19. júní - 01.10.1920, Side 3
1 9. JÚNÍ
27
Isidóra Seculitch. Frúin er prófessor
í stærðfræði við háskólann í Belgrad
og þektur rithöfundur. Hún ber sama
reynslusvipinn og austurríska konan,
á grönnu skarpleitu andlitinu. Ófrið-
urinn segir til sín.
Milli Kaupmannahafnar og Krist-
janíu er tæp sólarhrings sigling.
Leggjum við af stað laust eftir há-
degi og erum snemina næsta morg-
uns komin inn i Kristjaníufjörð. Það
liggur góðvirðis móða yfir ásunum,
því ekki getum við íslendingarnir
kallað þetta fjöll, beggja megin fjarð-
arins. Landið er hulið löfra bláma,
það eru sömu litirnir og heima. Skip-
inu skilar vel áfram í blæjalogninu
og um hádegi eruin við komin að
takmarki ferðarinnar.
Fjörðurinn þrengist eftir því sem
innar dregur og eyjunum fjölgar. Nú
blasir Kristjanía framundan með
skógivöxnum hæðum að baki. Til
hægri handar gnæfir há, skrautiaus
bygging, er stendur á háum hól rétt
við sjóinn, það er aðal-sjómanna-
skóli Norðmanna. Hinumegin gengur
nes fram, það er Bygðarey og ber þar
liæst hvíta sumarbústaðinn konungs-
hjónanna, Oskarshal.
Vegabréfin eru nú rannsökuð og
tekur það alllangan tíma, því far-
þegar eru margir. Að því loknu höld-
um við upp í bæinn. Höfum áður
fengið vitneskju um hvar við eiguin
að búa. Flestar fundarkonur eru
gestir á norskum heimilum meðan á
fundinum stendur. Húsmóðir okkar
frú Steinunnar býr við Wergelandsveg-
inn, andspænis gluggunum hennar er
hallargarðurinn, ef við göngum ör-
lítinn spöl yfir hann þveran komum
við að konungshöllinni, sem stendur
efst á hárri hæð og blasir við langt
að. Þaðan er fagurt um að litast.
Aðalgata borgarinnar, Karl Jóhans-
gaten, liggur eins og þráðbeint stryk
niður hæðina og standa efst við
hana helstu stórhýsi borgarinnar,
háskólinn, þjóðleikhúsið og slórþing-
ishúsið. Við þessa götu eru og helstu
gistihúsin og margar stórar sölubúðir.
Til beggja handa sést yfir borgina
og i fjarska hæðir og ásar, skógi
klætt og standa sumarbústaðir upp í
brekkunum. Er einkum fagurt um
að lítast að kveldi dags, er rafijósin
blika hvervetna, Því þau þurfa Norð-
menn ekki að spara við sig.
Heima beið húsmóðirin okkar og
tók okkur með mestu alúð. Þar var
staddur gestur, kona há og tíguleg,
með hvítt hár og snör, dökk augu.
Auðséð ættarmótið með skáldinu
Björnsson, enda var þetta bróður-
dóttur hans, frú Inga Björnson. Hún
er fréttaritari fyrir ýms blöð í Krist-
janíu. Nú hafði hún beðið okkar bér
alllanga stund. Var það til þess að
spyrja okkur spjörunum úr á blaða-
manna vísu? Erindið reyndist ekki
eingöngu það. Öllu heldur hitt, að
fá hjá okkur fregnir af góðutn vin,
sem ný-horfinn var heim til íslands,
»systir« Ólafíu Jóhannsdóttur.
Að morgni næsta dags átlu fundir
að byrja. Við héldum nú til stór-
þingisbj'ggingarinnar, til þess að gefa
oss þar til kynna, fá dagskrá fundar-
ins og önnur plögg. (Frh.)