19. júní - 01.07.1924, Qupperneq 2

19. júní - 01.07.1924, Qupperneq 2
50 19. JÚNÍ Eitt ár, 1889, vann frú Jarþiúður að þingskriftum og er hún sú lang- fyrsta kona, sem haft hefir nokkurn starfa á hendi við Alþingi. Við rit- störf fékkst frú Jarþrúður talsvert, bæði sem ritstjóri blaðsins »Fram- sókn«, er hún gaf út í fjögur ár ásamt Úlafíu Jóhannsdóttur, og þýð- ingar og frumsamdar greinar og kvæði í önnur blöð, t. d. »t*jóðólf«, »Dvöl« o. fl. Frú Jarþrúður var skáldmælt vel, en heldur mun hún hafa farið dult með þá gáfu, enda var lítið gert að því að hvetja konur til slíkra iðkana á uppvaxtarárum hennar. Hún hafði ágætt vit á skáldskap og las mikið af fagurfræðilegum ritum. Frú Jarþrúður tók mikinn þátt í kvennahreyfingu hér, um það leyti er hún hófst, og meðan heilsa leyfði. Hún var ein af fyrstu meðlimum Thorvaldsensfélagsins og i mörg ár kennari við sunnudagaskóla þess. Ritari hins íslenska kvennfélags var hún um langl skeið og tók með lífi og sál þátt í áhugamálum þess, svo sem háskólamáliuu og kvenréttinda- málinu, enda var hún því rnáli fylgj- andi alla tið. Kunnust almenningi var frú Jar- þrúður án efa fyrir útgáfu »Hann- yrðabókarinnar«, er svo var kölluð. Kom sú bók mjög í góðar þarfir og náði mikilli útbreiðslu og vinsældum, enda var hún ágætur leiðarvísir ung- um stúlkum, sem langaði lil að læra eitthvað til handanna, en áttu ekki völ á kenslu í þeim greinum. IJtgef- endur hannyrðabókarinnar voru auk frú Jarþrúðar, systir hennar frú Þóra, kona Jóns Magnússonar forsætisráð- herra, og frænka, frú Þóra Péturs- dóttir, kona Þorvaldar Thoroddsen. Frú Jarþrúður var á yngri árum fríð kona sýnum. Hún var trygglynd og vinföst, unni íslenskum fræðum og var vel heima i þeim. Hún unni því fagra og góða, fegurðinni hvar sem hún birtist, en einkum virðist hún lrafa hafl næman skilning á fegurð náttúrunnar, unaði þeim og gleði, sem hún hefir börnum sínum að bjóða. Það sýna meðai annars þessar línur í gömlu kvæði eftir hana: Eg virði þá sál, sem er göfug og góð og girnist ei loftungu smjaður, sem vefur úr sólgeislum anda síns óð og aldrei burt víkur af dygðanna slóð, sem lætur ei bölið sig buga, en ber sig að lifa og duga. Eg þakka hvern einasta indælan dag, sem Alfaðir gaf mér að lifa, hvern geislandi morgun, hvert glalt sálar- tag. O, guð minn, ó, blessa þú allan minn hag, í fossandi framtíðarstraumi, í friðsælum æfinnar draumi. Kveðið á Kambabrún. Sé eg gráa Ölfusá ofan í bláan falla sjá. Margt má lágu landi á líta háum Kömbum frá. Margur hlær við bóndabær, brosir snær á fjöllum tær; sólin skær því ljóma ljær, loftið hrærir enginn blær. 1. E.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.