19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 1
19. JUNI
III. árg.
Reykjavík, júlí 1919.
Frá landsspítalasjóðsdeginum.
Samtök kvenna til að halda daginn
hátíðlegan voru að þessu sinni marg-
falt meiri en nokkru sinni áður. Eftir-
tekjan alveg furðulega mikil þegar
þess er gætt, að áskorun stjórnar
sjóðsins mun hafa komið nokkuð
seint í hin fjarlægari héruð, og að
enn þá ríkja dýrtíð og erfiðleikar.
í Reykjavík var dagurinn liátíð-
lega haldinn á sama hátt og undan-
farin ár. Forsjónin lýsti velþóknun
sinni á honum með því að leggja til
fegursta veðrið, sem komið hafði á
þessu vori. J?ess vegna varð aðsóknin
geysilega mikil að öllum þeim stöð-
um er unnið var fyrir sjóðinn. pvi
nær undantekningarlaust sýndu höf-
uðstaðarbúar deginum samúð og vel-
vild. Arðurinn af hátíðahöldunum
varð kr. 9467,85.
Á Akureyri tóku ýmsar konur sig
saman og stofnuðu til kvöldskemtun-
ar í Goodtemplarahúsinu. par fóru
fram ræðuhöld, söngur, bögglaupp-
boð, dans o. fl. Ivvöldið gaf af sér
kr. 1284.00.
Á ísafirði fóru einnig fram há-
tíðahöld. Sama máli er að g'egna um
ýmsa aðra staði víðs vegar um land,
sem hér yx-ði of langt upp að telja,
en sem sjá má af skilagrein þeirri,
1. tbl.
er vikublöðin hafa verið beðin að
fiytja.
Og langt fyrir utan landsteinana,
þar sem e.s. „Gullfoss“ er á ferð, er
slegið upp dýrlegum fagnaði, og
„aurað“ saman kr. 5142.00.
Stjórn sjóðsins bárust mörg sím-
skeyti og gjafir frá félögum og ein-
stökum mönnum. Minsti gefandinn
var eins árs ganxall, lítil stúlka, sem
átti sama fæðingardag og sjóðurinn.
Eftir því, senx næst verður kom-
ist, hefir sjóðnum áskotnast á þess-
unx eina degi kr. 23,478.25. Nú mun
hann allur um 96—97 þúsundir. Tak-
markinu: að fylla fyrstu hundrað
þúsundin á yfirstandandi ári, nxxm
því axxðnáð.
En sé það sjóðnunx nxikill ávinn-
ingur, er vex ár frá ári, að 19. júní
sé hátíðlegur haldinn, honum til
styx-ktar, verður það eigi síður til
góðs fyrir oss, íslenska kvenþjóð, að
safnast einn dag á ári um eitt og
sanxa málefni. I öllum sveitum og
héruðum kalla ýmsar nauðsynlegar
framkvænxdir á liðveislu vora, og
skiljanlegt er, að þær sitji i fyrir-
rúmi. — Konur vinna að þvi að reisa
sjúkraskýli og sjúkraliús heima í
sveitum. Og hver fjórðungur lands-
ings hefir sitt áhugamál. petta er
réttmætt. En einn dag á ári erurn vér
hvorki Sunnlendingar né Norðlcnd-