19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 3

19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 3
19. JÚNf 3 vík, ætti að vera konum í fersku minni, ekki að eins til þess að hrista höfuðið yfir og aumkva, heldur að gera eitthvað til þess að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Og eg fæ ekkert betra ráð séð til þess að koma í veg fyrir það, en stofnun góðs heimilis, þar sem ekki að eins konur og stúlk- ur sem þar byggju hefðu aðgang að, heldur væri sanlkomustaður fyrir allar þær konur, sem kysu sér þar að koma, sér til gagns og skemtunar. Gömlu setningunni: Á eg að vakta bróður minn eða systur mína?, hefir verið snúið við og nú heyrast ótal raddir sem segja: eg á að vakta bróð- ur minn og systur mína. Hólmfríður Árnadóttir. „í^ýðing-ar11. þegar mér barst síðasta hefti Skírnis í hendur hugði eg gott til lestursins nú sem oftar, enda brugð- ust mér ekki þær vonir. petta Skírnis- hefti er að mínu áliti mjög gott. Ekk- crt af því sem það flytur vakti hjá mér jafn mikla ánægju og um leið umhugsun, sem „þýðingar“, grein prófessors Sigurðar Nordals. par er horið fram fyrir alþjóð eitt með merkari málum, sem rædd hafa verið nú um langan aldur. það mál sem nær til allra hugsandi kvenna og karla. pað mál sem allir þeir, er vilja sanna framför þjóðar sinnar hljóta að sjá hvert gildi hefir. Að loka augum og eyrum fyrir slíku nauð- synjamáli er synd gagnvart nútíð og framtið. Hugmynd höfundarins þarf að komast í framkvæmd; þing og stjórn að taka málið til meðferðar og leiða farsællega til lykta það fyrsta. pegar íslenzk alþýða fær úr- val af heimsbókmentunum á sínu eigin, hreina og kröftuga máli, höf- um við öðlast Iðunnarepli íslenzkrar alþýðumenningar. En eitt atriði í grein prófessorsins er að mínu áliti mjög varhugavert, og mér skilst að hljóti að stafa af hclzt lil lítilli þekkingu á núverandi ástandi í landinu. par sem hann tel- ur mikinn ábyrgðarhluta þeirra manna, sem vilja koma barnaskóla á fót í liverri sveit. Nú verða menn að kannast við þann sannleika, þó kunni að láta illa í eyrum, að heimihsfræðsl- an er komin svo i kalda kol, að ef skólar handa börnum ætti að líða undir lok, þá kæmi að harla Utlu haldi þó að stráð væri beztu skáld- og listaverkum heimsins á meðal þeirr- ar kynslóðar sem engrar fræðslu hefði notið, nema þeirrar, sem heimil- in veita nú á dögum. pví allvíða eru 10 ára börn lítt læs, og þau lieimili eru til, sem foreldrar leggja ekki meiri rækt við fræðslu barna sinna en svo, að þau kenna þeim ekki „Fað- ir vor.“ Hjá sliku fólki, sem ekki leggur neina áherzlu á fræðslu barna, falla þessi ummæU eins af leiðandi mönnum þjóðarinnar í helzt til góð- an jarðveg. Sannleikurinn er sá, að fæst heim- ili veita börnunum þá undirbúnings- þekkingu, sem þarf til þess, að hafa not af góðum bókum. Úr þessu þurfa

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.