Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 20.07.1927, Síða 1

Lögrétta - 20.07.1927, Síða 1
LOGRJETTA m [L 6r. Reykjavík, miðvikudaginn 20. júlí 1927. | 38. tbl. Um víða veröld. Vígbúnaðurinn. I síðustu símfregTiunum hefur verið sagt frá samningatilraun- um stórveldanna um takmörkun vígbúnaðarins, einkum á sjó. Hafa þeir samningar gengið treg- lega og ekki sjeð ennþá hversu fer um þá, þótt viðurkent sje það af hinum bestu mönnum þjóðanna að brýn þörf sje á því að takmarka vígbúnaðinn, ekki einungis vegna ófriðarhsettunnar, og siðspillingarinnar, heldur einn- ig vegna fjárhagsafkomu þjóð- anna. Á síðustu misserunum hef- ur vígbúnaðurinn samt verið nokkru minni en áður og er það þó mikill her, sem nú er undir vopnum hjer í álfu, auk þess sem stórveldin Bandaríkin og Japan, hafa mikinn herbúnað. Mestan flota í heimi hafa Bretar, en nú vilja Bandaríkjamenn ólmir eiga jafnstóran flota, og ganga Bret- ar inn á það. Bretski flotinn er að smálestatali mun stærri en samanlagður floti fjögurra næst- flotamestu ríkjanna (1.87.600 smál.). Bretar eiga nú 19 orustu- skip, 55 beitiskip, 64 neðansjáv- arbáta og 195 tundurspilla. Til samanburðar má geta um herafla nokkurra annara þjóða og fæst þá jafnframt nokkur hugmynd um hermál og vígbúnað álfunnar alment. Frakkland á 9 orustu- skip, 22 beitiskip, 68 neðansjáv- arbáta, 72 tundurspilla og 12 torpedobáta. Rússar eiga 2 or ustuskip, 5 beitiskip, 13 neðan- sjávarbáta, 16 tundurspilla og 3 torpedobáta. Af Norðurlandaþjóð- um eiga Svíar mestan herskipa- stól, 12 orustuskip (til strand- vama), 1 beitiskip, 10 tundur- spilla og 27 torpedobáta. Danir eiga 5 orustuskip, 2 beitiskip, 16 neðansjávarbáta og 23 torpedo- báta. Með Washingtonsamþykt- inni voru sett ákveðin takmörk fyrir herskipaeign samningsað- ila og er nú verið að reyna að semja áfram á svipuðum grund- velli á milli fleiri þjóða. Nánari hugmyndir geta menn gert sjer um vígbúnað álfunnar með því að athuga einnig herafla þjóðanna á landi. Hann hefur einnig farið minkandi á síðari ár- um. Árið 1913 var herafli Ev- rópuþjóðanna 4 milj. 188 þús. manns, en nú 3 milj. 42 þús. Samt hefur landherinn aukist nokkuð í einstökum löndum, Spáni, Belgíu, Grikklandi, Bret- landi og Frakklandi. En annars- staðar hefur hann verið minkað- ur mikið. í þýska hemum eru nú t. d. 99 þús. manns i stað 719 þús. áður. Rússneski herinn hef- ur einnig minkað um 278 þús. manns. Mestan landher hafa nú Frakkar, 673 þús. manns, Rússar 563 þús. (með sjóhemum), Pól- verjar 270 þús., Italir 248 þús., Bretar 179 þús. Sjóliðið er fjöl- mennast hjá Bretum 101 þús. manns, þá hjá Frökkum 58)4 þús., hjá ítölum 45)4 þús-., hjá Spánverjum 28 þús. og hjá Sví- um 14 þús. manns. Hinar Evrópu- þjóðimar, sem sjóhermestar era, eru ekki hálfdrættingar á við Svía og þaðan af lægri. Her- skylda er í einhverri mynd í flestum Evrópulöndunum. Af- numin er hún samt í fjóram iöndum að minsta kosti, þar sem hún áður var, í Austurríki, Þýskalandi, Búlgaríu og Ung- verjalandi. Kostnaðurinn af herafla land- anna er