Lögrétta


Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 2
t LÖGB/flTTA Ríkisráðsfundurinn í Reykjavík 15. júní 1926. Á myndinni sjást, talið frá vinstri til hægri: Jón porláks son, Jón Magnússon, Kristján konungur X., Magnús Guðmundsson og Jón Sveinbjörnsson konungsritari. vík. Ráðaneytið fór þá alt frá. En þingið vildi ekki missa Jón Magnússon úr stjórninni og fól honum að mynda nýtt ráðaneyti, enda þótt hann vgeri þá ekki þing- maður. Tóku þeir þá sæti í stjórinni með honum Pjetur Jóns- son frá Gautlöndum og Magnús Guðmundsson. En fyrir Jón Magnússon var þetta traustsyfir- lýsing, sem gerði miklu meira en að bæta upp kosningaósigurinn í Reykjavík skömmu áður. Var Jón svo áfram forsætisráðherra fram á þingtímann 1922. En þá beidd- ist hann lausnar eftir áskorun frá Framsóknarflokknum, án þess að vantraustsyfirlýsing væri borin fram í þinginu. Myndaði þá Sig- urður Eggerz stjórn, er sat að völdum fram á þingtíma 1924. Þá hafði hinn svonefndi Borgara- flokkur sigrað við nýlega afstaðn- ar kosningar. En við landskjörið sumarið 1922 hafði Jón Magnús- son aftur orðið þingmaður og fengið hæsta atkvæðatölu af þeim, sem í kjöri voru. Sýndi það sig, er Alþing kom saman 1924, að enginn gat safnað um sig fylgi til nýrrar stjómarmyndun- ar annar en hann, svo að hann myndaði þá ráðaneyti í þriðja sinn, og hefur það síðan farið með völdin. Hjer hefur nú aðeins stuttlega verið litið yf-ir áfangana í stjóm- málaferli Jóns Magnússonar. Um starf hans að einstökum löggjaf- armálum er ekki hægt að ræða að gagni í stuttri blaðagrein. Hann hefur átt sæti í mörgum neíndum Alþingis og mörgum milliþinga- nefndum, sem lagt hafa grund- völl nýma laga eða lagabreytinga á ýmsum sviðum, og hann hefur átt mikinn þátt í flestum eða öll- um þeim málum, sem á síðustu áratugu hafa komið fram og skyld eru sjálfstæfðismálinu, svo sem stofnun lagaskólans og síðar há- skólans, heimflutningi hæsta- rjettar o. s. frv. Eftir að hann tók við stjómarformenskunni hlaut áhrifa hans að gæta meira eða minna á öllum sviðum þjóð- lífsins. Hann var kirkju- og kenslumálaráðherra jafnframt því sem hann var forsætisráðherra. Á kirkjumálasviðinu veit Lögr. ekki til þess, að hann fylgdi fram nokkrum nýmælum. En á kenslu- málasviðinu átti hann mikinn þátt í öllum þeim nýmælum, sem þar koma fram eftir að hann tók að hafa afskifti af almennum málum, setningu fræðslulaganna, háskólastofnuninni o. s. frv. Á at- vinnumálasviðinu var hann 1 hópi þeirra manna, sem lengst gengu í breytingaáhuga, var meö j árnbrautarlagning, f ossavirk j un, áveitum í atórum stíl o. s. frv. Yfirleitt var hann frjálslyndur framíaramaður, jafnvel að sumu leyti ekki íjarlægur ýmsu í skoð- unum jafnaðarmanna, en þótti mjög kenna hjá þeim öfga á síð- ari árum. Menn verða að gæta þess, að eftir að hann tók við völdum hafði ófriðarástandið um- | turnað öllu, svo að meginhugsun | þeirra manna, sem um stjómar- taumana hjeldu, hlaut að snúast að því, að gæta þess, að þjóðfje- lagið kollsigldi sig ekki í því um- róti. Og þessi tími er ekki um garð genginn enn, er Jón Magnús- son fellur frá. Öll framkoma hans á stjórnarárum hans verður aö dæmast með fullu tilliti til hins óvenjulega ástands, sem þá var ríkjandi. Fundið var að ýmsum stjórn- arathöfnum Jóns Magnússonar i og sumar þeirra voru hart dæmd- I ar. Stundum var það gert ærið óvingjarnlega