Lögrétta - 26.10.1926, Side 1
fnoheimttt og afgreiðsla
f Þingholtsstræti 1
Simi 185.
Útgefandi og ritstjór'
Þorsteinn Oíslason
Þingholt8Stræti 17.
Sími 178.
XXI. ár.
tteykjavík, þriðjudaginn 26. október lí)26.
Evrópu-samband.
Samband eða afstaða Evrópu-
ríkjanna er sífelt umræðuefni
hugsandi manna, sem friði unna,
en leita vilja nýrra leiða út úr
ógöngum núv. ástands, sem ýms-
ir telja að leitt geti til ófriðar
ægilegri en áður hafi þekst.
Ein þeirra hreyfinga, lem
vinna að nýrri stefnu í þessum
efnum, er Pan-Evrópu skoðunin
svonefnda. Einhver helsti maður
hennar er Condenhave greifi.
Meðal þeirra manna norrænna,
sem hneigst hafa í sömu átt, er
Sigurd Ibsen, sem lesendum Lög-
rjettu er kunnur af ýmsum skrif-
um hans um þjóðfjelags- og
stjórnarfarsmál, sem hún hefur
áður sagt frá. Hann hefur nýlega
skrifað greinaflokk, sem hann
kallar Pan-Evropa og hjer verð-
ur rakinn nokkuð.
Heimsstyrjöldin breytti á
margan hátt ríkjaskipun Evrópu.
1 stað 26 ríkja, sem voru þar fyr-
ir ófriðinn, eru komin 33. Eitt
stórveldi, Austurríki, hefur liðið
undir lok, en ýms miðlungsríki
aukist allmikið og setja hvað
meit svip sin á milliríkjastjórn-
mál álfunnar. Ýms ranglát og
heimskuleg ákvæði Versalafriðar-
ins hafa ennfremur aukið á hættu
þá, sem hin nýja ríkjaskipun
hafði í för með sjer. Það kemur
fyrst og fremst fram á Þýska-
landi, sem ekki mun una þeirri
meðferð, sem á því var höfð,
þegar því vex aftur fiskur um
hrygg. Austurríki ber einnig vott
þessu sama ranglæti, þar sem því
er meinað sameiningarinnar við
Þýskaland. Ungverjar munu held-
ur ekki gleyma meðferðinni á
sinni þjóð og ríki. Loks er Italía
undirniðri sárreið bandamönnum
sínum fyrir það, að þeir sviku
hana að ýmsu leyti í skipun
þjóðabandalagsins. Fólksmergð
þjóðarinnar og skortur á hráefn-
um og vilji hennar til valda mun
einnig knýja hana til þess að
afla sjer nýrra áhrifa og landa,
jafnvel þó það kosti óvináttu við
nágrannana. Loks er allískyggi-
leg afstaða Rússlands og nýju
ríkjanna, sem myndast hafa í
útjöðrum þess svæðis, sem rúss-
neska ríkið náði áður yfir.
Tilraun sú mistókst, sem til
þess var gerð með þjóðabanda-
laginu að skapa jafnvægi í álf-
unni, hvað svo sem annars má
gott um það segja. Öfriðurinn
hafði skapað nýjan hugsunar-
hátt, í svipinn að minsta kosti, og
hann krafðist ummyndunar á
samlífi ríkjanna og myndunar
einhvers sambands, sem trygt
gæti varanlegan frið. Þessi hugs-
unarháttur eignaðist leiðtoga í
manni, sem þá naut enn mikillar
virðingar. En þó þessi hugsunar-
háttur ætti rót sína í hagnýtu
lífi þjóðanna, — en ekki aðeins í
hugsjónum einstakra manna, eins
og t. d. hið heilaga samband Al-
exanders keisara, — þá var Wil-
son því miður ekki æfður og hag-
sýnn stjórnmálamaður á sama
hátt og þeir Evrópumenn, sem
hann átti að vinna með. Þess
vegna urðu samsteypu og milli-
bilsskoðanir ofan á við friðar-
gerðina og þessvegna mishepnað-
ist hún. Upphaflega hafði Wilson
hugsað sjer þjóðabandalagið
reist á tveimur meginlögmálum.
Annað var einkarjettur, s«m úti-
lokaði sjersambönd milli einstakra
þjóða í bandalaginu. Hitt var
það, að til væri svo máttugt
vald í bandaiaginu sjálfu, að eng-
in samtök gætu boðið því birg-
inn. Af þessum meginkröfum
varð önnur óuppfylt og iiin brot-
in af Wilson sjálfum. Þjóðabanda-
lagið sjálft hefur ekkert vald til
framkvæmda. Og varla var það
stofnað þegar sjersambandi var
komið á milli Frakklands, Bret-
lands og Bandaríkjanna. Slíkt
sjersamband stríddi á móti grund-
vaiiarhugsun bandalagsins. En
eins og sakir stóðu virtist þetta
vera eina leiðin til þess, að ein-
hver kraítur yrði í bandalaginu.
