19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 4

19. júní - 01.09.1919, Blaðsíða 4
20 19. JÚNÍ eða þá vögguljóðin eftir Stefán frá Heiði. Bíbí og blaka búin er vaka fagurt er að líta fram og til baka. Hófstu þitt merki, hélst þig að verki. Studdi þig hinn sterki, stunda þess merki. Bibí og bíja barnseðlið hlýja, Iífið alt til enda og inn í hið nýja. Bibi og blaka. Blund skaltu taka, þó þú sýnist sofa samt mnntu vaka. Ólöf er einkar orðhög í kvæðum sínum. Hún yrkir til æðsta valds- mannsins á Norðurlandi: Pó tign þina tilbiðjum ekki, við tignum þig, ágætismanninn. Likingar hennar eru snildarlegar. Lognrigningin verður hægur grátur: Stilt þér, himinn, hrynja tár hugur þinn sem væri sár. Og eigi er síður »stemning« í þess- ari stöku. Mikla fjallið mænir yflr Möðruvalla-staðinn auða. Pá sem falla og það sem lifir, það mun alla telja dauða. Ólöf yrkir liprar og léltar lausa- vísur — ekki síst hringhendur: Láttu brenna logann minn, lof mér en að skoð’ ann, horfa í enniseldinn þinn inn í kvennavoðann. Ástavísurnar hennar eru þrungnar eldi ástríðunnar. Er hún þar í ætt við Vatnsenda-Rósu heit, sönn og djörf. 1 óbundnu máli befir Ólöf samið nokkur æfintýri og sögur. Mun henni einkum láta vel æfintýra-gerðin. í Eimreiðinni síðast liðið ár átti hún eitt skínandi fagurt æfintýri. Af skáld- sögum minnist eg að eins að hafa lesið eina »Móðir snillingsins«. Yrk- isefnið er djarflega valið, en annars skal hér enginn dómur lagður á sög- una — það verður ekki gert í fám orðum. Hér verður þá að láta staðar numið. En langt er frá þvi, að næg grein sé gerð fyrir skáldskap þessarar ein- kennilegu, vitru konu. Ólöf á Hlöðum ólst upp í ösku- stónni, en er samt orðin drotning i andans ríki. Konungsríkið hennar er eigi stórt, en fjölskreytt er þar um að litast, svo fjölbreytt að furðu gegnir. Eg veit ekki hvað íslenzk menning gelur talið sér til gildis, ef ekki það, að kona, sem elst upp við fátækt í lítil- mótlegum kringumstæðum, og verður að fara á mis við alla mentun, aðra en þá, er hún á hlaupum getur náð sér í, skuli komast eins langt áleiðis og Ólöf. Því hér er meira en hag- yrðingur á ferðinni. Hér er skáld, sem hver þjóð mundi telja sig sæmda af. Hingað til hefir Ólöfu eigi verið sýndur neinn sæmdarvottur. Enda mun hún aldrei hafa^eftir slíku sókst, svo yfirlætislaus- og metnaðargirnis sem hún er. En vel mundi það mæl- ast fyrir, ef hún nú, sem fyrst, yrði meðal þeirra skálda, sem styrkt eru af fé því, er ætlað er rithöfundum

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.