19. júní - 01.04.1925, Blaðsíða 8

19. júní - 01.04.1925, Blaðsíða 8
32 19. JÚNl þjóðabarnahjálpar Þjóðabandalagsins og alþjóðakvennaráðsins vill nefndin, að fundurinn í Wasbington, lýsi sam- þykt sinni á yfirlýsingu þeirri, er gerð var á fundi Þjóðabandalagsins í Genf. Að landasamböndin styðji að sam- vinnu með barnabjálparfélögum hvert í sinu landi, og að dregin verði upp »réttarskrá barna«, er átt geti við í hverju landí um sig. Þessi alda, um réttarskrá eða réttarkröfur barna, er i fyrstu runnin frá Ítalíu, og er grund- völlur hennar sá: að öll börn séu borin til sömu réttinda, og þar sem foreldrar og aðstandendur geta ekki uppfylt þær réttarkröfur, verði hið opinbera að ganga hinum unga borg- ara í föður- eða móðurstað, taka þar við, sem máttur skyldmenna þrýtur. Að lokum leggur nefndin áherzlu á, að aðslaða barna þeirra, er eiga út- lenda foreldra, útlendan föður, sé rannsökuð, ef svo mætti verða að leið fyndist til að bæta aðstöðu slíkra barna. Þetta er að eins lítill útdráttur úr því, sem fyrir fáeinum af nefndunum liggur. Vinnuaðferðin innan nefnd- anna er sú: að meðlimur hvers lands um sig, safnar upplýsingum heima fyrir og gefur skýrslu. Úr þeim er svo unnið á fundunum. Tillögur sam- þyktar og árangrinum útbýtt aftur til sambandslandanna. Felst stund- um í þessu rnikill fróðleikur og um- hugsunarefni. Frb. St. H. Bjarnason. í friðarátttna. í haust var haldinn stór stúdentafundur í Varsjá í Póllandi, par sem mættir voru fulltrúar stúdenta Ijöl- margra landa. I fundarbyrjun voru heitar umræður um, hvort bjóða skyldi stú- dentasambandi Pýzkalands pátttöku í fundinum. Ensku fulltrúarnir hótuðu að fara af fundi, ef Pjóðverjar fengju ekki að koma. Sama sögðu Danir, Ungverjar og fleiri aðrir. Umræðurnar voru ákafar með og móti. Að lokum var sent sím- skeyti til Berlín og formanni peirrar deildar í pýzkri stúdentastarfsemi, er sér um sambandið við önnur lönd, boðið að koma. Hann afpakkaði boðið. Englend- ingar og peir, sem peim fylgdu, sátu á ráðstefnu alla nóttina. í býtið að morgni leigðu peir sér flugvél og sendu menn til Berlínar að sækja Pjóðverjann. Pá sá hann, að alvara var í leiknum og fór raeð. Var nú breytt til og pýzka tekin sem priðja opinbera málið á fundinum. jafnrétthátt frönsku og ensku. Leiðrétting. Kona, nákomin Maríu sál. Jóhanns- dóttur, hefir bent mér á að föðurnafn móður hennar sé rangt í greininni í des.bl. s. á. Móðir Maríu var Porgeirs- dóttir. Skakt er pað líka að María dveldi á uppvaxtarárunum hjá móðurfrændum sínum. Frá 14—20 ára aidurs dvaldi hún að Víðidalsá í Steingrimsfirði hjá Gisla föðurbróður sinum, er par bjó. / <æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ/æ:æ/æ/æ/æ/ææ> Ritstjóri: Inga L. Lárnsdóttir. Prentsmiðjan Gutenberg

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.