19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 7

19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 7
19. JÚNÍ 31 dáðum og séð um, að þeim líði sem bezt, þar til þær stjga af sænginni. Sumar eftirlitsdeildir geta sjálfar lagt sér til starfsfé, en flest allar vinna þær í sameiningu við heilbrigðisnefndir,fátækra- stjórn og góðgerðafélög. Starfsfólkið er eingöngu konur, reyndar hjúkrunarkonur, en starfið er svo erfltt, að menn hafa séð, að sérstakan undirbúning þarf, og þess vegna eru margir skólar stofnaðir, sem sérstaklega eru fyrir starfsmenn sjúkra- eftirlitsins. Hreyflng þessi vex hröðum fetum, og eru allir á einu máli um, að ávextir hennar séu blessunarríkir bæði í heiisufarslegu og þjóðhagslegu tilliti. Neistaflug, (Tagore). Hvíldin tilheyrir starfmu, eins og augnalokin augunum. Guð finnur sjálfan sig þegar hann skapar. Lasta þú eigi fæðu þína, þó þig skorti matarlyst. Fuglinn óskar sér að vera ský, Skýið óskar, að það væri fugl. Vertu þakklátur lainpanum fyrir Ijósið, en gleymdu samt ekki lampa- fætinum, sem stendur í skugganum og er sífeldlega jafn þolinmóður. Lokir þú dyrum þínum fyrir ef- anum, þá lokar þú samviskuna úti. Litlu strá, sporin ykkar eru smá, en þið eigið grundina, sem þið gróið á. Sérhvert ungbarn flytur þann boð- skap, að guð sé enn þá ekki úrkula vonar um mannkynið. Ráðleggingar. Mjólk brennur síður við ef potturinn er skolaður úr vatni áður en mjólkin er látin í hann. En þá betra er að bera smjör innan í pottinn. Sykur í mat verður drýgri og bragð- meiri sé hann látinn sjóða með matnum, svo lengi sem unt er. Egyjahvítur þeytast fyr og verða stinn- ari séu nokkur korn af salti látin út í þær. Hvítt silki má aldrei slétta með mjög heitum járnum, því þá gulnar það. Straujárn- eða bolta er best að geyma í ullar- eða prjónarýju t. d. stungið inn í gamla sokkboli. Eggjahvíta er ágæl til að halda gljá- leðurskóm mjúkum og verja þá sprungum. Bera hana þunt á með mjúkri rýju. Hvít loðskinn er gott að hreinsa úr samanhrærðri magnesíu og bensíni. Pessari blöndu, sem á að vera álíka þykk og vellingur, er núið vandlega inn i loð- skinnið með baðmullaslagði, látið þorna þar og skinnið síðan hrist og barið, þar til alt ryk er rokið úr því. Meðal við flösu. í 100 gr. af siuðu soðnu vatni eru 5 gr. af borax látin renna. Hár- svörðurinn þveginn úr þessari blöndu tvisvar sinnnm á viku. Matreiðsla. Ódýr kringla. 1/s þd. smjör eða smjör- líki, 3 matsk. st. sykur, l'/s egg, */s peli mjólk, 1 pd. hveiti, */s teskeið st. karde- mommer, 3 tesk. lyftiduft, 1 matsk. smátt skorið súkkat, 10 möndlur.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.