat hinn dásamlegi kærleiks- boðskapur Fjallræðunnar sannar- lega ekki fossað fram. niósi. Minningarstef um Mósa, reiðhest Sveins Sveinssonar frá Efralangholti í Gnúpverjahrepp. Fótviss, snar og frainsækinn, frægðar varinn safni, beisla rari mórinn minn Mósi var að nafni. Mikilfengur kostaklár kunnur mengi var hann; mig ó vengi fimur, frár fyrrum lengi bar hann. pó var lundin frjáls og fann flest óbundið gaman, þegar undum eg og hann einir stundum saman. pó að næddu niðdimm jel, nauða klædd í trylli, áfram þræddi’ hann veginn vel vitsku gœddur snilli. Margan sprettinn þekkan þá þreif hann rjettu spori; yfir klettaklungur grá, krafta mettur þori. Skarpt á fótum skaflastál skifti grjóti’ í salla; þaut úr gjótum gneistabál, glumdi’ í rótum fjalla. Óð með hreysti stríðan straum, steina kreisti úr snösum, hausinn reisti, rykti' í taum, rokum þeysti úr nösum. Jók á skeiði gammagný, grjótið kveið í flögum; skulfu heiðarholtin í hófa-reiðarslögum. Isabungum breiðum á byljir sprungu' úr skorum; undir sungu svellin blá sviftiþungum sporum. Hljóp sem svipur heiðardal, hraunaklip og merkur; hann var gripa vænsta val: vakur, lipur sterlcur. Hest jeg engan fegri fann fáknum spengilega, þvi mun lengi hjartað hann harms í þrengjum trega. Undir nafni eigandans. Sveinbjtfrn Bjttmsson. -...O----- Þriðja ferð mín um Húnavatnssýslu. Frá vatnshlíð yfir Vatnsskarðið fór jeg oían að Botnastöðum, svo ofan að Svartá g fram með henni; sá þar fremur litla laxaátu en ágæta hylji í ánni, einkum neðan við bæinn á Fjósum. Jeg kom þar heim, en þar var enginn heima, fólkið víst uppá heiði við hey- skap; fór svo út neðan við afla bæi og vestur yfir Svartá og að Syðratungukoti. þai' stutt norðan við túnið sá jeg tvær vatnslindir góðar til að byggja þar klakhús, ljet stein á þúfu við þá lindina, sem betri er, af því að þessar vatnslindir, sem hægt er að byggja við, eru svo óvíða. Fór um kvöldið að Ytri-Löngumýri, dag- inn eftir út á Blönduós. þar hitti jeg oddvitann Jónas á Kagarhóli og bað hann mig að fara með sjer þar út yfir Blöndu og út í Vatna- hverfið og skoða þar tvö vötn, og gerði jeg það. Gat ekki fengið að sjá þar silungsátu, en þar sunnan við er tjörn nokkuð stór, og leitst ínjer vel á hana. Mætti flytja bleikju-silungssíli í hana, ein 10 þúsund árlega fyrst, ef hún er nógu djúp til þess að botnfrjósa ekki. Jeg fór svo að Hjaltabakka um kvöldið. Jeg hafði áður lofað þórarni alþingismanni að koma til hans um þetta leyti eða þann 15. sept. Svo fór jeg þ. 13. sept. vestur í vondu veðri og að Víði- dalstungu um kvöldið. þar kom til mín sýslunefndarmaður Jónas frá Dæli og bað mig að fara með sjer um morguninn upp á Víðidals- tunguheiði og skoða þar nokkur silungsvötn. Við riðum fram allan Víðidalinn, og er það bæði langur og vondur vegur, og svo þar upp á heiðina langt; komum fyrst að Skálavatni. þar er silungsáta. Fórum svo mikið lengra suður og austur, að Melrakkavatni. það er slæmt vatn. þar næst fórum við langt til austurs og komum þá að Hólmavatni. þar var net í vatn- inu og 4 silungar í því. Jeg skoð- aði í maga þeirra og var þar góð áta, enda voru bleikjumar fall- egar. þetta er stórt vatn og má mikið gera með það. Svo fórum við að Bergárvatni. það er ágæt- lega vel lagað til að fá úr því mik- inn silung, enda sagður silungur í því. það er besta vatnið þaraa; líka sá jeg þar góða og mikla átu. Svo fórum við út að Lækjai> koti og svo út að Gafli. þar í tún- inu er ágæt vatnslind til að byggja þar nokkuð stórt silungs-klakhús. það er næst vötnunum og líka