19. júní - 01.11.1919, Qupperneq 3
19. J Ú N I
35
til síns máls. Það er ekki enn þá
gert svo mikið fyrir mæður komandi
manna. En eru nokkur likindi til,
að sá skóli verði stofnaður, er undir-
búi til fulls undir það starf, sem
verður hlutskifti svo margra kvenna:
að vera móðir og leiðtogi? Ekki má
hann steypa nemendur sina í sama
mótinu, því hverju harni lientar silt.
En margskonar fræðslu gæti hann
veitt. Hjá oss vantar t. d. með öllu
hverskonar fræðslu i meðferð ung-
barna. Og almenn undirstöðu-atriði
uppeldisfræði mætti eflaust kenna,
en sú fræðigrein lærist víst aldrei til
hlýtar á skólabekknum.
En hitt að hlynna að þreyttu og
uppgefnu mæðrunum, gera þeim
kleift, að taka sér frí frá störfunum
og áhyggjunum, ætti sannarlega að
vera eitt hið fyrsta og sjálfsagðasta
verk, ekki að eins kvennfélaga —
heldur ætli meðal löggjata þjóðanna,
að komast á sú slefna, að launa
öllum sínum starfsmönnum vel, en
þó mæðrunum hezt.
Konur —- kjósendur.
(Niöurl.)
Nú eru fylkingar hinna eldri braut-
rj'ðjenda þessa ináls farnar að þynn-
ast. Fjöldinn, sem þær hörðust fyrir,
gengur nú fyrirhafnarlaust inn í hið
fyrirheitna landið. Þetta vekur engan
fjálgleik hjá þeim. Þær verða eigi
varar við alvöru skyldunnar. IJær
eiga að eins eðlishvöt hjarðarinnar,
að fylgja forustusauðnum. Og for-
ustusauðirnir verða fyrst um sinn, og
jafnvel lengi, karlmenn. Þelta er jafn
eðlilegt og það, að á fyrri öldum voru
hinar æðri stéttir einar um löggjöf
landanna, vegna þess að alþýða
manna var þá hvorki læs né skrif-
andi. Þess mun verða langt að bíða,
að konur, það er að segja allur þorri
kvenna, þroskist til skilnings á stjórn-
málum og áhuga á þeim í Iikum
mæli og karlmenn. Pess vegna hefi
eg bent á þýðingu fræðsluslarfsins,
sem eg tel mjög nauðsynlegt, þó
það sé að eins ytra skilyrði þess að
kosningarréttur kvenna leiði í sann-
leika til bóta.
Aðaláherzluna verður að leggja á
að þroska sálirnar. Hér verður að
fara fram köllun, endurfæðing og
helgun, sem styrkir konur í þeirri
trú, sem flokksaginn hefir deylt, en
sem oss nú, eftir hin síðustu fimm
ár, ætti að vera ljóst, að er mann-
lífinu, og þá ekki hvað síst stjórn-
málalífinu, öllu öðru nauðsynlegra.
Og á eg þar við trúna á hinn
heilaga anda.
Fegar sú trú er orðin að afli bæði
í einka- og stjórnmálalífinu, hefst sú
endurreisn mannkynsins sem er hug-
sjón og draumur hinna hreinjörtuðu.
Peiin konum, sem þegar eiga þessa
trú, ber skylda til að mynda nýjan
stjórnmálaflokk, ílokk hinna óháðu.
Þið verðið fáliðaðar í fyrstu. En lát-
ið það eigi aftra yður.
Þessi flokkur má ekki verða griða-
staður pólitískra vindhana. Eigi hæli
fyrir liðhlaupara, jábræður og allra
systur. Hann verður að marka sér
Ijósa, ákveðna stefnu í þeim aðal-