og oft ómaklega. En allir, sem með völd fara, verða að venja sig við, að láta slíkt ekki á sig fá um of. Það gerði Jón ekki heldur. Hann tók öllu slíku með mestu stillingu, vildi jafnvel ekki að ansað væri árásum á sig, ef honum fanst það eiga að liggja í augum uppi, að þar væiri farið með fjarstæður. „Jeg minnist á það á þingi“, sagði hann stundum, ef hann var ífcúðarhús Jóns Magnússonar. spurður, hvort honum fyndist ekki rjett að einu eða öðru af slíku tægi væri andmælt, eða um- mælin leiðrjett. Og svo ljet hann þau flakka afskiftalaus. „Þeir eru altaf að tuggast á því, að jeg sje enginn skörungur", sagði. hann einu sinni við ritstjóra þessa blaðs, er hann kom inn til hans, og lagði um leið brosandi frá sjer blað, sem hann var að lesa. „En hvenær hef jeg sagsit vera skörungur, og hvað ætla þeir með skörung að gera?“ bætti hann við. — Þessa tals um vöntun á skörungsskap hjá Jóni Magnús- syni verður enn vart í eftirmæla- greinum um hann í blöðunum. En hver hefur verið atkvæða- mesti maðurinn hjer á landi á síðustu árum? Ilver hefur ráðið mestu, — hver verið ráðríkastur? Er það ekki einmitt þessi maður, sem mest er brugðið um vöntun á skörungskap? Hann hefur nú endað æfiskeið sitt svo, að hann hefur skotið öllum skörungum I landsins aftur fyrir sig. Hann ' hefur ekki gert það með oflætis- ! fullri framkomu, ekki með of- ! beldi, ekki með því, að fá hlaðið i á sig lofi, heldur með yfirburða : vitsmunum samfara fágætri sam- vitskusemi í öllum störfum og sanngirni á allar hliðar. Sann- leikurinn er sá, að Jón Magnús- son var maður fastur fyrir, kapps- fullur, ef því var að skifta, og kjarkmaður miklu meiri en ýms- ir þeir, sem mikið berast á, Hon- um var ,tekki Ijett um mál. En samt var því svo varið, að í orða- sennum á Alþingi fór hann aldrei halloka fyrir neinum. Starfsmað- ur var hann mikill og fljótur að skilja hvert mál, þótt hann færi sjer oft hægt, er hann skyldi iáta uppi álit sitt á því. Öllum mönnum, sem með honum unnu, var vel til hans, og yfirleitt var hann vinsæill maður og mikils- virtur af almenningi, bæði nær og fjær. Hann kvæntist 12. maí 1892 Þóru Jónsdóttur Pjetursonar há- yfirdómara, ágætri konu, og hef- ur sambúð þeirra verið hin besta. Börn eignuðust þau engin, en kjördóttir þeirra var Þóra Guð- mundsdóttir læknis í Stykkis- hólmi, systurdóttir frú Þóru. Hún var gift Oddi Hermanns- syni skrifstofustjóra, en andaðist í inflúensuveikinni haustið 1918. Jón Magnússon var um eitt skeið vel efnaður maður. En for- sætisráðherraembættið mun hafa reynst honum útgjaldafrekt. Hann var höfðingi í lund og ör á fje, og sást ekki fyrir þótt hann legði fram fje frá sjálfum sjer í þarfir embættis síns og stöðu sinnar. J. M. hafði hlotið mörg heiðurs- merki og voru þau þessi: stór- kross Fálkaorðunnar, stórkross Dannebrogsorðunnar og heiðurs- teikn Dannebrogsmanna, stór- kross hinnar finsku hvítu rósar- orðu, kommandörkross heiðurs- legionarinnar frönsku, stórkross Ólafsi helga og stórkross hinnar pólsku orðu Polonia Restituta. Jóns Magnússonar hefur verið mjög vel og vingjamlega minst í mörgum helstu blöðum Dana. -----o---- Striflduarnsrskiiiið ii. Fimtudagskvöldið 24. þ. m. kom hingað nýja strandvarnar- skipið Óðinn. Var allmikill mann- fjöldi samankominn á eystri hafnarbakkanum til þess að fagna komu skipsins og hafði alþingis- mönnum, sem hjer eru og