19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 3

19. júní - 01.04.1920, Blaðsíða 3
19. JÚNÍ 83 band kvenna eða kvenfélaga hefir hér ekki verið að ræða. Islenzkar konur hafa enn eigi átt kost á að raætast undir einu þaki, til þess að ræða um eigin málefni, til að kynnast og fá skilning hver á annara störfum og slriti. Hér hefir ekki verið til nein miðstöð áhugamála þeirra, og þær konur, er borið hafa í brjósti hug- sjónir, er þær eigi voru einfærar um að færa út í lífið, hafa ekki átl völ neins þess staðar, er tæki við þeim og leiddi þær til framkvæmda. í öðrum löndum er þetta að miklu leyli hlutverk kvennaráðanna. Þau eru miðstöð félagsskapar kvenna, skipuð fulltrúum kvenfélaga með harla ólíku marki og stefnu. í kvenna- ráðúnum eru jafnaðarlega öll stærstu kenfélög og ýms félög, sem bæði eru skipuð körium og konum. í danska kvennaráðinu er t. d. fullur helming- ur félaganna þannig skipaður, og í nokkrum þeirra — 4 af 47 — hafa karlmenn formenskuna á hendi. í kvennaráðinganga sem heildýmsstétta- félög kvenna, svo sem ljósmæðrafélög, kenslukvennafélög o. fl. Annars er fyrirkomulag nokkuð mismunandi eftir staðháttum; í þéltbygð.um litl- um löndum, t. d. Danmörku, gengur hvort félag út af fyrir sig í kvenna- ráðið. í strjálbygðum löndum eru fé- lög innan viss svæðis oft fyrst í sam- bandi og gengur það samband síðan í kvennaráðið. Þannig er því varið í Noregi. í Englandi eru öll hin stóru landsfélög og sléttafélög kvenna í kvennaráðinu auk margra smærri. Er þeim skift i deildir, eftir borgum, sú aðferð er án efa heppileg í fjöl- mennnstu og stærstu löndunum. Auk félaga geta einstaka konur — og karlar — orðið meðlimir kvenna- ráðsins. Er það altítt um þær konur, er mestan áhuga hafa á störfum þess, að þær séu æfifélagar, og styrki kvennaráðið á þann hátt peningalega. Hvert félag greiðir til kvennaráðs- ins ákveðið árgjald. Innan ráðsins hafa öll félög, smá og stór, sömu réttindi, og er veujulega 3 fulltrúar kosnir af hverju félagi til að sitja í fulltrúa- ráði kvennaráðsins. Fulltrúaráðið kýs svo sljórn, og má sú kona, er í stjórn kemst, ekki lengur vera fulltrúi félags síns, en kjósa skal annan fulltrúa í hennar stað. Þetta er í því skyni gert, að stjórnin sé jafnan sem klut- lausust. Hér á landi hafa um nokkur ár verið til 3 sambandsfélög kvenna (sjá 19. júní, I. árg. 5. bls.). Auk þeirra hafa ljósmæður nú myndað lands* samband með sér. Verkakvennafélög eru allvíða og munu þau vera í Al- þýðusambandi íslands. Vel má vera, að stefna þess útiloki meðlimina frá öðrum félagsskap. Svo sem kunnugt er, er slíkt venja í þeim löndum, er fast skipnlag er komið á jafnaðar- menskuna. Hér á landi verður það að teljast með öllu óþarft. Auk þess eru til í hverju kauptúni og nálega hverri sveit, kvenfélög, er hafa líkn- arstarf að marki. Auk þess kristileg- ur félagsskapur ungra kvenna o. fl. Óll þessi félög eru nógur efniviður til að mynda úr íslenzkt kvennaráð. »Bandalag kvenna« í Reykjavík, sem bygt er á sama grundvelli og erlendu kvennaráðin, hefir nú sent út til

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.