19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 5

19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 5
i 9. JÚNÍ 85 Bréf þetta komst því miður til of fárra félaga. Vér vissum eigi deili á fleirum. Til þess að bæta úr því, er bréf Bandalagins birt hér og eru þær konur, er það lesa og sem á einhvern hátt geta stutt að framgangi þess máls er það ílytur, beðnar að ljá því lið sitt. Stjórn Bandalags kvenna lætur fúslega frekari skýringar í té. Lög þess eru nú undir endurskoðun. Hið nýja frumvarp er sniðið eftir lögum kvennaráða annara landa — og er í því einmitt sérstaklega gert ráð fyrir að sambandið nái yfir stærra svæði en nú er. Æskilegt er að þau félög sem vilja verða með í myndun sam- bandsins gefi sig frarn sem fyrst, svo hægt sé að senda þeim lagafrum- varpíð, og þau geti látið í Ijósi álit sitt um það, áður en það verður samþykt. íslenzkt kvennaráð, nafnið kann mörgum að virðast lieldur stórt. Og engin mun ganga þess duldur, að er- fiðleikar margir og miklir munu verða á vegi sliks sambands. Fjarlægðin, ókunnugleiki og þar af leiðandi skiln- ingsleysi hver á annars áhugamálum. Við þetta mundi í fyrstu að stríða. En alt mundi það hverfa við nánari kynni. »Að þekkja er að skilja« og skilningur og samúð er eini vissi vegurinn til farsælla framkvæmda. Guðshús er hvarvetna þar, sem hjálp- fús hönd mætir hendi; hin eina heilaga móðir kirkja, scm nokkru sinni heíir til verið. Ruskin. Yinnuvisindi á heimilunum. Frli. Eldhúsið. Það mun ekki of mikið í lagt, að af þeimtíma, sem húsmóð- irin eyðir til heimilisstarfa sinna, gangi nálægt 3/i hlutum í eldhúsverkin: matreiðsluna og alt er að henni lýtur. Pað er því augljóst að eigi vinnu- sparnaður og vínnuléttir að verða að notum á heimilunum, er ekki hvað minst ástæða til að gera tilraunir í þá átt með eldhúsverkin. Hvad er eldhiís? Staður þar sem dagleg matreiðsla fer fram. Annað ælti helst ekki þar að gera. hvotta ætti helst ekki að þvo í eldhúsinu. Sé eldhúsið eingöngu ætlað til mat- reiðslu má það vera þeiin mun minna. Og fyrsta sporið í vinnusparnaðar- áttina er það, að eldhúsið sé eigi of stórt, en því haganlega fyrirkomið. Lítil eldhús eru líka ódýrari í bjTgg- ingu, en mikilsverðara er hitt, fyrir þann, sem daglega vinnur sitt verk þar, að í litla eldhúsinu getur hann haft alla hluti hendi nær, en í hinu stóra. Eldhúsið ætti helst að vera lítið eitt lengra en það er breitt, t. d. 9X11 fet 11X13 o. s. frv. Sé fjölskyldan lítil, eða búi í kaup- stað, getur hún vel verið án þess að hafa sérstakt búr. En fylgi búr eld- húsinu getur það verið tvent í senn, búr og framreiðslu herbergi, er þá sjálfsagt að það liggja milli eldhúss og matskála. Sé ekkert búrið verða skápar í eldhúsinu að koma í þess stað, til allrar smærri geymslu. Bezt er að skápar þessir nái sem hæst

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.