best að passa það og afla sjer hrogna. Svo um kvöldið fórum við ofan að Víðidalstungu; var þar um nóttina, og þá höfðum við Jónas á Dæli riðið hvíldarlaust í 12 klukkutíma og það mikið hart. Svo fór jeg um morguninn vestur yfir Miðfjarðarhálsinn, að Bjargi. Ekki var búið að klára þar klakhúsið, en átti að gera það næstu daga. Svo fór jeg fram að Torfastöðum og skoðaði þar vatns- lind; hún er brúkleg, og er jeg viss um að Magnús, bóndinn þar, lætur ekki dragast lengi að byggja þar silungsklakhús. Svo um kvöld- ið fór jeg út að Núpdalstungu. Var þar um nóttina. Svo út að Búrfelli. þar er alt í góðu lagi, bygt í vor, en sem fyrri er jeg hræddur um að vatnið sje of lít- ið í báða kassana, þó stuttir sjeu, en þó er nú ekki annað en að nota annan þeirra. Tafði jeg þar að vanda og fór Jón bóndinn þar með mjer út að Staðarbakka til Guðmundar hreppstjóra. Bað jeg svo þá báða, Guðmund og Jón, að sjá til að þessi 3 klakhús, sem nam staðar við glugga og las brjefið aftur. Og svo hljóp hún skellihlæjandi ofan stigann og út á götu. Einhver, sem mætti henni, spurði hana hvað það væri, sem henni þætti svona skemtilegt. „það eru menn uppi í sveit, sem eru að skrifa þessa líka litlu vitleysu til mín. þeir heimta af mjer fjörutíu franka. En þau fífl!“ þegar hún kom út á torgið, sá hún mannfjölda, sem safnast hafði saman umhverfis einkennilegan vagn, seni rauðklæddur maður stóð í og var að halda ræðu. þetta var umferða skottulæknir og tannlæknir, sem bauð mönnum heila tanngarða, opíumsdropa, duft og elixíra. Fantína gekk í hópinn og fór að hlæja, eins og aðrir, að ræðu hans, sem var prýdd skrílsmáli fyrir múginn og háfleygum setn- ingum fyrir fínna fólkið. Tannlæknirinn kom auga á lag- legu stúlkuna, sem var að hlæja, og kallaði alt í einu: „þjer hafið fallegar tennur, stúlka, sem eruð að hlæja. Ef þjer viljið selja mjer spaðana yðar, þá skuluð þjer fá Na- poleondor fyrir hvorn þeirra“. — „Hvaða spaða?“ spurði Fantína. — „Spaðana yðar“, sagði tannlæknirinn. „það eru framtennurnar í efri gómnum“. — „ó, það er hræðilegt!“ hrópaði Fantína. — „Tvo Napoleon- dora!“ muldraði gömul tannlaus kerling; „jæja, sú má vera ánægð!“ Fantína hljóp í burt og stakk fingrunum í eyrun, til þess að heyra ekki hása rödd mannsins, sem hrópaði á eftir henni: „Hugsaðu um þetta, bamið mitt! Tveir Napoleondorar, það eru peningar! Ef yður langar til, þá getið þjer komið í „Silfurbörumar" í kvöld, jeg skal hitta yður þar“. Fantína fór heim. Hún var reið og sagði Marguerito gömlu, hvað fyrir hana hefði komið. „Skiljið þjer það? Er þetta ekki andstyggilegur maður? Hversvegna fá svona menn leyfi til þess að ferðast um landið? Draga úr mjer tvær framtennur! Jeg yrði herfilega ljót. Hárið vex aftur, en tennurnar! þorparinn! Jeg vildi heldur kasta mjer á höfuðið ofan af fimta lofti! Ilann sagðist verða í „Silfur- börunum“ í kvöld“. — „Hvað bauð hann mikið?“ spurði Marguerite. — „Tvo Napoleondora". — „það eru fjörutíu frankar". — „Já, það eru fjörutíu frankar“, sagði Fantína. Hún settist hugsandi við vinnu sína. þegar stundarfjórð- ungur var liðinn, lagði hún saumana frá sjer, gekk aftur út í stigann og las brjefið frá Thenardier aftur. þegar hún kom inn aftur, sagði hún við Marguerite, sem sat inni hjá henni við vinnu sína: „Hvað er taugaveiki? Vitið þjer það?“ — „Já“, svaraði gamla konan, „það er sjúkdóm- ur“. — „það þarf víst mikið af lyfjum til þess að lækna hann?“ — „Já, mjög mikið af lyfjum“. — „Hvernig fá menn þennan sjúkdóm?“ — „Hann kemur svona af sjálfu sjer“. — „Og geta börn líka fengið hann?