19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 7

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 7
19. JÚNÍ 95 líffæranna. Melting, efnaskifti líkam- ans, starfsemi lungna, nýrna og allra annara líffæra eru háð eftirliti henn- ar. Þar við má svo bæta því: að undirmeðvitundin sefur aldrei. Með- an dag-meðvitundin sefur, virðist hún enn árvakrari og starfsamari, en á þeim stundum er maðurinn vakir. Sé nú hægt að koma hollum hugs- unum inn í undirmeðvitund manns- ins, hafa þær ósjálfráð áhrif til góðs á alla líðan hans. Þetta : að gera á- hrif vorra eigin hugsana að nokk- urskonar framkvæmda-afli í lífi voru, er það sem á vísindamáli er kallað Autosuggestion. Og þar sem þetta er daglegt fyrir- brygði í sálarlífi voru, mun oss ekki veitast örðugt að finna dæmi þess í daglega lífinu. Ef þér eruð kennari þá hafið þið án efa oft veitt því eft- irtekt hvernig nemanda fipast í því sem hann á að leysa úr, vegna þess að hann hugsar of mikið um að þetta geti hann ekki — t. d. borið fram vandasamt útlent orð. Eins kannast allir, sem verið hafa viðvan- ingar í að aka á reiðhjóli, við, hvern- ig hugsunin um það, að maður hljóti að keyra út af veginum, undantekn- ingarlaust lætur mann steypast ofan fyrir götubakkann. Reglan sem Coué gefur sjúkling- unum sem til hans koma, er afar- einföld. Hann segir þeim að vera von- góðum og telja sjálfum sér trú um að þeim batni. Og umfram alt að reka allan dapurleik burt úr huga sínum. »Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót, en dapurt geð skrælir beinin«, segir höfundur orðskviðanna. Því er um að gera að láta ekki erfiðleikana sér í augum vaxa, en vera bjartsýnn á lífið. Það ekki nóg að vera ánægður af því manni liðí vel, heldur á maður að vera ánægður, svo að manni geti liðíð vel. Ánægjan er ekki árangur- inn af góðum lífskjörum vorum, hún er skilyrði þess að oss geti liðið vel. Fyrsta skilyrðið. En er þá hægt að vera ánægður eins og eftir fyrirskipun. Ánægjan er stopull gestur. Hún kemur og fer eft- ir eigin geðþótta. En með þvi að temja sér reglubundna sjálfsáhrifa- aðferð Coué, á að vera hægt að fá hana til að taka sér bólfestu í huga manna. Ef við stöðugt hugsum um ánægjuna verðum við ánægð. Hugs- um við jafnan um heilbrigði verðum við heilbrigð, ef við af öllum mætti hugsum um að vera góð, verðum við það. Hvaða hugsun sem vér sí og æ fáumst við — verður í raun og veru þáttur í lífi voru. Til þess að ná þeim árangri hefir Coué búið til það sem hann kallar »general formula«, nefnilega klausu, sem hafa skal yfir eftir vissutn regl- um. Hún er svo einföld að hvert barnið skilur hana. Á íslenzku mundi hún hljóða eitthvað á þessa leið: »Dag frá degi, á allan veg, er mér að batna og batna«. Auðvitað má gera á þessu þær breytingar sem við kunna að eiga í hverju tilfelli, en þó er það um að gera, að hafa þetta yfir með sem einföldustum orðum. Sá, sem vill fá bót kvilla sinna með Coué-aðferðinni, á ekki að beita viljanum til þess. Að hér sé ekki

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.