Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Frú Elín Briem. Sjötíu ára minning. Sit heil þú heiðursdrotning, þú horska, göfga sprund, vjer lútum þjer í lotning, er lítum farna stund. Þú konum jafnan kendir, að kvessa og efla dáð, í sjötíu ár þeim sendir með sæmd þín vitru ráð. 1 Snælands snóta skara þú stóðst með merkið yst, þjer flýttir ung að fara í fólkorustu þyrst gegn vanans voða dvala og villu í þinni stjett, til ættlands ást að svala, þú eygðir markið rjett. I fræðslustóli stóðstu með stjórn og list og dug; gegn vanþekkingu vóðstu, en veittir mentum flug. Þig meyjar munu blessa og meta silkihlín á meðan viðhelst messa, og meðan sólin skín. Hinn fríði fjörður Skaga- man frænda þinna val, hann ljóðin þjer vill laga og letra í minnissal. Haf þökk, haf þökk, haf sóma, haf þakkir fyrir alt; þín rit þig munu róma og reynast þjóðarsalt. Er sól að viði sígur og signir aftans stund, vor hugur til þín hnígur svo hljótt á vina fund. Þú trygða-tröllið stærsta í trúrra vina reit þjer hljómi þökk vor hæsta og hrós frá æskusveit. Skagfirskur fornvinur. ir di iiriiil Nl. Jeg get ekki skilið, að rifrildi og læti komi góðu til leiðar. Og sig- urinn er viss þjóðkirkjunni og þjónum hennar, ef þeir ekki gera hógværðina að sinnuleysi og læra af ádeilum og aðfinningum vel hugsandi manna, sem láta sig skifta andleg mái Trúmáladeilur vilja oft verða tómt gaspur, þar sem andstæðingar slá um sig með Ijómandi fallegum orðum og hvorirtveggja tjá sig í innilegu samræmi við höfund trúarinnar og með sjálfum sjer og í heyr- anda hljóði eða í prentsvertunni eru þeir hreyknir af því, að vita sig í baráttu fyrir góðum mál- stað. Sökum þessa ódrepandi gaspurs er lútherska kirkjan klofin í marga sjertrúarflokka. Hver eftir annan finnur sig knúðan til þess, að lýsa yfir sinni sannfæringu og trúar- reynslu, sem menn tala svo há- tíðlega um. Tungan og penninn fá aldrei að vera í friði. Og svo fara menn að „pexa" og rífast um einhver smáatriði, sem altaf stækka og verða loks sáluhjálp- aratriði, þegar metnaður og kuldi, jafnvel reiði, er komin inn í deilurnar. Já, Spóinn verður nokkuð stór í þokunni, þar sem hann stendur á þúfu framundan ferðamanninum. Þrátt fyrir kat- hólskudýrkun sumra ungra manna nú á dögum, helst skálda og listamanna, mun þjóð- kirkjan ísl. halda velli gagnvart páfakirkjunni. I hinni íslensku kirkju, og kirkjan hjer í landi hefur löngum verið mjög þjóð- leg, íslensk, vonum vjer, að jafn- an verði loftið hreint og om- bogarúm, jafnvel fyrir þá, sem eru nokkuð einrænir og ekki fjárgötusauðir, í andlegum skiln- ingi. Jeg hygg, að hvergi sje andlega frelsið ríkara, en hjer í þjóðkirkjunni. Eina verulega á- hyggjuefni þjóðkirkjunnar er það, hvernig tekst með orðsins þjóna. Ef atgjörfi prestanna væri í góðu lagi alment, og þá má ekki gleyma gáfum hjartans, myndi kirkjan, hin ísl. þjóð- kirkja, eflast og hefja sókn í stað þess að sætta sig við steina og meiðingar þeirra, sem stöð- ugt eru að hneyxlast, og hneyxla. Og mjög mun það vera mikill fengur fyrir kirkjuna, að prestarnir sjeu vitsmunamenn, sem þá beita gáfum sínum sjer og starfi sínu til virðingarauka og fylgjast með tímanum. Andi tímans er svo reikull og leiðir börn tímans upp á nýja sjónar- hóla, og margt hið gamla fær á sig nýjan blæ, sjeð frá nýju sjónarmiði. Prestarnir þurfa því að vera víðsýnir. Fjölmargt