rit- stjórum og nokkrum öðrum ver- ið boðið til þess að skoða það. Gekk fyrstur á skipsfjöl Jón Þor- láksson fjármálaráðherra og fiutti siðan af stjórnpallinum ræðu, þar sem hann bauð velkomið skipið og skipverja í nafni stjórnar og þjóðar. Sagði hann að með þessu trausta og fallega skipi sætju menn uppfyllingu metnaðarfullra hug- sjóna, margþráðra óska og vak- andi vona, því það hefði verið ein af hugsjónum þeirra manna, sem meta sjálfstæði þjóðarinnar ofar öllu, að Islendingar tækju sjálfir landhelgisgætsluna í sínai' hendur. Það hefði lengi verið hin heitasta ósk íslenskra sjómanna að fá atvinnuveg sinn sem best verndaðann og loks væri það orð- in sannfæring manna, fyrir aukna V. Hugo: VESALINGARNIR. Quatre-Bras, Gosselies, Frasines, Charleroi,Thuin og stöðvaðist ekki fyr en við landamærin. Þegar nóttin skall á, gripu þeir Bernard og Bertrand í frakkalaf manns í námunda við Genappe, og hjeldu hon- um föstum. Þessi maður, sem var skuggalegur og þung- búinn á stvip, hafði borist með flóttastraumnum alla leið þangað. Ilann var kominn af baki, hjelt í beislistaumana á hestinum og hjelt einn síns liðs flóttalegur á sivipinn í áttina til Waterloo. Þetta var Napóleon, sem enn reyndi að brjótast áfram. Napóleon, sem haíði sjeð draumsýnir sínar hrynja niður, en elti þær eins og maður, sem geng- ur í svefni. Tunglið var fult nóttina 18. júní 1815. Tunglskinið hjálpaði til við grimdarlega ofsókn Bliichers, kom ofsókn- armönnunum á spor flóttamannanna, seldi feiga Frakk- ana á vald örvita riddaraliðsins prússneska og varð til þess að auka blóðsúthellingarnar. Eftir að skotið hafði verið síðasta fallbyssuskotinu, lá sljettan við Mont-Saint-Jean eyðileg og yfirgefin. Eng- lendingamir höfðu tekið sjer bólfesitu í herbúðum Frakka — sigurvegarinn er vanur að sýna sigur sinn með því að sofa í rúmi hins sigraða. Náttból þeirra náði yfir Rossom- me. Prússarnir, sem eltu flóttamennina, fóru enn lengra. Wellington fór til Waterloo-þorpsins og ritaði þar skýrsju sína til Bathurst lávarðar. Eitt það furðulegasta af öllu, siem ljótt er í ófriðun- um, er það, hversu líkin eru skyndilega rænd eftir sig- urinn. Morguninn eftir orustuna skín sólin ávalt á nakin líkin. Hverjir eru þessir líkræningjar? Víst er um það, að þeir eru ætíð á hælum sigurvegaranna, en hermennirn- ir eiga ekkert skylt við þá, síst af öllu hermenn á vorum dögum. Þetta eru einskonar náttdýr, sem rökkrið, siem ófriður nefnisit, fæðir af sjer, menn í einkennisbúningi, en berjast ekki, menn, sem látast vera veikir, lasnir menn, sem allir eru hræddir við, þjófóttir veitingasal- ar, stem aka um í vögnum sínum, stundum með konum- ar sínar með sjer, og stela því, er þeir selja, betlarar, sem bjóða liðsforingjunum aðsitoð sína sem fylgdarmenn, lestamenn, eftirliðar — þesskonar ruslaralýð varð her ávalt að dragast með fyr á árum — vjer erum ekki að tala um nútímann. Enginn her eða þjóð gat borið ábyrgð á þessum verum. Herimir höfðu meira eða minna af lið- brautingjum í eftirdragi, eftir því hvað hershöfðingj- arnir voru strangir. Hoche og Marceau höfðu enga, Wellington aðeins fáa. En líkin voru ræind nóttina milli 18. og 19. júní. Wellington var strangur og fyrirskipaði, að hver, sem staðinn væri að verkinu, skyldi hálshögginn; en það var örðugt að koma í veg fyrr það. Liðbrautingjarnir rændu á einum stað í valnum, meðan