19. júní - 01.10.1920, Side 7
19. JÚNÍ
31
dúsin = tylft.
eftirmiðdagur = síðdegi.
eggjapískari = eggjaþyrill.
eldamaskina = eldstó.
familia = fjölskylda.
fatatau = fataefni.
formiðdagur = árdegi.
fægikústur = handsópur.
galossíur = skóhlífar.
gamasjur = legghlífar.
gardínur = gluggatjöld.
gólfskrúbba = gólfbursti.
hálstau = hálslin.
kastarhola = skaftpottur.
karklútur = þvaga.
kokkhús = eldhús.
kontor = skrifstofa.
korktrekkjari = tappatogari.
kústur = sópur.
lampapússari = glasabursti.
löber = refill.
magarin = smjörliki.
móður = tizka.
mublur = húsgögn.
pakki = böggull.
pelskápa = loðkápa.
portjerar = dyratjöld.
servantur = þvottaborð.
skammel = fótaskör.
slör = blæja.
skjört = millipils.
spiskamers = búr.
stufklútur = rykþurka.
tauskápur = línskápur.
tauvinda = þvottavinda.
undirlíf = millibolur.
ventilation = loftræsing.
verelsi = herbergi.
vifta = blævængur.
visitkort = nafnspjald.
Hún: Hefurðu tekið eftir þvi hve mikið
er talað um hana Klöru nú í seinni tíð?
Hann: Hvað er þá sagt um hana?
Hun: Jú, að um daginn hafi hún verið
i samkvæmi, i kjól sem á var bæði bak
og boðangur.
Liestrarfélag1 kvenna
í Reykjavík.
Vísirinn að félagi þessu, er leslrar-
stofa, er kvenréttinJafélagið kom á
fót fyrir félagskonur, fyrir 14—15
árum. En árið 1911, breyttist fyrir-
komulagið þannig að stofnað var
sérstakt félag, er keypti bækur kven-
réttindafélagsins og hefir þetta félag
síðan starfað sem lestrarfélag og er
ölium konum heimilt að gerast með-
limir í því. Eru félagskonur nú nær
200, og á félagið um 1650 bindi bóka.
Auk þess kaupir það nokkur útlend
og innlend tímarit. Meðan félagið
hafði völ á góðu húsnæði hélt það
uppi leststofu handa börnum og
fékk til þess dálítinn styrk úr bæjar-
sjóði. Börnin gátu, auk þess sem
þau áttu þar kost á að lesa ýmsar
bækur við þeirra hæfi, átt kost
á að fá tilsögn við skólalexíur
sinar. Barnalesstofan var mjög vel
sótt, og er það skaði að félagið,
vegna þröngs húsnæðis verður að
leggja hana niður í vetur. Útlán eru
fjörum sinnum í viku og annast fé-
lagskonur þau, eins og þær einnig
sáu um lestrarstofu barna.
Fundi heldur félagið nokkra á
hverjum vetri. Meðan það hafði svo
stórt húsnæði að nægði til fundar-
halda, voru fundnir haldnir i hverj-
um mánuði, en síðasta vetur voru
þeir að eins þrír. Félagið hefir öll
árin haft skrifað blað (mánaðarrit),
er lesið er upp á fundum. Um það
annast ritnefnd, sem kosin er fyrir
hvert blað, á næsta fundi á undan.