Lögrétta


Lögrétta - 16.11.1926, Qupperneq 4

Lögrétta - 16.11.1926, Qupperneq 4
4 LÖGRJETTA ing, huggun og von úr guðsorði, sem þar er flutt. Sameiginlegur söngur tengir áreiðanlega einhverjar ræktar- taugar frá manni til manns, og hvers virði það er, er út í lífið sjálft kemur, mun oss öllum vera ljóst. Og þetta er útlátalaust. Að vísu verður að áminna fólkið um, að koma með bækur sínar í kirkjuna, er það fýsir þangað. Sálmabókin eru þau einu útlát, sem þessu eru samfara. Þegar jeg hefi verið að knýja á náðir fólksins um þetta mál, er ekki svo, sem jeg hefði viljað binda því þungar byrðar, er erfitt hefði verið að rísa undir. Þetta er fólkinu útlátalaust, tekur aðeins til viljans, svo það noti söngrödd- ina, sem flestum er gefin í meiri eða minni mæli, guði til dýrðar í húsi hans. Þegar eitthvað kostar mikið fje, þá vill maður einatt reka sig á getuleysi eða þá viljaleysi. En þetta kostar ekkert. Það sem hinsvegar er í aðra hönd, er meira yndi, betri not af guðs- orði, og ríkari velvild hvers til annars. Þetta svarar því fyllilega kostnaði. Og hver sem stuðlar að þessu meðal íslenskra safnaða, hann vinnur fyrir víst að meiri rækt við kristindóminn sjálfan, hann greiðir Kristi sjálfum og kenningu hans veg að hjörtum annara og hjálpar þannig til, að hann verði jafnvel framar en hingaðtil lífsaflið með þjóð vorri í andlegu og verklegu tilliti. Jeg er fjölda mörgum sinnum búinn að bera þetta mál fram á bænarörmum, en svo gott tæki- færi sem þetta mátti jeg ekki láta ónotað, þar sem jeg vissi, að koma mundu saman víðsvegar að bæði prestar, sóknanefndarmenn og organleikarar. Og enn ber jeg það fram á' bænarörmum við ykkur öll, bið ykkur um að veita safnaðarsöngn- um athygli og greiða honum veg meðal vina ykkar, sveitunga og samverkamanna. Verið viss um, að Drottinn og herra kirkjunnar hefur ætlað ykkur sem verkfæri í hendi sinni til þess að beina brautir góðs málefnis. Jeg ætla, að ykkur gefist nægi- leg ráð og ótal tækifæri til þess. Hver fyrir sig leitar þeirra lík- legustu ráða. Og helsta ráðið, sem allir geta notað, er hvatning, á- minning, uppörfun. Jeg geri ráð fyrir því, að þið gangið á undan öðrum með góðu eftirdæmi, með því að koma með bækur ykkar til kirkju og venja heimafólk ykkar á að gera slíkt hið sama, svo með því að taka undir söng safnaðarins. í því for- dæmi út af fyrir sig felst eigi lítil hvatning. Jeg fullvissa ykkur um, að ykk- ur muni aldrei iðra, ef þið styrkið þetta mál. Ávextimir munu koma smámsaman í ljós. Og hvað ætti að vera blessunarríkara en að leggja einhvern skerf til þeirra al- menningsþarfa, að kristileg trú og breytni gæti fest dýpri rætur með- al almennings. Við tölum um svo margar þarfir. Og satt að segja eru þær óteljandi. En mesta þörfin er að vera vel kristinn maður. Með því að hlynna að safnaðar- söngnum, hjálpið þið, góðu vinir, til þess að bæta úr þessari mestu þörf vorrar þjóðar. Geti hún orð- ið betur kristin þjóð en hún er, verða henni allir vegir færir. Trú- in verður máttarvald í lífi henn- ar og fleytir henni yfir allar tor- færur og kennir henni að byggja alla framtíð á grundvelli vonar- innar. Almennur safnaðarsöngur glæð- ir áreiðanlega trúna, hann vekur rjettari skilning á sjálfum sjer syndugum manni, styrkir traust- ið til Drottins, vekur heitara kær- leiksþel og meiri sanngirni. Þetta eru ómetanleg gæði. Að vísu veit jeg það vel, að ávexti hins aimenna safnaðar- söngs verður ekki unt að meta á neina sýnilega vog. En við vit- um, að gott sæði mun bera ávexti blessunarinnar. Þó sæðið sje gott í siðferðilegum skilningi, verður ekki bent á ávextina, að þeir hafi sprottið upp af því tiltekna sæði. Það er líka gamall sannleikur um guðs ríki, að ekki verður á það bent og sagt: „Það er hjer eða það er þar. Guðsríki er hið innra með yður“. Eitt einstakt atriði í söng safn- aðarins vil jeg minnast á. Það eru safnaðarsvörin, eða víxlsöngurinn milli prests og safnaðar. Undar- lega fáir taka undir safnaðar- svörin, og felst þó meðal annars í þeim vilji safnaðarins til þess að styrkja með fyrirbón sinni líf og starfs prestsins í söfnuðinum. Víxlsöngurinn er eins og bending um, að báðir, prestur og söfnuður eigi að vera samstarfandi að út- breiðslu guðs ríkis. 