19. júní - 01.04.1925, Blaðsíða 2
26
19. JÚNÍ
kvæði undir dulnafni, t. d. á hún
eitthvað af »Sigurhæða«-vísunum, sem
menn voru hér á árunum að spreyta
sig á að prjóna ofan við og prent-
aðar voru i Akureyrar-kvöldvökun-
um, fékk hún verðlaun fyrir eina
þeirra.
Síðastliðið sumar komu Ijóðmæli
þeirra systra út í lítilli bók, sem hefir
unnið sér almennar vinsældir. Hefði
bók sú mátt verða mun þykkri ef
þær hefðu í tima hirt um að rita
það sem þær kváðu, en það er öðru
nær en svo hafl verið. Sérstaklega
hefir Herdís verið tómlát með að
halda ljóðum sínum til haga, og má
vel vera að hún hafi kveðið jafn-
mikið Ólínu, þó. hennar hluti sé
vaxtarminni í bókinni, en hér skal á
engan hátt farið í samanburð á þeim
systrum, má þar að mínu áliti ekki
á milli sjá hvað hæfileika snertir,
þó þær í lífsskoðunum og efnisvali
fari nokkuð hvor sína leið. En merki-
legt er það, að alþýðukonur, sem
óslitið hafa stritað fyrir lífinu og
litil tök haft á að afla sér bókafengs
og mentunar skuli vera þess um-
komnar að senda á bókamarkaðinn
Ijóð, sem eru eins ómenguð leirbuiði
og mállýtum og kvæði þeirra eru.
Auk skáldgáfu sinnar hafa þær
systur aöra gáfu, sem nú er vandhitt
og það er frásagnalist.
Á æskuárum þeirra var það altítt
að þeir sem fróðir voru, miðluðu
öðrum af fróðleik sínum með þvi að
segja bæði sögur og sagnir sem lifað
höfðu rneð þjóðinni og borist frá
einni kynslóð til annarar. Eru það
engin smáræði sem þær ólína og
Herdís kunna af slíkum hlutum, því
báðar eru þær stál-minnugar og segja
þannig frá að unun er á að hlýða.
Hafa þess utan um langa æfi athug-
að margt sem farið hefir framhjá
öðrum eða gleymst. Er vonandi að
ekki takist svo illa til, að allur þeirra
margvíslegi fróðleikur glatist, og ósk-
andi að þeirn endist aldur og heilsa
til meiri starfa íslenzkum bókment-
um til ágóða og alþýðurnenningu
vorri til vegsauka.
Th.
Mannskaðinn mikli.
Ein óveðursnótt svifti þjóð vora
68 mannslífum. Margar konur urðu
ekkjur, mörg heimili mistu forstöðu
sína, margt gamalmennið ellistoðina,
margt barnið þann, er framtið þess
hvíldi á. Skarð var rofið í margan vina-
hóp og þjóðin öll misti dýrmæta
eign sína.
Þetta er atvik, sem endurtekur sig
á hverjum vetri. Alstaðar við strend-
ur landsins, þar sem sjór er sóttur,
er stríðið háð. Margir hníga á þeim
vigvelli og eftir hverja viðureign
horfa harmandi konur grátnum aug-
um út á hafið. Margar hafa fleiri
enn einn að syrgja. Pær eru ekki
fáar islensku konurnar, sem á sömu
stundu hafa mist bæði eiginmann og
son, eiginmann og föður, eiginmann
og bróðir eða föður og bróðir. Og
nú síðast, við þetta mikla manntjón,
hefir Ægir víða höggið mörg sár í
sama knérunn.