geysimikill og fer til hans tilfinnanlegur hluti af skattgjöld- um borgaranna. Það gefur nokkra hugmynd um það fje sem til þessara mála fer, að vopn og skotfæri eru árlega framleidd í ýmsum löndum álfunnar til út- flutnings í aðrar heimsálfur eða önnur lönd fyrir um 150 milj. króna. Það er mikið fje á friðar- tímum. Tölumar sem hjer eru tilgreindar era flestar teknar eft- ir hermálaskýrslum þjóðabanda- lagsins. Ymsar tillögur hafa kom- ið fram um það, utan hinna op- inbera ráðstefna hvemig helst mætti takmarka vígbúnaðinn. Einna eftirtektarverðastar eru til- lögur Coudenhove Calergi greifa, sem stuttlega hefur verið vikið að áður í Lögrj. ---o---- Prestastefnan. Prestastefnan hófst 27. f. m. og stóð í 3 daga. Sátu hana 39 menn andlegrar stjettar. Hófst hún með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni (sr. Fr. Hallgrímsson) og tvö opinber erindi vora flutt í kirkjunni, af sr. Fr. Rafnar á Út- skálum, um bók Sundar Sing’s, „Eftir dauðann“, og af sr. Sveinb. Högnasyni á Breiðabólstað, um gildi trúarinnar. Biskup flutti einnig erindi um Harboe. Að öðra leyti fóra fundir prestastefnunnar fram fyrir luktum dyram, en skrifstofa biskupsdæmisins hefur gefið um þá stutta skýrslu. I ársyfirliti biskups er þess get- ið að 107 sjeu nú þjónandi prest- ar og 2 aðstoðarprestar, en prestaköllin era 111 og 5 laus í bili, en 3 eiga að renna saman við önnur brauð við næstu presta- skifti, svo prestaköllin verða alls 108, en embættin 109 (2 við dóm- kirkjuna). Sjö nýjar steinsteypu- kirkjur vora reistar á árinu (á Kálfafellsstað, Síðumúla, Sleð- brjót, Víðirhjeli, Draflastöðum, Stærra-Árskógi og í Flatey). Á Höskuldsstöðum og á Bergþórs- hvoli vora reist íbúðarhús handa prestum og byrjað á slíku á Skútastöðum. Ný lán úr kirkju- sjóði hefðu numíð 30 þús. kr. og úttekt af inneign öðra eins. Messugerðir urðu um 66% af því sem átt hefði að verða samkv. reglulegum messudagafjölda, eða alls 4228 messur af 6431. Flestar messur vora fluttar í Reykjavík, en þá í Garðakalli á Álftanesi og í Útskálakalli. 1 11 köllum voru messumar frá 12—20. Altargestir vora fleiri en áður, um 9% fermds sóknafólks, eða 5430. Á árinu voru vígð 616 hjón, fermd 1926 böm. Alls fæddust 3013 böm (þar af 69 andvana), en 1122 manns dóu. Af málum þeim, sem rædd voru er getið þriggja. Sr. Guðmundur á Þingvöllum skýrði frá gerðum nefndar, sem kosin hafði verið 1926 til þess að fjalla um „bama- heimilismál“. Hnigu umræður að því, i að kirkju og prestum bæri sjerstök skylda til þess að láta til sín taka bætur á uppeldi van- ræktra bama. Var samþ. till. í þá átt, að kjósa nefnd til þess að greiða fyrir þessu máli, að fá safnað fje til styrktar því á fermingardögunum og að kjósa nefnd til að koma á framfæri heppilegri bamauppeldislöggjöf. Kosnir vora Magnús Jónsson dóc- ent, sr. Fr. Hallgrímsson og sr. Ámi Sigurðsson. I þessum efn- um gæti kirkjan átt gott verk- efni og mætti láta sig uppeldis- mál meira skifta en hún gerir. Þá var rætt um breytingar á handbókinni og komu fram ýms- ar till. í þá átt að