1 bæn prests- ins fyrir söfnuðinum og bæn safnaðarins fynr prestinum felst eins og óbein, en þó skýlaus játn- ing um, að báðir sjeu með Drott- ins hjálp fúsir til að leggja sinn skerf til þeirra safnaðarþarfa, að sönn trú og siðgæði megi lifa og glæðast. 1 fyrirbóninni á báðar hliðar felst styrkur, sem hvort- tveggja liggur í góðum vilja og hinsvegar á sjer fyrirheit af Drottins hálfu. Þessvegna: Þegar jeg ber al- mennan safnaðarsöng fram á bænarörmum, að þjer vilduð stuðla til þess, að allur söfnuður- inn taki undir , safnaðarsvörin. Um það atriði hefi jeg fengið þau svör, að þetta þætti fólki ekki eiga við. Þetta er þó svar út í bláinn. Því hjer þarf fólki að skiljast, að þetta eigi aðeins á vel við, heldur er kirkjuleg og trúarleg nauðsyn. Til þess að þessi hugsjón, al- mennur safnaðarsöngur, komist á, þarf fyrst af öllu samvinnu milli prests og safnaðar, samvinnu, sem byggist á vinarþeli hvors til annars. Og það vinarþel, sem er allra fyrsta nauðsynin í sam- vinnunni, á að eflast og styrkjast við bæn prestsins fyrir söfnuðin- um og safnaðarins fyrir prestinn í lífi hans og starfi. Margar hafa verið ástæðurnar að söngleysi safnaðanna. Yrði það of langt mál, að fara hjer mikið út í þá sálma. En eitt vil jeg þó nefna, fyrir utan vanalegt tómlæti. Það er óframfæmi margs fólks. Það kynokar sjer við að syngja, af því að það þykist ekki geta lagt til neitt að ráði, finnur til raddleysis síns og van- máttar. En í þessu sambandi vil jeg taka það fram, að hjer er ekki verið að heimta stærri skerf af hvérjum einstökum en hann getur í tje látið. Hver leggur þar eins og sinn pening í guðskistuna, sumir stærri, af því að þeir eiga hann til, aðrir minni, af því að þeir eiga ekki stærri pening til. Kon- an forðum ljet alt, sem hún átti, alla lífsbjörg sína. Og meira hrós hefir vart nokkur fengið en hún. Og í því sambandi má taka það fram, að komið fyllir mælirinn. Þegar margir leggja saman, fer líkt og þegar sagt er, að margar hendur vinni ljett verk. Hver veitir öðrum alveg ótrú- legan stuðning. Sá veikari verð- ur sterkari á svelli í skjóli hins sterka. Og sá veiki veitir hinum stuðning, eins og tvöfaldar þor hans og mátt. ----o----- Snjóflóð fjell nýlega á bæinn Sker á Látraströnd, tók fjárhús með 6D kindum, heyhlöðu og 4 báta og flutti alt út á sjó. Aðeins 9 kindum varð bjargað. Fólkið flýði bæinn og búpeningurinn allur hefur verið fluttur á næstu bæi. — Víða þar nyrðra hafa snjóflóð fallið. Maður fórst í snjóflóði á Há- gengisfjalli. Var þar á rjúpaveið- um. Hann hjet Dagbjartur Þor- steinsson, úr Svarfaðardal. Stórvirðri. Fyrir síðustu helgi fór stórviðri yfir Austfirði og gerði þar víða skaða. Á Norðfirði fuku 30 árabátar og 20 kindur hrakti í sjó. Sjera Ólafur Magnússon í Am- arbæli er skipaður prófastur í Ámessýslu. Steinn Dorfi, sem á grein hjer í blaðinu um það, hver sje höf. Njálu, er Jósafat ættfræðingur, sem er vel fróður í fomum sögn- um og ættvísi, en greinin er tek- in úr „Sögu“, tímariti Þorsteins skalds Þorsteinssonar í Winnipeg Mjólkumiðursuðuverksmiðjan Mjöll er nú að taka til starfa að nýju í Borgamesi. Var hún áður á Beigalda, en brann bar, og þykir nú heppilegast að flytja hana í Borgames. ísfisksala. Nýlega seldu afla sinn í