Því það var augljóst, að án ein-
hvers slíks miðdepils mundi
bandalagið verða ósamstæð og
gagnslítil hjörð. Fimmtíu ólík
ríki gátu ekki haldist saman á
siðferöilegri saimgirni og þrótti
einu saman. Til þess þurfti eitt-
hvað áþreifanlegra og það varð
vald þriggja höfuðlandanna.
Þjóðabandalagshugsjónin veiktist
þó ennþá meira, þegar Banda-
ríkin risu öndverð gegn skoðun-
um forseta síns og neituðu þátt-
töku. Þrátt íyrir alt þetta verður
þó að telja svo, að í þjóðabanda-
laginu sje fólgin nokkur framför
frá því ástandi sem ríkti fyrir
1914. Það hefur gert ýmislegt
gagn í heilbrigðismálum og sið-
gæðismálum, það hefur endur-
reist fjárhag Austurríkis og Ung-
verjalands, það hefur dregið ýms
þrætumál þjóðanna undir valds-
svið góðra dómstóla. En aðal-
hlutverk sitt, að tryggja friðinn í
Evrópu, hefur það ekki getað
leyst af hendi.
Allir, sem eitthvað kunna í
mannkynssögu vita það samt, að
það hefur tekið langan tíma að
koma á þeim samböndum, sem
nú eru til, bæði í Bandaríkjunum
og í Sviss. Þessi sambönd eru þó
ekki sambærileg við Evrópusam-
band, því þau voru kiíúð fram
meðal annai’S af legu landanna.
En alt um það eru þeir margir,
sem trúa á möguleika einhvers
Evrópu-sambands, og það ein-
mitt meira eftir að þjóðabanda-
lagið hefur starfað en áður. Það
hefur sýnt, að heimsbandalag
mistekst. Það hefur í rauninni
aðeins orðið Evrópubandalag. I
því formi ætti það að geta starf-
að og gert mikið gagn. Þó slíkt
alment Evrópu-samband sigrandi
og sigraðra þjóða hafi verið
ókleift þegay þjóðabandalagið var
stofnað, er því ekki svo varið
lengur. Árin, sem síðan eru lið-
in hafa jafnað ýms deilumál og
dregið úr ofsanum og sýnt þjóð-
unum það svart á hvítu að sam-
vinnan er nauðsynleg.
Það eru ekki aðeins bóklærðir
menn og hugsjónamenn svonefnd-
ir, sem hallast að þessu Evrópu-
sambandi. Hagsýnir, starfandi
stjórnmálamenn eru einnig fram-
arlega í hreyfingunni. I Frakk-
landi er t. d. Herriot forseti Pan
Evrópufjelagsins. En slík fjelög
eru nú til í ýmsum löndum og
fyrsta sambandsþing þeirra er
haldið í þessum mánuði í Vínar-
borg.
Grundvallarkenningar þessara
fjelaga eru þessi: 1. bindandi
gerðardómar, 2. afnám allra
stjórnmálasjersamninga, en einn
allsherjarsamningur milli allra
Evrópuríkja, 3. samevrópeisk
verndun minnihluta þjóðema í
hverju ríki, allsherjarsamkomu-
lag um nýlendur og atvinnumála
samvinna sem stefnir að tollsam-
bandi.
Með slíku skipulagi ætti að
vera eytt þeim landamæravand-
ræðum, sem nú eitra pólitískt
andrúmsloft álfunnar, og mörg-
um öðrum þrætuefnum. Að vísu
mundi Pan-Evrópa ekki fyllilega
svara til nafns síns, því líklega
tækju hvorki Rússland nje Bret-
land þátt í sambandinu. En samt
sem áður væri mikil framför að
því. Það væri landfræðilega heppi-
legt flæmi þar sem búsettar væru
yfir 300 miljónir af duglegasta
fólki jarðarinnar. Það mundi ekki
þurfa að eyða nema litlum hluta
þess erfiðis og útgjalda sem nú
fara til hermála til þess að
vemda friðinn á miklu árangurs-
betri hátt en þjóðabandalagið
getur nú gert.
En augljós skynsemin í slíku
Evrópusambandi er þó ekki næg
trygging fyrir framkvæmd þess.
