Lögrétta - 24.08.1926, Page 4
4
LOGBJETTA
óðar en varði kastaði sonurinn
sjer um háis föður síns, og j>á var
öllu ósamlyndi gleymt og báðir
voru glaðir og ánægðir. En hann
var latur, og í stað þess að vinna
iskemti hann sjer með íjelögum
sínum og ljet sig aldrei vanta í
drykkjuveitslur þeirra. Hann var
iíka kendur við kvermafar og barst
mikið á í klæðaburði. En hjartað
vai’ gott. Hann borgaði fyrir’ þá,
sem skorti fje, gaf fátækum, á
laun við bröður sinn, og ljet eng-
an, sem til hans leitaði, synjandi
frá sjer fara. Tiii guðsþjónustu-
gerðanna kom hann sjaldan, og
fyrh alt þetta fjekk hann ekki
gott orð meðal ráðdeildarsamra
manna þar í nágrenninu, og þeh
vöruðu syni sína við því, að um-
gangast hann. Honum fór aftur á
móti að þykja alt lítilfjörlegt þar
heima í sveitaþorpinu. Hjá hon-
um vaknaði útþrá og hann sagð-
ist heldur viilja freista hamingj-
unnar í stóru löndunum og borg-
unum handan við haf og fjöll.
Þarna í sveitinni var hver tími
hnitmiðaður við vinnu og tæki-
færi fá til glaðværðar og skemt-
ana. Þótt faðir hans væri efnað-
ur og góður maður, sneri hann
þó hverri drökmu oft á miilli
fingra sjer, áður hann ljet hana
frá sjer, og eldri bróðhinn gaf
yngra bróður sínum óhýrt auga,
er hann hafði keypt sjer nýjan
kirtil, eða þegar hann kom ölvað-
ur heim. Þarna var ekkii talað
um annað en akra og plóga, engi,
kýr og kindur. Það var óþolandi,
fanst yngri bróðumum, sama sem
að grafa sig lifandi.
Hann hafði lengi alið á þesisí-
um hugsunum með sjálfum sjer,
án þess, að fá kjark til þess að
láta þær í ljósi En einu sinni
hleyptii hann hörku í skap sitt og
sagði við föður sinn: „Láttu mig
fá það, sem jeg á að fá af eign-
um þínum, og svo skal jeg aldrei
gera kröfu til annars framar'“.
Föður hans slámaði þetta. Hann
svaraði engu, en gekk inn í her-
bergi sitt til þess að enginn
skyldi sjá, að hann grjet. Og leið
svo nokkur tími, að þeir töluðu
ekki meha um þetta. En sonur-
inn þjáðist og tók ógleði svo
mikla, að á honum sá í útlilti.
Fór loks svo, að faðir hans stóðst
þetta ekki; ljet hann virða eignir
sínar og fjekk hvorum sona sinna
þann hluta, sem honum bar, en
afganginum hjelt hann sjálfur.
Yngri sionurinn seldi þegar alt
það, sem hann hefði fengið, og
komst yfir álitlega fjárhæð. Og
kvöld eitt settist hann á bak góð-
um hesti og reið burt frá heimili
föður síns án þes;a| að eyða um
það eilnu orði við nokkum mann.
Eldri bróðurinn ljet sjer þetta
vel líka. Bróðir minn dirfist ekki
að koma heim aftur, hugsiaði hann
með sjálfum isjer, og nú er jeg
éinkasonur. Jeg get öllu ráðið
hjer, og það, sem eftir er af arf-
inum, lendir alt hjá mjer ednum.
En faðir hans grjet í einrúmi, og
gat ekki hrint af sjer sorginni,
enda þótt honum þætti einnig
vænt um þann soninn, sem efth
var hjá honum. En vonina misti
hann þó aldrei um það, að sjer
gæti auðnast að fá að ajá aftur
hinn horfna son, áður en hann
dæji, og sú von linaði sorg hans.
En yngri bróðhinn hraðaði ferð
isinni til sælulands þess, sem hann
hafði huigsað sjer að setjast að í.
Þegar hann áði, þreifaði hann alt-
aí' á peningapokanum, sem hjekk
við hnakk hans og gætti-
þesis, að hann væri vel fast-
ur. Kom hann svo til sælulanda-
ins og byrjaði það líf, sem hann
hafði þráð. Hann hjelt að fje það,
sem hann haíði haft með sljer að
heiman, mundi aldrei þrjóta,
leigði sjer skrautlegt íbúðarhús,
keypti 5 eða 6 þræla, klæddi sig
eins og fursti og eignaðist brátt
marga vini og vinkonur, sem sátu
í heimboðum hjá honum og lifðu
þar í fagnaði og allsnægtum
hvem dag.