Englandi Hávarður fyrir 1066, Egill Skallagrímsson fyrir 1300 pnd. sterl. Nokkru fyr seldu Skúli Fógeti fyrir 1310 og Leikn- ir fyrir 1080 pnd. sterl. Vesalingamir. Cosetta, 2. saga Vesalinganna, er nú á enda hjer í blaðinu, og verður dálítið hlje i, þangað til 3. sagan byrjar. Þingkosningar í Danmörku eiga að fara fram 2. des. Laxaklakið. Jón Baldvinsson alþm. biður þess getið, að það sje ekki rjett í grein hr. Þórðar Fló- ventssonar í Lögr. 26. f. m., að hann hafi tekið að sjer að leið- beina mönnum við klak í Isa- fjarðar- og Barðastrandasýslum. Cltflutningur ísl. afurða hefur í október numið 7,179,000 kr. — Alls hefur útflutningurinn í jan- úar—okt. þ. á. numið 38,427,310 seðlakrónum, eða 31,381,491 gull- kr. — 1 fyrra nam hann á sama tíma tæpri 61 milj. seðlakr., eða liðlega 43 milj. gullkr. Norska krónan hefur mjög far- ið hækkandi nú að undanfömu, og er nú gengi hennar móti ísl. krónu 1,1464. Mannalát. Nýlega er látinn á Skorrastað frú Guðrún Jónsdóttir, móðir dr. Bjöms sál. Bjamason- ar frá Viðfirði. 90 ára gömul. Karl Karlsson, Lárussonar kaupm. hjer í bænum, er nýlega dáinn, efnilegur 16 ára piltur, á Versl- unarskplanum. Nýr bíll. Vegamálastjóri fær hingað innan skams bíl af nýrri gerð, sem ætlast er til að haldið geti ■ opnum vegi fyrir almenna piparmyntu piötur hjúipa meltingunni, ilrna andardráttinn, gefa hress- andi bragð og verja tennurnar. Fox-Normal nærföt ráðleggjast, öll úr sjerlega góðu og hlýju efni, til þess að vernda heilsuna. Fást aðeins í Kronprins- ensgade 2, Köbenhavn K. C. Jespersen. Hin heimsfræga „DIABOLO“- skilvinda ásamt öllum nauðsynlegustu varahlutum fyrirliggjandi. V er sl. V aðnes Sími 228. bíla yfir Hellisheiði að vetrinum. Bíllinn er útbúinn með snjóplógi, er sterkari miklu en almennir bílar og með kröftugri vjel. Búnaðarmálastjórinn. Um þá stöðu hefur nú bætst við nýr um- sækjandi: Hólmjám Jósefsson landbúnaðarkandidat frá Vatns- leysu. Símslit urðu víða í stórviðrun- um í síðastl. viku. I Hnífsdal tók snjóflóð 10 staura, og í Ólafsfirði skemdi snjóflóð símalínuna á löngu svæði. „Verndun“ heitir ritlingur eftir Ólaf Friðriksson, sem nýlega er út kominn. Er tilgangur hans, að vara menn við að spilla feg- urð landsins, og er margt fróð- legt og vel sagt í ritlingnum. ----o----- Prentsm. Acta. höfðu þessir kvenmenn gert? Ekkert. Annarsvegar var rán, fölsun, svik, nauðgun, saurlifnaður, allskonar glæpir, allskonar brot á því, sem gott er og heilagt. Hinsvegar var sakleysi, fullkomið sakleysi. Annarsvegar eiturþrunginn óhroði, hinsvegar óumræðilega unaðslegur ilmur. Annars- vegar siðferðilegur sjúkdómur, sem hjer var falinn bak við fallbyssur og brendi þá smátt og smátt upp, sem haldnir vom af honum, hinsvegar hópur af sálum, og brann sami guðhræðslueldurinn í þeim öllum. Þar var myrkur, hjer var skuggi, en skuggi, sem var þmnginn af ljósi, skæru Ijósi. Tveir þrælkunarstaðir. Eíi á þessu fymefnda var von um lausn, takmörk sett af lögunum, sem sífelt var einblínt á, svo að ekki sje minst á mögu- leikann til þess að strjúka. En á hinum staðnum var eng- inn endir á þrælkuninni í þessu lífi; eina vonin var ytst úti við takmörk framtíðarinnar. Það ljós lausnarinnar, sem mennimir nefna dauða. Á fyrri staðnum var einung- is fjötrað með hlekkjum; á hinum var fjötrað með trúnni. Hver var árangurinn af hinu fyrra? Óumræðileg bölvun, gnístran tanna, hatur, örvæntingar-ilska, reiðiösk- ur gegn mannfjelaginu, spott að himninum. Hver var árangurinn af hinu? Blessun og kærleikur. Og á þessum tveimur stöðum, sem voru svo líkir hvor öðrum og þó svo ólíkir, fór hið sama fram: friðþæging. Friðþæging hinna fyrnefndu skildi Jean Valjean vel, persónulega friðþægingu fyrir það, sem drýgt hafði verið. En hann