19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 8

19. júní - 01.07.1919, Blaðsíða 8
8 19. JÚNl að gera pað hið fyrsta; blaðið hefir ekki verið sent neinum óbeðið, og þeir sem ekki sjá sér fært að standa í skilum við það, ættu heldur að segja því upp. Lítið blað, frumbýlingur á erfiðleika- tímunum, getur því að eins verið örugt um framtíð sina, að það megi reiða sig á skilvísi kaupenda sinna. Pað eru því einlæg tilmæli mín til yðar, háttvirtu kaupendur, sem enn eigið ógreidda ann- an eða báða árganga blaðsins, að þér viljið senda borgun hið fyrsta. Oski ein- hver kaupenda eigi að fá blaðið fram- vegis, gjöri hann aðvart um áramótin, og verður úrsögn hans þá óðara tekin til greina. Pví umfram alt skulum við reyna að hafa hreina reikninga hverir við aðra — og fjarri er það blaðinu að vilja þrengja sér inn nokkurnsstaðar þar sem því er eigi húsrúm heimilt. Um þennan árgang þori eg litlu að lofa. Lifi í þeirri von, að hámarki dýrtíðar- innar sé nú náð og engir nýir örðugleik- ar muni við bætast. Mun reyna að fjölga tölublöðunum að minsta kosti upp í 15. Einnig mun blaðið við og við fiytja mynd- ir merkra kvenna. Þá vil eg endurtaka það, er stóð í blað- inu í öndverðu: Orðið er frjálst. Munið það konur, þér sem viljið og getið, að í »19. júní« er svo langt sem rúm hans leyfir, tekið á móti stuttum greinum, kvæðum, sögum og fréttum af starfsemi kvenna. Sömuleiðis er því þökk á ýmis- konar þjóðlegum fróðleik. Peim konum, er á liðnu ári hafa ritað í blaðið, þakka eg sérstaklega. Einnig stendur það í ógreiddri skuld til allra þeirra mörgu, er séð hafa um útsendingu og innheimtu fyrir það. Pað hefir verið mér til mikillar ánægju, að verða þess vör, hve vel blaðinu er alment tekið. Vona eg að þeim vinsældum fái það að halda, að kaupendum fjölgi framvegis svo að eigi verði þess langt ao biða að blað- ið geti stækkað að mun án þess að hækka í verði. Virðingarfylst. Inga L. Lárusdóttir. Fréttir. Formaður Banðalags kronna, frú Stein- unn H. Bjarnason, hefur sótt fund með konum úr framkvæmdanefnd alþjóða- kvennaráðsins (I. W. C.) sem haldinn var í London 18.—20. júni. Fundinn sátu 5 konur frá Bretlandi og írlandi, 7 fi á Frakklandi, frá Hollandi og Ástralíu 3, frá Kanada, Serbíu og Suður-Afríku 2, frá Belgíu, Sviss, Danmörku, Argentínu, Kína, Japan, Nýja-Sjálandi og íslandi 1 fulltrúi frá hverju. Aðalefni fundarins mun hafa verið að undirbúa reglulegan fund, er haldinn verði í Noregi næsta sumar. Samgöngnr landa á' milli eru nú orðnar frjálsar, samvinna sú, er niður féll á stríðs- árunum mun nú óðum hefjast aftur. Bestu og vitrustu menn og konur heims- ins þrá að hittasf, til þess hver á sínu sviði að leggja sameiginlega ráð um end- urbyggingu heimsins, og auðga hver aðra af dýrkeyptri reynslu sinni. Einnig vér íslendingar getum átt kost á að mæta á slíkum fundum. Og vér konur áttum á- gætan fulltrúa á fundi kvennaráðsins í London. En slíkar ferðir kosta mikið fé. Ping og stjórn veita nú í sumar ríflegan styrk tveim lögfræðingum, einum lækni og einum guðfræðing (sem reyndar er að eins hálfdrættingur við hina) til þess að sækja fundi stéttarbræðra sinna á Norð- urlöndum. Væri nú til of mikils mælst af okkur konum að fara fram á ferðastyrk til þess að Island geti átt fulltrúa á ein- hverjum þeirra stóru kvennafunda, er haldnir munu verða í náinni framtíð, t. d. fundi I. W. C. i Noregi að sumri. ,,19. JÚNÍ“ kemur út einu sinni í mánuði. Verð árgangsins er 3 kr. innan- lands, í Vesturheimi 1 dollar og greið- int helmingur þess fyrirfram, hitt við ára- mót. Uppsögn(skrifleg)bundin við árganga- skifti, sé komin til útgefanda fyrir áramót. Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.