af hinu nýja, sem birtist í guð- speki, andahyggju og öðrum nýj- ungum, getur orðið að vopni góðum kennimanni, er hann yng- ir upp hinn forna kristindóm í fátæklegri sveitakirkju. Ekki skil jeg hví menn, bæði prestar og aðrir, fjandskapast gegn rann- sóknum andatrúarmanna, er þeir leita að ráðningu lífsgátunnar, eða dauðagátunnar, sem hingað til hefur látið menn dreyma „stóra drauma og hættliga" — og hingað til verið sem óiesandi helgirúnir. Aðeins trúin og dul- gáfur alþýðunnar hafa leyft sjer að fullyrða, að koma dauðans væri vökulok æfinnar og að aft- ur rynni dagur. Mitt álit er, að hver prestur eigi að tileinka sjer þessi orð í Mt. guðspjalli 13,52: „Þess vegna er sjerhver fræði- maður, sem er orðinn lærisveinn himnaríkis, líkur húsráðanda. sem framber nýtt og gamalt úr fjársjóði sínum". Nú væri ilt ef jeg sjálfur hefði brotið þessa reglu, sem jeg taldi æskilega í upphafi, að birta varlega hugs- anir sínar, meðan maður er ung- ur og óráðinn og lítt reyndur, þó vona jeg, að hjer sje ekkert of mælt, og að jeg þurfi eigi síðar að sjá eftir vanhugsuðum stór- yrðum. Ragnar ófeigsson. Dáin er 20. þ. m. prófessorsfrú Annika Jensdóttir, kona dr. Páls E. Ólasonar prófessors, eftir langvarandi veikindi, 38 ára aldri, f. 11. sept. 1888. Hán var fríð kona og gerfileg og v> ] itai. Jarðarförin fjölmenn, fór fram 28. þ. m. Um víða veröld. Beethoven. Hvervetna um söngmentaðan heim er um þessar mundir minst hundrað ára dánaxafmælis tón- skáldsins Beethoven. Hann er alment talinn einhver stórfeldasti og glæsilegasti tónsnillingur, sem uppi hefur verið. Hann var fædd- ur í Bonn í Þýskalandi 16. des. 1770, en dvaldi mestan hluta æfi sinnar í Vínarborg og dó þar 26. marts 1827. Hann var af fátæku fólki kominn og átti sjálfur erfitt uppdráttar löngum og bjó við basl framan af æfinni, en rakn- aði úr fyrir honum á milli á í seinni árum, enda var hann þá í orðinn mikilsmetinn listamaður, I þó lítt auðgaðist hann á tón- | verkum sínum. Hann var geð- I ríkur maður, en þunglyndur og ; sóttu á hann margvíslegar sorgir \ og andstreymi. Mörg síðustu ár I æfi sinnar var hann heyrnarlaus, i ; en samdi tónverk eftir sem áður. | I Einhver frægustu verk Beet- ! ! hoven's og hin stórfenglegustu j j eru hljómkviðurnar eða sym- j ' foníurnar. Samdi hann níu slíkar j og þykir tilkomumest hin síðasta i þeirra, hljómkviða með lokakóri j um óðuna til gleðinnar (eftir ! Schiller). Einn söngleik samdi [ hann, Fidelió, margar sónötur og \ kvartetta og nokkur sönglög. i Beethoven er lýst svo, að per- | sónulega hafi hann verið göfug- ! menni. Um hann hafa verið skrif- ' uð ógrynni 511. Einn af æfisögu- j riturum hans, franska skáldið ' Romain Rolland lýkur bók sinni 1 um hann (í safninu Vie des i Hommes illustres) með þessum | orðum: Alt líf hans er eins og i óveðursdagur. Fyrst er ljós og \ lygn dagrenning en óveðrið ligg- ur í loftinu og alt í einu koma j æðisgengnar hviðurnar í Eroica : og C-moll symfoníunni. En enn- | þá er heiðríkja, gleðin er ennþá ! gleði, í sorginni er ávalt von. En ! eftir 1810 brestur jafnvægi sálar- I innar . . . jafnvel glaðværðin fær l á sig keim beiskju og ofsa j Eitur og logi læsist í allar tilfinn- ! ingar. Óveðrið kemur æðandi eft- ; ir því sém kvöldið nálgast. Og I nú, í upphafi níundu hljómkvið- I unnar eru skýin þrumuþrungin. ! náttsvört, stormhvöss, Alt