19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 2

19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 2
82 19. J Ú N 1 og trauðla munu mörg heimili hér á landi, er veiti fleiri gestum greiða og gistingu fyrir alls ekkert. Ekki hefir Guðlaug gefið til að hljóla lof og laun fyrir, enda hefir hvorki hennar né góðgerða hennar verið opinberlega minst. og vill það oft verða, að hið góða gleymist fyrst. En nú vil eg nola tækifærið og þakka Guðlaugu af einlægum og hlýjum huga fyrir mig, og í nafui allra þeírra, sem hún hefir glatt á einn eða ann- an hátt. Einnig vil eg geta þess, Guðlaugu til maklegs lofs, að hún hefir mikið unnið að inniblómarækt og komist svo langt í því starfi, að ekki munu mörg heimili hér á landi jafn rík af blómum og Suður-Vík er nú. Einnig hefir Guðlaug komið sér upp litlum blómgarði, en af ýmsum orsökum ekki getað haft hann stóran né fjöl- skrúðugan. Blómræktunarstarf Guðlangar er mjög virðingarvert, og hefir hún með því gefið konum og húsmæðrum á- gætt dæmi, til að breyta eftir. Vinkona. í þessu er harmsaga kynslóðar vorrar fólgin. Ekki i fátjækt manna. Allir þekka fátæktina i einhverri mynd. Ekki i ílsku manna. Getur nokkur krafist þess að vera góður? Ekki í þvi að menn eru fávisir. Hver getur hrósað sér af vísdómi sín- um ? Hún er í því fólgin, að mcnn eru ójtunn- ugir hver fyrir öðrum, Raskin. íslenzkt kvennaráð. Vottur um einangran þá, er vér eigum við að búa og fjarlægðina, er skilur oss, er það hve lítið hefir verið um almenn samtök milli íslenzkra kvenna. Úað er þó langt frá, að kon- ur hafi eigi fyrir all-löngu séð, að samlakaleiðin væriheppilegusttilfram- kvæmda í öllu því, er miklu máli skiptir. Má þar t. d. nefna háskóla- málið, er framsýnar íelenzkar konur eiga óskiftan heiður af, að hafa unn- ið að, á þeim tima, er fáir trúðu því, að land vort mundi nokkru sinni geta borið uppi skóla með þvi nafni. Þær hreyfðu þessu máli bæði í ræðu og riti og nófu fjársöfnun fyrir það. Fé það, er safnaðist er nú orðið að sjóð, er konur, er nám slunda við Háskóla íslands, njóta styrks af, Annar varð sýnilegi árangurinn að vísu ekki. Málið var án efa of stórt fyrir þá krafta, er lyfta vildu, aldar- andinngaf því engan byr undir vængi, og þær, er mesta höfðu trúna féllu frá eða fluttust í burlu. Löngu síðar kom svo Landsspítala- málið til sögunnar. Samtökin um það eru þegar allvíðtæk. En þar eð það mun nokkurnveginn kunnugt lesend- um þessa blaðs, skal það eigi nánar rakið hér. Bæði eru þessi kvennasamtök, og lleiri, ef lil vill Jíks eðlis, lil orðin, ef svo má segja i augnablikinu, fædd vegna eins málefnis, lifa meðan því er lífs auðið, en hverfa úr sögunni ef þau skilyrði, er héldu málinu lif- andi falla í burtu. Um alment sam-

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.