Því stjórnmálum stýrir ekki
skynsemi ein. Þeim ræður hvorki
hin æðri skynsemi, sem kemur
fram í hugsjónum, eða jafnvel
ekki að jafnaði hin lægri skyn-
semi sem kemur fram í hagsmun-
um. Þeim ráða einnig tilfinning-
ar, rótgrónir hleypidómar eða
ofsi, sem blossar upp í svip. Bæði
þjóðernisstefna og ríkisdýrkun
hamla á móti og það því fremur,
sem báðar þessar stefnur koma
saman í þjóðernisríkinu, sem er
viðurkendur grundvöllur ríkis nú
á tímum í Evrópu.
Þessi þjóðernisstefna í núver-
andi merkingu var óþekt þegar
Kant reit bækling sinn um hinn
eilífa frið. Þó menn ættu ást til
heimkynna sinna og föðurlands,
myndaðist þjóðernisstefnan sjálf
ekki fyr en á 19. öld. 1 þróun
þjóðernisstefnanna mitt inni í
þeirri menningu sem meira en
dæmi eru til áður, hefur að vissu
leyti gert allan heiminn að einu
sambandi, er merkilegur tvískinn-
ungur. Því menningarlega sjeð
eru allar þjóðir nú þegar eitt
samband. Allar miklar hreyfing-
ar þjóðfjelagsmála og heimspeki
ná til allra menningarlanda án
tillits til landamæra ríkja og
stjórnarfars. Verkamannahreyf-
ingin hefur gripið öreiga allra
landa. Og þá er andstæða henn-
ar, auðvaldið, ekki síður alþjóð-
legt, það notar auðæfi þar sem
það best borgar sig. Ríki og þjóð-
ir missa fleiri og fleiri sjerkenni
sín eftir því sem auknar sam-
göngur gera gagnkvæm áhrif auð-
veldari. Þrátt fyrir allar þjóðem-
isstefnur verða þjóðirnar hver
annari líkari í siðum og háttum,
lögum og skipulagi. Auknar þarf-
ir nútímamanna hafa einnig gert
nauðsynlega aukna samvinnu. Al-
þjóðasamtök, eins og póstsam-
bandið og verndun höfundarjett-
ar í bókmentum, listum og iðnaði
benda út fyrir takmörk ríkisins
og fela í sjer nokkura viðurkenn-
ingu þess, að ríkið eitt sje ekki
ávalt nægileg eining. Margt bend-
ir því í áttina til stærri og stærri
ríkjasambanda.
Eins og fyr segir eru í Evrópu
33 ríki. En af þeim eru 6 kotríki,
sem ekki koma þessu máli við.
Nú eru mestu ráðandi í heimin-
um þrjú heimsveldi, sem í raun
og veru eru ríkjasambönd: Bret-
land, Bandaríkin og Rússland.
Myndun Evrópusambands, sem
yrði hið fjórða heimsveldi, mundi
verða nýtt spor í áttina til skipu-
lags, sem ef til vill gæti orðið
einrátt. Stjórnarskipunarkerfi
jarðarinnar ætti þá að mega gera
einfalt á þann hátt að öll ríki
veraldarinnar gengju inn í 5—6
sambönd. Máske gætu þessháttar
stjómmálahringir rutt heims-
friðnum braut, eins og hinir
miklu atvinnuhringir benda í
áttina til meira reglubundinnar
framieiðslu, en á sjer stað í þeim
glundroða, sem nú ríkir.
( Annars er það svo að hug-
myndin um samvinnu milli þjóð-
anna á atvinnu- og fjármálasvið-
inu hefur átt hlutfallslega erfitt
uppdráttar, jafnvel hjá þeim, sem
hlyntir eru slíkri samvinnu á
ýmsum öðrum sviðum. Þjóðernis-
stefnan hefur haft í för með sjer
verndartollastefnuna. Á dögum
Cobdens og Napoleons III. trúðu
menn um stund á frjálsa verslun.
En þjóðernisstefnan kom . aftur
upp þeirri gömlu villu, að vel-
gengni einnar þjóðar gæti aðeins
orðið á kostnað annarar.
En einmitt á sviði atvinnu- og
fjármála er samvinnunauðsynin
mjög brýn. Það er eðlilegt hinni
vaxandi menningu, að auka kröf-
urnar til veraldlegra gæða og það
er lýðræðinu eðlilegt, að krefjast
þess, að slík gæði hlotnist sem
allra fiestum. Af þessu leiðir það,
að öreigahreyfing og alríkishreyf-
ing (imperialismi) hefur hlotið
að fylgjast að. Vaxtar- og valda-
kröfur ríkjanna eiga að miklu
leyti rót sína að rekja í nauðsyn
þess að fullnægja vaxandi þörf-
um lýðsins. Alstaðar knýja lág-
stjettirnar á og láta ekki bjóða
sjer það, að kjörin versni, en
munu þvert á móti auka kröfur
sínar. Úrlausnarefnið er því það,
hvernig kröfunum verði fullnægt
og jafnaður sá jafnvægisskortur
sem er milli þess sem krafist er
og hins, sem í raun og veru er
tii, jafnvel hjá þeim þjóðum sem
teljast ríkar. Fram úr þessu væri
hægt að ráða, annaðhvort með
því að hver þjóð um sig reyni að
auðgast á kostnað hinna, eða með
því að ríkin vinni saman að sam-
eiginlegum hagsmunum. Fyrri
leiðin er alkunn og venjuleg og
margvíslegt ófriðarefni. Síðari
leiðin hefur aldrei verið reynd.