En þetta lífemi gat ekki lengi
varað. Eyðist það, sem af er tek-
ið, segir máltækið, og á peninga-
poka glataða sonarins var botn,
eins og í öllum öðmm pokum. Og
þar kom, að allir peningamir vom
-horfnir. Viinhnir og vinkonumar
hurfu þá líka. Þrælamir voru
seldir, sömuleiðis! húsgögn og
sængurföt. Á andvirði þess, siem
selt var, gat hann lifað nokkurn
tíma. En dýrtíð kom yfir landið
og þar varð bjargarlaust. Enginn
stitnti nú neitt um aðkomumann-
inn framar. Hann fór þá allslaus
burt úr borginni og út í sveit
með manni, sem átti þar ibú. Og
hann sárbændi hann um, að lofa
síjer að vera, og maðurinn hjet
því loks, að taka hann fyrir svína-
hirðir,' en það starf þótti svo lít-
ilmótlegt, að menn tóku það ekki
að sjer nema út úr neyð. Glataði
slonurinn varð nú að sætta sig við
þetta. Hann fjekk engin laun, og
fæða var af skornum skamti, með
því þar var alment bjargarleysi.
Og það kom fyrir, að hann þjáðist
svo af sHulti, að hann lagði sjer
til munns þá fæðu, sem isvínunum
var ætluð. Föt hans vom slitin
og lagði af þeim ólykt, andlit
hans var magurt og sólbrunnið.
Hann mintist nú allsnægtanna
heima hjá föður siínum. Vinnu-
mennimir þar höfðu gott fæði
og gengu miklu betur til fara en
hann nú. Þar er nóg af öllu, en
jeg veslast hjer upp í sulti og
seyru, hugsaði hann með sijer.
En lengi rak hann þó frá sjer
hverja hugsim um að snúa heim
aftur. Hann gat ekki fengið sag
til þess, enda þótt hann þættist
vita, að faðir sinn mundi aldrei
vísa djer á dyr. Honum kom í
hug, að verða vinnumaður heima
hjá föður sínum, og hann sagði
við sjálfan sig: Jeg fer heim og
siegi við föður minn: Jeg er ekki
ekki þess veiður, að kallast son-
ur þinn. En taktu við mjer, og
gerðu mig einn af vinnumönnum
þínum. Jeg krefst ekki annara
en fæðíis í eldhúsi þínu. Svo sagði
.hann upp svínahirðisistarfinu og
hjelt heim' á leið. Hann baðst
ölmusu á leiðinni og át grátandi
í skuggum mórberjatrjánna
brauðbita þá, sem honum voru
gefnir. Hann gekk isiundur skó og
sokka og fjefck sár á fætuma.
En trúin á fyrirgefninguna hj elt
honum uppi, og hann færðist
smátt og smátt nær heimili sínu.
Loks kom hann kvöld eitt að
búgarði föður síns. En hann
þorði hvorki að berja að dyrum
nje að ganga inn. Hann ráfaði
kringum húsiin og beið þess, að
einhver kæmi út. Þá kom faðir
hans fram í dyrnar og þekti þeg-
ar son sinn álemgdar, þótt hann
hefðii breytst mikið, hljóp til
hans og þrýsti honum að brjósti
sínu. En sonurinn fleygði sjer
fyrir fætur hans og sagði þau
orð, sem hann hafði búið siig und-
ir að segja: „Faðir minn, jeg
hef syndgað móti himninum og
þjer. Jeg er þesis ekki verður að
kallast sonur þinn“. En faðir hans
svai'aðii því engu. Hann var frá
sjer numiinn af gleði og kallaði til
vinnufólks síns: „Komið þið með
ný föt handa honum, hring á
hendi hans og skó á fætur hans.
Hann má ekki koma inn á heimili
sitt svona iila til fara. Hann er
líka húsibóndi hjer. Og sækið þið
svo alikálfinn og slátrið honum.
Nú skulum við halda veitslu og
vera kát, því sonur minn, sem
var týndur, er nú aftur fundinn“.
