19. júní - 01.04.1922, Síða 2

19. júní - 01.04.1922, Síða 2
í 9 . JÚ rt í ■74 í þarfir annara nytsamra fyrirtækja. T. d. var hún stofnandi húsmæðra- félagsins og formaður þess alla tíð. I bæjarstjórn sat frú Jónassen árin 1908—1914. Sú, sem þessar línur ritar, kyntist frú þórunni Jónassen um það leýti er konur fóru að vinna fyrir Lands- spitalasjóðinn. Hún var fyrsti fulltrúi félags sins í sjóðsnefndinni. Pað varð hennar hiutverk að verða gjaldkeri þess sjóðs, og því starfi gengdi hún meðan æfin entist. Það var mikið starf og erfitt, en frú Jónassen varð það létt, og við hinar í sjóðsnefndinni munum minnast hennar alla tíð, með þakklæti og virðingu. Vér minnumst hlýjunnar og samvinnu-þýðleikans, ósérplægninnar og starfsviljans, sein aldrei skoraðist undan, og þess, hve gott var að vera í verki með henni. Alls þessa minnumst við með Jiakk- læti og söknuði. Frú Fórunn Jónassen var einliver allra mikilhæfasta kona þessa lands. Við fr lail hennar höfum vér mist mikið. Skarðið er vandfylt. Minningin um hina göfugmannlegu ágætiskonu, mun lengi lifa meðal þeirra, er áttu því láni að fagna að kynnast henni og vinna með lrenni, því orðstir deyr aldrigi hveim sér góðan getr. Landskjörið. Lögum samkvæmt skal kosning þriggja aðal- og jafnmargra vara- þingmanna, sem kosnir eru með hlut- fallskosningum um land alt, fara frarn 6 hvert ár. Var í fyrsta sinni kosið á þennan hátt sumarið 1916. 1 það sinn 6 til þingsetu og 6 til vara. Helmingur þeirra var svo dregin út, og skyldi fara frá að 6 árum liðn- um, og skyldi þá kosið í þeirra stað. Kosningarrétt hafa konur og karlar 35 ára og eldri, er að öðru leyti full- nægja þeim skilyrðum, sem þurfa til þess að hafa full borgaraleg réltindi. Það er og ákveðið í lögunum að kosningin skuli fara fram 1. júlí. Listar þurfa vera komnir til lands- kjörsljórnar 8 vikum fyrir kjördag. Meðmælendur með listum skulu vera 170 og skulu J>ar af 60 vera úr hinu forna Suðuramli, 30 úr Austuramti og 40 úr Norður- og Vesturamti, hvoru um sig. Fað er því allmikill undirbúningur, sem til þess þarf að selja upp lands- kjörslisla. Sá listi þarf að eiga góð ítök og sluðningsmenn í ölluin lands- hlulurn. I’að mun þó veitast auðvelt stjórnmálaflokkunum, sem fylgismenn eiga um land alt og bundnir eru samtökum, hafa sín þingmannaefni vís, og æfinguna í að setja upp lista og koma fram við kosningar. Erfiðara verður starfið þeim, sem byrjendur eru, svo sem vér erum, konurnar. Samt hafa konur ráðisl í það stórvirki, að koma fram með sérstakan kvennalista nú við lands-

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.