19. júní - 01.07.1924, Blaðsíða 4

19. júní - 01.07.1924, Blaðsíða 4
52 19. J Ú N 1 tekið af jafnaðarmanni. En í jafnað- armenskunni hefir frú Bang fundið þá hainingju að verða ráðherra, og er hún vel að henni komin, þvi bæði hefir hún mikla þekkingu til að bera og á að baki sér langl og mikið starf í þarfir þess flokks, er geit hefir hana að ráðherra. 2. Miss Margaret Bondfleld er ein af ensku konunum, sem á þing voru kosnar. Tilheyrir hún verkmannaflokknum, en eftir síðuslu kosningar myndaði sá flokkur stjórn. Er hún ein af þektustu konum flokksins og lærðasti sérfræðingur Englands, í öllu er snertir atvinnu- mál. Þótti mörgum sem hún væri sjálfkjörin til að verða atvinnumála- ráðherra. En er stjórnin var skipuð, var Margaret Bondfield gerð að undir- ráðherra — Secretary of the State — eru þeir einskonar aðstoðarmenn ráð- herranna, en eiga eigi sæti i stjórn- inni. Miss Bondfield getur að vísu, með þekkingu sinni, haft talsvert að segja í stjórninni, en leitt er að enn skuli hleypidómunum ekki vera lengra úr vegi hrundið, en að kona gjaldi þess að hún er kvenmaður, þegar um einhverja þá stöðu er að ræða, sem ábyrgð og veglylla fylgir. Á ekkert eru menn jafn fastheldnir og lífið, þó er ekkert, sem menn fara jafn gálauslega með. f huga hins þröngsýna er jafnan rúm- gott fyrir hleypidóma. Samnel Smiles. Dánarfregnir. i'rú Vulg’erðiir Lárnsilóttir Briem and- aðist 28. aprít að hcimili sínu á Akrancsi. Hafði hún lengi átt við vanhcilsu að búa. Frú Valgcrður var framúrskarandi gáfuð kona, listnæm og söngelsk. Var hún á- hugasöm í þeim efnum, og mun vart hafa verið meira en tvítug, er hún stjórnaði hér stóru söngfelagi, er oft skemti bæjar- búum á þeim árum. Um tíma stundaöi hún nám við hljómlistaskólann í Kaup- mannahöfn, en varð að liætta vegna veik- inda. F’ékk þó heilsu aftur og giftist síra Þorsteini Briem, var heimili þeirra fyrst norður i Eyjaíirði, síðan að Mosfelli í Grímsnesi og síðast á Akranesi. Þau eiga á lífi 4 dætur allar í bernsku. Vanheilsan skifti síðustu æfi-árum frú Valgerðar milli heimilisins og sjúkrahúsvista. En hvort sem hana var að hitta heima eða heiman, hressa eða sjúka, var viðmótið jafnan glaðlegt og ástúðlegt, enda gat enginn sem kyntist henni annað en unnað henni. Frú Valgerður var skáldmælt vel, og í Ijóðum hennar kom fram hið sama og í öllu lífi liennar, heit og einlæg trúrækni og góðvild til allra, er hún náði til. Frú Angusta Svenilsen einn af merkustu borgurum þessa bæjar er nýlega látin, háöldruð, 88 ára. Frú Svendsen rak lengi verslun hér í bæ og var að líkindum lang- fyrsta konan, sem lagði það starf fyrir sig. Verslun frú Svendsen var góðkunn um alt land fyrir vandaðar vörur og vönduð viðskifti. Frú Svendsen var dugnaðar- og þrekkona, vinföst og trj'gglynd — heiðurs- kona í orðsins fylsla skilningi. X. Kaupendur! Lálið afgreiðsl- una vita um ef breyting verð- ur á utanáskrift yðar.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.