Fólkið hlýddi. Kálfinum var
siátrað og kjötið steikt. Elsta og
besta vínið var sótt niður í kjall-
arann og veitsla búin í veglegustu
stofu heimilisinsi. Faðirinn sendi
til vina sinna í nágrenninu og
bauð þeim heim, og hann sendi
eftir söngflokk til þesis að skemta
í veitslunni. En eldri sonurinn
hafði veri|ð úti á akri við vinnu
sína. Þegar hann kom heim,
heyrði hann óma á móti sjer söng
og hávaða af dansi. Hvað er hjer
um að vera? sagði hann við sjálf-
an sig. Er faðir minn orðinn ær,
eða hefur brúðkaupsfólk komið
hjer óvörum? Hann var frábitinn
öllum gleðskap og ómannblendinn,
fór ekki inn, en kallaðií á dreng,
sem kom út í dyrnar, og spurði,
hvað um væri að vera. „Bróðir
þinn er kominn“, svaraðii dreng-
urinn; „og faðir þinn hefur látið
slátra alikálfinum og er glaður yfir
þv,aðhafa fengið hann heilan heim
aftur“. Eldri bóðirinn varð náfölur
við frjettilna. Hann gekk ekki inn,
en stóð reiður úti fyrir dyrum.
Faðir hansi kom þá út, kallaði
til hans og sagði: „Komdu inn,
bróðir þinn er komipn og hefur
verið að spyrja eftir þjer. Hann
langar til að sjá þig, og nú skul-
um við allir stíga í veitslu saman.
En góði sonurinn gat nú ekfci
orða bundist, og í fyrsta sinni
á æfinni hallmælti hann föður sín-
um. „Jeg hef unnið hjá þjer með
trúmensiku í mörg ár“, sagði
hann, „og aldreii brotið á móti
fyrirskipunum þínum. En þú hef-
ur aldrei gefið mjer svo mikið
sem kiðling til þess að jeg gæti
sikemt mjer með Viinum mínum.
En þegar þessi sonur þiinn kem-
ur heim, eftir að hafa sóað öllum
eigum sínum í saurlifnaði, lætur
þú slátra alikálfinum handa hon-
um“. Vandaði sonuriinn opiinber-
ar þarna alt í einu hugsanir sín-
ar og hjartalag’. Hann telur fram
verðleika sína og segir, að þeir
sjeu vanmetnir. Hann bregður
föður sínum um nísiku. Hann kall-
ar ekki glataða soninn bróður
sinn, heldur segir hann „þessii
sonur þinn“. Þó faðir hans vilji
kalla hann son sinn eins og áður,
þá vill hann ekki; kalla hann bróð-
ur sinn. En faðirinn fyrirgefur
líka þessum syni sínum. „Þú ert
alt af hjá mjer, sönur minn“,
seg|iir hann, „og alt, sem jeg hef
undir höndum er þín eign. En
mjer finst við verða að taka vel
á móti bróður þínum, sem var
dauður og týndur, en er nú aft-
ur fundinn lifandi“. — Faðirinn
telur víst, aðj þesisi rök þaggi
andmælii eldri sonar síns. Og þau
eru líka sterk: „Hann var dauð-
ur og týndur, en er nú fundinn
aftur lifandi“. Sterkari rök finn-
ast ekki. Látum svo vera, að hann
hafi breytt i-lla. Hann hefur far-
ið burtu án þess að kveðja okk-
ur, og hann hefur eytt sameigin-
legum eliigum okkar í svalli og
saurlifnaði. En þótt hann hefði
framið miklu verra ódæði, gerst
göturæningi og myrt siaklausa
menn, þá er hann samt eftir sem
áður sonur minn og bróðir þijnn.
Hann var dauður og aðeins til
í draumum mínum, en er nú kom-
inn aftur. Mjer sýnisit það eng-
in ósköp, þótt alikálfinum sje
slátrað til þess að minnast annars
eins viðburðar. Þú hefur aldrei
yfirgefið mig, en altaf verið mjer
til ánægju, og alt, sem jeg hef
undir höndum, mátt þú taka, hve-
nær sem þú viilt. Hef jeg þá ekki
leyfi til þessi að halda hátíð fyrir
bróður þinn rjett 1 dag?“
Jesus hefur ekki söguna lengri,
enda er þesis ekki heldur þörf.
Hún skilst án viðbótar. En engin
saga,1 eftir söguna um Jósef og
bræður hans, er fallegrií en þessi,
og engin áhrifaríkarlii Menn geta
spunnið út úr henni ýmsar skýr-
ingar, svo sem þá, að glataði son-
urinn sje hinn nýi maður, sem
hreinsast hafi í sikóla þjánimg-
anna, og að góði sonurinn sje
Farisieinn, sem haldi út í æsar
gömlu lögin, en vanti kærleikann.
Eða þá, að góði sonurimn sje
Gyðiimgaþjóðin, sem ekki skilji
kærleika guðsi, er hann opnar einn-
ig faðm sinn fyrír heiðingjunum.