verið var að skjóta þá, sem náðust, á öðrum staðnum. Máninn varpaði ömurlegri birtu yfir sljettuna. Er leið að miðnætti, reikaði eða öllu heldur skreið maður fram og aftur í námunda við gilið hjá Ohain. Hann var, eftir öllu útliti sínu að dæma, ein af þessum ókindum, er vjer drápum á, blóðsuga, sem hafði leiðst þangað af nályktinni. Hann var iskelfdur og hugaður í einu, hann hjelt áfram, en leit aftur fyrir sig. Hann hafði engan poka með sjer, en vasar hans voru bersýnilega stórir. Hann nam isltaðar við og við til þess að ganga úr skugga um, að enginn elti hann, svo laut hann alt í einu til jarðar og þuklaði á einhverju kyrru og óhreyfanlegu, sem lá á jörðunni, reis upp aftur ög læddist áfram. Nokk- uð álengdar, bak við kofann á mótum Nivellesvegarins og vegarins frá Mont-Saint-Jean til Braine-l’Alleud, var lítill vagn, nokkurskonar veitingavagn með þiljuklefa úr tjörguðum tágaviði, með skinhoraðri bykkju fyrir, sem var að eta netlumar með beislið uppi í sjer. I vagninum sat kvenmaður á kössum og pokum. Ef til vill var eitt- hvert samband milli þessa vagns og líkræningjans. Himininn var heiður, ekkert ský var sjáanlegt. Trjá- greinar, sem kúlurnar höfðu brotið, en höfðu ekki dottið niður vegna þess, að börkurinn hjelt þeim uppi, riðuðu Íiægt í næturvindinum. Andvari, nærri því eins og andai- dráttur, íór um runnana. Grasiö titraöi, eins og þegar aeyjanm maður andvarpar i siðasta sinn. 1 fjarska heyrð- íst er næturveröirnir komu og íóru i ensku herbuðunum. iiougomont og La iiaie-fSamte voru enn að brenna, tvb stor ual, annað í vestri, hitt i au&tri, og þar við bættust vaiðeldainir ensku, sem voru í stórum hálíboga á hæð- unum við sjóndeildarhring, voru eina og roðasteinai’ i hálsnandi með stórum karbunklum. á endunum. Vjer höiimi ,skýrt frá óförunum í gilinu hjá Ohain. Á staönum, þai* sem þessi ógæía hafði orðið, var nú mikii kyrð. Vegurmn vax fullur upp að börmum af hestum og riddurum, sem voru flæktir saman í óleysanlega, hræ|ði- lega þvögu. Gilið var ekki lengur til; líkin höfðu gert veg- inn jafnháan sijettunni. Blóðið rann alveg ofan á Nivelles- veginn og þar varð stór pollur fyrir framan viðarköstinn, sem hefti umferðina. Þvi dýpra sem gilið var, þess þjett- ai'i voru líkin. Líkræninginn, sem vjer urðum varir við áðan, geklv þangað. Hann athugaði þessa feiknalegu gröf. Hann rann- sakaði hana gaumgæfilega, hafði það er nefna má and- styiggilega liðkönnun á líkunum. llann óð í blóði. Hann nam alt í einu staðar. Nokkur skref frá hon- um, á þeim stað í öngveginu, er líkbingurinn hætti, sást á lófa, er kom fram undan manna og hestahauginum. Á einum fingrinum var eitthvað, sem glampaði á. Það var gullhringur. Maðurinn laut niður; 'þegai1 hann rjetti sig upp aftur, var hringurinn horfinn. Annars reis hann í raun og vei'u ekki upp; hann lá kyr á hnjánum og sneri baki að líkhrúgunni, studdist við jörðina með báðum víisi- fingrum, en höfuðið var fyrir ofan barminn á öngveginu. Hann líktist sjakal er hann lá þaxna og skimaði í allar áttir. Loksins stóð hann upp, en kiptist við í sama bili; hann fann, að tekið var í hann að aftan. Hann sneri sjer við; það var lófinn, sem hafði gripið í faldinn á úlpu hans. Meinleysismaður hefði orðið hræddur; hann fór að hlæja. „Jæja“, sagði hann, „það er þá ekki annað en dauði mað-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.