19. júní - 01.09.1920, Blaðsíða 1
JUNI
IV. árg.
Reykjavik, september 1920.
Ný hjúskapar- og barnalög.
Þess heíir áður verið getið hér i
blaðinu að stjórnin lagði fyrir alþingi
1919 lagafrumvarp um stofnun og
slit hjúskapar, um afstöðu foreldra
til óskilgetinna barna, og afstöðu for-
eldra til óskilgetinna barna. Frumvörp
þessi urðu eigi útrædd á þinginu en
verða að sjálfsögðu lögð fyrir þingið er
samán kemur í vetur og er óskandi
að þinginu vinnist þá tími til að
samþykkja þau. Núgildandi lög vor
um þessi efni eru bæði úrelt og ófull-
nægjandi að ýmsu leyti, og fyrir
löngu orðin nauðsyn á að þau væri
endurskoðuð. Og frumvörp þessi hafa
ýms merk nýmæli að geyma, enda
mun óhætt að segja, að þau hafi
fengið vandaðri undirbúning, en al-
ment gerist um þau lagafrumvörp,
sem koma fram á alþingi íslendinga.
Lárus H. Bjarnason hæstaréttardóm-
ari hefir mest unnið að samningu
þeirra. Skal hér minst á helstu ný-
mælin í frumvörpum þessum og þá í
þetta sinn á frumvarpið til laga um
afstöðu foreldra til óskilgetinna barna.
Frumvarp þetta er allmikill laga-
bálkur, í 7 kapítulum og 46 greinum.
Eins og nú standa sakir er allmikill
munur á réttarstöðu skilgetinna og
óskilgetinna barna, og hallar þar á
3. tbl.
hin óskilgetnu, sérstaklega að því er
tekur til skyldna föðursins við þau.
Frumvarpið eykur á ýmsan hátt rétt
þeirra í því efni. Annað atriði í nú-
gildandi lögum er að þessu efni lýtur
og endurbóta þarf er réttur barns-
móðurinnar gegn barnsföðurnum.
Honum er að mörgu ábótavant og
frumvarpið hefir þar ýms nýmæli er
til bóta horfa.
Um rétt barnsins er fyrst að geta
2. gr. frumvarpsins er afnemur mun
þann er nú er á réttarstöðu hórbarna
og annarra óskilgetinna barna. Nú er
sá munur fólginn í því tvennu að
hórbarnið erfir aldrei það foreldranna
sem hórsekt er og því hvorugt þeirra
séu þau það bæði, og að ekkja barns-
föðurs er skv. 8. gr. fátækralaganna
ekki skyld að gefa með öðrum óskil-
getnum börnum manns síns en þeim
er fædd voru áður en hún giftist
honum. Þetta réttleysi hórbarnanna
byggist á gömlu reglunni um að
syndir feðranna eigi að koma niður
á börnunum, reglu sem vitanlega fer
alveg í bág við réttarmeðvitund nú-
tíðarmanna.
Annað nýmæli sem eykur rétt
barnsins til muna er 36. gr. sem
veitir barninu erfðarétt eftir föður og
föðurfrændur, svo sem væri það skil-
getið barn, hafi faðirinn gengist við
faðerni þess eða verið dæmdur faðir