19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 3

19. júní - 01.10.1919, Blaðsíða 3
19. JÚNÍ 27 vilja vera menn, er hugsi frjálst og veiji eftir eigin sannfæringu. Menn, sem jafnvel í stjórnmálum breyta samkvæmt samvizku sinni, menn, sem standa ofar hinum fyrirskipaða flokksaga, menn, sem einungis og eingöngu hlýða samvizku sinni. Án efa verður þessi óháði flokkur litill fyrst í stað. Því með skelfingu sjáum vér, hve fúslega konur hlýða flokksvendinum og láta leiða sig á básinn. Og þegar bezt lætur, hlusta þær með undrun, en þó oftar með tor- trygni á, ef þeim er sagt, að þær eigi skilyrði til þess að verða endurleys- andi afl, er frelsi úr hinu pólitíska feni, hreinsandi blær, endurfæðingar- laug stjórnmálalifsins. Því ennþá eru þær innilega ánægð- ar með að fá að standa eins og núll- in fyrir aftan karlmennina, fullvissar þess að flokksaginn sé nauðsynlegur. Þær eru þegar orðnar blindar og geta eigi framar séð þau brögð, sem kunna að vera í stjórnmálataflinu. Þess vegna hafa þær engin áhrif á leikinn. Þær komast í mát. Auðvitað munu margar af þeim konum sem á þing komast, bera fram ýms mikilsverð frumvörp, flytja góðar ræður og skýrar greinargerðir> en nú er alt þetta í sjálfu sér orðið lítils eða einskis virði. Fyrir svo sem 50 árum var óðru máli að gegna. Þá voru flokksböndin ennþá laus og sannfæring hvers einstaklings átti svo mikinn rétt á sér, að hennar gætti í þingdeildunum. En nú er svo komið, að jafnvel þeir, sem tala engla tung- um og vita alla leynda hluti, eru að- eins hljómandi málmur og hvellandi bjalla, séu þeir eigi í fylsta samræmi við vilja flokksins, eða þá reglu um atkvæðagreiðslu, sem sett hefir verið á flokksfundi. Það er sárgrætilegt að hugsa um það, sem oss, sem nú erum farnar að eldast, dreymdi, að konur kæmu til leiðar með kosningarétti sinum, og bera draumana saman við það, er vér sjáum að þær nú vilja fleygja sér út i. Eg get bæði hlegið og grát- ið að einfeldni minni, þá er eg í fyrsta skifti talaði máli kosningarétt- ar kvenna á fundi karlkjósenda, og var fyrsta konan, er opinberlega tal- aði um það mál. Því þá var það nýtt. Vér sáum þá aðeins í fjarska hið fyrirheitna land og við skreytt- um það öllum fegurstu blómum óska vorra. (Frh.). Ártíðavisur. Vetur. Velur ríður geyst í garð, grimmar hríðar vekur; byljum svíður bóndans arð, björg og hlíðar skekur. Vor. Grænka hólar, gráta ský, gróa vetrar sárin. Blessuð sólin björt og hlý brosir gegnum tárin. Sumar. Lækir vaka’ í ljúfri ró, lúnir hressast gumar,

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.