En Jesús er ekki að búa til nein-
ar gátur. Hann hefur sjálfur
í enda dæmiisögunnar sagt, að á
himnum sje meiri gleði yfir eim-
um syndara, sem bætt hafi ráð
sitt, en yfir hundrað rjettlátum.
Fyrir þeim, sem með þjániingum
og þrautum hafa sligrað dýrið í
s jálfum sjer og skapað í sjer nýja
sál, skal gleðisöngurinn óma. —-
Hver hirðir, sem gætir hundrað
siauða og týnir einum, yfirgefur
hina níutíu og níu, til þess að
leita þess éima, sem týndur er.
Og þegar hann er fundinn, leið-
ir hirðirinn hann til hjarðarimnar
aftur og biður vini sína að gleðj-
ast með síjer yfir því, að hann
hafi aftur fundið þann sauð, sem
tapaður var.
-----o----
Björgunarverðlaun úr hetju-
sjóði Camegies hafa nýlega ver-
ið veitt frú Margrjetu Þorkels-
dóttur, konu Páls Sigurðssonar
prentara í Acta. Hafði hún á s. 1.
vori bjargað úr húsbruna tveimur
börnum þeirra hjóna, ungum og
sýnt í því hugprýði og vasklega
framgöngu.
Prentsm. Acta 1926.
aur eftir rigningarnar; endir götunnar náði að hringmúm-
um. Gobelin-hliðið var rjett hjá. Hringmúrinn var enn
ekki til árið 1828. Á þeim tíma var ömurlegasti staður-
inn á öllu þessu ömurlega stræti, sem enn er alt annað
en skemtilegt, þar sem húsið nr. 50—52 var. Það var
ekki fyr en tuttugu og fimm árum síðar að borgaramir
tóku að setjast hjer aði og reisa hús sín. Þetta var leiðinda
staður; menn fundu altaf til þess, að þeir voru mitt á
milli La Salpetriere1), því að það sást í turninn þar, og
Bicetre2), því að hliðið á því var rjett hjá. Eins langt og
augað eygði sást ekkert annað en sláturhús, hringmúrinn
og einstaka verksmiðjur, sem líktust hermannaskálum eða
klaustrum; alstaðar timburkofar, steinsteypuhreysi, gaml-
ir múrveggir, .svartir eins og sorgarklæði, og nýir múr-
veggir, hvítir eins og vasaklútar; alstaðar jafnhliða raðir
af trjám, húsum, sem voru öll nákvæmlega eins, langar,
kaldar línur og leiðinleg rjett hom. Engin tilbreytni í
landslaginu, engin tilbreytni í húsastílnum, alt ískalt,
reglulegt og ljótt. Á sumrin sáust hjer og hvar í rökkrinu
gamlar kerlingar sitja og hekla undir álmviðnum á bekkj-
um, sem voru myglaðir af raka. Að öðm leyti var þesisi
bæjarhluti, sem frekar mátti segja um, að hefði lifað
sjálfan sig, en að hann væri gamall, farinn þá þegar að
breyta nokkuð útliti. Á hverjum degi hvarf eitthvað. Nú
er Orleans-brautarstöðin rjett hjá þessari undirborg, ogr
hefir hún átt mikinn þátt í að breyta henni. Alstaðar, þar
sem járnbrautarstöð er sett í nágrenni við undirborg,
hverfur hún og bær kemur í hennar stað. Gömlu húsin
falla og ný eru reist. Gamlar, mjóar götumar í þessum
borgarhluta hverfa úr sögunni, og í ljós kemur ótvíræður
vottur Um nýtt líf. Götumar era steinlagðar, gangstjettir
lagðar, jafnvel þó enginn sje til, sem hefur þörf á þeim.
Eftirminnilegan morgun einn árið 1845 sást rjúka úr
tjörapottinum í þesisum gamla bæjarhluta; segja má, að
x) Vitfyrringahæli fyrir kvenfólk. 2) Vitfyrringahæli íyrir
karlmenn.
þann dag hafi mennitngin haldið innreið sína í Saint-
Marceauborgarhluta, og París rutt sjer þar til rúms.
Jean Valjean nam staðar fyrir utan hús Gorbeaus.
Hann hafði valið sjer þennan afskekta stað eins og hrædd-
ur fugl, til þess að búa sjer þar hreiður. Hann tók eins-
konar aðallykil upp úr vasa sínum, lauk hliðinu upp, gekk
inn og læsti því vandlega á eftir sijer. Þvínæst gekk hann
upp stigann, tók annan lykil upp og opnaði aðrar dyr. Her-
bergið, isem hann kom inn í og læsti tafarlaust, var tals-
vert stórt. Dýna lá á gólfinu, annars var þar ekkert ann-
að en borð og nokkrir stólar. Ofn var í einu horninu, og
var ennþá eldur í honum. Ljóskerin á strætinu vörpuðu
einkennilegri birtu inn 1 þetta fátæklega herbergi. Inst
í herberginu var lokrekkja og koddi í henni. Jean Valjean
lagði barnið svo varlega í rúmið að það vaknaði ekki.