í einu, ; þegar fárviðrið er verst, dreif- \ ist rökkrið og nóttin og með átaki j viljans er glóbjart dagsljósið I knúið fram á ný. Hvaða sigur j er þessum jafn, hvaða Napoleons- orusta, hvaða Austerlitzsól skín skærar en þessi afskaplega afl- raun, þessi glæsilegasti sigur, sem mannsandinn hefur nokkru sinni unnið: óhamingjusamur, fátækur, veikur, einmana maður, þjáningin í mannsmynd, maður, sem heimurinn heiur neitað um gleðina, skapar sjálfur gleðina, til þess a? gefa hana heiminum. Hnnn knýr hana fram með kvöl sinni, eins og hann hefur sjálfur í þeim stoltu orðum, sem lysa öllu lífi hans og eru kjör- orð allra hetjusálna: gegnum þjáninguna til gleðinnar, durch Leiden Freude. Búnaðarmálin. Búnaðarfjelagið og jarðiæktar- lögin. --------- Frh. II. kafli jarðræktarlaganna: Um túnrækt og garðyrkju. Það er þessi kafli jarðræktar- laganna sem bændum kemur að mestu gagni og síst má hrófla við í þá átt að rýra notagildi hans og gagnsemi. Þó er kaflinn stórgallaður. Það er hin fræga 10. grein, sem allir kannast við. Þar er hið illræmda frádráttar og sektarákvæði, sem mælir svo fyrir að enginn fái styrk fyrir að auka tún og sljetta og ræsa fram land til túnræktar, nema fyrir það, sem hann vinnur framyfir 10 dagsv. fyrir hvern verkfæran mann sem hann hefir á heimili sínu. Fátækir einyrkjar sleppa þó með 5 dagsverka skylduvinnu. En við þennan frádrátt, — sem í rauninn er ekki svo ægilegur ef hann væri aðeins miðaður við fleira en hann er, — bætist ann- að verra. Ef einhver lætur nið- ur falla 1 ár eða fleiri „tún- ræktariðju þessa", þá kemst hann í vinnuskuld, sem hann verður að standa skil á áður en hann getur aftur orðið styrks aðnjótandi. Þessi vinnuskylda er reist á þeirri góðu hugsjón að allir eigi að vinna eitthvað að því að bæta jarðirnar sem þeir búa á, og slíkt sje ekki verðlauna- nje styrks vert nema allverulega sje að því unnið, það sje unnið „meira en skyldan býður". Mis- tökin á greininni eru fyrst og fremst þau að frádrátturinn nær aðeins til túnræktariðju, en eigi nokkurt vit að vera í frádrættin- um verður hann að minsta kosti að ná til allra jarðabóta, sem um er rætt í II kafla laganna. Það er enginn iðjuleysisvottur þó ein- hver „láti niður falla" túnræktar- iðjuna 1 ár eða fleiri. Hann get- ur verið að vinna að jarða- og húsabótum meira en gengur og gerist, fyrir því. Hann getur meðal annars verið að vinna þau verk sem rjettilega eiga og þurfa að vinnast áður en hann fer að snúa sjer fyrir alvöru að hinni eiginlegu túnræktariðju, en það er t. d. að girða túnið og byggja áburðarhús. Er nokkurt vit í því að sekta manninn fyrir það þó hann fari skynsamlega að ráði sínu í þessu? Verst er ákvæðið um að vinnuskuldir eiga að safn- ast ár frá ári ef of lítið er unn- ið, enda getur það undir vissum kringumstæðum orðið hlægilega vitlaust. Dæmi: Maður býr á leigujörð við erfiðan leigumála, jörðin illa til túnbóta fallin, og hann ætlar sjer að flytjast það- an að útrunnum leigutíma. Hann vinnur ekkert að túnbótum fleiri ár áður en hann fer af jörðinni, og lendir því í vinnuskuld. Á vinnuskuldin að fylgja mannin- um, eða jörðinni, þegar hann flytur?Og ef hún fylgir mannin- um, sem líklega er meiningin, á hún þá að vera sem hnyðja á hon- um þegar hann ætlar að taka til óspiltra mála á nýju jörðinni

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.