19. júní - 01.09.1920, Page 7

19. júní - 01.09.1920, Page 7
19. JÚNÍ 23 Frk. Guðlaug Arason kennari átti 30 ára kennaraafmæli í seplem- ber. Var henni þá færð gjöf frá ýms- um horgurum bæjarins bæði fyrri nemendum og þeim, er átt hafa börn sín í kenslu hjá henni. Gjöfinni fylgdi eftirfarandi kvæði er Bjarni Jónsson frá Vogi hefur orkt: Litlum höndum letra vanda Ijúfum hug þú kendir buga; hugans lönd að auðga og anda efla flug þú vildir duga. Þökkin björt í hverju hjarta hlýja nú vill gleði búa henni, er þriðjungsaldar annir allar lét i skaut þeim falla. Heilar þakkir hugum klökkum helzt vér skyldum færa og vildum, Ijúfan vott þess líta máttu — létum smátt en vildum betur. Börnin láti lengi njóta lífið þinnar góðu vinnu, þeirra brosin björt þér iýsi brautir lífs í sæld og þrautum. Fingurbjörgin. Þetta litla, handhæga áhald sem engin kona nú á tímum gæti hugsað sér að vera án, á uppruna sinn að pakka gull- smið einum hollenskum. Hann smíðaði fyrstur flngurbjörgina og sendi hana að gjöf til vinkonu sinuar, ásamt bréfl, þar sem hann bað hana að taka við gjöfinni og hlífa sínum iðnu fingrum með henni, þegar hún væri að sauma. Hugmyndin þótti svo hentug að brátt fóru íleiri að búa til fingurbjargir, og frá Hollandi bárust þær til Englands og urðu algengar þar. Upprunalega voru fingurbjargirnar liafðar til að hlífa þumalfingrinum svo sem sjá má af enska nafninu »thimble«, uppruna- lega »thumble« dregið af »thumb« (þum- alfingur) og »bell« (klukka). Frá Danmörku. Þingkosningar eru þar nýlega af- staðnar. í síðustu kostningum tóku hinir nýju dönsku borgarar, íbúar Suðurjótlands þátt í fyrsta sinn eftir sameininguna. Það er talið að í kosningum þessum hafi þátttaka kvenna verið meiri en karla, en opin- ber skýrsla um þetta er þó eigi enn fyrir hendi. Á þing voru kosnar 11 konur. Eru flestar þeirra þær sömu og þangað voru kosnar eftir grund- vallarlaga breytinguna. Engin kona var kosin í Suðurjótlandi, ein stóð þar á lista, en komst ekki að. í þjóðþinginu eru endurkosnar Helga Larsen, jafnaðarmaður, Mat- hilde Malling-Hauschultz, einn helsti málfærslumaður í Kaupmannahöfn, og Elna Munch, bæjarfulltrúi, er áð- ar hefir látið all-mikið til sín taka á þingi. í landsþinginu eru 6 konur endur- kosnar: Iíaren Ankersted, Nína Bang, Marie Hjelmar, Olga Knudsen, Inger Gauthier Smith og Marie Christensen. Nýkjörnar eru Henriette Crone, jafn- aðarmaður, prentari og formaður kvenprentarafélagsins, og Marie Las- sen, vinstrimaður, blaðstjóri og blaða- eigandi.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.