19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 1

19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, okt. 1919. 4. tbl. Konur —- kjósendur. Nú, þegar svo er komið að telja má þau lönd á fingrum sér, er eigi hafa gert konur að kjósendum, verð- ur spurningin hvarvetna þessi: Hvað græðir heimurinn á þessum umskift- um? Hvaða afstöðu taka konurnar til þjóðfélagsmálanna og hver verður afstaða þeirra gagnvart stjórnmála- flokkunum? Meðan kvenkosningarétturinn var aðeins draumur, sem átti langt í land að rætast, bar auðvitað ekkert á slíkum spurningum sem þessum. En þá er konur tóku að sækja róð- urinn fastara, fór sá málsaðilinn, er honum var beint gegn, að mynda sér skoðun um það, hvað tapast mundi eða vinnast við þá breytingu, sem svo stórkostlega aukinn kosningarétt- ur hefði í för með sér. Leit hver flokkur þar á frá sínu sjónarmiði og réði sú niðurstaða, er að varð kom- ist, afstöðu flokksins til máls þessa. Og þá kemur það kynlega fyrir- brygði í ljós að frjálslyndir flokkar verða einatt mótfallnir þessari, að því er virðist frá frjálslyndu sjónarmiði, sjálfsögðu kröfu kvenna. T. d. var stjórnmálamaðurinn enski, hinn frjáls- lyndi Gladstone, mótfallinn kosning- arrétti kvenna, vegna þess að hann óttaðist að konur yrðu um of íhalds- samar í stjórnmálum, en Beaconsfield sem um líkt leyti var formaður íhalds- flokksins enska, var kosningaréttinum frekar hlyntur. Hefir að líkindum vænst styrks sínum flokki af »hinum aftur- haldssömu« konum. Sósíalistar höfðu meðal annars á alþjóðastefnuskrá sinni almennan og jafnan kosninga- rétt karla og kvenna, en ekki hefir hugur þar jafnan fylgt máli og sum- slaðar hafa sósíalistar á þingum ver- ið beinlínis á móti kvenréttindum. Rannig t. d. í Belgíu, þar sem ka- þólski klerkaflokkurinn var í þessu falli frjálslyndari en sósíalistar. En einna gleggst koma þó óheil- indi sósíalista fram í atvíki, sem fyrir kom í Buda-Pest árið 1913, þá er alþjóðafundur kvenréttindafé- laganna var haldinn þar. Á fund þann kom meðal annara Keir Hardie, for- ingi óháðra, enskra verkmannafélaga og mikill talsmaður kvenréttindamáls- ins. Vildi hann nú nota tækifærið til þess að vinna að framgangi þessa máls og bað þvi félagsbræður sína þar í borginni, að stofna til opinbers umræðufundar um málið og bauðst Keir Hardie til þess að vera frum- mælandi. En hann fékk þá ekki til þess. Fundurinn varð samt haldinn, og gengust konur af borgarastétt fyr- ir því. Hélt Keir Hardie þar aðal-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.