19. júní - 01.10.1920, Page 2
26
19. JÚNl
VI. fundur
Alþjóðaráðs kvenna í Ivrist-
janíu 8.—18. sept. 1920.
Þegar alþjóðaráðið (I. C. W.) síð-
ast hélt fund, í Róm 1914, bar Gina
Krog, fyrir hönd norskra kvenna,
fram það boð, að næsti fundur þess
yrði haldinn i Kristjaníu. Hið reglu-
lega fundarár var 1919.
En hinum hugumstóra foringja
norskra kvenna átti ekki að auðn-
ast að lifa þann dag, er konur allra
landa mættust undir handleiðslu
hennar. Þegar hún féll frá var tví-
sýnt hvenær fundurinn gæti orðið.
Styrjöldin var þar þrándur i götu.
En jafnskjótt sem rofa fór til, var
undirbúningurinn hafinn. Stjórn I. C.
W. vann að öllu þvi, er snerti dag-
skrá og störf fundarins, en heima í
Noregi unnu konur norska kvenna-
ráðsins af kappi að því að undir-
búa móttöku gestanna.
Og svo var boðið látið út ganga:
í september sjáumst við í Kristjaníu,
gamlir félagar úr kvennaráðunum
mætast á ný, ný lönd senda þangað
fulltrúa, vér bjóðum þá velkomna í
hópinn. Hittumst heilar! eftir langan
og myrkan tima haturs og bróður-
morðs.
Til fundarhaldanna var ákveðinn
veglegasti staðurinn sem völ var á.
Sjálf stórþingisbyggingin. En um þá
byggingii er Norðmönnum ant, hafa
hana í miklum heiðri og hafa eigi
fyr lánað hana til neinna annarlegra
starfa. En nú ætlaði stærsta kvenna-
samband heimsins að halda ráðstefnu
sína í borginni. Húsnæðið velkomið,
auðvitað endurgjaldslaust. Handa
konunum er það besta ekki of gott.
Og 50,000 kr. fjáveiting úr ríkissjóði,
til fundarhaldanna.
Fundardagarnir voru ákveðnir 8.
til 18. september. Fyr gat það eigi
orðið vegna þess að þing sat fram
til loka ágústmánaðar. Þetta var all-
seint á sumri og í Kristjaníu, eins og
víðar, er mikið undir veðri komið.
Nú var sumarið að kveðja. Norð-
menn sögðust ekki sakna þess i þetta
sinn, því óvenju kalt og illhryssings-
legt hafði það verið. Með september
breyttist veðrátta og var hver dagur-
inn öðrum fegri, indislegir síðsumar-
dagar, með fyrstu litbrigðum hausts-
ins og þroskuðum aldinum á trjánum,
en blómin enn i fullum skrúða.
Við íslenzku fulltrúarnir lögðum
leið okkar yfir Kaupmannahöfn og
eftir nokkurra daga dvöl þar lögð-
um við af stað til Noregs, sjóleið,
með góðu og þægilegu farþegaskipi,
»Kong Haakon«, er gengur milli
Kristjaniu og Hafnar.
Á skipinu hittum við nokkrar kon-
ur, er voru á sama ferðalaginu.
Flestir dönsku fulltrúarnir voru þar
og nokkrir flelri, þar á meðal roskin
kona frá Austurriki, raunaleg á svip.
»Hún hefir verið á öllum alþjóða-
fundum sem eg man til«, sagði einn
danski fulltrúinn. Einnig var þar með
skipinu fulllrúi nýja stóra Balkan-
landsins, sem til hefir orðið upp úr
stríðinu, Jugóslavíu. Það land hét
áöur Serbía, nú má gamla nafnið
ekki heyrast. Fulltrúi þess er frú