skildi ekki friðþæging hinna, og spurði sjálfan sig titrandi: Fyrir hvað þurfa þessar lýtalausu verur að friðþægja? Rödd í samvisku hans svaraði: Þetta er hið guðdómlega form mannlegrar göfgi: Friðþæging fyrir alt, sem aðrir hafa drýgt. / Hann fór oft á fætur um miðjar nætur til þess að hlusta á lofsöngvana, sem þessir saklausu kvenmann sungu, sem höfðu tekið þessa hræðilega þungu byrði á herðar sínar, og honum fanst blóðið storkna í æðum sín- um, þegar hann hugsaði um það, að þeir sem báru verð- skuldaða hegningu, höfðu ekki hrópað til himinsins til annars en smána hann, og að hann, þessi ræfill, hefði kreft hnefann gegn guði. Eitt var það, sem hann tók eftir og olli honum mik- illa heilabrota, eins og forsjónin hefði sjálf hvíslað því að honum, til þess að minna hann á það; hann tók eftir því, að hann varð að lenda í sömu stórhættunum, sem hann hafði komist í, er hann var að klífa bratta steinveggi o. s. frv., til þess að komast úr hinum friðþægingarstaðn- um og leggja á sig sama erfiðið, til þess að komast inn í þennan. Var þetta tákn um forlög hans? Þetta hús var líka fangelsi og líktist, hinu, sem hann hafði flúið úr, óþægilega mikið, og þó hafði hann aldrei látið sjer koma til hugar að neitt gæti líkst þessu húsi. Hjer voru grind- ur, hlerar, jámstengur, en um hvað var vörðurinn? Engla! Hann hafði sjeð samskonar veggi byrgja tígrisdýr inni; hjer sá hann þá verja lömb. Þetta var friðþægingarstað- ur og ekki refslngarstaður, og þó var alt enn strangara, enn óvistlegra og miskunarlausara en í hinum staðnum. Þessar meyjar höfðu þyngri fjötra að bera en galeiðuþræl- amir. Kaldur, bitur vindur næddi um búrið, þar sem viltir ránfuglarnir vom læstir inni, vindurinn, sem hafði kalið æsku hans; en vindurinn, sem næddi um búr dúfn- anna, var ennþá kaldari og hvassari. Hversvegna? Þegar hann sökti sjer niður í að hugsa um þessi efni, sogaðist allur hugur hans inn í þennan æðri leyndardóm. Stærilætið hverfur þegar aðrar eins hugsanir em ann- arsvegar. Hann sneið margt og mikið af því, sem hann sá og hugsaði, eftir sjálfum sjer; honum fanst hann vera lítilmótlegur og auvirðilegur og hann grjet oft. Alt, sem komið hafði fyrir hann síðasta misserið, dró heilagar áminningar biskupsins fram í hugskot hans; Cosetta hafði kent honum að elska, klaustrið að lítillækka sig. Stundum, er rökkur var komið, og garðurinn var auður og mannlaus, sást hann krjúpa í trjágöngunum, sem lágu meðfram kapellunni, fyrir utan gluggann, sem hann hafði horft inn um nóttina, þegar hann kom. Hann sneri andlitinu að staðnum, þar sem hann vissi að syst- irin, sem bað friðþægingarbænina, var niðursokkin í bænagerð sína. Hann kraup á knje fyrir þessari systur og baðst fyrir. Það var eins og hann þyrði ekki að» krjúpa frammi fyrir guði sjálfum. Alt, sem var umhverfis hann, friðsamlegur garður- inn, ilmandi blómin, glöð bömin, alvarlegar og saklausar konumar, kyrlátt klaustrið — alt hafði þetta meiri og meiri áhrif á hann, og að lokum fyltist hugur hans af kyrð klaustursins, ilm blómanna, friði garðsins, sakleysi kvennanna og gleði bamanna. Og svo hugsaði hann um það, að það hefðu verið tvö guðshús, sem hefðu veitt hon- um hæli tvisvar sinnum, er honum reið mest á á æfinni, fyrra skiftið, þegar öllum dymm var lokað fyrir honum og mannfjelagið hratt honum frá sjer, hitt skiftið, þegar mannfjelagið ofsótti hann og dýflisan beið hans, og að hann mundi hafa fallið aftur í glæpafenið, ef hið fyrra hefði ekki verið, og orðið að sæta hegningu, ef hið síðara hefði ekki verið. Hjarta hans varð sífelt gljúpara og gljúpara, og haim varð sífelt meira og meira þrunginn af kærleika. Þannig liðu mörg ár. Cosetta stækkaði.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.