Alþýðublaðið - 27.08.1963, Side 2

Alþýðublaðið - 27.08.1963, Side 2
SUtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (Sb) og Benedikt Gröndal,—AðstoBarritstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — ABsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðnins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. ÁRÁSARH ÆTTA ÞAÐ HEFUR dofnað yfir Tímanum í skrifum um Hvalfjarðarmálið, enda óþægilegt lík í lestinni. Hins vegar halda kommúnistar áfram og reyna að nota þessi tíðindi til að blása nýju lífi í baráttuna jgegn vömum íslands. Fyrir áratug byggðist andstaða gegn varnar- liðinu aðallega á menningarlegum ástæðum. Var haldið fram, að þjóðin mundi aldrei þola dvöl er- lendra hersveita um langan tíma, og væri betra að hálf þjóðin færist í vamarlausu landi, ef til ófrið- ar drægi. Smám saman hafa kommúnistar tekið meira af þessari andstöðu í sínar hendur og 'hlutur þjóð- varnarmanna, sem eru ekki kommúnistar, hefur minnkað. Um leið hafa kommúnistar gert árásar- hættuna, eða réttar sagt hótanir um rússneskar kjarnorkuárásir á ísland, að meginatriði barátt- unnar gegn her í landi. Viðurkennt ef, að í byrjun kjarnorkuófriðar mundu báðir stríðsaðilar leggja alla áherzlu á að eyðileggja KJARNORKUSTÖÐVAR hins. Hafa líkur árása á stórborgir verið taldar minni en áður, eftir því sem kjarnorkutækni hefur aukizt síðari ár, og er það ein höfuðkenning MacNamara, her- málaráðherra Bandaríkjanna. íslienzk yfirvold hafa' fylgt sömu stefkiu og norsk og sænsk, að leyfa ekki staðsetningu kjarn- orkumannvirkja í landinu eða neíinna tækja er þeim tilheyra. Með þessu móti er árásarhættu eins rækilega hægt frá landinu og unnt er. Flug- vellir án slíkra mannvirkja skipta þúsundum um allan heim, og sama má segja um hafnir. Hins vegar má ekki gleyma þeirri regin- skekkju, sem felst í hugmyndinni um hlutlaust og varnarlaust ísland. Það er sú vissa, að þá mundu styrjaldaraðilar á fyrstu klukkustundum ófriðar keppast um að ná aðstöðu á íslandi. Það kapphlaup mundi tryggja vopnuð átök um landið, eyðilegg- ingu og liættu fyrir þjóðina. Þannig er hlutleysis- stefnan hér á landi trygging fyrir því, sem henni er ætlað að forða þjóðinni frá: árásum og vopnuð- um átökum í landinu. Áróðurinn um, að Keflavíkurvöllur sé dulbú- in kjarnorkustöð, sem Rússar munu kasta á kjam- orkusprengjum, hefur misst marks. Þetta finna kommúnistar. Þess vegna gera þeir nú lítið úr flug vellinum, en blása út árásarhættu af olíustöð í Hvalfirði. Allt sýnir þetta, hversu tækifæris- kenndur áróður þessi er og hversu lítið hann bygg ir á röksemdum. Rafeindareiknirinn IBM 1620 verður sýndur í Reykjavík, dagana 8. — 25. október n.k. Þetta einstaka tækifæri verður notað til að halda námskeið í FORTRAN (Formula Translator), sem er lykilmál til lausnar stærðfræðilegra verkefna á alla smærri sem stærri rafeindareikna, sem IBM framleiðir. Þátttakendur munu fá tækifæri til að leysa eigin verkefni á IBM 1620-vél- ina. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, vinsamlega hafi samband við skrifstofu vora fyrir 15. september. IBIVI á íslandi OTTÓ A. MICHELSEN Klapparstíg 2S-27 Sími 20560 Fortran - Námskeið -1620 IM 1620 RAFEINDA- REIKNIR ^ Fjölmennið í HeiSmörk á sunnudaginn. Enn um aff gleypa sem flesta kííómetra. Um vegamálin í skemmtistað Reykjavíkinga. Á Þrjár slysagildrur á leiðinni á mörkina. SUNNUDAGURINN var okkur ljúfur og hlýr. Enda hef ég aldrei séð annan eins mannfjölda í Heið- mörk. Þar voru bílar í hundraða- tali, allt að þúsund að égr hygg, og fólk í flestum gjótum. Þarna var mjög gott að vera — og þar var ég í fimm klukkustundir. Ég hitti mann, sem sagði: „Hér höfum við verið á hverjum sólskinssunnu- degi í sumar og raunar lika á sól skinslaugardögum. Og hvergi er eins gott að vera“. EITT ÞAÐ SÍÐASTA, sem Ey- steinn Jóhannesson á Laugarvatni sagði við mig í sumar var þetta: „Ég skil ekkert í fólkinu. Það æð- ir um landið stefnulaust og stjórn laust. Það æðir að því er virð- ist, til þess að gleypa sem allra flesta kílómetra — og kemur svo heim dauðuppgefið og án þess að hófa notið sumarleyfisins." — Það er mikið til í þessu. ÉG IIEF ÁÐUR SAGT það, að hér við hlaðvarpann á Reykjavík ei yndislegur sumardvalarstaður, Heiðmörk. Þangað er hægt að fara án þess að eyða miklu og það er stutt leið að fara heim til sín. Mað ur gleypir ekki gatnarykið al ræmda í Heiðmörk. Maður velur sér lyngivaxna laut, verður þar alveg út af fyrir sig, — og hvílist. Þó að dálítill gustur sé, liggur maður í hlýjunni. í Heiðmörk er allsstaðar skjól jafnvel þó að kul sé hið efra. ÉG HEF SVO SEM ÁÐUR sagt þetta — og viljað benda fólki á að með æðinu fer það langt yfir slcammt að leita sér að góðum stað. En ef til vill er það alls ekki að leita að góðum stað, ef til vill er æðið í kílómetrana aðalatriðið. En hvað sem því líður, þá vex sókn in í Heiðmörk — og margir hafa, eins og ég gerði fyrir nokkrum árum, helgað sér sérstaka laut. EN ÉG VERÐ enn einu sinni að minna á vegamál Heiðmerkur. Nokkur umbót hefur verið gerð í sambandi við vegagerðir þar. Nú eru vegir betri og bílastæðum hef urfjölgað, en vegirnir, afleggjar- arnir eru ekki nógu margir og framar öllu öðru, eru bílastæði enn of fá. Samt er þetta ekki aðal atriði. Nú er viðsjárverðast í vegamálum Heiðmerkur, brúin yf ir Hólmsá inn í Rauðhólana, og brýrnar tvær yfir Elliðavatn. ALLAR ÞESSAR BRÝR eru á- kaflega viðsjárverðar. Brúin yfir Hólmsá er í tvennu lagi, í raun og veru er hún gildra fyrir öku- nenn og getur þá og þegar valdið slysi. Vegurinn að brúnum yfir Elliðavatn er hruninn við báða bakkana svo að engu má muna að bifreiðar fari út af. Þetta verður að lagfæra — og það má alls ekki dragast. Ilannes á horninu. ryðvörn. Pressa fötén me@an þér bíðil Fatapressun A. Kúld Vesturgötu 23. £ 25. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.