Hann kveikti á kerti — alt, ;sem til þess þurfti var á borð-
inu —, og nú tók hann að einblína á Cosettu, eins, og kvöld-
ið áður, og var svo mikil hlýja og viðkvæmni í glampandi
augum hans, að óstjórnleika gekk næst. Telpan litla var
full af trúnaðartrausti, isem annaðhvort á rót sína að
rekja til mikils styrkleika eða mikils veikleika, sofnaði
án þess að vita hjá hverjum hún væri, og hjelt áfram að
,sofa, án þess að vita hvar hún væri. Jean Valjean laut yf-
ir hana og kysti á höndina á henni. Níu mánuðum áður
hafði hann kyst á hönd móður hennar. Hann fann aftur til
sömu sáru, heilögu, innilegu tilfinningarinnar í hjarta
sínu, og hann hafði þá fundið til. Hann lagðist á knje við
rúm Cosettu.
Það var orðinn albjartur dagur, og telpan isvaf enn.
Geisli frá daufri desembersólinni kom inn um gluggann
og málaði langar rákir af ljósii og skugga á loftið. Alt í
einu kom fullur vagn, sem ók eftir strætinu, og húsið
hristist eins og í jarðskjálfta. „Já, madama“! kallaði Co-
setta upp vfir sig, og hentist fram úr rúminu, „nú er jeg
að koma!“. Hún hljóp fram úr rúminu með stírumar í
augunum og rjetti hendina að veggnum. „Guð minn góð-
ur, hvar er sópurinn minn?“ sagði hún. Hún leit upp og
horfði framan í brosandi andlitið á Jean Valjean. „Æ, það
er satt!“ sagði telpan. „Góðan daginn, herra!“ Cosetta
kom auga á Katrínu til fóta í rúminu og náði þegar í hana;
nú ispurði hún Jean Valjean hundrað spurninga, jafnframt
því sem hún ljek sjer að brúðunni: Hvar hún væri? Hvort
París væri stór? Hvort madama Thenardier væri verulega
langt burtu ? o. s. frv. Alt í einu sagði hún: „En hvað hjer
er fallegt!“ Þetta var hræðilegt skúmaskot, en hún fann
að hún var frjáls. „Á jeg að sópa gólfið?“ sagði hún. —
„Nei, leiktu þjer“, sagði Jean Valjean. — Þannig leið dag-
urinn. Cosetta, sem ekki kærði sig um að skilja neitt í
þessu, var feikilega ánægð með brúðuna sína og ókunna
manninn. 1
: u- . ' i" ; i j i .jv;4;?!’ I': \
Jean Valjean sat aftur við rúm Cosettu er dagaði
næsta morgun. Hann beið hreyfingarlaus; hann sá hana
vakna. Eitthvað nýtt kom fram í sál hans. Jean Valjean
hafði aldrei elskað neitt í þessum heimi. Frá því hann var
tuttugu og fimm ára að aldri, hafði hann verið einn síns
liðs. Hann hafði aldrei verið eiginmaður eða faðir, aldrei
þekt neitt til ásta eða vinfengis. I dýflisunni hafði hann
verið illur, dulur, hreinlífur, fávitur og feiminn. Margt var
algjörlega ósnortið í sál þessa gamla galeiðuþræls. Systir
hans og böra hennar höfðu ekki skilið annað eftir en óljósa
og fjarlæga endurminning, sem að lokum var nærri því
horfin. Hann hafði lagt mikið kapp á að hafa upp á þeim,
en er það tókst ekki, gleymdi hann þeim. Allar aðrar mild-
ari æskutilfinningar, ef hann hefur þá nokkuru sinni haft
þær, voru máðar burt. Þegar hann sá Cosettu, þegar hann
tók hana með sjer og bjargaði úr bágindunum, fann hann
innilega til. Alt, sem var til í sál hans af ástríðu og kær-
leika, vaknaði og beindist að þesisu bami. Hann titraði af
gleði, þegar hann gekk að rúminu, sem hún svaf í; hann
fann til lítilleiks fyrir hjartanu, og vissi ekki hvernig á
því stóð. Vesalings, gamalt hjarta hans var orðið ungt og
nýtt. En með því að hann var hálfsextugur og Cosetta átta