Bandaríkin í Ameríku sýna það
þó nokkuð að hverju er stefnt.
Þar hafa 48 ríki myndað atvinnu-
og tollmálasamband. Milli þeirra
inn á við ganga viðskiftin hindr-
unarlaust, þó þau hafi tolla sam-
an gagnvart öðrum ríkjum út á
við. Hinn mikli sameiginlegi
heimamarkaður hefur einnig gert
mögulega hina amerísku stór-
framleiðslu, en það er hin hagan-
legasta framleiðsla.
1 Evrópu er þessu öllu öðruvísi
varið. Þar eru um 3.0 sjerstök
tollsvæði með tollmúrum og alls-
konar hindrunum á milli. Ýmsar
tillögur hafa komið fram á ýms-
um tímum til bóta á þessu. Pan-
Evrópustefnan vill stefna í áttina
til tollfrelsis og tollsambands
milli Evrópuríkjanna, þó hún játi
það, að erfiðleikar sjeu á fram-
kvæmdum í þessa átt. En á þessu
máli veltur meira en á flestum
Jðrum framtíð álfunnar.
En eru þá horfur á því, að
Evrópu-samband geti komist í
framkvæmd? Rökrjett hugsun ját
ar því. En rökrjett hugsun og
stjórnmál þarf ekki að vera eitt
og hið sama. Það er því erfitt að
spá nokkru um slíka hluti. En
það, hvað stjómmálin eru óút-
reiknanleg, gefur mörgum mögu-
leikum rúm, m. a. jafnvel þeim,
að skynsemin geti sigrað.
45. tbl.
Til Dr. Helga Pjeturss
Snillingurinn snjalli!
snjöll þín eru köllin,
hylli ei þó allir
öll þau guðaspjöllin.
Hamför himindrauma
heima ljet þig dreyma
sambands-st j örnustrauma
streyma um alla geima.
Spekingurinn spakW
— spök eru hugartökin —
tekur í andartaki
tökum dýpstu rökin.
Sannleik æðri inna
annir þjer ei banna,
kanna hnatta hinna
hrannir ógrynnanna.
Óþekt, — öminn frái
eygir lönd á vegi.
Þó að nautsku þrái
þegi og höfuð reigi,
stefnir beint af stafni.
Stifnar fjaðrir lifna
efna af sannleiks safni,
svifna andans hrifna.
Jötunandi ítur
athygðinni ei glatar.
Fjötur fordóms slítur,
fatast ei og ratar.
Landið loks gatst fundið,
— landið furðustranda
andaheimi hrundið,
handrið aðeins standa.
Nýja’ er í neitun snúið
nú, því sem var trúað,
því, með þrekið knúið,
þú hefur rúmið brúað.
Undra vunnið vanda,
vindaköst þó dyndu,
fundið heim fyrir handan
hindurvitna blindu.
Listamennið mærsta!
meistarinn, sem leysti
fyrstur flækju stærsta,
freista er neinn sjer treysti.
Vel þjer tókst að telja
tilgang lífs og skilja
hvel, þars dánir dvelja,
dylja er firðar vilja.
Sannar sigur kunnrar
svinnrar vitsku þinnar,
annarshugar unnar
innstreymið að finna, —
drauma í huldu heimum
hamskifting er framin,
saumuð sálum tveimum
samvitundin tamin.
Sástu á hugstöð hæstu,
hlesta magnan bestu
ástar geislan glæstu,
gleggst þar rökskil fekstu,
að hver öfl því styðja
æðra lífkyn fæða,
það er guð og gyðja
glæða og efni klæða.
Aldrei móðurmoldin
milda, — fróðleiks snildar
gjaldasjóð fekk goldinn
gildari þjóð til fylgdar
inn á sviðið annað
enn, sem Nýals kenning.
Sinn fái’ hún boðskap sannað,
senn þá breytist menning.
Þá hlær þrjótskan eigi,
þá munu verk þín fáguð,
á þeim drottins degi
dáuð verða og jáuð.
Ofar efans kröfum
yfir nafn þitt skrifað
lof, sem í leiftrastöfum
lifir, er neitt fær bifað.
(Hkr.). Þorskabítur.
----o----