19. júní - 01.04.1925, Blaðsíða 5

19. júní - 01.04.1925, Blaðsíða 5
19. JÚNÍ 29 var lægri og uppgöngufær. Ég stöð nú þarna í vatni í hné og njólarnir voru gleymdir. Hitt var mér Ijóst, að vistin yrði ekki góð þarna undir bakkanum í straumvatninu, þó að mín yrði nú leitað um síðir. Erind- inu gat ég auðvitað ekki lokið á Varastöðum og ekki þótti mér betra að vita til þess bve hrædd móðir min mundi verða um mig. Ég skalf og brynnti músum um stund. Þá heyrði ég alt i einu Guðbjart segja upp á bakkanum: »Já, nú á hún heldur bágt aumingja litla beimasætan. Þetta grunaði mig«. Og hann rétti mér reipi fram af bakkanum og sagði mér að smeygja því undir hendurnar. Ég varð fegnari en frá megi segja og spurði Guðbjart gamla hvort hann hefði verið þar á ferð og heyrt mig skæla. »0 — ekki var það nú«, sagði hann, »en mig óraði einhvern veginn fyrir því hvernig farið hefði fyrir þér, blessuð dúfan«. Ég þakkaði honum nú hjálpina eins vel og ég haföi vit á, lauk við hann erindinu og hljóp heim til mín, rennvot en himinglöð. Guðbjartur gamli hafði verið úti á túni að slá, alt í einu stakk hann niður orfinu, gekk inn í bæ, tók þar reipi og fór beint þang- að, sem ég stóð í ánni ráðþrota, án þess að nokkur gerði honum aðvart. Einu sinni þegar við vorum að borða miðdegismatinn að vorlagi, stakk Guðbjartur gamli höfðinu inn úr dyrunum. Hann flýtti sér að heilsa slepti öllum tilburðum, sem venju- lega fylgdu kveðjunum, en sagði byrstur við piltana. »Ekki ætti hún Sólveig það nú að ykkur að kýrin hennar yrði sjálfdauð i Hólagrafning- unum, af því að þið þenkjið ekki upp á annað en munn og maga«. Svo þaut hann fram úr dyrunum og piltarnir á eftir. t*eir þóttust vita að einhver kýrin væri afvelta, fyrst að Guðbjartur sagði það. Enda reyndist það svo, eftirlætið okkar, hún Rauð- huppa lá á bakinu í moldargróf, skamt frá bænum, en ekki var það í leið Guöbjartar gamla, þegar hann kom frá Varastöðum og engin hafði komið þangað að segja honum þetta. Hann hafði þotið á stað og sagt við kerlingu sina: »Ofmargan mjólkur- dropa erum við búin að þiggja úr henni Rauðhuppu til þess að ég láti hana drepast undir skrattans mold- aibarðinu«. Þetta sagði kona Guð- bjartar húskonu, sem var þar í kotinu hjá þeim, áður en karlinn kom til baka frá því að bjarga Huppu. Einhverju sinni vantaði margt fé af fjalli þegar þriðju göngum var lokið og var talað urn að fara í eftirleit. Daginn áður en leitarmenn lögðu af stað kom Guðbjartur gamli og talaði lengi við föður minn í hálfum hljóðum. Faðir minn sagði vinnumanninum, sem fór frá okkur að Guðbjart gamla grunaði að flest féð sem vantaði væri inn i Hraun- tungum. Sá staður var skammt frá bygð og datt engum í hug að þar hefði svo margt fé orðið eftir. Kom leitarmönnum saman um að fara þangað fyrst þó að sumir þeirra hentu gaman að forsögn Guðbjartar, en skopið og glensið snerist upp í undrun þegar þeir fundu kindurnar nær því allar með tölu í Hrauntungum.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.