19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 1

19. júní - 01.11.1919, Blaðsíða 1
19. JUNI III. árg. Reykjavík, nóv. 1919. 5. tbl. Mœðraháskólar. »I)et nye Nord« heitir tímarit, sem út er gefið í Kaupmannahöfn og sem ræðir um málefni Norðurlandanna allra, vinnur að góðu samstarfi og aukinni þekkingu þeirra á meðal. í riti þessu birtist í sumar eftirtekta- verð grein og viljum vér hér með gera íslenskum konum kunnugt efni liennar. — — Styrjöldin mikla er ekki á enda kljáð, þótt orustunum sé lokið, á marga vegu mun hún um ókomna tíma setja mark sitt á líf og liugs- unarhátt kynslóðanna, og milli þess er var og er hefir hún staðfest ó- mælanlegt djúp. Styrjöldin hefir leitt gjaldþrot yfir menningu 20. aldar- innar og vakið hjá þeim, sem hana hafa lifað óumræðilega hrylling yfir að slíkt skuli hafa átt sér stað, og um leið vakið margan mann til þess að vinna að því af heilum hug, að slík ókjör skuli eigi eiga afturkvæmt á vora jörð. Sú starfsemi þarf að fara fram bæði hið ytra og hið innra. Hið ytra með því, að koma á tryggum lögum um viðskifti þjóðanna, þannig, að það verði hverri þjóð lífsnauðsyn að eiga frið við aðra. Hið innra með áhrifum á hugsun- arhátt komandi kynslóða, er geri þeim ófriðartilhugsunina ógeðfelda. —' Hið fyrra er á færi stjórnmálamannanna og er alþjóðabandalaginu og margs- konar sameiginlegri löggjöf beint í þá átt. Hið síðara stefnir að því, að gera hvern einslakling þjóðfélagsins svo úr garði, siðferðislega, að hann afneiti boðorðum styrjaldanna — og er það í þessa stefnu, er höf. hefir á nýjar leiðir að vísa. Talar hann þá fyrst um það upp- eldi er skólarnir veiti, og hættuna á að nemendur steypist þar allir í sama móti. Þar vanti eitthvað það í upp- eldið er þroski siðferði, einstaklings- eðli og lunderni og geri unglinginn að alhliða þroskuðum manni. »Að þessu erum vér að leita — og viljum því, áður en vér bendum á hjálpina — líta sem snöggvast á vinn- una og vinnuskiftinguna eins og hún er nú í heiminum. Starfsviðin virðast vera tvö: 1) að framleiða nýja kyn- slóð og 2) að búa henni svo hag- kvæm lífsskilyrði, sem unt er. Er hið fyrra einkum hlutverk konunnar og hið síðara mannsins. Af þvi leiðir, að hlutverk konunn- ar er eigi að eins að ala börn í heim- inn, hitt er eigi þýðingarminna, að hún sé fær um að vekja allar góðar hvatir í sálu barnsins á uppvaxtar- árunum, en fjarlægja þær sem skað-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.