gera guðsþjón- ustuna hátíðlegri og hluttöku safnaðar meiri en verið hefur. Það mundi verða þakklátt verk af mörgum kirkjugestum og mörgum, sem nú sækja ekki kirkju, ef þetta yrði reynt alvar- lega, þótt reynslan sýni að vísu, að við erfiðleika er að etja þegar um fámennar og fátækar kirkjur er að ræða. Um- ræðumar um þessi mál snúast líka óþarflega oft um smáatriði og tíðar handbókarbreytingar era ekki æskilegar. Loks var rætt um áskorun dómkirkjusafnaðarins út af trúmálaumræðum síðustu tíma, en hann hafði á safnaðarfundi lýst hrygð sinni yfir ái'ásum þeim, sem fram hefðu komið á kirkju og kristindóm og skorað á prestastefnuna að taka í taum- ana. Lýsti sr. Bjami Jónsson að- gerðum og afstöðu safnaðarins, en eftir nokkrar umr. bar, sr. Ámi próf. í Görðum fram svo- hljóðandi till.: „Út af erindi dómkirkjusafnaðarins í Reykja- vík finnur prestastefnan ástæðu til að brýna fyrir prestum og söfnuðum landsins, að hvika í engu frá trúnni á Jesúm Krist, Guðs son og frelsara mannanna, samkvæmt heilagri ritningu“. Sumir vildu ekki að till. þessi yrði borin upp, en urðu í minni- hluta og var till. samþ. með 21 atkv. gegn 4. Þótt í till. sje ekki tekið af skarið um afstöðu til trúardeiluatriðanna, eins og þau hafa verið rædd undanfarið, er samþykt hennar, miðuð við þær umræður og atkvæðagreiðslur sem fram fóru, alment talinn á- kveðinn vottur um sigur garnall- ar guðfræði á nýrri, að svo miklu leyti, sem rjett er að nota þau stefnuheiti, en innan beggja flokkanna er ýmiskonar innbyrð- is skoðanamunur. Gamlir menn segja að Presta- stefnan hafi einu sinni verið virðuleg og áhrifamilril samkoma. Sjálfsagt er það af kristilegri hógværð, að hún er á síðari ár- um hætt að halda á lofti þess- um virðuleik, hætt að beita þess- um áhrifum. Fáir veita nú Prestastefnunni athygli. Það skiftir litlu eða engu fyrir kirkju og kristnihald landsins, hvort hún er haldin eða ekki. Þegar það er einnig aflagt að biskupar gefi út hirðisbrjef nema svo sem einu sinni á mannsaldri, þá er það ekki mikið sem þjóðin verður vör við kirkjuna, sem sjerstaka stofnun, eða „þá, sem guð send- ir“, sem sjerstaka stjett, er láti til sín taka í þjóðfjelags- og menningarmálum. Samt er þetta ekki af því sprottið, að fólk vilji ekki gjama hlusta á raust kirkj- unnar í þessum efnum. Þvert á móti er nú meira líf í kirkjunni og um hana en lengi hefur verið áður. Þetta er heldur ekki því að kenna, að kirkjan eigi ekki á að skipa ýmsum góðum og dugandi einstaklingum. Það er heldur ekki af því, að hún eigi við ramman reip að draga, þar sem sjeu frí- kirkjur eða annarlegir trúflokkar. Samkomulagið við fríkirkjuna í Reykjavík er t. d. ekki lakara en það, að fríkirkjupresturinn er einn af þeim hlutfallslega fáu prestum, sem aldrei lætur sig vanta á prestastefnu þjóðkirkj- unnar. Einn af höfuðprestum landsins hefur einnig komist svo að orði, að það eina sem nú skildi á milli fríkirkjunnar og dóm- kirkjunnar í Reykjavík væri það, að í annari væri sagt: guði sje

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.