19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 1

19. júní - 01.10.1923, Blaðsíða 1
19. JUNI VI. árg. Reykjavík, okt. — des. 1923. 12. tbl. Frrj Christophine Bjarnhéðinsson. í haust 1. október voru 25 ár lið- in frá því að holdsveikisspitalinn í Laugarnesi tók til starfa. Sama dag voru og 25 ár frá því, er frú Bjarn- héðinsson hóf starfsemi sína hér á landi, Því hún var ráðin hingað sem hjukrunar- kona holdsveikraspítal- ans, en hafði dvalið hér frá því um mitt sumar til að kynnast íslenskum staðháttum og máli. Það mun oftast nær eiga við, að upphafið er erfitt — og því erfiðara er það, sem meira er í ráðist. Og það var sann- arlega enginn leikur, sem beiði hinnar útlendu hjúkrunarkonu, fyrstu Frú Chr. Bj lærðu hjúkrunarkonunn- ar, sem fast starf hefir haft hér á landi. Spítalinn var nýr, en nógir voru sjúklingarnir sem biðu þess að hann opnaði dyr sínar fyrir þeim. Sjúklingar af alt öðru tagi, en tekið er á móti á vanalegum sjúkrahúsum. Peir voru sannarlega »aumastir allra«, haldnir þeim sjúkdómi, sem vakti viðbjóð flestra og sem fæstir vildu nálægt koma. Litla aðhlynningu höfðu flestir þeirra haft, og ástand þeirra alt var hið hörmulegasta. Það varð verk hjúkrunarkonunnar að taka á móti þessum vesalingu, hreinsa sár þeirra og búa um. Liklega getur eng- inn gert sér fulla hugmynd um hve erfítt það starf hefír verið. Hjálpin sem henni stóð til boða var mjög ófullnægjandi, Sjúkling- arnir komu í hópum, 11 einn daginn. En á móti þeim öllum var tekið með sömu nákvæmni. í 5 ár starfaði frú Bjarnhéðinsson sem hjúkr- unarkona spítalans. Örð- ugustu árin af þeim 25, sem hann hefir starfað. Starf hennar þar verður trauðla metið sem skyldi. Þeir sem nú koma að Laugarnesi og sjá hvernig þar er umhorfs, sjá nú, sem betur fer, lítið af þeirri eymd, er þar átti heima fyrstu ár spitalans. En þótt þetta starf eitt hefði verið hverju meðal-starfsþreki ærið nóg, hafði frú Bjarnhéðinsson þó tíma til að gefa sig að öðru. Þess er fyr get- ið að hún hafi komið hingað nokkru áður en spítalinn tók til starfa, til að kynnast staðháttum vorum. Og hennar glögga auga hefir straks séð arnhéöinsson.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.