“ — „Já, börn geta líka fengið hann“. — „Geta menn dáið úr honum ?“ — „Já, það geta menn hæglega“. — „þakka yður fyrir“, sagði Fantína. Og svo gekk hún aftur út í stigann og las brjefið enn einu sinni. Hún fór út um kvöldið og stefndi til Parísargötu, þai' sem veitingahúsin eru. þegar Marguerite kom inn til hennar næsta morgun fyrir dögun, — þær unnu sem sje altaf saman, því þá gat þeim nægt eitt kerti báðum —, sat Fantína á rúminu, föl og ísköld. Hún hafði ekki háttað. Húfan hennar hafði dott- ið ofan í keltu hennar. Logað hafði á kertinu alla nóttina og var það nærri því albrunnið. Marguerite nam staðar á þröskuldinum, agndofa yfir þessari óreglu, og sagði: „Guð minn góður! Kertið er alveg brunnið upp! það hlýtur eitt- hvað að vera um að vera!“ Hún leit nú á Fantínu, sem sneri hárlausu höfðinu að henni. Hún hafði elst um tíu ár síðan kvöldið áður. „Guð minn góður, Fantína, hvað er að?“ — „það gengur ekkert að mjer“, svaraði Fantína. „Hreint ekki. En barnið mitt deyr ekki úr þessum hræði- lega sjúkdómi af hjúkrunarleysi. Jeg er ánægð“. Hún benti um leið á Napoleondorana tvo, sem lágu skínandi fagrir á borðinu. — „En guð minn góður!“ sagði Marguerite, „þetta er meiri gæfan; hvar hefir þú fengið þá?“ — „Jeg vann mjer þá inn“, svaraði Fantína og brosti. Ljósið skein framan í hana. Brosið var blóðugt; rauðleitt vatn vætlaði út úr munnvikjunum, og stórt skarð sást í munninum. Tennurnar tvær höfðu verið dregnar út. Hún sendi þessa fjörutíu franka til Montfermeil. Annars var þetta ein- ungis uppátæki hjá Thenardier til þess að fá peninga. Cos- ette var ekki veik. Fantína kastaði speglinum út um gluggann. Hún hafði farið fyrir löhgu úr herberginu sínu á öðru lofti og í kvist- herbergi, þar sem hurðinni var læst með klinku; var það eitt af þessum skotum, þar sem loftið nemur við gólf og menn eru sífelt að reka sig upp undir. Fátæklingurinn getur einungis komist í gegnum þakherbergið sitt, eins og gegnum alt lífið, hann verður að beygja sig meira og meira. Hún hafði ekki neitt rúm lengur, einungis einhverja dulu, sem hún kallaði ábreiðuna sína, dínu, sem lá á gólf- inu, og einn stól, og var strásætið rifið í honum. Rósviður, sem hún átti, stóð í einu skotinu og var nú blómlaus. t öðru skotinu var smjördallur, sem hún hafði nú undir vatnið. það fraus í honum á vetrum, og á sumrin mátti lengi sjá af íshringunum, hvað vatnið hafði verið hátt á ýmsum tímum. Hún hafði mist blygðunartilfinninguna, nú varð hún óþrifin — það var seinasta einkennið. Hún fór út með skítuga húfu á höfðinu. Hún var hætt að sjá um nærfatnaðinn sinn, annaðhvort af því, að hún mátti ekki vera að því, eða henni stóð nú á sama um, hveraig hann var. Hún tróð sokkunum lengra og lengra ofan í skóna, eftir því sem hælarnir slitnuðu, og mátti sjá það á felling- unum í þeim. Hún bætti gamla, slitna bolreimina með bómullardulum, sem rifnuðu hvað lítið sem hún hreyfði sig. Skuldheimtumenn hennar komu og ráðsmenskuðust með alt og ljetu hana engan frið hafa. Augu hennar voru gljáandi og hún hafði látlausan sái'sauka undir vinstra herðablaðinu. Hún hóstaði mikið. Hún hataði Madeleine innilega, en hún barmaði sjer aldrei. Hún saumaði sautján stundir á dag; en maðurinn, sem hafði tekið að sjer alla vinnu fyrir fangelsin, og borgaði Fantínu ljelega, lækkaði vinnulaunin alt í einu svo mikið, að frjálst verkafólk gat nú ekk unnið fyrir meiru en níu súum á dag. Níu súur fyrir sautján tíma vinnu! Skuldheimtumennirnir voru

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.